Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jóns Davíðs Ásgeirssonar arkitekts dags. 19. nóvember 2019 fh. lóðarhafa Hraunbrautar 18. Í erindinu er óskað eftir að reisa 100,3 m2 viðbyggingu við húsið að norðanverðu, að hluta til ofan á núverandi bílskúr. Auk þess verður komið fyrir nýju anddyri á neðri hæð hússins, tæknirými og lyftu sem tengir bílskúrinn við efri hæðina. Húsið er í dag 211,1 m2 en eftir breytingu verður það 311,4 m2. Á fundi skipulagsráðs 2. desember 2019 var samþykkt með vísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 25, 27, 29, 31 og Hraunbrautar 11, 15, 16, 17, 19, 20 og 22. Kynningartíma lauk 10. janúar 2020. Ein ábending barst á kynningartímanum.