Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar dags. 7. nóvember 2017 fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 37 þar sem óskað er eftir að byggja viðbyggingu við núverandi hús. Á lóðinni stendur einbýlishús ein hæð með kjallara og risi um 180 m2 að samanlögðum gólffleti byggt 1955. Lóðin er 1.021 m2 að flatarmáli og núverandi nýtingarhlutfall er 0,18. Í framlagðri byggingarleyfisumsókn er gert ráð fyrir að lyfta þaki núverandi húss um 1,0 m og byggja við húsið kjallara, hæð og ris samtals 212 m2 með þremur íbúðum. Samtals verða því fjórar íbúðir á lóðinni eftir breytingu, nýtingarhlutfall 0,38 og 6 bílastæði á lóð eða 1,5 stæði á íbúð. Á fundi skipulagsráðs 15. júlí 2019 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 24, 24a, 26, 28, 28a, 30, 30a, 35, 39 og Löngubrekku 33, 35 og 37. Kynningartíma lauk 22. ágúst 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust.