Skipulagsnefnd

1176. fundur 16. mars 2010 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson
Dagskrá
Umhverfisfulltrúi skipulags- og umhverfissviðs kom til fundar við umfjöllun um endurskoðun Aðalskipulagsins.

1.1002018 - Bæjarráð 18. febrúar 2010. bæjarstjórn 23. febrúar 2010.

Skipulagsnefnd 1175, 16. febrúar 2010.

Bæjarráð 2538, 18. febrúar 2010:

1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

Bæjarstjórn 23. febrúar 2010:

0910002 - Gnitakór 1, breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.

0912635 - Austurkór 64, breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.

 

Bæjarráð 2539, 25. febrúar 2010:

1002113 - Suðurlandsvegur, framkvæmdaleyfi.

Bæjarráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.

 

Bæjarráð 2540, 4. mars 2010:

Boðaþing 1 - 3, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulag Boðaþingi 1-3, 14-16 og 18-20.

 

2.909175 - Nýbýlavegur 1, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 er lagt fram erindi Olíuverslunar Ísands hf. dags. 14. september 2009. Varðar hæðarsetningu lóðar, verði breytt úr 16,0 í 18,5 metra. Jafnframt er lagt fram minnisblað verkfræðistofunnar Eflu dags. 25. maí 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að óska umsagnar bæjarlögmanns, bæjarskipulags og tæknideildar um erindið.
Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögnum bæjarlögmanns og tæknideildar.
Frestað.
á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðsstjóra dags. 2. nóvember 2009.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er erindið lagt fram á ný ásamt bréfum lóðarhafa dags. 8. janúar og 25. febrúar 2010.

Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni í samráði við Skipulags- og umhverfissvið, tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Tillagan verði í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

3.910464 - Götureitur Kópavogsbraut, Kópavör, Þinghólsbraut, Suðurvör, deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er lagt fram erindi Ingibjargar Baldursdóttur fh. eigenda nr. 69 við Kópavogsbraut. Í erindi felst að óskað er eftir heimild til að skipta lóðinni í tvær lóðir, með annað hvort parhúsi eða tveimur einbýlishúsum.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að vinna deiliskipulagstillögu fyrir götureitinn milli Kópavarar, Kópavogsbrautar, Þinghólsbrautar og Suðurvarar.
á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er tillaga varðandi götureitinn lögð fram. Í tillögu skipulags- og umhverfissviðs dags. 4. desember 2009, kemur fram m.a. umfang skráðra bygginga í götureitnum, fjöldi íbúða, hæð byggingar og stærð lóða. Einnig eru sýndar hugmyndir að nýjum og breyttum byggingarreitum ásamt nýtingarhlutfalli hverrar lóðar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að leita eftir áliti hlutaðeigandi lóðarhafa á skipulagssvæðinu sbr. framlagða hugmynd.
Haldinn var kynningarfundur með hlutaðeigandi 28. janúar 2010, þar sem óskað var eftir hugmyndum lóðarhafa í götureitnum.
Í bréfi dags. 29. janúar 2010 til viðkomandi lóðarhafa er gefinn frestur til að skila erindum til 15. febrúar 2010.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er erindið lagt fram á ný ásamt tillögu að deiliskipulagi reitsins dags. 12. mars 2010.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: "Fögnum því að barátta okkar í skipulagsnefnd fyrir bættum vinnubrögðum hafi borið árangur og hér eftir verði götureitir í ódeiliskipulögðum hverfum að jafnaði skipulagðir sem ein heild."

Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks "mótmælum því harðlega að ekki hafi verið ástunduð góð vinnubrögð við vinnu að skipulagsmálum í Kópavogi, hvort sem er í skipulagsnefnd eða á Skipulags- og umhverfissviði."

Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna "fagnar því skrefi sem nú hefur verið stigið í átt til þess að deiliskipuleggja heila götureiti í stað einstakra lóða í ódeiliskipulögðum hverfum bæjarins."

Fulltrúar Samfylkingar bóka: "Samfylkingin harmar að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna skuli velja að snúa út úr okkar orðum með því að draga starfsmenn Skipulags- og umhverfissviðs inn í umræðuna. Við erum á engan hátt að saka starfsmenn Skipulags- og umhverfissviðs um ófagleg vinnubrögð. Hér er um að ræða pólitískan ágreining um framkvæmd skipulags, og hefur m.a. Úrskurðarnefnd skipulagsmála fellt úrskurð í samræmi við okkar sjónarmið."

4.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 er lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands, vesturhluta. Atvinnu-og íbúarsvæði sunnan Fífuhvammsvegar sem samþykkt var í bæjarstjórn 21. desember 1994 m.s.br. samþykkt í bæjarstjórn 11. apríl 1995. Í tillögunni felst að Lindarvegur breikkar um eina akrein við gatnamót Fífuhvammsvegar og Lindarvegar. Lega göngustíga og mana/ hljóðveggja breytist. Lögð fram drög að umhverfisskýrslu og matslýsingu.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er lögð fram umhverfismatsskýrsla dags. mars 2010.

Skipulagsnefnd samþykkir umhverfismatsskýrslu dags. mars 2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

5.912700 - Gulaþing 3, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 3 við Gulaþing. Í erindi felst ósk um breytt deiliskipulag lóðarinnar, að hafa tvær íbúðir í húsinu í stað einnar. Að aukaíbúð verði leyfð á neðri hæð hússins. Bygging færi að nokkru út fyrir innri byggingarreit, en er öll innan ytri byggingarreits. Grunnflötur hússins með bílageymslu yrði um 150 m² og flatamal húss um 260 m² eða um 100 m² minni en gildandi skipulagsskilmálar kveða á um. Í tillögunni er gert ráð fyrir að fjölga bílastæðum úr 3 í 5.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 16. des. ´09 í mkv. 1:500 og 1:200.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Gulaþingi 1 til 60. Hólmaþing 1, 2, 3 og 4. Heiðaþing 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 8.
Kynning fór fram 26. janúar til 26. febrúar 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er erindið lagt frá á ný ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 16. mars 2010 um erindið og innsendar athugasemdir.

Formaður skipulagsnefndar og sviðsstjóri viku af fundi við umfjöllun um erindið.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu með vísan í framkomnar athugasemdir og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

 

6.911402 - Austurkór 35 - 47, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 er lagt fram erindi Gerðar ehf. dags. 12. nóvember 2009. Í erindinu er óskað eftir að koma fyrir 9 íbúðum á lóðinni. Vísað er til skipulagsskilmála og deiliskipulags Rjúpnahæðar - austurhluta, sem samþykkt var í bæjarráði Kópavogs 7. september 2006.
Í breytingunni felst að reistar verði 9 íbúðir í tveimur raðhúsum á einni hæð. Hámarks grunnflötur breytist úr 132 m² í 124 m² fyrir enda raðhús og 132 m² í 106 m² fyrir miðju hús. Hámarks hæð húsa er 4,8 metrar. Ekki er gert ráð fyrir innbyggðri bílageymslu. Lóðarmörk breytast og fjöldi bílastæða á hverri lóð verða tvö í stað þriggja.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu tíl lóðarhafa Austurkór 33, 49 og 51. Almannakór 1, 2, 3, 4, 5 og 6. Arakór 1, 2, 3, 4, 5 og 6. Auðnukór 1, 2, 3, 4, 5 og 6. Akrakór 1, 3, 5 og 7.
Kynning fór fram 4. febrúar til 9. mars 2010. Engar athugasmedir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er erindið lagt frá á ný.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

7.912691 - Akurhvarf 16, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 var lagt fram erindi Finns Björgvinssonar arkitekts fh. lóðarhafa. Í erindinu er óskað eftir að gera viðbygginu og laufskála við íbúarhúsið.
Vísað er í skipulagsskilmála og deiliskipulag Vatnsenda - norðursvæði samþykkt í bæjarráði Kópavogs þann 26. júlí 2002.
Í tillögu að breyttu deiliskipulagi felst að byggingarreitur íbúðarhúss stækkar til suðvestur um 2 metra og skilgreindur er byggingarreitur í suðurhluta lóðar fyrir viðbyggingu við núverandi íbúðarhús. Hesthús færist í norðvestur hluta lóðar. Aðkoma og bílastæði breytast og fjölgar bílastæðum um 12. Stærð lóðar er óbreytt. Nýtingarhlutfall verður eftir stækkun 0,56.
Þegar hafa verið gerðar breytingar skv. samþykktri útfærslu deiliskipulags samþykkt í bæjarráði 23. október 2003 er lúta að stækkun íbúarhúss, fjölgun bílastæða og færslu hesthúss með samþykkt lóðarhafa Akurhvarfs 1, 8. 10, 12 og 14 Asparhvarfs 7, 9, 11, 13, 15, 14, 16 og 17.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 19. jan.´10 í mkv. 1:1000.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Akurhvarfi 1, 8, 10, 12 og 14. Asparhvarfi 7, 9, 11, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Álfkonuhvarfi 19 og 21.
Kynning fór fram 3. febrúar til 9. mars 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

8.908067 - Hafnarbraut 11, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er lagt fram erindi K R arkitekta fh. lóðarhafa nr. 11 við Hafnarbraut. Í erindinu felst að óskað er eftir leyfi til að fjölga íbúðum úr 18 í 20. Að tveimur íbúðum yfir 150 m² verði breytt í fjórar minni. Bílastæðafjöldi héldist óbreyttur, vegna fjölda íbúða undir 80 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 dags. 29. júlí 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni tillögu að breyttu deiliskipulagi, húsakönnun og að senda málið í kynningu til lóðarhafa Hafnarbrautar 2 til 15 og Bakkabrautar 6 og 8.
Kynning fór fram 12. febrúar til 16. mars 2010. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

9.903151 - Kársnesbraut 78-84, Vesturvör 7 og göng undir Vesturvör að bryggjuhverfi, deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 78 við Kársnesbraut dags. 17. mars 2009. Erindið varðar leyfi til þess að byggja bílskúr á norðurhluta lóðarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 10. feb. ´09.
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarskipulags.
Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 15. september 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna að gerð deiliskipulags fyrir Kárnesbraut 78, bæjarland við Kárnesbraut 76-80 og undirgöng undir Vesturvör að Bryggjuhverfi.
Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 er erindið lagt fram á ný og staða málsins kynnt.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að kynna framlagða hugmynd lóðarhöfum Kársnesbraut 76, 78, 80, 82, 82a, 84 og Vesturvör 7.
Haldinn var kynningarfundur með hlutaðeigandi um skipulagsvinnuna 10. febrúar 2010. Í bréfi dags. 11. febrúar 2010 er gefinn frestur til að koma að ábendingum eða tillögum til 12. apríl 2010. Engar ábendingar eða tillögur bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er erindið lagt fram á ný ásamt tillögu að deiliskipulagi reitsins dags. 12. mars 2010.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

10.1002114 - Ögurhvarf 6, fyrirspurn

Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 er lagt fram erindi Arkís arkitekta dags. 11. febrúar 2010 fh. lóðarhafa nr. 6 við Ögurhvarf. Erindið er fyrirspurn, um álit á því hvort setja megi á lóðina sjálfvirka bensínafgreiðslu og auglýsingaskilti.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 11. feb.´10 í mkv. 1:500 og 1:200
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsstjóra að afla frekari upplýsinga og skila greinargerð á næsta fund skipulagsnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er lög fram greinargerð skipulagsstjóra dags. 12. mars 2010 ásamt bréfi Heilbrigðiseftirlits dags. 8. mars 2010.

Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir ítarlegri umsögn Skipulags- og umhverfissviðs varðandi hugsanlega mengunarhættu.

 

11.1002202 - Skógarlind 2 deiliskipulag, fyrirspurn um framvindu.

Á skipulagsnefndarfundi 16. mars 2010 er lagt fram bréf Péturs Valdimarssonar dags. 18. febrúar 2010 með fyrirspurn er varðar framvindu tillagna að breyttu deiliskipulagi Skógarlind 2.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að taka saman umsögn vegna erindisins.

12.1003003 - Arnarsmári 36 (Nónhæð), breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 36 við Arnarsmára dags. 3. mars 2010. Erindið varðar tillögu að breyttu skipulagi Nónhæðar. Einnig er lagt fram bréf lóðarhafans dags.
8. mars 2010.
Meðfylgjandi: skýringaruppdráttur dags. 15. febrúar 2010 í mkv. 1:500.

Erindið kynnt, skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Skipulags- og umhverfissviðs. 

13.1003004 - Lækjarbotnaland 53, deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er lagt fram erindi Vektor ehf. fh. lóðarhafa nr. 53 við Lækjarbotnaland. Erindið varðar tillögu um bætta aðstöðu Ásmegin, sem rekur leikskóla og grunnskóla í Kópaseli, með gerð deiliskipulags svæðisins. Erindið varðar vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 10. mars 2010 í mkv. 1:1000.

Erindið kynnt, frekari umfjöllun frestað vegna vinnu við endurskoðunar Aðalskipulags.

14.1002135 - Kópavogsbakki 2, stækkun lóðar. Fyrirspurn.

Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er lagt fram erindi lóðarhafa Kópavogsbakka 1 og 3 dags. 11. febrúar 2010. Erindið varðar fyrirspurn vegna lóðarstækkunar Kópavogsbakka 2.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að taka saman umsögn um erindið.

15.1003112 - Þrymsalir 13, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 13 við Þrymsali dags. 11. mars 2010. Byggt verði hús á lóðinni 12,4 m² umfram grunnflöt skv. skipulagsskilmálum, sem er 200 m². Leyft verði að hækka húsið um 0,825 m á 6,315 m kafla á austurhlið hússins, sem nemur lengd bílageymslu.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. mars 2010 í mkv. 1:100.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Þrymsölum 6, 8, 9, 10, 11, 12, 14, 15, 16 og 17. Einnig verði Garðabæ sent erindið til kynningar.

Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá við afgreiðsluna og óska eftir ítarlegri gögnum um breytingar deiliskipulags lóða í hverfinu. 

16.1003032 - Skipulagstillögur, kynning sbr. 1. mgr. 17. gr. laga.

Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 23. febrúar 2010. Á fundi bæjarráðs 4. mars 2010 er erindinu vísað til úrvinnslu skipulagsnefndar.

Lagt fram.

17.1003109 - Frumvarp að nýjum skipulagslögum, beiðni um umsögn.

Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er lagt fram erindi nefndarsviðs Alþingis dags. 10. mars 2010. Óskað er umsagnar um drög að frumvörpum til skipulagslaga, laga um mannvirki og laga um brunavarnir. Umsagnir berist nefndasviði alþingis fyrir 26. mars 2019.

 Skipulagsnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra að gera umsögn um drög að frumvarpi til skipulagslaga. Umsögnin verði til umfjöllunar á fundi bæjarráðs 25. mars nk.

18.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er niðurstaða íbúafunda kynnt.
Á fundi bæjarráðs 5. nóvember 2009 var samþykkt að fela skipulags- og umhverfissviði að halda hverfafundi með íbúum um endurskoðun Aðalskipulags og Staðardagskrá 21.
Þrír hverfafundir voru haldnir 18. til 25. nóvember 2009. Kórar, Hvörf og Þing, 19. nóv. Smárar, Lindir og Salir, 23. nóv. Vestur- og austurbær 25. nóv. 2009.
Lögð eru fram gögn, með upplýsingum og ábendingum frá hverfafundunum. Skipulagsnefnd þakkar íbúum fyrir þátttökuna og góðar hugmyndir, sem og starfsfólki bæjarins fyrir góða vinnu.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 eru lögð fram drög að niðurstöðu íbúafundanna og drög að greinargerð með endurskoðun Aðalskipulags og Staðardagskrá 21.
Umhverfisfræðingur kom til fundar.
Sviðsstjóri, skipulagsstjóri og umhverfisfulltrúi kynntu stöðu málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 eru lögð fram uppfærð drög að greinargerð með endurskoðun Aðalskipulags og Staðardagskrá 21 og þéttbýlisuppdrætti endurskoðaðs Aðalskipulags og Sd-21.

Sviðsstjóri, skipulagsstjóri og umhverfisfulltrúi gerðu grein fyrir greinargerð Aðalskipulags ásamt  þéttbýlisuppdrætti. Frestað.

Fundi slitið - kl. 18:30.