Skipulagsráð

31. fundur 16. júlí 2018 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1806010F - Bæjarráð - 2919. fundur frá 21.06.2018

1804088 - Fífuhvammur 21. Endurbætur á sólstofu.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1802571 - Vogatunga 22-34. Sameignalóð botnlangans.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1806643 - Tónahvarf 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1806012F - Bæjarstjórn - 1179. fundur frá 26.06.2018

1804088 - Fífuhvammur 21. Endurbætur á sólstofu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1802571 - Vogatunga 22-34. Sameignalóð botnlangans.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum. Theódóra Þorsteinsdóttir greiddi ekki atkvæði.

1806643 - Tónahvarf 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1709733 - Digranesvegur 12. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn hafnar afgreiðslu skipulagsráðs með sjö atkvæðum þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Theódóru Þorsteinsdóttur, Einars Þorvarðarsonar, Péturs Hrafns Sigurðssonar, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur en Karen Halldórsdóttir, Guðmundur Geirdal, Birkir Jón Jónsson og Jón Finnbogason greiddu atkvæði með afgreiðslu skipulagsráðs um að hafna tillögunni.

Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Theódóru Þorsteinsdóttur, Einars Þorvarðarsonar, Péturs Hrafns Sigurðssonar, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur tillögu að breyttri notkun húsnæðisins við Digranesveg 12. Atkvæði gegn tillögunni greiddu Karen Halldórsdóttir, Guðmundur Geirdal, Birkir Jón Jónsson og Jón Finnbogason.

Almenn erindi

3.1807118 - Nónhæð. Arnarsmári 36, 38 og 40. Byggingaráform.

Með tilvísan í deiliskipulagsskilmála á kolli Nónhæðar kafla 4 er lögð fram fh. lóðarhafa tillaga Basalt arkitekta að byggingaráformum við Arnarsmára 36, 38 og 40, uppdrættir ásamt skýringarmyndum dags. í júlí 2018.
Fullrtúar Basalt arkitekta mæta á fundinn og gera grein fyrir tillögunni.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Hrólfur Karl Cela - mæting: 16:35
  • Anna Björg Sigurðardóttir - mæting: 16:35

Almenn erindi

4.1706372 - Kópavogsgöng. Dalvegur 30. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.
Í tillögu felst að horfið er frá gerð Kópavogsganga undir Digranesháls,- stofnbrautar milli Reykjanesbrautar og Kringlumýrarbrautar, göngin, gangamunni og mislæg gatnamót við Reykjanesbraut eru felld út úr aðalskipulagi. Samhliða er tillaga um að breyta landnotkun við Dalveg 30, þar sem áður var gangamunni og opið svæði, það svæði verði verslunar- og þjónustusvæði. Samhliða ofangreindri breytingu á aðalskipulagi Kópavogs var auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar vegna Kópavogsganga.
Forsendur breytinga eru að samkvæmt umferðargreiningu og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er ekki þörf á Kópavogsgöngum í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins. Í umhverfisskýrslum skipulagsbreytinganna er gerð grein fyrir áhrifum þess að hverfa frá gerð Kópavogsganga og breyta opnu svæði í verslun og þjónustu.

Tillagan,- Tillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Kópavogsgöng felld úr skipulagi og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu við Dalveg, er sett fram í greinargerð, umhverfismati og uppdrætti dags. í febrúar 2018 unnin af verkfræðistofu VSÓ.

Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 12. maí 2018 og í Lögbirtingablaðinu 15. maí 2018. Jafnframt var boðið upp á opið hús 31. maí 2018 milli kl. 17 og 18 fyrir þá sem vildu kynna sér tillöguna sérstaklega. Enginn mætti á kynninguna. Frestur til athugasemda og ábendinga var til 26. júní 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Tillagan lögð fram að nýju.
Samþykkt með fimm atkvæðum J. Júlíusar Hafsteins, Guðmundar Gísla Geirdals, Baldurs Þórs Baldvinssonar, Helgu Hauksdóttur og Einars Þorvarðarsonar. Bergljót Kristinsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1803193 - Brú yfir Fossvog. Deiliskipulag. Tillaga á vinnslustigi.

Lögð fram að lokinni kynningu tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog. Tillagan er unnin af Alta fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar og í samvinnu við Vegagerðina. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð með umhverfisskýrslu dags. 30. apríl 2018.

Tillagan var kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sameiginglega með Reykjavíkurborg frá 26. maí 2018. Tillagan var aðgengileg á heimasíðum Kópavogs og Reykjavíkur. Tillagan var send umsagnaraðilum til kynningar sbr. erindi dags. 25. maí 2018. Tillagan og gögn hennar var til sýnis og umræðu í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar 13. júní milli kl. 17:00 og 18:30 þar sem tækifæri gafst til að ræða innihald tillögunar við starfsmenn beggja sveitarfélagana. Frestur til athugasemda á ábendinga var til 20. júní 2018. Athugasemdir og ábendingar bástur.

Tillagan lögð fram að nýju ásamt þeim athugasemdum og ábendingum er bárust á kynningartíma.
Lagt fram og kynnt. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

6.0812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga að breyttu deiliskipulagi skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Breytingin nær til alls skíðasvæðisins og gerir grein fyrir þáttum eins og snjóframleiðslu, endurnýjun lyfta á svæðinu svo og breyttum staðsetningum á lyftum, nýjum skálum og þjónustuhúsum. Einnig er gert ráð fyrir landmótun vegna skíðagönguhrings.
Tillagan, Bláfjöll skíðasvæði í Kópavogi , deiliskipulag tillaga, sem unnin er af Landslagi ehf. er sett fram í greinargerð ásamt skipulagsskilmálum, umhverfisskýrslu og deiliskipulagsuppdrætti í mkv. 1:5.000 dags. 13. apríl 2018. Jafnframt fylgir með tillögunni greinargerð starfshóps Kópavogsbæjar, Áhættumat vegna starfsemi á skíðasvæði í Bláfjöllum og fyrirhugaðrar starfsemi við Þríhnúkagíg gagnvart vatnsvernd og grunnvatnsmálum, febrúar 2018 og skýrsla verkfræðistofunnar Mannvits, Uppbygging aðstöðu við Þríhnúkagíg og Bláfjöll, áhættumat gagnvart vatnsvernd, desember 2017.
Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 2. júní 2018 og Lögbirtingablaðinu 4. júní 2018. Með erindi dags. 3. júlí 2018 var athygli umsagnaraðila vakin á því að kynning tillögunar stæði yfir. Frestur til athugasemda og ábendinga var til 16. júlí 2018. Athugasemir og ábendingar bárust.

Tillagan lögð fram að nýju ásamt athugasemdum og ábendingum sem bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

7.17091076 - Vesturvör 40-50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga T.ark arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Vesturvarar 40 til 50. Í tillögunni er gert ráð fyrir að:
a) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 40-42 og stækka lóðina úr 8.400 m2 í 13.800 m2. Hluti af norðurhluta lóðarinnar fer undir Vesturvör 44-48. Byggingarmagn er óbreytt 5.000 m2 en grunnflötur minnkar úr 3.900 m2 í 3.700 m2. Nýtingarhlutfall fer úr 0.6 í 0.35. Aðkoma og lega bílastæða breytist en að öðru leiti er umfang og fyrirkomulag byggingar óbreytt.
b) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 44-48 og stækka lóðina úr 9.000 m2 í 21.100 m2. Lóðin stækkar til vesturs og liggur að grótgarði sem er í umsjá bæjaryfirvalda og lóðarhafa eftir þar til gerðum samningi. Byggingarmagn er óbreytt 4.500 m2. Fallið er frá kröfum um hámarks grunnflöt og byggingarreitur breytist og stækkar. Heimilt er að reisa byggingu sem er 1-2 hæðir í öllum hluta byggingarreits en hámarksbyggingarmagn veldur því að aðeins lítill hluti byggingarinnar verður tvær hæðir. Hámarks vegghæð hækkar úr 10 metrum í 11,5 metra og hámarks mænishæð verður 13,5 metrar. Þakform er frjálst. Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar er um 0.20. Ekki er gert ráð fyrir bílakjallara en heimild er fyrir að koma geymslum og tæknirýmum fyrir í kjallara. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða um 90 stæði.
Hluti göngu- og hjólastígs færist til austurs að austurlóðarmörkum Vesturvarar 44-48 með kvöð um almenna göngu- og hjólaleið. Vestan byggingarreitar er gert ráð fyrir opnu athafnasvæði ásamt tveimur afmörkuðum stakstæðum byggingarreitum fyrir smáhýsi tengd starfseminni sem nær út að sjó og grjótgarði.
c) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 50 en stærð lóðar breytist ekki og verður áfram 2.900 m2. Hámarks byggingarmagn er óbreytt 1.500 m2 sem og hæð byggingarreitar sem er 9 metrar en lögun hans breytist. Aðkoma og lega bílastæða breytist en fjöldi er hin sami.

Ofangreind tillaga var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 23. desembember 2017 til 12. febrúar 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma. Bæjarstjórn samþykkti hið breytta deiliskipulag 27. febrúar 2018 og var tillagan send Skipulagstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Þá lagt fram erindi Skipulagstofnunar dags. 18. maí 2018 þar sem fram kemur að stofunin geri athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda. Þá lagt fram erindi skipulagstjóra dags. 16. júlí 2018 þar sem brugðist er við athugasemdum Skipulagstofnunar og lagðar eru til eftirfarandi breytingar á tillögunni:

1)
Fyrirhugður byggingarreitur á lóðinni 44-48 við Vesturvör hefur verið færður sem nemur 10 m frá sjóvarnargarði miðað við kynnta tillögu.
2)
Lóðarmörk Vesturvarar 44-48 til vesturs hafa verið færð inn fyrir sjóvarnargarð. Við það breytist stærð lóðirnnar úr um 21,100 m2 miðað við kynnta tillögu í 19,360 m2.
3)
Fallið er frá mögulegum byggingarreitum fyrir smáhýsi sem áttu samkvæmt kynntri tillögu að liggja að sjóvarnargarðinum.
4)
Op í kjallara fyrirhugaðra bygginga á lóðinni hafa verið hækkaðir úr 4,4 í 4,6 m h.y.s. og jafnframt að aðkomuhæð húsa án kjallara verði ekki lægri en 4,6.
5)
Nýtingarhlutfall og sneiðmyndir yfirfarðar sbr. ofangreint.

Tillagan lögð fram að nýju með áorðnum breytingu dags. 16. júlí 2018.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 16. júlí 2018. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bergljót Kristinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

8.1807024 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun.

Með tilvísan í 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um endurskoðun aðalskipulags óskar skipulagsstjóri eftir heimild ráðsins til þess að hefja endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Í ofangreindri grein skipulagslaga segir: "Þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulagsins. Um málsmeðferð á endurskoðaðri áætlun fer sem um gerð nýs aðalskipulags sé að ræða. Ef niðurstaða sveitarstjórnar er að aðalskipulagið þarfnist ekki endurskoðunar heldur það gildi sínu. [Skal ákvörðun sveitarstjórnar að jafnaði liggja fyrir innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum og skal niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun jafnskjótt og hún liggur fyrir.]"
Skipulagsráð samþykkir að hefja endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1710602 - Ekrusmári 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Baldurs Ó Svanssonar arkitekts, dags. 30. október 2017, fyrir hönd lóðarhafa Ekrusmára 4 þar sem óskað er eftir stækkun á byggingarreit til norðurs. Húsið er í dag 182 m2 á einni hæð og lóðin er 784 m2, hámarksstærð viðbyggingar yrði 80 m2. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 43. gr. nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Ekrusmára 2, 6 og Grundarsmára 1, 3 og 5. Athugasemdafresti lauk 20. apríl 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var málinu vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16. júlí 2018.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsráð felur skipulagstjóra að boða málsaðila til samráðsfundar um fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi Ekrusmára 4.

Almenn erindi

10.1712918 - Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu breytt tillaga Krark arkitekta fh. lóðarhafa Akrakórs 5 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni, dags. 26. apríl 2018, þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir við áður kynnta tillögu. Í breytingunni felst að reist verði parhús á lóðinni í stað einbýlishúss, að hámarki 400 m2 að flatarmáli. Byggingarreitur helst óbreyttur bæði hvað varðar hæð og stærð. Ekki eru gerðar aðrar breytingar á gildandi skipulagsskilmálum. Engar athugasemdir við breytta tillögu bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1711299 - Nýbýlavegur 14. Fyrirspurn um breytta notkun.

Lögð fram fyrirspurn JeES arkitekta fyrir hönd JSÞ-Viðskiptastofu ehf, um breytta nýtingu fasteignar við Nýbýlaveg 14. Í breytingunni felst að núverandi atvinnuhúsnæði á efstu hæð hússins verði breytt í tvær íbúðir sem yrðu leigðar út sem gistiheimili. Uppdrættir í mvk. 1:500 og 1:100 dags 2. nóvember 2017.
Jákvætt. Skipulagsráð bendir á að samþykki meðeiganda þarf að liggja fyrir við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

12.1805019 - Marbakkabraut 9. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Trípólí arkitekta dags. 12. júní 2018 fyrir hönd lóðarhafa þar sem óskað er eftir leyfi til að rífa 135 m2 einbýlishús, byggt 1948, og byggja í stað þess 553 m2 parhús á fjórum pöllum ásamt kjallara. Heildarhæð hússins frá götu er 9.6 m. Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 12. júní 2018. Á fundi skipulagsráðs 18. júní 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Marbakkabrautar 1, 3, 5, 6, 8, 10, 11, 13, 15, 17, 30, 32, 34 og Kársnesbrautar 9, 11, 13, 15 og 17. Kynningartími var styttur sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem lóðarhafar Marbakkabrautar 9 skiluðu kynningargögnum með undirrituðu samþykki þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í grenndinni, dags. 11. júlí 2018.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.1804682 - Furugrund 3. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Grímu arkitekta fh. lóðarhafa að breytingu á húsinu nr. 3 við Furugrund. Núverandi bygging er ein hæð og kjallari fyrir verlsunar- og þjónustu með bröttu mænisþaki. Samanlagður gólfflötur núverandi byggingar er 1,031 m2 og stærð lóðar 2,528 m2 skv. Fasteingaskrá. Nýtingarhlutfall er um 0,4.
Breyting hússins felst í því að hæð er bætt ofan á húsið og útliti þess og innra fyrirkomulagi er breytt svo koma megi fyrir í húsinu 12 íbúðum á 1. og 2. hæð og 8 verslunar- og þjónusturýmum á jarðhæð ásamt geymslum fyrir íbúðirnar. Heildarhæð hússins, þ.e. mænishæðin, breytist ekki en langhliðar hússins hækka um 2,9m frá því sem nú er. Þakhalli minnkar og verður 4,3° eftir breytinguna. Útbygging við austurgafl hússins stækkar einnig að grunnfleti og hækkar um eina hæð eða u.þ.b. 3m. Á allar úthliðar eru settir nýjir gluggar ásamt svölum. Allar íbúðir hafa sérinngang frá verönd eða svalagangi.
Heildarstækkun hússins er 593m2 og verður það samtals 1624 m2 eftir stækkun. Þar af eru um 508 m2 fyrir verslunar- og þjónusturými ásamt öðrum rýmum sem þeim tilheyra og því um 1,115 m2 af rými húsins fyrir íbúðir.
Nýtingarhlutfall á lóðinni verður um 0,6 eftir breytinguna. Stærð einstakra íbúða er á bílinu 77 m2 - 91 m2 að frátöldum tilheyrandi geymslum sem eru á bilinu 2.5 - 3,2 m2. Öllum íbúðunum fylgja sérsvalir á norðurhlið hússins og á efri hæð suðurhliðar er sameiginlegur svalagangur.
Lóðin er tívskipt, neðri og efri hluti. Neðri hlutinn er að mestu leyti malbikaður í dag og er gert ráð fyrir að halda því óbreyttu að mestu leyti. Gert er þó ráð fyrir stéttum framan við innganga í rými. Efri lóðin skiptist í 2 svæði, annars vegar nýtt garðsvæði sunnan við húsið og hins vegar bílstæði austan við húsið. Nýjum stigum verður komið fyrir við sitthvorn gafl hússins til að tengja hæðir vel saman. Hjólageymslur eru bæði í neðri og efri garði og stór útigeymsla fyrir garðáhöld o.fl. í efri garðinum. Gert er ráð fyrir 24 bílastæðum á lóðinni.
Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrund 1, 56, 58, 60, 62, 64, 66, 71, 72, 73, 74, 75, 76, 77, 79, 81 og Víðigrund 2. Athugasemdarfresti lauk 18. júní 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16. júlí 2018.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

14.1804683 - Mánabraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkítekts dags. 5. apríl 2018 fh. lóðarhafa lóðar nr. 7 við Mánabraut þar sem sótt er um 15 cm hækkun á þakkanti íbúðarhússins og skorsteinar fjarlægðir. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Mánabrautar 5, 6, 8, 9 og Sunnubrautar 6 og 8. Athugasemdarfresti lauk 18. júní 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16. júlí 2018.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.1804615 - Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 12. apríl 2018 fh. lóðarhafa að Hlíðarvegi 40 þar sem óskað er eftir að fá skráningu á einbýli breytt í tvíbýli. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins. Húsið er byggt 1959 og var tvíbýlishús samkvæmt eignaskiptasamningi frá 1976 en var síðar breytt í einbýli. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 16. mars 2018. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var málinu frestað.
Afgreiðslu frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

16.1806682 - Digranesvegur 46. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Haralds Ingvarssonar arkitekts dags. 24. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa íbúðar 0101 á fyrstu hæð hússins þar sem óskað er eftir að reisa 34,4 m2 viðbyggingu á suðvestur horni hússins. Auk þess er óskað eftir að stækka svalir á íbúðum á annarri og þriðju hæð. Uppdrættir í mkv. 1:100, 1:200 og 1:500 dags. 6. júlí 2018 ásamt undirrituðu samþykki allra lóðarhafa í húsinu.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesvegi 44.

Almenn erindi

17.1804681 - Furugrund 68. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Atla Jóhanns Guðjónssonar byggingafræðings dags. 17. apríl 2018 f.h. húsfélagsins Furugrund 68 þar sem óskað er eftir að fá 51,9 m2 rými í kjallara breyttu í íbúð með sér fastanúmeri. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 17. apríl 2018. Þá lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Kópavogs dags. 11. júlí 2018.
Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

18.1807087 - Sunnubraut 40. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Jóhanns Þórðarsonar arkitekts dags. 28. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta og stækka viðbyggingu vestan við húsið og stækka bílskúr. Núverandi stærð hússins er 193,2 m2 en eftir breytingu yrði það 212 m2, viðbyggingin stækkar um 10,1 m2 og bílskúrinn um 8,7 m2. Nýtingarfluttfall lóðar breytist úr 0,35 í 0,38. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 28. maí 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sunnubraut 38, 39, 41, 42, Þinghólsbrautar 35, 37 og 39.

Almenn erindi

19.18061053 - Sunnubraut 41. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Ólafar Flygenring arkitekts dags. 12. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa Sunnubrautar 41 þar sem óskað er eftir að rífa niður og endurbyggja viðbyggingu sem byggð var 1989 og jafnframt minnka hana. Húsið er 280,4 m2 en verður eftir breytingu 272,3 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 12. maí 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 39 og 43. Skipulagsráð vekur jafnframt athygli á því að framkvæmdir á lóð eru að hluta utan marka lóðarinnar til suðurs.

Almenn erindi

20.1806687 - Fagrabrekka 17. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Emils Þórs Guðmundssonar byggingatæknifræðings dags. 1. febrúar 2018 fh. lóðarhafa Fögrubrekku 17 þar sem óskað er eftir breyttri nýtingu á bílgeymslu og stækkun á húsinu til vesturs, alls 26,7 m2. Sótt er um að breyta bílgeymslu í venjulega geymslu og reisa viðbyggingu ofan á geymsluna. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. febrúar 2018. Þá lagt fram samþykki lóðarhafa Fögrubrekku 19.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

21.18061054 - Hlégerði 17. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Emils Þórs Guðmundssonar byggingatæknifræðings dags. 15. júní 2018 fh. lóðarhafa íbúðar 01-02 við Hlégerði 17 þar sem óskað er eftir stækkun íbúðar. Í breytingunni felst viðbygging til vesturs að heildarstærð 49,4 m2 sem yrði reist ofan á nýsamþykkta viðbyggingu lóðarhafa íbúðar nr. 01-01. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:1000 og skýringarmyndum dags. 15. júní 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlégerðis 10, 12, 15, 19, Kópavogsbraut 84 og 86.

Almenn erindi

22.18061056 - Grenigrund 1. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Finns Björgvinssonar arkitekts dags. 11. júní 2018 fyrir hönd lóðarhafa Grenigrundar 1 þar sém óskað er eftir leyfi til að reisa 38 m2 stakstæða bílgeymslu á norðaustur hluta lóðarinnar. Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:100 og 1:50 dags. 11. júní 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Grenigrund 2a, 3, Furugrund 6, 8 og 10.

Almenn erindi

23.18061057 - Fífuhvammur 9. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Svövu Jónsdóttur arkitekts dags. 20. júní 2018 fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 9 þar sem óskað er eftir að hækka útveggi til norðurs og suðurs þannig að þakhalli minnkar niður 14° og bæta við gluggum auk breytinga á innra skipulagi. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:50 dags. 20. júní 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvammi 7, 11, Víðihvammi 2, 4, Lindarhvammi 3.

Almenn erindi

24.18061086 - Geirland. Malarvinnsla. Endurnýjun starfsleyfis.

Lagt fram erindi Braga Sigurjónssonar dags. 19. júní 2018 þar sem óskað er umsagnar skipulagsráðs vegna umsóknar um framlengingu starfsleyfis hjá Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, vegna rekstrar á flokkunarvél, lager og söluaðstöðu jarðefna að Geirlandi við Suðurlandsveg.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

25.1806977 - Aðalskipulag Garðabæjar 2018-2030. Rammahluti. Vífilsstaðaland og Hnoðraholt. Skipulagslýsing.

Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur, skipulagsfræðings fh. Garðabæjar dags. 14. júní 2018 þar sem m.a. kemur fram að verkefnalýsing vegna rammahluta aðalskipulags Garðabæjar fyrir Vífilsstaðalands og Hnoðraholts sé nú til kynningar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í verkefnalýsingunni er þróun byggðar á svæðinu lýst og deiliskipulagsáföngum sbr. greinargerð dags. 2. maí 2018.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsráð óskar eftir því að fulltrúi Garðabæjar mæti á næsta fund ráðsins sem fyrirhugaður er 20. ágúst nk. til að gera grein fyrir málinu.

Almenn erindi

26.1802653 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfsemi. Breyting. Verkefnalýsing.

Lögð fram tillaga Reykjavíkurborgar að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030,- tillaga á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Í tillögunni ver verið að yfirfara iðnaðarsvæði borgarinnar og endurmeta landþörf og skilgreiningu einstakra atvinnusvæða. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. í júní 2018 ásamt umhverfisskýrslu sem unnin er af VSÓ ráðgöf dags. 24. júní 2018.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

27.1807187 - Vesturvör 26-28. Byggingaráform.

Með tilvísun í deiliskipulagsskilmála Kársness, þróunarsvæðis, svæði 5, Vesturvör 16-28 og Hafnarbraut 20 er lögð fram fh. lóðarhafa tillaga Tvíhorf arkitekta að byggingaráformum við Vesturvör 26-28. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum dags. 16. júlí 2018.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.