Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga GP arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Dalaþings 12 dags. 13. nóvember 2017 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni.
Í breytingunni felst að 23 m2 sólstofa er reist á þaki bifreiðageymslu á suðausturhluta hússins. Nýtingarhlutfall a lóðinni hækkar úr 0,26 í 0,28 við fyrirhugaða breytingu. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:500. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 8, 9, 10, 11, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 20, 22 og 24. Athugasemdafresti lauk 5. febrúar 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.