Skipulagsráð

36. fundur 15. október 2018 kl. 16:30 - 18:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir varamaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1809018F - Bæjarráð - 2928. fundur frá 04.10.2018

1809725 Kópavogsvöllur. Dalsmári 7. Gervigras og flóðlýsing.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1808023 Holtagerði 35. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1803193 Brú yfir Fossvog. Tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1810002F - Bæjarstjórn - 1182. fundur frá 09.10.2018

1809725 Kópavogsvöllur. Dalsmári 7. Gervigras og flóðlýsing.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

1808023 Holtagerði 35. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum

1803193 Brú yfir Fossvog. Tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.18081159 - Íþróttasvæði Kórsins. Vallakór 12-16. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga VSÓ Ráðgjafar fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi á íþróttasvæði Kórsins, Vallarkór 12-16. Í breytingunni felst að ljósmöstrum, allt að 25 m háum fyrir fljóðljós er komið fyrir við gervigrasvöll (æfingavöll) vestan við Kórinn. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum með útreikningum á ljósdreifingu dags. 20. ágúst 2018.
Kynningartíma lauk 10. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.18081615 - Bakkabraut 5d. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Bakkabrautar 5 d þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu á 120 m2 rými neðri hæðar úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði sbr. uppdrætti GLÁMA- KÍM arkitekta dags. 25. maí 2018. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var erindinu hafnað og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. september 2018 var samþykkt að vísa erindinu að nýju til skipulagsráðs. Á fundi skipulagsráðs nr. 35, 1. október sl. var málinu frestað.
Skipulagsráð samþykkir með sex atkvæðum að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Bakkabrautar 5a, b, c, e, 6, 7a, b, c, d, 8 og 9-23.
Kristinn Dagur Gissurarson greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Almenn erindi

5.1804680 - Álfhólsvegur 73. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingarfræðings fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 73. Ferill málsins er sá að á fundi skipulagsráðs 19. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns þar sem óskað var eftir áliti skipulagsráðs á breyttu fyrirkomulagi á lóðinni. Í breytingunni fólst að fjarlægja núverandi byggingu á lóðinni, einbýlishús byggt árið 1945 alls 70,3 m2 að flatarmáli og reisa í þess stað hús með sex íbúðum á þremur hæðum. Stærð íbúða var ráðgerð 82-106 m2 brúttó. Fyrirhuguð aukning byggingarmagns á lóðinni úr 70,3 m2 í 597 m2 og aukning íbúða úr einni í sex. Jafnframt var gert ráð fyrir að fjölga bílastæðum úr tveimur í 8 eða 1,3 stæði á íbúð. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkaði úr 0,08 í 0,66. Skipulagsráð ályktaði að tillagan hefði ekki jákvæð áhrif á aðliggjandi byggð og ekki samræmast rammaákvæðum aðalskipulags um breytingar í núverandi byggð hvað varðar byggingarmagn á lóðinni, hæð fyrirhugaðrar byggingar og legu byggingarreits. Þá lögð fram ný og breytt tillaga dags. 10. apríl 2018 þar sem gert er ráð fyrir 4ra íbúða húsi, samtals 524 m2, með 1,5 bílastæði á íbúð. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,08 í 0,597. Á fundi skipulasgráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 56, 58, 60, 62, 64, 71, 75 og Lyngbrekku 8, 10, 12 og 14. Athugasemdafresti lauk 10. ágúst 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 20. ágúst 2018 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
Þá lögð fram breytt tillaga sem kemur til móts við sjónarmið í athugasemdum dags. 11. október 2018 ásamt fundargerð frá samráðsfundi dags. 11. október 2018.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna breytta tillögu, dags. 11. október 2018 fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 56, 58, 60, 62, 64, 71, 75 og Lyngbrekku 8, 10, 12, 14.

Almenn erindi

6.1810222 - Hlíðarhjalli 17. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Hlíðarhjalla 17 um fjölgun bílastæða á lóðinni. Í breytingunni felst að nýrri innkeyrslu og bílastæði er komið fyrir norðar á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

7.1810333 - Kársnesbraut 123. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Kársnesbrautar 123 um byggingu bílskúrs á austurhluta lóðarinnar í u.þ.b. 2 m fjarlægð frá lóðamörkum bæjarlands. Gert er ráð fyrir að grunflötur bílskúrsins verði 5 x 8 metrar eða 40 m2 að flatarmáli. Jafnframt er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum fyrir framan bílskúrinn. Nýtingarhlutfall á lóðinni eykst úr 0,20 í 0,25 við breytinguna. Greinargerð og teikningar dags. 2. október 2018.
Skipulagsráð samþykkir að unnin verði tillaga sbr. ofangreinda fyrirspurn í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt lóðarhöfum Kársnesbrautar 121 og 125 og Holtagerðis 70.

Almenn erindi

8.1804618 - Þinghólsbraut 63. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ásmundar Sturlusonar arkitekts dags. 12. apríl 2018 fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 63 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja bílskúr og geymslu á norð-vestur horni hússins, samtals 68 m2. Undir bílgeymslunni verður útigeymsla með dyrum til suðurs en einnig er innangengt í hana úr núverandi geymslu. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 61, 64, 65 og 66. Kynningartíma lauk 12. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

9.1803619 - Auðbrekka 25-27. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Auðbrekku 25-27 um breytingar notkun hússins. Í breytingunni felst að veitingasal á efstu hæð hússins verði breytt í 11 hótel íbúðir. Jafnframt er óskað eftir því að skráningu efstu hæðarinnar verði breytt úr skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Uppdrættir og greinargerð dags. 12. október 2018.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

10.1810453 - Borgarholtsbraut 39. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn A2F arkitekta fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 39 um breytt fyrirkomulag á lóðinni. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús og bílageymsla á lóðinni verður fjarlægt og nýtt hús reist í staðinn. Fyrirhuguð nýbygging er fjölbýlishús með fjórum íbúðum á tveimur hæðum, brúttóflötur samtals 428 m2. Gert er ráð fyrir sex bílastæðum á lóð. Húsið mun taka mið af nærliggjandi húsum hvað varðar stærð, umfang og fjölda bílastæða. Uppdrættir og skýringarmyndir dags. 4. október 2018.
Skipulagsráð samþykkir að unnin verði tillaga sbr. ofangreinda fyrirspurn í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 37, 38, 40, 41, 42, Melgerðis 20, 22, 24 og 26.

Almenn erindi

11.1810455 - Digranesheiði 39. Kynning á byggingaleyfi.

Lagt fram erindi Andrésar Narfa Andréssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Digranesheiðar 39 um breytingar á núverandi íbúðarhúsi á lóðinni. Í breytingunni felst að núverandi anddyri er fjarlægt og viðbygging til suðurs reist við húsið. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 202 m2 í 219,4 m2 við breytinguna eða um 17,4 m2. Nýtingarhlutfall á lóðinni eftir breytingu verður 0,33.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Digranesheiði 26, 28, 30, 37, 41, Lyngheiði 18 og 20.

Almenn erindi

12.1712918 - Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju tillaga Krark arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Akrakór. Í tillögunni felst að í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni, byggingarmagn er aukið úr 400 m2 í 544 m2, heimilaðar verði útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5 x 7,5 m á hvorri hlið, hámarkshæð verði 6,6 m miðað við aðkomuhæð í stað 6,3m og heimilaðar verði svalið á suðuhlið hússins 1,7 m út fyrir byggingarreit. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1.500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017. Kynningartíma lauk 12. mars 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16. apríl 2018. Þá lögð fram ný og breytt tillaga dags. 26. apríl 2018 þar sem komið er til móts við athugasemdir þannig að byggingarreitur haldist óbreyttur.Þá lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 12. september 2018 og leiðréttur uppdráttur dags. 15. október 2018.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.1810503 - Bæjarlind 5. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Hornsteina arkitekta fh. lóðarhafa Bæjarlindar 5 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst 20 m2 stækkun á austurhlið þakhæðar nýbyggingar á lóðinni. Uppdrættir og greinargerð dags. 18. ágúst 2018.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.