Skipulagsráð

62. fundur 18. nóvember 2019 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason arkitekt
 • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1910027F - Bæjarráð - 2977. fundur frá 07.11.2019

1907412 - Álmakór 9b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1910387 - Lækjasmári 114 og 116. Breytt staðföng.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1910460 - Fagraþing 1 og Glæsihvarf 4. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1910016F - Bæjarstjórn - 1204. fundur frá 12.11.2019

1909105 - Desjakór 2. Stækkun lóðar. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1907412 - Álmakór 9b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1910387 - Lækjasmári 114 og 116. Breytt staðföng.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1910460Fagraþing 1 og Glæsihvarf 4. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.1910016F - Bæjarstjórn - 1204. fundur frá 12.11.2019

1907192 - Þjónusta við íbúa við Kópavogsbraut 5a.Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að lóðirnar Kleifakór 2 og 4 verði nýttar undir heimili fyrir fatlaða.

Almenn erindi

4.1911275 - Athafnasvæði sunnan Smáralindar, reitur 7. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Basalt arkitekta fh. lóðarhafa og varðar breytingu á deiliskipulagi á reit 7 sunnan Smáralindar. Í breytingunni felst m.a. breyting á byggingarreit, hámarksflatarmáli, nýtingarhlutfalli, fjölda hæða og fjölda bílastæða. Fyrirspurnin er sett fram á uppdráttum og skýringarmyndum dags. í október 2019. Hrólfur Karl Cela, arkitekt gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð samþykkir að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi sbr. ofangreint og það lagt fyrir skipulagsráð til afgreiðslu.

Gestir

 • Hrólfur Karl Cela - mæting: 16:30
 • Torfi Hjartarson - mæting: 16:30

Almenn erindi

5.1903010 - Traðarreitur - eystri. B29. Vinnslutillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram vinnslutillaga skipulags- og byggingardeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 fyrir Traðarreit - eystri (B29). Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur og Hávegi í norður. Í gildandi aðalskipulagi er umrætt svæði skilgreint sem íbúðarsvæði. Stærð skipulagssvæðisins er um 7.800 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955. Í framlagði vinnslutillögu er gert ráð fyrir óbreyttri landnotkun en svæðið verði skilgreint sem þróunarsvæði þar sem byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð auk gestabílastæða í götu og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Vinnslutillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. í nóvember 2019.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð vinnslutillaga, að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 fyrir Traðarreit - eystri (B29), verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30 greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

6.1901024 - Traðarreitur - eystri. Reitur B29. Deiliskipulag.

Lögð fram að tillaga að deiliskipulagi Traðarreits - austur, reits B29 sem unnin er af Tark-arkitektum fh. lóðarhafa. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur, Hávegi í norður og Álftröð í austur. Stærð skipulagssvæðisins er um 7.800 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955. Í framlagði tillögu er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð auk gestabílastæða í götu og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000, ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 12. nóvember 2019. Þá lagt fram minnisblað VSÓ Ráðgjöf, Traðarreitir, - umferðargreining dags. 23. september 2019; minnisblað VSÓ Ráðgjöf Traðarreitur B29, Hljóðvistarreikningar, dags, 31. október 2019; Digranes í Kópavogi; Traðarreitur B29 áður Álftröð 1-7 og Skólatróð 2-8, Húsakönnun, dags. í nóvember 2019 unnin af Tark-arkitektum og Digranes í Kópavogi - Traðarreitur B29, Nágrannabyggð Digranesvegur og Hávegur, nóvember 2019 unnin af Tark-arkitektum.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.1809116 - Hamraborg - miðbæjarskipulag. Breytt aðalskipulag. Deiliskipulag. Skipulagslýsing.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar í samræmi við 1. mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 24 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði sem er um 1,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins er breytt.

Í framlagðri skipulagslýsingu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 300 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 28.000 m2. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 100 m2 í húsnæði neðanjarðar.

Í skipulagslýsingunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 300 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 25.000 m2. Miðað er við1 bílastæði á hverja 100 m2 í húsnæði neðanjarðar.

Í framlagðri skipulagslýsingu eru ekki ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins.
Er skipulagslýsingin dags. 11. nóvember 2019.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1911283 - Auðbrekka - þróunarsvæði. Svæði 1 og 2. Deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Auðbrekku - þróunarsvæðis. Breytingin nær til Nýbýlavegar 2-12, Auðbrekku 1-5 og Skeljabrekku 2, 4 og 6. Í tillögunni eru ráðgerðar eftirfarandi breytingar:
a)
Gert er ráð fyrir að nýjum íbúðum á deiliskipulagssvæðinu (svæði 1 og 2) fjölgi um 16 og verði eftir breytingu 131 íbúð.
b)
Að Nýbýlavegi 4, 6 og 8 er gert ráð fyrir að fallið verði frá áætlunum að heimila alls 49 íbúðir á þeim lóðum og í þeirra stað verði gert ráð fyrir um 4.700 m2 í nýju atvinnuhúsnæði. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á heildarbyggingarmagni, fjölda bílastæða eða hæð húsa á umræddum lóðum miðað við gildandi deiliskipulag.
c)
Á lóðinni að Nýbýlavegi 10 verður fallið frá áætlun um atvinnuhúsnæði (hótel með 111 herbergjum) í suðurhluta byggingarreits og í þess stað gert ráð fyrir 33 íbúðum auk bílageymslu og stoðrýma í kjallara. Heildarfjöldi íbúða eftir breytingu verður 80 íbúðir. Heildarflatarmál húsanna eykst úr 9.975 m2 í 10.615 m2. Byggingarreitur stækkar til austurs um 32 m2 og til vesturs um 5 m2. Hluti byggingarreitar í suðurhluta lóðarinnar hækkar um eina hæð og verður 3 til 5 hæðir og hækkar hámarkshæð um 2,5 metra og verður eftir breytingu 20,3 m. Hámarkshæð byggingarreitar í norðurhluta lóðar er óbreytt en hluti hans hækkar um 2,3 metra. Nýtingarhlutfall lóðar breytist og hækkar úr 2.9 í 3.1. Fjöldi bílastæða eykst úr 92 í 117 stæði. Leiðbeinandi hæðaskipting og byggingarflötur sem táknaður er með slitinni svartri grannri línu sbr. lið 3 í sérákvæðum breytist.
d)
Á lóðinni að Skeljabrekku 4 til 6 verður dregið úr stærð atvinnuhúsnæðis og þess í stað komið fyrir 47 íbúðum. Heildarflatarmál eykst um 2.000 m2. Gert ráð fyrir 1,3 stæðum á hverja íbúð og einu stæði á hverja 55 m2 í atvinnuhúsnæði eða í allt 139 stæðum. Aðkoma breytist.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv.1000, ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 25. október 2019.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

9.1910605 - Nýbýlavegur 32. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Einars Ólafssonar arkitekts dags. 25. júlí 2019 fh. lóðarhafa Nýbýlavegar 32. Í erindinu er óskað eftir að breyta þriðju hæð hússins úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði og koma fyrir fjórum íbúðum á hæðinni. Byggt verður yfir svalir að hluta svo gólfflöturinn stækkar um 39,9 m2 og komið fyrir nýjum stiga á suður hlið hússins, Dalbrekkumegin. Gólfflötur þriðju hæðar er í dag 171,1 m2 en verður 211 m2 eftir breytingu. Íbúðirnar fjórar verða 61 m2, 51 m2, 50 m2 og 49 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 25. júlí 2019.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 30 og Dalbrekku 27, 29, 54, 56 og 58.

Almenn erindi

10.1906472 - Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Arkþing/Nordic arkitekta fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 að breyttu deiliskipulagi. Á lóðinni stendur einbýlishús, ein hæð og ris um 120 m2 að samanlögðum gólffleti byggt úr holsteini 1949 ásamt um 38 m2 stakstæðum bílskúr byggður 1953. Lóðin er 1.015 m2 að flatarmáli. Í gildandi deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 28. september 2010 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 28. október 2010 nr. 816, gert ráð fyrir að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og á þeim byggt tveggja hæða parhús samanlagt um 440 m2 að gólffleti með innbyggðum bílgeymslum. Í gildandi deiliskipulagi er miðað við að hámarkshæð húsa, miða við aðkomuhæð verði 7,5 m og tvö stæði á hvorri lóð. Í framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi felst að lóðin verði óskipt og þar rísi tvö stakstæð hús og eitt parhús. Húsin verði einhæð og ris og í hverju þeirra ein íbúð, alls fjórar íbúðir. Á þremur húsanna er miðað við að mænir þeirra verði samsíða Kópavogsbraut og á því fjórða verði verði mænirinn hornrétt á Kópavogsbraut. Heildarflatarmál hvers íbúðarhluta er áætlað að hámarki 110 m2 þannig að samtals er ráðgert að byggja 440 m2 á lóðinni og nýtingarhlutfall um 0,4. Í tillögunni er miðað við að mesta hæð fyrirhugaðra bygginga verði 7,5 m miðað við aðkomuhæð og að svalir geti náð allt að 1,6 m út fyrir byggingarreit. Miðað er við tvö stæði á íbúð, alls átta stæði fjögur verði með aðkoma frá Kópavogsbraut og fjögur frá Suðurvör. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 12. nóvember 2019.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrautar 59 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1907317 - Fagraþing 3. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Fagraþings 3 um að reisa garðskála yfir svalir á vesturhlið hússins samtals um 50 m2 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir dags. 14. júní 2019. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fagraþings 1, 2a, 2b, 4, 5, 6, 8, 10a, 10b, 12 og 14. Kynningartíma lauk 28. október 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.16031415 - Digranesvegur 82. Digraneskirkja - Aðkoma umferðar inn á Digranesveg

Lögð fram tillaga verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar fh. umhverfissvið að breyttri tengingu lóðar Digraneskirkju við Digranesveg til að auka umferðaröryggi vegfaranda. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 dags. í október 2016.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.1911154 - Vesturvör 36. Kynning á byggingarleyfi. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings, dags. 5. nóvember 2019 fh. lóðarhafa Vesturvarar 36. Óskað er eftir leyfi til að reisa 410,5 m2 viðbyggingu á vesturhlið iðnaðarhúsnæðisins á lóðinni. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500, dags. í nóvember 2019.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

14.1911155 - Akrakór 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Páls Poulsen, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Akrakór. Í gildandi deiliskipulagi er miðað við að á lóðinni sem er 886 m2 verði byggt einbýlishús á einni hæð auk kjallara, 350 m2 að samanlögðum gólffleti og nýtingarhlutfall því 0,40. Miðað er við að mesta hæð fyrirhugaðs húss skv. gildandi deiliskipulagi sé 4,8 m miðað við aðkomuhæð, hámarkshæð miða við kjallara 7,5 m og vegghæð 6,3 m. Gert er ráð fyrir að þakform sé frjálst og 3 stæðum á lóð.

Í framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi er miðað við að lóðinni verði skipt í tvennt og á henni verði byggt parhús á einni hæð auk kjallara samtals um 420 m2 að samanlögðum gólffleti. Nýtingarhlutfall verði 0,48 og tvö bílastæði á íbúð. Hámarks vegghæð verði 6,7 m í stað 6,3 m sbr. gildandi deiliskipulag. Að öðru leyti gilda áfram sömu skilmálar.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.1911230 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga að breytingu Norðurness á Álftanesi. Skipulagslýsing.

Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur, skipulagsfræðings fh. Garðabæjar ásamt skipulagslýsing að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem tekur til Norðurness á Álftanesi. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og dags. í september 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

16.1911233 - Krýsuvíkurberg í Krýsuvík. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Lagt fram erindi Berglindar Guðmundsdóttur, skipulagsfulltrúa Umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðar dags. 1. nóvember 2019 og varðar deiliskipulag fyrir Krísuvíkurberg. Tillagan er send Kópavogsbæ í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem Kópavogsbær er eitt þeirra sveitafélaga sem standa að Reykjanesfólkvangi
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

17.1911325 - Kjóavellir. Athafnasvæði Hestamannafélagsins Spretts. Deiliskipulagsbreyting. Fyrirspurn.

Lagt fram erindi Odds Hermannssonar, landslagsarkitekts fh. Garðabæjar og Kópavogsbæjar þar sem fram kemur fyrirspurn um breytingar á gildandi deiliskipulagi Kjóavalla athafnasvæðis Hestamannafélagsins Spretts. Ná fyrirhugaðar breytingar m.a. til staðsetningar hestagerða í Rjúpnahæðarhverfi í Garðabæ, breyttum skilmálum fyrir hesthúsabyggðina, breyttum byggingarreitum og lóðarstærðir, gert er ráð fyrir akfærum tengingum milli botnlangagatna í hverfinu, afgirt heygeymslusvæði, gamla félagsheimilinu (Andvara) verði breytt í hesthús, breytingum á reiðstígum og taðþróm. í erindinu koma jafnframt fram fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulaginu innan lögsögu Kópavogs. Ná þær til að bílastæði norðan markarvegar verði skipt í tvennt, þannig að vesturhluti þess verði afgirt kerrustæði annarsvegar og hins vegar að gerður verið akfær vegar frá Markavegi að Kórnum. Fyrirspurninni fylgja drög að breyttum deiliskipulagsuppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 24. október 2019.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 18:30.