Lagt fram að nýju erindi Eiríks Vignis Pálssonar byggingafræðings fh. lóðarhafa Melgerði 21, efri hæð, dags. 3. maí 2019. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að yfirbyggja 21,1 m2 svalir á norðurhlið hússins og bæta við 4,8 m2 svölum á suðurhlið auk þess að breyta innra skipulagi hússins. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 3. maí 2019. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Melgerðis 19, 23, Vallargerðis 20, 22 og 24. Grenndarkynning var send til lóðarhafa 22. maí 2019 með tilgreindum athugasemdafresti til 26. júní 2019. Lóðarhafi Melgerði 21, efri hæð, skilaði inn undirrituðu samþykki allra ofangreindra lóðarhafa 28. maí 2019 og er því kynningartími styttur.