Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 var lagt fram erindi Finns Björgvinssonar arkitekts fh. lóðarhafa. Í erindinu er óskað eftir að gera viðbygginu og laufskála við íbúarhúsið.
Vísað er í skipulagsskilmála og deiliskipulag Vatnsenda - norðursvæði samþykkt í bæjarráði Kópavogs þann 26. júlí 2002.
Í tillögu að breyttu deiliskipulagi felst að byggingarreitur íbúðarhúss stækkar til suðvestur um 2 metra og skilgreindur er byggingarreitur í suðurhluta lóðar fyrir viðbyggingu við núverandi íbúðarhús. Hesthús færist í norðvestur hluta lóðar. Aðkoma og bílastæði breytast og fjölgar bílastæðum um 12. Stærð lóðar er óbreytt. Nýtingarhlutfall verður eftir stækkun 0,56.
Þegar hafa verið gerðar breytingar skv. samþykktri útfærslu deiliskipulags samþykkt í bæjarráði 23. október 2003 er lúta að stækkun íbúarhúss, fjölgun bílastæða og færslu hesthúss með samþykkt lóðarhafa Akurhvarfs 1, 8. 10, 12 og 14 Asparhvarfs 7, 9, 11, 13, 15, 14, 16 og 17.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 19. jan.´10 í mkv. 1:1000.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Akurhvarfi 1, 8, 10, 12 og 14. Asparhvarfi 7, 9, 11, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Álfkonuhvarfi 19 og 21.
Kynning fór fram 3. febrúar til 9. mars 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.