Skipulagsráð

57. fundur 02. september 2019 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Birkir Jón Jónsson varamaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason arkitekt
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
 • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
 • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
 • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1908004F - Bæjarráð - 2967. fundur frá 22.08.2019

1908369 - Fornahvarf 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

1908440 - Hafnarbraut 27a. Ný spennustöð.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

1908046 - Skógarlind 1. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum og hafnar erindinu.

1905800 - Hafnarbraut 9. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Theódóru Þorsteinsdóttur og hafnar erindinu.

1905532 - Gulaþing 21. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Almenn erindi

2.1903010 - Traðarreitur - austur. Reitur B29. Vinnslutillaga að breyttu aðalskipulagi. Drög.

Lögð fram drög að vinnslutillögu að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, reit 29 í rammahluta aðalskipulagsins fyrir Digranes. Nánar tiltekið afmarkast fyrirhugað skipulagssvæði af Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur, Hávegi í norður og Álftröð í austur. Greinargerð dags. í ágúst 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.1901024 - Traðarreitur - austur. Reitur B29. Drög að deiliskipulagi.

Lögð fram drög að deiliskipulagi Traðarreits - austur, reits B29 sem unnin eru af Tark-arkitektum fh. lóðarhafa. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af Digranesvegi í suður,Skólatröð í vestur, Hávegi í norður og Álftröð í austur. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000, ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. í júlí 2019. Þá lagt fram minnisblað VSÓ Ráðgjöf, Traðarreitir, skipulagslýsing - umferðargreining dags. 15. ágúst 2019; minnisblað VSÓ Ráðgjöf Traðarreitur B29, Hljóðvistarreikningar, dags, 6. ágúst 2019 og Húsakönnun unnin af Tark-arkitektum dags. í ágúst 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.1512057 - Samgöngustefna Kópavogsbæjar. Nýja línan. Drög.

Á fundi bæjarráðs 3. desember 2015 var samþykkt að mótuð verði heildstæð samgöngustefna fyrir Kópavog þar sem m.a. verður horft til lýðheilsuþátta, öryggis og loftgæða. Í stefnunni skal fjalla um strætósamgöngur, göngu- og hjólreiða, bílaumferðar og tækninýjunga sem nýtast fyrir bættar samgöngur. Á árunum 2017-18 voru haldnir alls 12 vinnufundi um verkefnið auk þess að efnt var til íbúafunda í öllum hverfum bæjarins um samgöngumál. Voru fundirnir haldnir undir yfirskriftinni Nýja línan - Samgöngustefna í mótum. Voru fundirnir vel sóttir og þar kviknuðu margar góðar hugmyndir ásamt því að fram komu fjölmargar ábendingar um það sem betur má fara í samgöngumálum bæjarins. Auk þessa var efnt til kynninga á verkefninu,- í Sundlaug Kópavogs, Íþróttamiðstöðinni Versölum og í Smáralind. Í byrjun árs 2018 var vinna við gerð heildstæðrar samgöngustefnu fyrir Kópavogsbæ langt komin en vinnuhópurinn náði ekki að klára verkefnið fyrir bæjarstjórnarkosningarnar síðustu eins og til stóð. Síðan í maí 2018 hefur vinna við verkefnið að mestu legið niðri. En í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar um að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hefur verkefnið um mótun samgöngustefnu bæjarins verið tengt þeirri vinnu. Á fundi bæjarráðs 11. apríl 2019 var samþykkt að taka málið upp að nýju og voru tilnefndir fulltrúar í vinnuhóp til að leggja lokahönd á verkefnið.

Lögð fram drög að Samgöngustefnu Kópavogs- Nýja línan dags. í ágúst 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

5.1901481 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 - nýtt tímabil 2018-2030

Greint frá stöðu mála.

Lagt er til að samræming heimsmarkmiða/stefnu Kópavogs verði unnin með mikilvægisgreiningu á samráðsfundum með hagsmunaaðilum. Fyrirhugaðar eru þrjár vinnustofur í september/október.

Mikilvægisgreining er ferli sem felst í að skilgreina og leggja mat á fjölmarga þætti á sviði umhverfis-, samfélags- og efnahagsmála sem hafa mögulega áhrif á byggðaþróun í Kópavogi til 2030 og tengist á þann hátt endurskoðun aðalskipulagsins.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.1904103 - Nónhæð. Arnarsmári 36-40. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 8. apríl 2019 var lögð fram tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar, Arnarsmára 36-40. Í breytingunni felst að bílakjallara er komið fyrir við hús A, Arnarsmára 36-40 undir bílastæðum innan lóðar. Flatarmál fyrirhugaðrar bílageymslu er áætlað um 1.400 m2 og gert er ráð fyrir 24 bílastæðum. Greinargerð og skýringaruppdráttur dags. 19. mars 2019. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu tillögunnar. Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var tillagan lögð fram að nýju. Enn fremur var lögð fram "Álitsgerð vegna bílageymslu í fjölbýli á Nónhæð í Kópavogi" unnin af Sigfúsi Aðalsteinssyni, löggilts fasteignasala, dags. 23. apríl 2019. Var afgreiðslu málsins frestað.

Lögð fram tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar, Arnarsmára 36-40. Í breytingunni felst að bílakjallara er komið fyrir við hús A, Arnarsmára 36-40 fyrir 31 bíl og 34 bíla ofanjarðar. Í tillögunni felst jafnframt að lóðarmörk Arnarsmára 36-40 breytast þannig að 10 bílastæði við aðkomugötu að leiksskólanum Arnarsmára verða á bæjarlandi þ.e. er utan lóðarinnar. Hlutfall bílastæða á íbúð við Arnarsmára 36-40 hækkar úr 1,25 í 1,6. Tillaga er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 19. júlí 2019. Einnig lagt fram erindi formanns íbúasamtakanna Betri Nónhæð dags. 15. júlí 2019 og 12. ágúst 2019. Þá lagt fram erindi Ómars R. Valdimarssonar lögmanns fh. lóðarhafa dags. 9. ágúst 2019 ásamt samantekt Basalt arkitekta á bílastæðamálum við lóðir A, B og C í Nónhæð.
Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu Basalt arkitekta dags. 19. júlí 2019. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1901656 - Bláfjöll. Tilhögun eftirlits með framkvæmdum í Bjáfjöllum.

Á fundi skipulagsráðs 15. júlí 2019 og í bæjarráði 25. júlí 2019 voru samþykktar kröfur um verklag til að fyrirbyggja óhöpp sem geta leitt til mengunar grunnvatns og vatnsbóla. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er innan vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins (fjarsvæði) og því mikils um vert að vel sé staðið að öllum framkvæmdum innan þess. Í kröfum um verklag kemur m.a. fram yfirlit um fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu, helstu áhættuþætti og kröfur til verktaka við undirbúning framkvæmda og á framkvæmdatíma. Á framangreindum fundi skipulagsráðs var óskað eftir minnisblaði um hvernig eftirliti verði háttað með framkvæmdum á Bláfjallasvæðinu þannig að tryggt verði að þær verði með þeim hætti að ætlaður árangur náist.

Lagt fram minnisblað VSÓ Ráðgjöf, Tilhögun eftirlits með framkvæmdum í Bláfjöllum dags. 22. ágúst 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.1901656 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Mótvægisaðgerðir vegna Bláfjallavegar og Bláfjallaleiðar.

Á fundi skipulagsráðs 4. febrúar 2019 var lagt fram erindi Ernu Báru Hreinsdóttur, forstöðumanns skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, dags. 24. janúar 2019 þar sem óskað er eftir afstöðu Kópavogsbæjar til fyrirhugaðrar lokunar Bláfjallavegar nr. 417-02. Lokunin mun ná frá stöð 11.600 í vestri (við hellinn Leiðarenda) að vegamótum við Bláfjallaleið. Lokunin er liður í aðgerðum og úrbótum á Bláfjallavegi (þjóðvegur) innan vatnsverndarsvæðisins sem taldar eru æskilegar til að lágmarka áhættu af umferð innan þess. Afgreiðslu málsins var frestað.

Lagt fram erindi Ernu Báru Hreinsdóttur, forstöðumanns skipulagsdeildar Vegagerðarinnar dags. 8. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir áliti Kópavogsbæjar um lokun syðri hluta Bláfjallavegar fyrir almennri umferð, frá gatnamótum Bláfjallavegar og Bláfjallaleiðar og suður undir hellinn Leiðarenda. Í erindinu kemur m.a. fram að fyrirhuguð lokun verður framkvæmd með slám og síðan verði áhrif framkvæmdarinnar á umferð metin m.t.t. þess hvort loka eigi umræddum kafla Bláfjallavegar með öðrum hætti. Erindinu fylgir jafnframt tímasett aðgerðaráætlun Vegagerðarinnar sem er liður í mótvægisaðgerðum vegna umferðar á Bláfjallasvæðinu með tilliti til vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.
Skipulagsráð fellst á að syðri hluti Bláfjallavegar nr. 417-02 verði lokað fyrir umferð bíla frá stöð 11.600 í vestri (við hellinn Leiðarenda) að vegamótum við Bláfjallaleið. Lokunin er liður í aðgerðum og úrbótum á Bláfjallavegi (þjóðvegur) innan vatnsverndarsvæðisins sem taldar eru æskilegar til að lágmarka áhættu af umferð innan þess. Skipulagsráð tekur undir með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði að þörf sé á frekara umhverfis- og áhættumati á umræddum vegkafla og að það liggi fyrir eigi síðar en í árslok 2021. Að því loknu verði teknar ákvarðanir um framtíð vegarins.

Almenn erindi

9.1904921 - Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar dags. 7. nóvember 2017 fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 37 þar sem óskað er eftir að byggja viðbyggingu við núverandi hús. Á lóðinni stendur einbýlishús ein hæð með kjallara og risi um 180 m2 að samanlögðum gólffleti byggt 1955. Lóðin er 1.021 m2 að flatarmáli og núverandi nýtingarhlutfall er 0,18. Í framlagðri byggingarleyfisumsókn er gert ráð fyrir að lyfta þaki núverandi húss um 1,0 m og byggja við húsið kjallara, hæð og ris samtals 212 m2 með þremur íbúðum. Samtals verða því fjórar íbúðir á lóðinni eftir breytingu, nýtingarhlutfall 0,38 og 6 bílastæði á lóð eða 1,5 stæði á íbúð. Á fundi skipulagsráðs 15. júlí 2019 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 24, 24a, 26, 28, 28a, 30, 30a, 35, 39 og Löngubrekku 33, 35 og 37. Kynningartíma lauk 22. ágúst 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

10.1902260 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27. september 2016 þar sem óskað er eftir að byggja 21,7 m2 bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á aðliggjandi lóð, Löngubrekku 7. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar var afgreiðslu frestað. Þá lögð fram undirrituð yfirlýsing lóðarhafa um að hann standi straum af öllum kostnaði við að færa fráveitulögn sem er staðsett þar sem bílgeymslan á að rísa. Einnig samþykkir hann að starfsmenn umhverfissviðs hafi eftirlit með framkvæmdinni. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var afgreiðslu málsins frestað. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt lóðarhöfum Löngubrekku 1-13, Laufbrekku 1 og 3 og Álfhólsvegar 59 og 61. Kynningartíma lauk 30. ágúst 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

11.19081140 - Hlíðarvegur 31 og 31a. Fyrirspurn.

Lagt fram erindi Jóns Hrafns Hlöðverssonar arkitekts, dags. 9. ágúst 2019, fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 31 þar sem óskað er eftir að skipta lóðinni upp og reisa nýtt íbúðarhús á nýrri lóð, Hlíðarvegi 31a. Um er að ræða byggingu á einni hæð án bílskúrs og gert ráð fyrir þremur bílastæðum á lóð. Ný lóð væri 466 m2 og íbúðarhúsið 128,3 m2, nýtingarhlutfall 0,28. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 9. ágúst 2019.
Skipulagsráð samþykkir að málið verði unnið áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

12.19081239 - Helgubraut 6. Kynning á byggingarleyfi. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Einars Ólafssonar arkitekts, dags. 26. ágúst 2019, fh. lóðarhafa að Helgubraut 6. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir að byggja viðbyggingu við húsið að Helgubraut 6 og stakstæðan bílskúr á norðvestur hluta lóðarinnar. Húsið er timburhús, byggt árið 1966 og er í dag 86,8 m2. Viðbygging yrði 70m2 og bílskúrinn 30 m2, samtals yrði þá íbúðarhúsið 156,6 m2 eftir breytingar. Uppdrættir í mkv. 1:00 dags. 26. ágúst 2019.
Skipulagsráð samþykkir að málið verði unnið áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

13.19081242 - Kársnesbraut 104. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 22. maí 2019, f.h. sælgætisverksmiðjunnar Freyju þar sem óskað er eftir að reisa tvær viðbyggingar við húsið. Önnur viðbyggingin verður á suðurhlið hússins og snýr að Kársnesbraut, samtals 80 m2. Hin viðbyggingin verður við norður hlið hússins og snýr að Vesturvör, hún verður þrjár hæðir með lyftu í stigahúsi samtals 1,100 m2. Stækkun í heild verður 1,180 m2 og húsið eftir breytingu verður 3,885 m2 og nýtingahlutfallið 1,09. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. maí 2019.
Skipulagsráð samþykkir að með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbraut 102A, Kársnesbraut 106, Hafnarbraut 12, Vesturvör 22, 24 og 26-28.

Almenn erindi

14.1908790 - Borgarholtsbraut 40. Fjölgun bílastæða á lóð. Ósk um rökstuðning.

Lagt fram erindi lóðarhafa Borgarholtsbrautar 40 þar sem óskað er eftir rökstuðningi á afgreiðslu skipulagsráðs 15. júlí 2019 þar sem erindi um niðurtekt á kantsteini var synjað. Þá lagt fram erindi lögfræðideildar dags. 26. ágúst 2019 þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir umræddri afgreiðslu skipulagsráðs.
Lagt fram.

Almenn erindi

15.1902430 - Borgarholtsbraut 19. Bílastæði.

Frá stjórn Borgarholtsbrautar 19 ehf. dags. 29. mars 2019, þar sem óskað er eftir að fjölga bílastæðum á lóðinni með aðkomu frá Urðarbraut. Á fundi bæjarráðs 4. apríl 2019 var erindinu vísað til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 24. apríl 2019.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

16.1710512 - Álfnesvík Reykjavík. Tillögur að breyttu svæðisskipulagi og breyttu aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi. Efnisvinnslusvæði.

Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar, umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. ágúst 2019 um tillögur að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 og Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, sbr. 24 gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana ásamt tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Álfsnesvík sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Í tillögu að breyttu svæðisskipulagi felst stækkun svæðisins og færslu vaxtarmarkanna til suðvesturs við Álfsnesvík innan Reykjavíkur þannig að rými verði fyrir uppbyggingu og þróun efnisvinnslusvæðis. Í tillögu að breyttu aðalskipulagi er afmarkaður um 10 ha reitur fyrir iðnaðarsvæði I6 efnisvinnslusvæði og færsla á stofnstíg sbr. uppdrátt og greinargerð. Í tillögu að deiliskipulag kemur fram nánari afmörkun fyrirhugaðs efnisvinnslusvæðis, landfylling og dæmi um hvernig byggingar, setlón, efnishaugar og tæki geta verið staðsett á landfyllingu ásamt viðlegukanti. Athugasemdafrestur er til 11. október 2019.

Lagt fram og kynnt.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttri afmörku vaxtarmarka svæðisskipulagsins í Álfnesvík sbr. ofangreinda tillögu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. ágúst 2019. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.1805657 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð.

Lögð fram til kynningar með tilvísan til 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sbr. erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. ágúst 2019. Í breytingunni felst breytt landnotkun og fjölgun íbúða á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð. Athugasemdafrestur er til 11. október 2019.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.