Lagt fram að nýju erindi Árna Friðrikssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í tillögu er gert ráð fyrir 23,5m2 sólskála á vesturhlið hússins, 3,5m x 6,7m að grunnfleti sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 dags. 4.4.2013. Sólskáli hefur þannig minnkað um 50cm að breidd en lengst um 1,25m til norðurs frá fyrri tillögu dags. 19.2.2013.
Einnig er byggt við húsið á þremur öðrum stöðum og glerþak kemur ofan á viðbætur sem samtals eru 14,4m2. Heildarstækkun með breytingu á sólskála frá fyrri tillögu er því 37,9m2 og hækkar nýtingarhlutfall úr 0,52 í 0,6 sbr. uppdráttum dags 19.2.2013 og 4.4.2013. Á fundi skipulagsnefndar 5.3.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Brekkutún 9, 11, 15, 17, 19, 21 og 23 ásamt Álfatún 37. Kynningu lauk 18.4.2013. Athugasemd barst frá Hallveigu Thordarson og Emil B. Karlssyni, Brekkutúni 11, dags. 15.4.2013. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. maí 2013.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.