Skipulagsráð

32. fundur 20. ágúst 2018 kl. 16:30 - 19:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1807007F - Bæjarráð - 2922. fundur frá 26.07.2018

1807118 - Nónhæð. Arnarsmári 36, 38 og 40. Byggingaráform.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.

1706372 - Kópavogsgöng. Dalvegur 30. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum samhljóða atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.

17091076 - Vesturvör 40-50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.

1807024 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

1712918 - Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

1805019 - Marbakkabraut 9. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

1804682 - Furugrund 3. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.

1804683 - Mánabraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

1806687 - Fagrabrekka 17. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum og hafnar erindinu.

18061086 - Geirland. Malarvinnsla. Endurnýjun starfsleyfis.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

1807187 - Vesturvör 26-28. Byggingaráform.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1808006F - Bæjarráð - 2923. fundur frá 09.08.2018

1804681 - Furugrund 68. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Almenn erindi

3.1806977 - Aðalskipulag Garðabæjar 2018-2030. Breyting á Vífilstaðalandi.

Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur, skipulagsfræðings fh. Garðabæjar dags. 14. júní 2018 þar sem m.a. kemur fram að verkefnalýsing vegna rammahluta aðalskipulags Garðabæjar fyrir Vífilsstaðalands og Hnoðraholts sé nú til kynningar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í verkefnalýsingunni er þróun byggðar á svæðinu lýst og deiliskipulagsáföngum sbr. greinargerð dags. 2. maí 2018.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir að fulltrúi Garðabæjar mæti á fund ráðsins 20. ágúst nk. til að gera grein fyrir málinu.

Málið lagt fram að nýju. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagð verkefnalýsingu en áskilur sér rétt til að leggja þær fram á síðari stigum vinnunar.

Gestir

  • Arinbjörn Vilhjálmsson - mæting: 16:30
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir - mæting: 16:30
  • Sigurður Einarsson - mæting: 16:30
  • Jóhanna Helgadóttir - mæting: 16:30
  • Bergþóra Kristinsdóttir - mæting: 16:30

Almenn erindi

4.1711368 - Bakkabraut 2-4 og Bryggjuvör 1, 2 3. Svæði 13.

Á fundi skipulagsráðs 20. nóvember 2017 var lagt fram erindi Vinabyggðar ehf. dags. 13. nóvember 2017 um fyrirkomulag deiliskipulagsvinnu á svæði 13 á þróunarsvæði á Kársnesi. Tillagan gengur út á að skipta ferlinu í tvo áfanga. Í fyrsta áfanga yrði efnt til lokaðrar samkeppni um mögulega útfærslu deiliskipulags á reitnum. Í seinni áfanga yrði endanleg deiliskipulagstillaga unnin.

Lagðar fram og kynntar hugmyndir fjögurra arkitektastofa að mögulegri útfærslu byggðar á reit 13 frá: ARKÍS; Teiknistofunni Tröð; Zeppelin arkitektum og Atelier arkitektum.
Sveinn Björnsson framkvæmdastjóri Vinabyggða gerir grein fyrir tillögunum.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Sveinn Björnsson - mæting: 17:15

Almenn erindi

5.1808020 - Hafnarbraut 11. Breytt útlit.

Lögð fram tillaga Zeppelín arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu útliti og innra fyrirkomulagi fjölbýlishússins að Hafnarbraut 11. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum dags. í ágúst 2018. Sveinn Björnsson, gerir grein fyrir tillögunni.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Gestir

  • Sveinn Björnsson - mæting: 17:35

Almenn erindi

6.1808021 - Álalind 18-20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Tvíhorf arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Álalind 18-20. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 43 í 57 og fjölda bílastæða á lóð er fjölgað úr 73 í 84. Aðkomuhæð kjallara hækkar um 0,42 m og fyrstu hæðar um 0,32. Niðurgrafin bílgeymsla stækkar að grunnfleti um 300 m2. Að öðru leyti er tillagan óbreytt s.s. hámarkshæð og byggingarmagn íbúðarhúss á lóð. Uppdrættir á samt skýringarmyndum dags. í júlí 2018. Helgi Steinar Helgason, arkitekt mætir á fundinn og gerir grein fyrir tillögunni.
Skipulagsráð samþykkir að lóðarhafi vinni tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar við Álalind 18-20 sbr. ofangreinda fyrirspurn og að hún verði auglýst með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Helgi Steinar Helgason - mæting: 17:50
  • Gunnar Sigurðsson - mæting: 17:50

Almenn erindi

7.1808010 - Víkingssvæðið. Skipulagsbreyting. Flóðlýsing og gervigras.

Lögð fram tillaga THG arkitekta f.h. Reykjavíkurborgar að breyttu deiliskipulagi íþróttasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings í Fossvogsdals. Svæðið afmarkast af Traðarlandi að norðan, Stjörnugróf að austan og nær að hluta til inn fyrir bæjarmörk Kópavogs að sunnan, sem byggist á samkomulagi milli Reykjavíkur og Kópavogs. Í tillögunni fellst uppsetning á flóðlýsingarmöstrum og að lagt verði gervigras á aðalkeppnisvöll íþróttasvæðisins og hann upphitaður. Uppdráttur ásamt skýringarmyndum í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 14. ágúst 2018 ásamt fylgigögnum frá Teiknun ehf. vegna flóðlýsingar dags. 13. júlí 2018.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.0812106 - Þríhnúkagígur.

Lögð fram samantekt dags. 18. júlí 2018 yfir stöðu skipulags fyrir Þríhnúkagíg og nágrenni; niðurstöður í uppfærðu áhættumati vegna fyrirhugaðrar starfsemi við Þríhnúkagíg gagnvart vatnsvernd og grunnvatnsmálum sem og yfirlit yfir þær mótvægisaðgerðir sem lagðar eru til svo hægt sé að gera gíginn aðgengilegan almenningi og byggja þar upp aðstöðu til fræðslu og þjónustu við ferðamenn. Þá er í samantektinni yfirlit yfir næstu skref verkefnisins.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

9.1808177 - Naustavör 11. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 11. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 12 í 18 íbúðir. Stærð byggingarreitar er óbreytt en hliðrast til suðausturs um 1,5 metra. Heildarbyggingarmagn eykst um 348 m2. Aðkoma að bílakjallara breytist. Bílastæðum fjölgar og verða 34 stæði á lóð þar af 9 í kjallara. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt samþykkt í bæjarstjórn 22. mars 2005 m.s.br. samþykkt í bæjarstjórn 28. febrúar 2017 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 27. apríl 2017.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarrásðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1808024 - Hlíðarhjalli 15. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Ágústar Þórðarsonar, byggingarfræðings f.h. lóðarhafa að stækkun á anddyri 1. hæðar að Hlíðarhjalla 15. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 27. febrúar 2018. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir samanber erind dags. 4. júlí 2018.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1704266 - Hafnarbraut 17-23. Bakkabraut 12, 14, 16. Svæði 9. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Hafnarbraut 17-19 og 21-23. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum, samtals um 1.800 m2 að flatarmáli, byggt á árunum 1968, 1974, 1983 og 1985 verði rifið og tvö fjölbýlishús byggð í þeirra stað. Húsið að Hafnarbraut 17-19 verður fjórar hæðir með fimmtu hæðina inndregna með alls 45 íbúðum, 50 bílastæði í kjallar og 7 stæði á lóð eða 1.2 stæði á íbúð. Húsið að Hafnarbraut 21-23 verður fjórar hæðir með fimmtu hæðina inndregna með alls 47 íbúðum og um 160 m2 verslunarrými á jarðhæð, 50 bílastæði í kjallara og 7 stæði á lóð eða 1.2 stæði á íbúð.
Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Athugasemdafresti lauk 29. júní 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1703847 - Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu breytt tillaga Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 8. mars 2018, fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 55. Í breytingunni felst viðbygging við íbúðarhús, eldhús og borðstofu ásamt þakverönd þar ofaná annarsvegar og andyri hinsvegar. Samtals 52 m2. Auk þess er ráðgert að reisa stakstæða vinnustofu á einni hæð, í suðvesturhluta lóðarinnar, alls 80 m2. Er vinnustofan staðsett 4 m austan lóðamarka Þinghólsbrautar 57. Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir endurbótum á bílskúr (nýtt þak og klæðning nema á vesturhlið) ásamt viðbyggingu við bílskúrinn alls 25 m2 auk kjallara (þrír bílskúrar í stað tveggja). Það að auki skyggni 2,7 x 10,5 m fyrir framan bílskúranna og fjölgun bílastæða á lóð um eitt stæði þannig að þau verða þrjú í stað tveggja. Nýtingarhlutfall eftir breytingu yrði 0,38 í stað 0,27 eins og það er nú. Á fundi skipulagsráðs 16. apríl 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 53a, 53b, 56, 57 og 58. Athugasemdafresti lauk 20. júlí 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

13.1802765 - Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Noland arkitekta, dags. 28. febrúar 2018, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Samkvæmt gildandi skipulagi er heimild fyrir byggingu parhúss á tveimur hæðum með innbyggðum bílageymslum á lóðinni, hármarksfermetrafjöldi 440 m2. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús á lóðinni, byggt árið 1959, verði rifið og reist í þess stað 6 íbúða fjölbýli á 2 hæðum auk kjallara að hluta með 1,3 bílastæði á íbúð. Hámarks grunnflötur hússins er 275 m2. Kjallari er að hámarki 150 m2 og lóðin er 1015 m2. Samanlagður gólfflötur hússins er 700 m2, heildarnýtingarhlutfall verður 0,69. Hámarkshæð hússins er 7,5 m miðað við aðkomuhæð. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Athugasemdafresti lauk 23. júlí 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

14.1805352 - Mánabraut 17. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristjáns Leifssonar byggingafræðings dags. 10. apríl 2018 fyrir hönd lóðarhafa að Mánabraut 17 þar sem óskað er eftir að rífa bílgeymslu á lóðinni og endurbyggja nýja og hærri á fyrirliggjandi sökkli, samtals 24 m2. Á fundi skipulagsráðs 4. júní 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Mánabrautar 14, 15, 16, 18, 19 og Sunnubrautar 16, 18 og 20. Athugasemdafresti lauk 31. júlí 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.1804618 - Þinghólsbraut 63. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ásmundar Sturlusonar arkitekts dags. 12. apríl 2018 fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 63 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja bílskúr og geymslu á norð-vestur horni hússins, samtals 68 m2. Undir bílgeymslunni verður útigeymsla með dyrum til suðurs en einnig er innangengt í hana úr núverandi geymslu. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 61, 64, 65 og 66. Athugasemdafresti lauk 8. ágúst 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

16.1804680 - Álfhólsvegur 73. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingarfræðings fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 73. Ferill málsins er sá að á fundi skipulagsráðs 19. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns þar sem óskað var eftir áliti skipulagsráðs á breyttu fyrirkomulagi á lóðinni. Í breytingunni fólst að fjarlægja núverandi byggingu á lóðinni, einbýlishús byggt árið 1945 alls 70,3 m2 að flatarmáli og reisa í þess stað hús með sex íbúðum á þremur hæðum. Stærð íbúða var ráðgerð 82-106 m2 brúttó. Fyrirhuguð aukning byggingarmagns á lóðinni úr 70,3 m2 í 597 m2 og aukning íbúða úr einni í sex. Jafnframt var gert ráð fyrir að fjölga bílastæðum úr tveimur í 8 eða 1,3 stæði á íbúð. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkaði úr 0,08 í 0,66. Skipulagsráð ályktaði að tillagan hefði ekki jákvæð áhrif á aðliggjandi byggð og ekki samræmast rammaákvæðum aðalskipulags um breytingar í núverandi byggð hvað varðar byggingarmagn á lóðinni, hæð fyrirhugaðrar byggingar og legu byggingarreits.
Þá lögð fram ný og breytt tillaga dags. 10. apríl 2018 þar sem gert er ráð fyrir 4ra íbúða húsi, samtals 524 m2, með 1,5 bílastæði á íbúð. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,08 í 0,597. Á fundi skipulasgráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 56, 58, 60, 62, 64, 71, 75 og Lyngbrekku 8, 10, 12 og 14. Athugasemdafresti lauk 10. ágúst 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

17.1712884 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hauks Ásgeirssonar verkfræðings fh. lóðarhafa Melgerðis 11 að breyttu fyrirkomulagi á lóðinni. Í breytingunni felst viðbygging á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls 150 m2 að stærð. Fyrirhugað er að í viðbyggingunni verði ein íbúð á tveimur hæðum. Jafnframt er bílastæðum á lóðinni fjölgað úr tveimur í fjögur. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 202,2 m2 í 350.2 m2 við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,45. Fjöldi íbúða á lóð eykst úr einni í tvær. Greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 dags. í janúar 2018. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 9, 10, 12, 13, 14, Vallargerðis 10, 12 og 14. Athugasemdarfresti lauk 25. maí 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.

Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. júní 2018.

Þá lögð fram breytt tillaga Hauks Ásgeirssonar, verkfræðings f.h. lóðarahafa að fyrirhugaðri viðbyggingu við Melgerði 11 þar sem komið er til móts við framkomar athugasemdir og ábendingar sbr. ofangreinda umsögn skipulags- og byggingardeildar. Í tillögunni felst: a) fyrirhuguð viðbygging er færð fjær lóðarmörkum Melgerði 13 þannig að 3 m verða að lóðamörkum Melgerðis 11 og 13 í stað 2 m eins og fram kemur í kynntri tilllögu b) fyrirhuguð viðbygging er færð til norðurs sem nemur um 3 m þannig að norðurveggur fyrirhugaðrar viðbyggingarinnar er í línu við norðurhlið núverandi húss að Melgerði 11 c) gluggar á vesturhlið núverandi húss verði færðir á norðurhlið þess d) samanlagður gólfflötur viðbyggingarinnar verður um 130 m2 í stað um 150 m2 sbr. kynnta tillögu e) nýtingarhlutfall lóðarinnar verður skv. tillögunni 0,43 í stað 0,45 skv. kynntri tillögu. Hin breytta tillaga er lögð fram á uppdráttum í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 15. ágúst 2018.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu dags. 15. ágúst 2018. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

18.1711632 - Vatnsendablettur 730-739. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurbjarnar Þorbergssonar hrl., fyrir hönd Boðaþings ehf. ehf. þinglýst eiganda að lóðarleiguréttindum Vatnsendabletta 730-739, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðunum. Í breytingunni felst fjölgun íbúða og tilfærslu á byggingarreitum á lóðum. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einni íbúð á hverri lóð en breytingartillagan gerir ráð fyrir fjórum íbúðum á tveimur lóðanna og tveimur íbúðum á hinum sjö. Alls er það fjölgum um 13 íbúðir á skipulagssvæðinu. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000. Kynningartíma lauk 12. mars 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20. ágúst 2018.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

19.1808689 - Dalaþing 28. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Jóns Guðmundssonar arkitekts dags. 19. janúar 2018 fh. lóðarhafa Dalaþings 28 þar sem óskað er eftir breytingu frá gildandi skipulagsskilmálum. Í breytingunni felst að hámarkshæð fyrirhugaðrar nýbyggingar verður lægri en í gildandi skilmálum með einhalla þaki. Hæsta vegghæð norður hliðar hússins hækkar um 27 sm miðað við gildandi skilmála, en hámarks hæð útveggjar til suðurs lækkar miðað við gildandi skilmála um 86 sm. Húsið er dregið að hluta frá suðurmörkum lóðar. Enn fremur óska lóðarhafar Dalaþings 26 og 28 eftir að Kópavogsbær gefi eftir 2m af bæjarlandi sem er á milli lóðanna nr. 26 og 28 þannig að lóðarhafar geti sameinast um steyptan vegg á milli lóðanna. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 19. janúar 2018 ásamt skýringarmyndum og undirrituðu samþykki hagsmunaaðila.
Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

20.1808087 - Hlíðasmári 11. Hjólageymsla. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Einarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 8. ágúst 2918 þar sem óskað er eftir að reisa reiðhjólageymslu við norðurgafl hússins. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 30. maí 2018.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

21.1808023 - Holtagerði 35. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Yrkis arkitekta f.h. lóðarhafa að viðbyggingu samtals 123 m2 að flatarmáli við Holtagerði 35. Á lóðinni stendur einbýlishús á einni hæð ásamt 34,9 m2 áföstum bílskúr. Eftir breytingu verður íbúarhúsið samatals 228,6 m2. Nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,16 en verður eftir breytingu 0,3. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 12. júlí 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Holtagerðis 33, 37 og Skólagerðis 10, 12, 14, 16, 18.

Almenn erindi

22.18081159 - Vallakór 12-16. Kórinn. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga VSÓ Ráðgjafar fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi á íþróttasvæði Kórsins, Vallarkór 12-16. Í breytingunni felst að ljósmöstrum, 25 m háum fyrir fljóðljós er komið fyrir við gervigrasvöll (æfingavöll) vestan við Kórinn. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum með útreikningum á ljósdreifingu dags. 20. ágúst 2018.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Önnur mál

23.1808763 - Tillaga um hjóla/göngustíg meðfram Reykjanesbraut að austanverðu frá Arnarnesbrú að Skógarlind

Erindi frá Bergljótu Kristinsdóttur bæjarfulltrúa.
Lengi hefur verið kallað eftir tengingu fyrir hjólandi og gangandi umferð frá Arnarnesbrú við stígakerfi norðan við Lindahverfi. Þessi stígur mun nýtast öllum sem fara frá Lindahverfi til suðurs og vestur fyrir Reykjanesbraut og ekki síst þeim sem þurfa að komast í gegnum Kópavog austan Reykjanesbrautar. Engin góð hjóla/gönguleið er vestan Reykjanesbrautar og því er þetta vandræðasvæði með tilliti til slíkrar umferðar. Með tillti til tengingar sem þessi stígur skapar á milli sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu þarf að sækja fjármagn til framkvæmdarinnar til ríkisins að einhverjum hluta. Um mikla samgöngubót er að ræða og því mikilvægt að hefjast handa hið fyrsta.
Skipulagsráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar.

Önnur mál

24.1808765 - Staða mála varðandi uppkaup JÁ verks á eignum á Kópavogshæð

Erindi frá Bergljótu Kristinsdóttur bæjarfulltrúa.
Óskað er eftir upplýsingum og umræðum á næsta Skipulagsráðfundi um stöðu mála varðandi uppkaup JÁ verks á eignum á Kópavogshæð á milli Skólatraðar, Hávegs og Álfstraðar.
Hafa farið fram viðræður milli Kópavogsbæjar og eiganda um hugmyndir að framtíðarskipulagi á reitunum og ef svo er óska ég eftir að þær hugmyndir verði kynntar Skipulagsráði sem fyrst. Bæjarbúar og eigendur eigna í nágrenni svæðisins bíða eftir upplýsingum um tilvonandi skipulag og framkvæmdir og bæjarfulltrúar þurfa að hafa einhver svör.

Fundi slitið - kl. 19:30.