Skipulagsráð

42. fundur 07. janúar 2019 kl. 16:30 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Almenn erindi

1.1811693 - Hlíðarvegur 31. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingafræðings dags. 22. október 2018 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 31 þar sem óskað er eftir að skipta upp lóðinni og koma fyrir nýju einbýlishúsi á nýrri lóð. Ný lóð, Hlíðarvegur 31a, verður 450 m2 og nýbyggingin 128 m2 timburhús án bílgeymslu. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóð. Á fundi skipulagsráðs 3. desember 2018 var afgreiðslu málsins frestað.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegs 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40 og 72, lóðarhöfum Hrauntungu 48, 50 og 52 og Grænutungu 8.

Almenn erindi

2.1802241 - Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Krark arkitektar fh. lóðarhafa Dalvegar 32 að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að lóð stækkar inn á bæjarland í austurhluta skipulagssvæðisins um 1,254 m2/ og verður stærð lóðar efir breytingu 19.872 m2/. Byggingarreitur á miðri lóðinni minnkar og verður eftir breytingu 60x28 metrar. Byggingarreitur á austurhluta lóðar breytist og stækkar til vesturs og austurs en minnkar til norðurs og suðurs og verður 75x40 metrar. Hæð byggingarreitar breytist og verður 5 og 6 hæðir. Hámarks vegghæð og þakhæð verður 22.5 metrar. Þakform er frjálst. Hámarks byggingarmagn með kjöllurum og niðurgrafinni bílageymslu er 15.897 m2/. Aðkoma, fyrirkomulaga bílastæða og bílastæða krafa breytist og verður eitt stæði 100 m2/ í geymslurými, eitt stæði á hverja 50 m2/ í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2/ í verslunarrými. Að öðru leyti er vísað til gildandi deiliskipulags fyrir Dalveg birt í B- deild Stjórnartíðinda 4. október 2007 og samþykkt af bæjarstjórn 13. júlí 2007 m.s.br. birt í B- deild 6. des. 2017 og 8. júní 2018. Á fundi skipulagsráðs 3. desember sl. var afgreiðslu erindisins frestað.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.1901016 - Dalvegur 30. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Ask arkitekta fh. lóðarhafa Dalvegs 30 um breytt deiliskipulag á lóðinni. Breytingin er í samræmi við breytt Aðalskipulag Kópavogs sem staðfest var 3. september 2018. Í tillögunni felst að í stað gróðrarstöðvar verður lóðin nýtt fyrir verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir þremur byggingarreitum á lóðinni fyrir 3-5 hæða atvinnuhúsnæði auk kjallara. Nýtingarhlutfall er 0,8.
Uppdráttur og greinargerð í mkv. 1:1000 dags. 27. desember 2018. Páll Gunnlaugsson, arkitekt gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Páll Gunnlaugsson - mæting: 17:45

Almenn erindi

4.1901050 - Auðbrekka 25-27. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Orra Árnasonar arkitekts dags. 5. desember 2018 fh. lóðarhafa Auðbrekku 25-27. Í erindinu er óskað eftir breytingu á innra skipulagi hússins og koma fyrir 11 gistirýmum á 3. hæð hússins í samræmi við reglugerð nr. 1277/2016 8. gr. um stærri gistiheimili. Lóðamörk breytast og stækkar lóð til suðurs um 5 metra og verður eftir breytingu 2.110 m2. Bílastæðum fjölgar um 16 stæði.
Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5. desember 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 17, 18, 19, 20, 22, 23, 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36 og 38, lóðarhöfum Laufbrekku 23, 24, 25, 26, 27, 28 og 30, lóðarhöfum Dalbrekku 29, 30, 32, 34 og 36 og lóðarhöfum Nýbýlavegs 8 og 10.

Almenn erindi

5.1812724 - Borgarholtsbraut 23-25. Fjölgun bílastæða á lóð.

Lagt fram erindi lóðarhafa Borgarholtsbraut 23 og 25 dags. 21. desember 2018 þar sem óskað er eftir að gangstétt og kantsteini verði breytt í samræmi við stækkun á bílastæðum á lóðum.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

6.1812709 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Dalland í suðurhluta Mosfellsbæjar, breytt landnotkun.

Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 varðandi breytta landnotkun Dallands í suðurhluta Mosfellsbæjar. Í breytingunni felst að svæði fyrir frístundabyggð verður landbúnaðarsvæði ásamt því að mörkuð verði stefna um að á svæðinu megi rísa þrjú starfsmannahús í tengslum við landbúnaðarstarfsemina í Dallandi og Dal.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.1901051 - Lýsing fyrir nýtt deiliskipulag við Krýsuvíkurberg í Krýsuvík Hafnarfirði.

Lögð fram lýsing Hafnarfjarðarbæjar dags. 12. desember 2018 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Krýsuvíkurberg í Krýsuvík. Deiliskipulagið mun gera grein fyrir göngustígum, áningarstöðum, bílastæðum, almenningssalernum og upplýsingaskiltum. Horft verði til þess hvernig styrkja megi svæðið sem útivistarsvæði og áningarstað ferðamanna.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.1901120 - Samþykkt tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins við Álfsnes. Óskað eftir afgreiðslu aðildarsveitarfélaga

Lagt fram erindi Hrafnkells Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 4. janúar 2019 um breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 er varðar legu vaxtarmarka milli þéttbýlis og dreifbýlis á Álfsnesi. Með breytingunni verður rými fyrir uppbyggingu og þróun efnisvinnslusvæðis sem staðsett yrði við jaðar núverandi iðnaðarsvæðis á Álfsnesi. Tilefni breytingarinnar eru áform Reykjavíkurborgar um færslu á starfssemi Björgunar frá Sævarhöfða.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna í samræmi við 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

9.1812014F - Bæjarráð - 2939. fundur frá 20.12.2018

1804094 - Markavegur 3-5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1809725 - Kópavogsvöllur. Dalsmári 7. Flóðlýsing.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1811615 - Vesturvör 50. Fyrirspurn varðandi möguleika á stækkun lóðar.

Lögð fram fyrirspurn Íslyft ehf. og Steinboch-þjónustan ehf. varðandi lóðina Vesturvör 50 og möguleika á stækkun lóðarinnar um 25 metra til vesturs.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

11.1811317 - Langabrekka 1. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Huldu Jónsdóttur arkitekts fh. lóðarhafa Löngubrekku 1 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir byggingu á sólstofu við suðurhlið hússins, samtals 31 m2 að stærð. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 15. október 2018. Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2018 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 7. janúar 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1804615 - Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts ásamt nýjum teikningum dags. 16. október 2018 fh. lóðarhafa að Hlíðarvegi 40 þar sem óskað er eftir að fá skráningu á einbýli breytt í tvíbýli. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær (ein íbúð sé á hvorri hæð hússins). Íbúð á efri hæð verður 76.8 m2 og íbúð á neðri hæð verður 76.8 m2. og gert ráð fyrir einu bílastæði á lóðinni. Húsið er byggt 1959 og var tvíbýlishús samkvæmt eignaskiptasamningi frá 1976 en var síðar breytt í einbýli. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 16. október 2018. Kynningartíma lauk 7. janúar 2019, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

13.18081615 - Bakkabraut 5D. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi lóðarhafa Bakkabrautar 5 d þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu á 120 m2 rými neðri hæðar úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði sbr. uppdrætti GLÁMA- KÍM arkitekta dags. 25. maí 2018. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var erindinu hafnað og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 11. desember 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Fundarhlé kl. 17:19
Fundi fram haldið kl. 17:29

Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson og J. Júlíus Hafstein greiða atkvæði gegn erindinu.

Fundi slitið - kl. 18:45.