Skipulagsráð

53. fundur 03. júní 2019 kl. 15:00 - 19:00 í Kríunesi
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
 • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
 • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
 • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1905017F - Bæjarráð - 2959. fundur frá 23.05.2019

1902337 - Naustavör 13-15, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1903606 - Gulaþing 3. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1905014F - Bæjarstjórn - 1197. fundur frá 28.05.2019

1902337 - Naustavör 13-15, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1903606 Gulaþing 3. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1904536 - Kársnesskóli. Deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Batterísins - arkitekta að deiliskipulagi fyrir nýbyggingu Kársnesskóla við Skólagerðis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af húsagötunni Skólagerði og lóðarmörkum Skólagerðis 6 til suðurs, lóðarmörkum Skólagerðis 10 og Holtagerði 33 til vesturs, húsagötunni Holtagerði til norðurs og lóðarmörkum Holtagerðis 15, Hófgerðis 12, 14, 16 til austurs. Áætlað er að fyrirhuguð nýbygging verði um 5.500 m2 að flatarmáli og að meginbyggingin verði á tveimur hæðum en þrjár hæðir að hluta. Í skólabyggingunni verður samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund fyrir um 400 nemendur. Miðað er við að aðkoma verði frá Skólagerði og Holtagerði.
Tillagan er sett frá á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmynum og umhverfismati dags. maí 2019.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1905198 - Melgerði 21. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Eiríks Vignis Pálssonar byggingafræðings fh. lóðarhafa Melgerði 21, efri hæð, dags. 3. maí 2019. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að yfirbyggja 21,1 m2 svalir á norðurhlið hússins og bæta við 4,8 m2 svölum á suðurhlið auk þess að breyta innra skipulagi hússins. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 3. maí 2019. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Melgerðis 19, 23, Vallargerðis 20, 22 og 24. Grenndarkynning var send til lóðarhafa 22. maí 2019 með tilgreindum athugasemdafresti til 26. júní 2019. Lóðarhafi Melgerði 21, efri hæð, skilaði inn undirrituðu samþykki allra ofangreindra lóðarhafa 28. maí 2019 og er því kynningartími styttur.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1905531 - Austurkór 72. Fjölgun bílastæða á lóð.

Lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 72 þar sem óskað er eftir að fá ljósastaur færðann og fjölga bílastæðum á lóðinni úr þremur í fjögur.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd að fullu greiddur af lóðarhafa.

Almenn erindi

6.1904813 - Hrauntunga 1. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að lokinni kynningu erindi Atla Jóhanns Guðbjörnssonar byggingarfræðings dags. 23. mars 2019 f.h. lóðarhafa Hrauntungu 1 þar sem óskað er eftir að reisa 70.1 m2 viðbygging við norðurhlið á 1. hæð hússins. Fyrir breytingu er íbúðin á 1. hæð 99, m2 en með viðbyggingu verður íbúðin 170,6 m2. Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var samþykkt að grenndarkynna með tilvísan til 44. gr. skipulagslagan nr. 123/2010 framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 3 og Vogatungu 8-18 (jafnartölur). Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. mars 2019. Athugasemdafresti lauk 3. júní 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1905181 - Kársnesbraut 123. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Helga Indriðasonar arkitekts, dags. 8. maí 2019, fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 123 þar sem óskað er eftir að reisa stakstæða bílgeymslu á norðvesturhluta lóðarinnar um 4 m frá lóðarmörkum. Uppdrættir og skýringarmyndir dags. 8. maí 2019. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var afgreiðsli málsins frestað.
Skipulagsráð samþykkir að málið verði unnið áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Helga Hauksdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

8.1503575 - Glaðheimar reitir 1 og 3. Deiliskipulag. Drög.

Lögð fram drög skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi í Glaðheimum reitum 1. og 3. Farið verður yfir landnotkun á svæðinu, fyrirkomulag gatnakerfis, byggingarmagn, hæðir húsa, opin svæði, þjónustu og tengsl við aðliggjandi byggð.
Skipulagsráð heimilar að hafin verði endurskoðun á deiliskipulagi Glaðheima reitum 1 og 3 á grundvelli ofangreindra draga.

Almenn erindi

9.1905806 - Vesturvör. Framkvæmdaleyfi.

Lagt fram erindi framkvæmdadeildar Umhverfissviðs Kópavogsbæjar þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda á götum við Vesturvör ofan við Naustavör. Í verkinu felst að gera hringtorg á gatnamótum Naustavarar og Vesturvarar, gera undirgöng undir Vesturvör vestan við hringtorg, breikkun Vesturvarar til austurs og lengingu á húsagötunni Litluvör til vesturs að fyrirhuguðu hringtorgi. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið í júlí 2020. Í greinargerðinni: Vesturvör, naustavör og Litlavör. Gatnagerð, lagnir og undirgöng útboðsteikningar kemur fram afmörkun framkvæmdasvæðisins sem og öll hönnunargögn dags. í maí 2019.

Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1905807 - Silfursmári. Framkvæmdaleyfi.

Lagt fram erindi framkvæmdadeildar Umhverfissviðs Kópavogsbæjar þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við lagningu Silfursmára frá Hæðasmára að Smárahvammsvegi að undanskyldum yfirborðsfrágangi. Í framkvæmdinni felst að núverandi gata Hagasmári milli Hæðasmára og Smárahvammsvegar verður lögð niður og ný gata Silfursmári gerð í stað hennar og núverandi umferðaljós á Smárahvammsvegi við Hagasmára verða lögð niður. Áætlað er að endanlegur frágangur við götuna verði á árunum 2021-22 þegar framkvæmdum við byggingar á aðliggjandi reitum verða að mestu lokið. Í greinargerðinni Silfursmári - gatnagerð og lagnir kemur afmörkun framkvæmdasvæðisins fram sem og öll hönnunargögn. Er greinargerðin dags. í apríl 2019.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1901481 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 - nýtt tímabil 2018-2030

Farið yfir helstu atriði endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024: áætlaða byggðaþróun til 2030 sem og landnotkun, markmið og leiðir, talnagrunna, húsnæðisstefnu, takmarkanir, samþætting aðalskipulagsins og annarra áætlana, svæðisskipulag, landsskipulag - loftslagsmál, landslag og lýðheilsa, húsnæðismál og samgöngur. Farið yfir heimsmarkmiðin og þátt þeirra í endurskoðun aðalskipulags og rammaákvæði aðalskipulags kynnt.

Gestir

 • Páll Magnússon - mæting: 16:00
 • Auður Finnbogadóttir - mæting: 16:00
 • Rúnar Dýrmundur Bjarnason - mæting: 17:00
 • Sandra Rán Ásgrímsdóttir - mæting: 17:00

Fundi slitið - kl. 19:00.