Skipulagsráð

21. fundur 15. janúar 2018 kl. 16:30 - 18:50 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hreiðar Oddsson varamaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1712018F - Bæjarráð - 2896. fundur frá 21.12.2017

1711333 - 201 Smári. Sunnusmári 1-7. Reitur A08 og 09. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

17082386 - Kaldalind 4. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1712918 - Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1801003F - Bæjarstjórn - 1168. fundur frá 09.01.2018

1711333 - 201 Smári. Sunnusmári 1-7. Reitur A08 og 09. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum en Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddi ekki atkvæði.

17082386 - Kaldalind 4. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1712918 Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1705613 - Lundur 24-26. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Lund 24-26 og 28-30. Í breytingunni felst að vegna landhalla verði byggð pallaskipt hús í stað tveggja hæða húsa með óbreyttri hámarkshæð og byggingarreitur stækkar til suðurs um 8 m2 fyrir Lund nr 24 og 28. Einnig er óskað eftir því að lóðarmörk Lundar 24 og 28 stækki um 3 m til suðurs og lóða Lundar nr. 22 minnki sem því nemur. Á fundi skipulagsráðs 29. maí 2017 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Birkigrundar 9b, 11, 11a, Lundar 8-12, 14-18 og 20. Athugasemdafresti lauk 29. desember 2017. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

4.1710517 - Langabrekka 25. Skipting einbýlishúss í tvær eignir.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Helgu Guðrúnar Vilmundardóttur arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Löngubrekku 25 þar sem óskað er eftir að skipta einbýlishúsi upp í tvær aðskildar séreignir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500, dags. 27. september 2017. Á fundi skipulagsráðs 6. nóvember 2017 var samþykkt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 18, 20, 22, 23 og 27. Athugasemdafrestur er til 25. janúar 2018 en lóðarhafar hafa lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa í grennd og þar með stytt kynningartímann í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1710174 - Fossvogsbrún, þjónustuíbúðir. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Fossvogsbrún. Í gildi er deiliskipulag Fossvogsdals, austurhluta, samþykkt í bæjarráði/bæjarstjórn 14. maí 1996. Breytingin tekur til svæðis norðaustan Fossvogsbrúnar 2. Í breytingunni felst að þar verði ný lóð, Fossvogsbrún 2a, með byggingarreit fyrir íbúðakjarna fyrir fatlaða með allt að sjö íbúðum ásamt þjónusturými. Stærð lóðarinnar er áætluð 1200 m2 og stærð byggingarreits 600 m2. Hámark nýtingarhlutfalls á lóðinni er verður 0,5. Aðkoma er frá Fossvogsbrún og þar sem fyrir eru tíu bílastæði, ráðgert er að fjölga þeim um fimm.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.1711735 - Brekkuhvarf 1-5. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Rafaels Pinho dags. 29. nóvember 2017 fh. lóðarhafa Brekkuhvarfs 1-5 að breyttu deiliskipulagi á lóðunum. Í breytingunni felst að á lóðunum Brekkuhvarf 1a-1b, 3 og 5 verði reyst raðhúsabyggð í þremur áföngum með samtals 22 íbúðum sem fá heimilisföngin Brekkuhvarf 1a-1p og Brekkuhvarf 7a-7f. Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 11. janúar 2018 ásamt kynningarefni.
Frestað.

Almenn erindi

7.1801305 - Aflakór 6. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Krark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 6 við Aflakór. Í tillögunni felst að í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni, byggingarmagn er aukið úr 350 m2 í 420 m2, heimilaðar verði útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5 x 3,6 m á norður og suður hlið, hámarkshæð verði 6,7 m miðað við aðkomuhæð í stað 6,3m. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1.500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 11. janúar 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1801080 - Engihjalli 9, kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Reynis Adamssonar arkítekts fyrir hönd húsfélagsins Engihjalla 9 dags. 12. desember 2017 þar sem óskað er eftir að fá samþykkta áðurgerða íbúð í kjalla hússins samtals um 106 m2, klæða húsið með álklæðningu og bæta við svalalokunum. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt undirrituðu samþykki meirihluta lóðarhafa.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1801133 - Hellisheiðarvirkjun. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss dags. 5. janúar 2018 þar sem kynnt er tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir athafnasvæði Hellisheiðavirkjunar. Breyting felst í því að stækka skipulagssvæði virkjunar á Hellisheiði til norðvesturs meðfram Búrfellslínu og Sogslínu. Svæðið sem stækkunin nær til er 131 ha og stækkar skipulagssvæðið úr 1.362 ha í 1.493 ha. Með stækkun skipulagssvæðisins er verið að fullnýta skilgreint iðnaðarsvæði Hellisheiði í gildandi aðalskipulagi. Orka náttúrunnar hefur hug á að reisa jarðhitagarð á Hellisheiði, á því svæði sem stækkun skipulagssvæðisins nær til, á flatlendinu meðfram Búrfellslína og Sogslínu. Jarðhitagarði ON er ætlað að vera umgjörð um fjölbreytta starfsemi sem stuðlar að sem bestri nýtingu afurða Hellisheiðarvirkjunar, jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun. Með breytingunni verður mögulegt að byggja upp jarðhitagarð á skipulagssvæðinu með því að skilgreina lóðir og byggingarreiti á svæðinu ásamt því að setja skilmála um fyrirhugaða uppbyggingu. Í breytingu á deiliskipulagi er m.a. gerð grein fyrir lóðarmörkum, byggingarreitum, byggingarskilmálum, umhverfisfrágangi, veitumálum, samgöngumálum og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi. Með breytingunni fylgja deiliskipulagsuppdrættir ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 6. desember 2017 tillaga að matslýsingu dags. 13. nóvember 2017.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

10.1712884 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Hauks Ásgeirssonar verkfræðings fh. lóðarhafa Melgerðis 11 að breyttu fyrirkomulagi á lóðinni. Í breytingunni felst viðbygging á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls 150 m2 að stærð. Fyrirhugað er að í viðbyggingunni verði tvær íbúðir, ein á hvorri hæð. Jafnframt er bílastæðum á lóðinni fjölgað úr tveimur í sex. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 202,2 m2 í 350.2 m2 við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,46. Fjöldi íbúða eykst úr einni í þrjár. Greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 4. janúar 2018.
Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1712885 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem m.a. kemur fram að þann 16. nóvember 2017 hafi verið tekið fyrir mál nr. 113/2015 þar sem kærð var ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar frá 12. nóvember 2015 um synjun um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr að Löngubrekku 5. Í úrskurðarorðum kemur fram að ákvörðun byggingarfulltrúa sé felld úr gildi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram að nýju erindi Teiknivangs f.h. lóðarhafa dags. 22.6.2015. Óskað er eftir að byggja við bílskúr til suðurs á lóðinni Löngubrekku 5. Viðbygging er 2,5 x 7,5 metrar að stærð eða um 19 m2 að grunnfleti. Hæð viðbyggingar verður 3,3 m og er 0,5 m frá lóðarmörkum við Álfhólsveg 61. Gólfkóti viðbyggingar verður 1,3m lægri en lóðin við Álfhólsveg 61 sbr. meðfylgjandi uppdrætti dags. 22.6.2015.
Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1403302 - Furugrund 3. Breyting á aðalskipulagi

Lögð fram að nýju tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Breytingin nær til reits VÞ-5, lóðarinnar nr. 3 við Furugrund þar sem verslunar- og þjónustusvæði er breytt í íbúðarsvæði. Verslun- og þjónusta auk geymslna fyrir íbúðir verður í u.þ.b. 1/3 húsnæðisins (kjallara) en íbúðir í u.þ.b. 2/3 hluta (1-2 hæð). Breyta á núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að byggð verður hæð ofan á núverandi hús. Eftir breytinguna verður húsið að Furugrund 3 um 1.800 m2 að samanlögðum gólffleti með allt að 12 íbúðum. Ofangreind breyting kemur til af því að innan reits VÞ-5 hefur verslunarstarfsemi dregist saman á undanförnum árum og færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði meðal annars við Nýbýlaveg. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:10.000 ásamt greinargerð dags. í maí 2017.

Tillagan var auglýst frá 24. október 2017 með tilvísun í 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga 123/2010 með athugasemdafrest til 11. desember 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. janúar 2018.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögnum í greinargerð dags. 15. janúar 2018. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Guðmundur Geirdal, Andrés Pétursson, Sigríður Kristjánsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson, Júlíus Hafstein og Hreiðar Oddsson greiða atkvæði með tillögunni.

Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Breyting á aðalskipulagi Kópavogs vegna Furugrundar 3, gerir það að verkum að íbúar munu væntanlega ekki eiga möguleika í framtíðinni að geta sótt verslun innan hverfis og í göngufæri frá heimili sínu.
Þegar ný hverfi eru skipulögð, er jafnan gert ráð fyrir verslun og þjónustu innan hverfis og er það í anda sjálfbærrar þróunar, samkvæmt hugmyndafræði aðalskipulags Kópavogs og Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.
Þegar þjónustukjarnar rísa rétt utan hverfanna er hætta á að verslun hætti að þrífast í hvefunum. Í þessa kjarna þurfa svo íbúar að sækja á bílum, sem er ekki í anda sjálfbærrar þróunar.
Íbúar í nágrenni Fururgrundar 3 hafa ítrekað mótmælt fyrirhugaðri breytingu á Furugrund 3 og gert fjölmargar athugasemdir og komið með tillögur. Ákjósanlegast hefði verið að Kópavogsbær hefði keypt húseignina og nýtt í þágu íbúa hverfisins.
Mjög mikilvægt er að þegar hafist verður handa við að deiliskipuleggja Furugrund 3 sem íbúðarhúsnæði, að virðing verði borin fyrir nágrönnum og velferð þeirra og tekið tillit til athugasemda. Ég er mótfallinn þessari aðalskipulagsbreytingu".

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Undirrituð tekur undir með íbúum er gera þær athugasemdir að verði þessi eini atvinnureitur í hverfinu tekinn undir íbúðir verður það ekki aftur tekið.
Þétting byggðar og breyttar áherslur í skipulagi á höfuðborgarsvæðinu eru brýnar. Eitt helsta markmið breytinga er að með þeim skapist skilyrði fyrir þjónustu í nærumhverfi.
Varast skal að kjörnir fulltrúar taki ákvarðanir nú sem vinna gegn því markmiði, til lengri framtíðar.
Langt er í þjónustu fyrir flesta íbúa og aðgengi fyrir börn að verslunarþjónustu mjög slæmt. Ég hef verið á móti þessari aðalskipulagsbreytingu frá upphafi og er það enn. Ég greiði atkvæði á móti".

Fundarhlé gert kl 18:27
Fundi fram haldið kl 18:42

Bókun frá Guðmundi Geirdal, Andrési Péturssyni, Sigríði Kristjánsdóttur, Júlíusi Hafstein, Ármann Kr. Ólafssyni og Hreiðari Oddssyni:

"Í Furugrund 3 hefur ekki þrifist verslun í tæp 10 ár þrátt fyrir tilraunir í þá veru. Nú er verið að samþykkja að hámarki 12 íbúðir í næsta nágrenni við skólana í hverfinu. Í kjölfar þess að mikill íbúðaskortur skapaðist á höfuðborgarsvæðinu hefur það verið stefna Kópavogs að fjölga litlum og meðalstórum íbúðum. Þessi stefna birtist í þverpólitískri húsnæðisskýrslu bæjarins, aðalskipulagi Kópavogsbæjar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Þessi niðurstaða er einnig fengin eftir fjölda samráðsfunda með íbúum hverfisins".

Kristinn Dagur Gissurnarson tekur undir bókunina.
Önnur mál:
Sigríður Kristjánsdóttir færði skipulagsdeild Kópavogsbæjar bókina Nordic Experience of Sunbstainable Planning en hún er meðhöfundur og ritstjóri bókarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:50.