Skipulagsráð

54. fundur 15. júlí 2019 kl. 16:30 - 20:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1905022F - Bæjarráð - 2960. fundur frá 06.06.2019

1904536 - Kársnesskóli. Deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1905198 - Melgerði 21. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1904813 - Hrauntunga 1. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1905806 - Vesturvör. Framkvæmdaleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1905807 - Silfursmári. Framkvæmdaleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1906001F - Bæjarstjórn - 1198. fundur frá 11.06.2019

1904536 - Kársnesskóli. Deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1905198 - Melgerði 21. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1904813 - Hrauntunga 1. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1905806 - Vesturvör. Framkvæmdaleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1905807 - Silfursmári. Framkvæmdaleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

3.1906012F - Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 3. fundur frá 28.06.2019

1905867 - Borgarholtsbraut 40. Fjölgun bílastæða á lóð.
Afgreiðslu frestað. Vísað til skipulagsráðs.

1906501 - Dalaþing 17. Fjölgun bílastæða á lóð.
Samþykkt, enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd að fullu greiddur af lóðarhafa.

1905868 - Kleifakór 13. Fjölgun bílastæða á lóð.
Samþykkt, enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd að fullu greiddur af lóðarhafa.

1906559 - Fróðaþing 21. Breytt deiliskipulag. Stækkun byggingarreitar.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

1809231 - Tónahvarf 3. Breytt deiliskipulag.
Lagt fram.

1905371 - Heiðarhjalli 7. Breytt deiliskipulag.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

1904817 - Víðihvammur 2. Kynning á byggingarleyfi.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1904534 - Grundarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Sveins Ívarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að viðbygginu við Grunarhvarf 8. Í tillögunni felst að byggt er við núverandi hús um 70 m2 bygging á einni hæð sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. 4. apríl 2019. Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Grundarhvarfs 6, 7, 9, 10, 11, 13 og Melahvarfs 5 og 7. Athugasemdafresti lauk 5. júlí 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1906329 - Vesturvör 44-48. Kársneshöfn. Byggingaráform.

Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir deiliskipulag Vesturvarar 40-50 frá 2018 eru lögð fram tillaga að byggingaráformum lóðarhafa. Í byggingaráformum, sem unnin eru af Tark arkitektum, kemur m.a. fram hvernig fyrirhuguð bygging falli að gildandi deiliskipulagi hvað varðar grunnmynd, hæð, útlit, bílastæði og fyrirkomulag á lóð. Byggingaráformin eru sett fram á uppdráttum ásamt skýringarmyndum dags. í júlí 2019. Eyþór Guðjónsson og Gestur Þórisson gera gein fyrir tillögunni.
Skipulagsráð telur framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett eru fram í skipulagsskilmálum fyrir deiliskipulag Vesturvarar 40-50 og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsráð samþykkir framlögð áform með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Eyþór Guðjónsson - mæting: 16:40
  • Gestur Þórisson - mæting: 16:40

Almenn erindi

6.1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Breytt aðalskipulag. Skipulagslýsing.

Lögð fram að nýju, með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga skipulags- og byggingardeildar að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, reit 29 í rammahluta aðalskipulagsins fyrir Digranes. Nánar tiltekið afmarkast fyrirhugað skipulagssvæði af Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur, Hávegi í norður og Álftröð í austur. Umrætt svæði er um 7.800 m2 að flatarmáli og þar eru nú 8 stakstæð einbýlishús á einni til tveimur hæðum. Húsin er mörg hver steinsteypt en einnig byggð úr holsteini, vikursteini og timbri flest byggð á árunum 1952 til 1955. Ástand þessara húsa er misgott, yfirbragð þeirra af ýmsum toga og varðveislugildi þeirra er talið lítið. Í framlagðri skipulagslýsingu er lagt til að núverandi byggð verði rifin og í hennar stað verði byggð fjölbýlishús með allt að 180 íbúðum. Húsin verði á 2-4 hæðum auk kjallara og inndreginnar þakhæðar. Áætlað byggingarmagn ofanjarðar er um 16.600 m2 að samanlögðum gólffleti og nýtingarhlutfall um 2,2. Er lýsingin dags. 29. apríl 2019. Á fundi skipulagsráðs 29. apríl var framlögð skipulagslýsing samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi bæjarstjórnar 14. maí 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 22. maí 2019 var athygli vakin á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins. Auk þess kom fram í auglýsingunni að starfsmenn skipulags- og byggingardeildar væru með opið hús 27. maí og 20. júní 2019 þar sem skipulagslýsingin og hugmyndir að uppbyggingu Traðarreits - austur verða kynntar sérstaklega þeim sem þess óska. Lýsing var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands sbr. erindi dags. 22. maí 2019; Mosfellsbæ sbr. erindi dags. 27. maí 2019; Vegagerðinni sbr. erindi dags. 25. maí 2019; Umhverfisstofnun sbr. erindi dags. 31. maí 2019; Isavia sbr. erindi dags. 6. júní 2019; Garðabæ sbr. erindi dags. 7. júní 2019; Sæmundi Alfreðssyni íbúa við Álfhólsveg sbr. erindi dags. 17. júní 2019; Skipulagsstofnun sbr. erindi dags. 21. júní 2019 og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins sbr. fundargerð 21. júní 2019. Athugasemdafresti lauk 27. júní 2019.
Með tilvísan til ofangreindrar aðalskipulagslýsingu samþykkir skipulagsráð að hefja megi vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar fyrir Traðarreit - austur nánar tiltekið á svæði sem afmarkast af Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur, Hávegi í norður og Álftröð í austur. Skipulagsráð samþykkir jafnframt að hefja megi undirbúning að deiliskipulagi á umræddu svæði.

Almenn erindi

7.1810762 - Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi lóðarhafa Brekkuhvarfs 1a og 1b, dags. 2. maí 2019 þar sem óskað er eftir að tillaga Rafaels Campos De Pinho, arkitekts að breyttu deiliskipulagi framangreindra lóða verði tekin til umfjöllunar og afgreiðslu í skipulagsráði. Í tillögunni felst að í stað tveggja lóða fyrir einbýlishús á 1-2 hæðum og nýtingarhlutfalli 0,38 er gert ráð fyrir þremur parhúsum á 2 hæðum. Hver íbúð er áætluð um 180 m2 að samanlögðum gólffleti. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á íbúð. Nýtingarhlutfall er áætlað 0,57. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 3. maí 2019. Á fundi skipulagsráðs 6. maí 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 14. maí 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 9. júlí 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 15. júlí 2019.
Skipulagsráðs samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Brekkuhvarf 1a og 1b. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1905181 - Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfi.

Á fundi skipulagsráðs 3. júní 2019 var lagt fram erindi Helga Indriðasonar arkitekts, dags. 8. maí 2019, fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 123 þar sem óskað er eftir að reisa stakstæða bílgeymslu á norðvesturhluta lóðarinnar um 4 m frá lóðarmörkum. Uppdrættir og skýringarmyndir dags. 8. maí 2019. Skipulagsráð samþykkti að málið verði unnið áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagðar fram aðalteikningar sbr. ofangreint í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20. júní 2019. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa Kársnesbrautar 121 og 125.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Helga Hauksdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

9.1812297 - Austurkór 104. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Margrétar Önnu Einarsdóttur, lögmanns fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni, sem var grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, felst að komið verði fyrir aðstöðu fyrir heitan pott ásamt búnings- og sturtuaðstöðu við lóðarmörk á norðurhluta lóðarinnar. Heildarstærð mannvirkisins er 25 m2 þar af eru 2,2 m2 innandyra og 22,8 m2 utandyra. Kynningartíma lauk 12. apríl 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var afgreiðslu málsins frestað og því vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Kynnt tillaga lögð fram að nýju ásamt fundargerð samráðsfundar sem haldinn var með íbúum Austurkórs 102, 27. júní 2019. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 1. júlí 2019. Í umsögninni er lagt til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á kynntri tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurkór 104:
a) Steypt handrið á þaki mannvirkisins verði fjarlægt og glerhandrið sett upp til að verjast fallhættu.
b) Norðvestur mörkum lóðarinnar að Austurkór 104 verði breytt þannig að mannvirkið verði innan lóðar að öllu leyti. Við það stækkar lóðin sem nemur um 14 m2.

Í umsögninni er jafnframt ítrekað að lóðarhafar Austurkórs 102 og 104 vinni saman að frágangi lóða sinna þ.e. á og við lóðamörkin sbr. 15. gr. lóðarleigusamninga Kópavogsbæjar og að samráð verði haft við garðyrkjustjóra bæjarins varðandi frágang lóðarmarka 104 og bæjarlandsins.

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurkór 104 með áorðnum breytingum sbr. ofangreinda umsögn. Er tillagan dags. 1. júlí 2019. Þá lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 104 dags. 10. júlí 2019.
Með tilvísan í ofangreinda umsögn samþykkir skipulagsráð framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurkór 104 dags. 1. júlí 2019. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1905126 - Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts, fh. lóðarhafa Dalaþings 13 dags. 4. maí 2018, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var afgreiðslu málsins frestað. Í núverandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum, stakstæðum bílskúr og hesthúsi ásamt gerði. Í breytingunni felst að á lóðinni verði komið fyrir tveimur einbýlishúsum á einni hæð ásamt parhúsi á tveimur hæðum auk þess sem aðkoma að húsunum breytist með nýjum akvegi þvert á lóðina. Parhús Dalaþing 13a og 13b er áætlað um 500 m2 að samanlögðum gólffleti á tveimur hæðum (pallaskipt) með innbyggðum bílskúr og 4 bílastæðum á lóð. Einbýlishús Dalaþing 13c er áætlað um 220 m2 að grunnfleti á einni hæð með innbyggðan bílskúr og 3 bílastæði og einbýlishús Dalaþing 13d er áætlað um 220 m2 að grunnfleti á einni hæð og 3 bílastæði á lóð. Lóðin er 3.349 m2 að flatarmáli og nýtingarhlutfall lóðarinnar eftir breytingu er 0,28. Uppdrættir í mkv. 1:1000, ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 10. júlí 2019.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Dalaþing 13 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjaráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1901656 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Mótvægisaðgerðir vegna Bláfjallavegar og Bláfjallaleiðar.

Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 voru lögð fram drög að greinargerð VSÓ ráðgjafar sem unnin er að beiðni Kópavogsbæjar þar sem fram koma kröfur um verklag til að fyrirbyggja óhöpp sem geta leitt til mengunar grunnvatns og vatnsbóla. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er innan vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins (fjarsvæði) og því mikils um vert að vel sé staðið að öllum framkvæmdum innan þess. Í drögunum kemur m.a. fram yfirlit um fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu, helstu áhættuþætti og kröfur til verktaka við undirbúning framkvæmda og á framkvæmdatíma. Greinargerðin er dags. í maí 2019. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu málsins. Lagt fram minnisblað heilbrigðisfulltrúa HHK dags. 3. júní 2019. Jafnframt er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafar, dags. 12. júlí 2019, Kröfur til framkvæmdaaðila á vatnsverndarsvæði, viðbrögð við rýni heilbrigðiseftirlits.

Lögð fram greinargerð VSÓ ráðgjafar: Kröfur Kópavogsbæjar til framkvæmdaaðila á vatnsverndarsvæði. Skíðasvæðið í Bláfjöllum dags. í júlí 2019.
Skipulagsráð samþykkir framlagðar verklagsreglur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun frá skipulagsráði:
"Óskað er eftir minnisblaði frá Umhverfissviði um hvernig eftirliti verði háttað með framkvæmdum á Bláfjallasvæðinu þannig að tryggt verði að þær verði með þeim hætti að ætlaður árangur náist."

Almenn erindi

12.1902721 - Huldubraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Aðalheiðar Atladóttur arkitekts dags. 22. febrúar 2019, fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir leyfi til að rífa 142,2 m2 einbýlishús, byggt 1969, og byggja í stað þess 477 m2 fjórbýlishús á þremur hæðum. Gert er ráð fyrir 8 bílastæðum á lóðinni. Á fundi skipulagsráðs 4. mars 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Huldubrautar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 16, 18 og 20. Kynningartíma lauk 12. apríl 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust.

Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var erindið lagt fram að nýju ásamt framkomnum athugasemdum og ábendingum. Var afgreiðslu erindisins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var málið tekið fyrir að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20. maí 2019. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu málins og óskaði eftir að haldinn yrði samráðsfundur með málsaðilum. Samráðsfundur var haldinn að Digranesvegi 1 27. júní 2019.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 15. júlí 2019.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan til umsagnar dags. 22. febrúar 2019 með áorðnum breytingum 15. júlí 2019 og umsögn dags. 15. júlí 2019 enda verði byggingaráform lögð fyrir skipulagsráð áður en aðalteikningar fara fyrir byggingarfulltrúa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.1905867 - Borgarholtsbraut 40. Fjölgun bílastæða á lóð.

Lagt fram erindi lóðarhafa Borgarholtsbrautar 40 dags. 29. maí 2019 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og fá auka bílastæði fyrir hjólhýsi á lóð fyrir framan húsið sbr. skýringarmyndir.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Almenn erindi

14.1907180 - Hafraþing 9. Fjölgun bílastæða á lóð.

Lagt fram erindi Sigurðar Helga Stefánssonar lóðarhafa Hafraþingi 9 þar sem óskað er eftir að fjölga bílastæðum á lóð sbr. uppdrátt í mkv. 1:100 og skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd að fullu greiddur af lóðarhafa.

Almenn erindi

15.1901504 - Auðbrekka - þróunarsvæði 1, 2 og 3. Hugmynd að breyttu deiliskipulagi á svæði 2.

Lagt fram erindi Grétars Hannessonar f.h. Lundar fasteignafélags dags. 6. júní 2019 þar sem kynnt er hugmynd að breyttu deiliskipulagi á svæði sem afmarkast af Auðbrekku, Skeljabrekku og Dalbrekku (Krókslóðin). Í hugmyndinni felst m.a. sú breyting frá gildandi deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir atvinnuhúsnæði (hóteli)um 10.000 m2 að flatarmáli á umræddu svæði, verði gert ráð fyrir að um helmingur af áætluðu byggingarmagni verði nýtt fyrir atvinnuhúsnæði (hótel) og hinn hlutinn fyrir allt að 47 íbúðir sem verði færðar frá Nýbýlavegi 4, 6 og 8. Hugmyndinni fylgja uppdrættir og skýringarmyndir ASK arkitekta dags. 1. júní 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

16.1905532 - Gulaþing 21. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 22. maí 2019 fh. lóðarhafa Gulaþings 21 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. . Í breytingunni felst að vegghæð suðaustur hliðar hækkar úr 6,3 m í 7,5 m og vegghæð norðvestur hliðar hækkar úr 6,3 m í 7,0 m Gert er ráð fyrir flötu þaki. Þannig fer byggingarreiturinn 1,2 m. upp úr gildandi byggingarreit á suðausturhluta þaksins og 0,7 m. á norðvestur hluta þaksins. Uppdráttur í mkv. 1:200 dags. 22. maí 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Gulaþings 15, 17, 19, 23, 25, 62, 64, 66 og 68.

Almenn erindi

17.1905869 - Háalind 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar arkitekts dags. 29. maí 2019 fh. lóðarhafa Háulindar 1 þar sem óskað er eftir leyfi til að reisa viðbyggingu á suðvestur hluta hússins, samtals um 28,45 m2. Húsið er 145,9 m2 fyrir breytingu en verður 164,5 m2 eftir stækkun. Húsið er parhús og fyrir liggur samþykki lóðarhafa Háulindar 3. Uppdráttur í mkv. 1:000 dags. í maí 2019.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundarhlé kl. 18:56
Fundi fram haldið 19:03

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

18.1906472 - Kópavogsbraut 59. Fyrirspurn.

Lögð fram tillaga Arkþing / Nordic dags. í júní 2019 fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Á lóðinni stendur einbýlishús ein hæð og ris um 120 m2 að samanlögðum gólffleti byggt úr holsteini 1949 ásamt um 38 m2 stakstæðum bílskúr byggður 1953. Lóðin er 1.015 m2. Í gildandi deiliskipulagi frá 2010 gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggt tveggja hæða parhús samanlagt um 440 m2 að samanlögðum gólffleti með innbyggðum bílgeymslum.

Í fyrirspurninni felst að reist verði parhús á lóðinni og tvö tveggja íbúða hús, með samtals 6 íbúðum. Íbúðir í parhúsinu eru á tveimur hæðum, samtals 108 m2. Hinar íbúðirnar fjórar eru 68 m2 hver um sig. Gert er ráð fyrir 8 bílastæðum á lóð eða 1,3 á íbúð. Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. í júní 2019.
Með tilvísan í framlagða fyrirspurn samþykkir skipulagaráð að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi umræddrar lóðar.

Almenn erindi

19.1907234 - Vesturvör 50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Hjalta Brynjarssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Vesturvarar 50 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að stækka byggingarreitinn um 3,7 m. til norðurs og 4,8 m. til austurs. Hámarks byggingarmagn eykst úr 1500 m2 í 2200 m2, hámarksstærð grunnflatar stækkar úr 1000 m2 í 1350 m2 og mesta hæð hússins fer úr 9 m. í 12 m. Gert er ráð fyrir inndreginni 3 hæð, allt að 300 m2. Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í júní 2019.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

20.1906332 - Sunnubraut 6. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Atla Jóhanns Guðbjörnssonar byggingafræðings dags. 3. júní 2019 fh. lóðarhafa Sunnubrautar 6 þar sem óskað er eftir að stækka íbúðarhús til vesturs að lóðarmörkum Sunnubrautar 6 og 8. Viðbyggingin er í heildina 43,9 m2 og mun falla að byggingarmynstri núverandi húss. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:1000 dags. 3. júní 2019. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa Mánabrautar 5 og 7 og Sunnubrautar 8.
Afgreiðslu frestað.

Kristinn Dagur Gissurarson og Júlíus Hafstein greiða atkvæði gegn tillögunni.

Almenn erindi

21.1904921 - Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar dags. 7. nóvember 2017 fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 37 þar sem óskað er eftir að byggja viðbyggingu við núverandi hús. Á lóðinni stendur einbýlishús ein hæð með kjallara og risi um 180 m2 að samanlögðum gólffleti byggt 1955. Lóðin er 1.021 m2 að flatarmáli og núverandi nýtingarhlutfall er 0,18. Í framlagðri byggingarleyfisumsókn er gert ráð fyrir að lyfta þaki núverandi húss um 1,0 m og byggja við húsið kjallara, hæð og ris samtals 212 m2 með þremur íbúðum. Samtals verða því fjórar íbúðir á lóðinni eftir breytingu, nýtingarhlutfall 0,38 og 6 bílastæði á lóð eða 1,5 stæði á íbúð. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. nóvember 2017.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 24, 24a, 26, 28, 28a, 30, 30a, 35, 39, Löngubrekku 33, 35 og 37.

Almenn erindi

22.1904103 - Nónhæð. Arnarsmári 36-40. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 8. apríl 2019 var lögð fram tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar, Arnarsmára 36-40. Í breytingunni felst að bílakjallara er komið fyrir við hús A, Arnarsmára 36-40 undir bílastæðum innan lóðar. Flatarmál fyrirhugaðrar bílageymslu er áætlað um 1.400 m2 og gert er ráð fyrir 24 bílastæðum. Greinargerð og skýringaruppdráttur dags. 19. mars 2019. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu tillögunnar. Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var tillagan lögð fram að nýju. Enn fremur var lögð fram "Álitsgerð vegna bílageymslu í fjölbýli á Nónhæð í Kópavogi" unnin af Sigfúsi Aðalsteinssyni, löggilts fasteignasala, dags. 23. apríl 2019. Var afgreiðslu málsins frestað.

Lagt fram að nýju.
Greint frá stöðu mála.

Almenn erindi

23.1907224 - Vallakór 14 - Kórinn. Leik- og dvalarsvæði.

Lögð fram til kynningar tillaga Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, landslagsarkitekts að útfærslu leik- og dvalarsvæði norðan við Kórinn sem nýtast mun nemendum í Hörðuvallaskóla sem og börnum við Vinda- og Vallakór. Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:2000 dags. 10. júlí 2019
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 20:30.