Skipulagsráð

24. fundur 19. febrúar 2018 kl. 16:30 - 19:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
 • Anna María Bjarnadóttir varamaður
 • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Ása Richardsdóttir aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Hreggviður Norðdahl vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1801029F - Bæjarráð - 2901. fundur frá 01.02.2018

16091001 - Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Tillaga að breytingu aðalskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1711735 Brekkuhvarf 1-5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1802010F - Bæjarstjórn - 1170. fundur frá 13.02.2018

16091001 - Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Tillaga að breytingu aðalskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum.

1711735 - Brekkuhvarf 1-5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1706372 - Kópavogsgöng. Dalvegur 30. Tillaga. Breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Í tillögunni felst að Kópavogsgöng eru felld út úr skipulagi ásamt því að hluti af opnu svæði við Dalveg 30, OP-10, er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Umrædd breyting á aðalskipulagi Kópavogs er unnin samhliða breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og í samræmi við Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2030 en þar er ekki gert ráð fyrir Kópavogsgöngum. Vinnslutillaga að fyrirhugaðri breytingu var lögð fram í skipulagsráði 19. júní 2017. Skipulagsráð samþykkti að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillagan var kynnt frá 27. janúar 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Vinnslutillagan var jafnfram kynnt á opnu húsi 30. janúar 2018 í Þjónustuveri Kópavogsbæjar og 1. febrúar 2018 í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni. Enginn mætti á kynningarnar.

Tillagan,- Tillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Kópavogsgöng felld úr skipulagi og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu við Dalveg, er sett fram í greinargerð, umhverfismati og uppdrætti dags. í febrúar 2018 unnin af verkfræðistofu VSÓ.
Ása Richardsdóttir bar upp svohljóðandi breytingartillögu: Ég legg til að málið verði afgreitt með tveimur aðskildum atkvæðagreiðslum. Annarsvegar niðurfelling Kópavogsganga og hinsvegar breytingu á opnu svæði nr. 10 í VÞ 22.

Fundarhlé var gert frá kl. 17:00 til kl. 17:08

Ása Richardsdóttir greiddi atkvæði með breytingartillögunni, Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við atkvæðagreiðsluna, aðrir greiddu atkvæði gegn breytingartillögunni.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga.

Ása Richardsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bókun
Hér eru um tvær ákvarðanir að ræða sem greiða ætti atkvæði um í sitt hvoru lagi. Niðurfelling Kópavogsganga úr aðalskipulagi annars vegar og hvað kemur í staðinn hins vegar. Ég lagði hér til að málið verði afgreitt með tveimur aðskildum atkvæðagreiðslum. Ég styð eindregið að hætta við byggingu Kópavogsganga. Ég styð ekki að svæðinu sem nú er Opið Svæði nr. 10 verði breytt í svæði Verslun og þjónusta nr. 22. Ég tel að kanna eigi alvarlega kosti og galla þess að færa Dalveginn, svo hann gæti legið meðfram Reykjanesbraut og umrætt svæði gæti leikið lykilhlutverk í að gera slíka breytingu mögulega. Yrði Dalvegurinn færður myndist einstakt tækifæri til að byggja upp verslun og þjónustu meðfram Kópavogsdal, sem hentar þessu fallega útivistarsvæði í stað þeirrar hraðbrautar og sorpuhirðustöðvar sem er þar nú, við hlið dalsins.
Ása Richardsdóttir

Bókun
Þessi afgreiðsla útilokar ekki endurskoðun á deiliskipulagi og þar með legu Dalvegarins.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, J. Júlíus Hafstein, Guðmundur Gísli Geirdal, Sigríður Kristjánsdóttir og Anna María Bjarnadóttir.

Gestir

 • Starfsfólk frá Vsó ráðgjöf greindu frá erindinu. - mæting: 16:30

Almenn erindi

4.1709320 - Lundur 20 og 22. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Lundar 20 og 22 að breyttu deiliskipulagi. Í tillögunni felst a) breytt fyrirkomulag bílastæða við Lund 20 (Lundur 3 eða Gamli Lundur) b) fyrirhugað fjölbýlishús við Lund 22 færist 3 m til vesturs og gert er ráð fyrir inndreginni þakhæð á húsinu með einni íbúð þannig að heildafjöldi íbúða í húsinu verður 7 í stað 6 íbúðir. Fyrirhugað hús hækkar því úr 2 hæðum auk kjallara í 2 hæðir með inndreginni þakhæð auk kjallara. Bílastæðum á lóð er fjölgað úr 8 í 12. Uppdrætti í mkv 1:1000 dags. 1. september 2017. Þá lögð fram yfirlýsing Þorláks Jónssonar fh. húsfélagsins Lundar 20 dags. 22/8/2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Athugasemdarfresti lauk 22. janúar 2018. Athugasemdir bárust.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar dags. 19. febrúar 2018.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1705613 - Lundur 24-26 og 28-30. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Lund 24-26 og 28-30. Í breytingunni felst að vegna landhalla verði byggð pallaskipt hús í stað tveggja hæða húsa með óbreyttri hámarkshæð og byggingarreitur stækkar til suðurs um 8 m2 fyrir Lund nr 24 og 28. Einnig er óskað eftir því að lóðarmörk Lundar 24 og 28 stækki um 3 m til suðurs og lóða Lundar nr. 22 minnki sem því nemur. Á fundi skipulagsráðs 29. maí 2017 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Birkigrundar 9b, 11, 11a, Lundar 8-12, 14-18 og 20. Athugasemdafresti lauk 29. desember 2017. Athugasemdir bárust.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar dags. 29. janúar 2018.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.1709734 - Melgerði 4. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga GP arkitekta fh. lóðarhafa að byggingu bílskúrs ásamt geymslu í norðaustur horni lóðarinnar. Samanlagður grunnflötur er áætlaður um 47 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 21. ágúst 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 2, 6 og Borgarholtsbrautar 21, 23. Athugasemdafrestur var til 31. janúar 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1711555 - Dalaþing 12. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga GP arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Dalaþings 12 dags. 13. nóvember 2017 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni.
Í breytingunni felst að 23 m2 sólstofa er reist á þaki bifreiðageymslu á suðausturhluta hússins. Nýtingarhlutfall a lóðinni hækkar úr 0,26 í 0,28 við fyrirhugaða breytingu. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:500. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 8, 9, 10, 11, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 20, 22 og 24. Athugasemdafresti lauk 5. febrúar 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.17091076 - Vesturvör 40-50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga T.ark arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Vesturvarar 40 til 50. Í tillögunni er gert ráð fyrir að:
a) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 40-42 og stækka lóðina úr 8.400 m2 í 13.800 m2. Hluti af norðurhluta lóðarinnar fer undir Vesturvör 44-48. Byggingarmagn er óbreytt 5.000 m2 en grunnflötur minnkar úr 3.900 m2 í 3.700 m2. Nýtingarhlutfall fer úr 0.6 í 0.35. Aðkoma og lega bílastæða breytist en að öðru leiti er umfang og fyrirkomulag byggingar óbreytt.
b) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 44-48 og stækka lóðina úr 9.000 m2 í 21.100 m2. Lóðin stækkar til vesturs og liggur að grótgarði sem er í umsjá bæjaryfirvalda og lóðarhafa eftir þar til gerðum samningi. Byggingarmagn er óbreytt 4.500 m2. Fallið er frá kröfum um hámarks grunnflöt og byggingarreitur breytist og stækkar. Heimilt er að reisa byggingu sem er 1-2 hæðir í öllum hluta byggingarreits en hámarksbyggingarmagn veldur því að aðeins lítill hluti byggingarinnar verður tvær hæðir. Hámarks vegghæð hækkar úr 10 metrum í 11,5 metra og hámarks mænishæð verður 13,5 metrar. Þakform er frjálst. Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar er um 0.20. Ekki er gert ráð fyrir bílakjallara en heimild er fyrir að koma geymslum og tæknirýmum fyrir í kjallara. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða um 90 stæði.
Hluti göngu- og hjólastígs færist til austurs að austurlóðarmörkum Vesturvarar 44-48 með kvöð um almenna göngu- og hjólaleið. Vestan byggingarreitar er gert ráð fyrir opnu athafnasvæði ásamt tveimur afmörkuðum stakstæðum byggingarreitum fyrir smáhýsi tengd starfseminni sem nær út að sjó og grjótgarði.
c) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 50 en stærð lóðar breytist ekki og verður áfram 2.900 m2. Hámarks byggingarmagn er óbreytt 1.500 m2 sem og hæð byggingarreitar sem er 9 metrar en lögun hans breytist. Aðkoma og lega bílastæða breytist en fjöldi er hin sami. Athugasemdafresti lauk 12. febrúar 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni
Bókun:
Afstaða mín er jafn skýr sem fyrr. Ég tel að öll strandlengja Kársness eigi að vera opin og aðgengileg almenningi. Án gjaldtöku.
Ég leggst gegn tillögunni.
Ása Richardsdóttir

Bókun:
Þarna er um 155 metra af 4600 metra strandlengju Kársness að ræða þar sem gönguleiðin tekur smá hlykk. Umrætt svæði verður opið fyrir almenning og mun auka almenn lífsgæði.
Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Anna María Bjarnadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir og Júlíus Hafstein

Bókun:
Fyrirhuguð uppbygging er á vegum einkaaðila. Þetta er ekki almenningssvæði.
Ása Richardsdóttir

Bókun:
Það verður opið fyrir almenning.
Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Anna María Bjarnadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir og Júlíus Hafstein.

Bókun:
Gegn gjaldi.
Ása Richardsdóttir

Almenn erindi

9.17121024 - Digranesvegur 12. Ósk um endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar 16.10.2017

Frá lögfræðideild, dags. 24. janúar, lagt fram minnisblað vegna beiðni um endurupptöku á ákvörðun byggingarfulltrúa um synjun á útgáfu byggingarleyfis, Digranesvegur 12, breytt notkun. Lagt fram að nýju ásamt tölvupósti frá lögfræðideild, dags. 2. febrúar.
Bæjarráð samþykkti með fjórum atkvæðum að endurupptaka málið og vísaði því til skipulagsráðs.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

10.1712885 - Langabrekka 5. Ósk um rökstuðning vegna synjunar á byggingarleyfi.

Lögð fram ósk lóðarhafa um rösktuðning á synjun og bréf frá lögfræðideild, dags. 30. janúar 2018.
Lagt fram.

Almenn erindi

11.1802107 - Dalbrekka 12. Fjölgun íbúða. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi ASK arkitekta dags. 31. janúar 2018 fh. lóðarhafa Dalbrekku 12 að breyttu deiliskipulagi.
Í tillögunni felst að hækka Dalbrekku 12 um eina hæð, fjölga um eina íbúð og færa íbúð sem samþykkt var að Dalbrekku 2 að Dalbrekku 12. Hækkun hússins fer ekki upp fyrir samþykktan byggingarreit. Bílastæðum fjölgar um eitt stæði.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1712912 - Auðbrekka 7. Byggingaráform. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Jónasar Braga, fh. lóðarhafa að Auðbrekku 7 samkvæmt tillögu ASK arkitekta dags. 19. febrúar 2018. Í tillögunni felst að fjölga íbúðum úr 6 í 10. Bætt er við einni íbúðarhæð í nyrðri hluta byggingarreitar en hámarkshæð hússins fer ekki yfir hámarkshæð byggingarreitar í samþykktu deiliskipulagi. Gert er ráð fyrir að byggingarreitur stækki til austurs að norðurlóðarmörkum Auðbrekku 9-11 á 1. hæð og kjallarahæðum. Gert er ráð fyrir svölum austan íbúðarhæðar á 3. hæð. Heildarbyggingarmagn eykst úr 1.735 m2 og verður eftir breytingu 2.000 m2. Bílastæðum fjölgar um tvö stæði.
Tilagan er sett fram á uppdrætti í hkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 19. febrúar 2018.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.1802241 - Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 32. við Dalveg. Í tillögunni felst breytt fyrirkomulag byggingarreita á norðaustur hluta lóðinnar þar sem gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum 32x80 m2 að grunnfleti (merktir B og C) á einni hæð og með kjallara að hluta fyrir geymsluhúsnæði alls 6,700 m2 að samanlögðum gólffleti. Aðkoma að lóðinni breytist sem og fyrirkomulag bílastæða. Gert er ráð fyrir 95 bílastæðum á lóð. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í febrúar 2018.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

14.1801777 - Álfhólsvegur 73. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingarfræðings fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 73 þar sem óskað er eftir áliti skipulagsráðs á breyttu fyrirkomulagi á lóðinni.
Í breytingunni felst að fjarlægja núverandi byggingu á lóðinni, einbýlishús byggt árið 1945 alls 70,3 m2 að flatarmáli og reisa í þess stað hús með sex íbúðum á þremur hæðum. Stærð íbúða er ráðgerð 85-105 m2 brúttó. Fyrirhuguð auknin byggingarmagns á lóðinni úr 70,3 m2 í 595 m2 og aukning íbúða úr einni í sex. Jafnframt er gert ráð fyrir að fjölga bílastæðum úr tveimur í 8 eða 1,3 stæði á íbúð. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,08 í 0,66.
Lagt fram.

Almenn erindi

15.1801747 - Smáralind. Fjölgun yfirbyggðra bílastæða norðan Smáralindar.

Lagt fram erindi Regins fh. lóðarhafa Hagasmára 1 dags. 29. janúar 2018 að breyttu deiliskipulagi.
Skipulagssvæðið nær til svæðis rétt austan við bensín afgreiðslu stöðvar N1 og nánar til tekið afmarkast svæðið af efri bílastæða palli norðan Smáralindar til austurs.
Í tillögunni felst að stækka lóðina til norðurs og koma fyrir nýjum bílastæðum á tveimur pöllum í framhaldi af þeim bílastæðum sem liggja norðaustan verslunarmiðstöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að bílstæðum á deiliskipulagssvæðinu fjölgi úr 90 stæðum sem fyrir eru á jarðhæð um 654 stæði og verða samtals 744 stæði. Sett verður kvöð innan lóðar um graftarréttindi vegan lagna.
Lagt fram.

Almenn erindi

16.1802352 - Smáralind. Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Fjölgun bílastæða.

Lagt fram erindi Regins fh. lóðarhafa Hagasmára 1 dags. 29. janúar 2018 að breyttu deiliskipulagi.
Skipulagssvæðið nær til bílastæða norðan Smáralindar nánar til tekið á í norðausturhluta lóðarinnar.
Í tillögunni felst að stækka lóðina til norðurs, fjölga bílastæðum um 56 og koma fyrir hlöðnum stoðvegg meðfram göngustíg við Fífuhvammsveg. Sett verður kvöð innan lóðar um graftarréttindi vegna lagna.
Lagt fram.

Almenn erindi

17.1802372 - Breytt afmörkun vaxtamarka á Álfsnesi. Breyting á svæðisskipulagi.

Á 80. fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, þann 8. desember s.l. var samþykkt að hefja breytingar á vaxtamörkum svæðisskipulags á Álfsnesi í tengslum við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir iðnaðarsvæði undir efnisvinnslu í Álfsnesvík.
Skipulagsráð samþykkir verkefnislýsinguna sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.

Almenn erindi

18.1710512 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.

Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. janúar 2018 vegan breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og deiliskipulags fyrir efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

19.1206417 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Frístundasvæði í sh Mosfellsbæjar.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar; Frístundasvæði í suðurhluta Mosfellsbæjar, breytingar á yfirlitstöflum svæða fyrir frístundabyggð í greinargerð aðalskipulags.
Lagt fram.

Önnur mál:
Guðmndur Gísli Geirdal leggur til að við úthlutun lóða í Kópavogi verði gerð krafa um flokkun sorps á byggingarstað.
Anna María Bjarnadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Ása Richardsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson, Júlíus Hafstein og Hreggviður Norðdahl taka undir með Guðmundi Gísla Geirdal.

Fundi slitið - kl. 19:30.