Skipulagsráð

68. fundur 03. febrúar 2020 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2001010F - Bæjarráð - 2986. fundur frá 23.01.2020

1911283 - Auðbrekka - þróunarsvæði. Svæði 1 og 2. Deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2001183 - Landfylling og brú yfir Fossvog. Umsögn.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1911706 - Hraunbraut 18. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1911866 - Grundarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2001003F - Bæjarstjórn - 1208. fundur frá 28.01.2020

1911283 - Auðbrekka - þróunarsvæði. Svæði 1 og 2. Deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum. Bæjarfulltrúinn Theodóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá.

2001183 - Landfylling og brú yfir Fossvog. Umsögn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1911706 - Hraunbraut 18. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1911866 - Grundarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.2001829 - 201 Smári. Staða framkvæmda á svæðinu.

Greint frá uppbyggingu og stöðu framkvæmda á svæðinu.
Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa ehf. gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Ingvi Jónasson - mæting: 16:30

Almenn erindi

4.2001204 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Bílastæðahús. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga ASK arkitekta að þriggja hæða bílastæðahúsi fyrir 310 bíla norðan Smáralindar að Hagasmára 1. Í tillögunni felst jafnframt að lóðamörk Hagasmára 1 breytist við aðkomugötu frá Fífuhvammsvegi að Smáralind og aðkomugatan hliðrast að hluta til vesturs næst Smáralind og fyrirkomulag bílastæða og gatnatengingar næst norðurhlið Smáralindar breytast. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 28. janúar 2019.
Ennfremur lagt fram erindi Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins hf. dags. 24. janúar 2020 varðandi fyrirhugað bílastæðishús norðan Smáralindar.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1903010 - Traðarreitir - eystri. B29. Vinnslutillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu vinnslutillaga skipulags- og byggingardeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 fyrir Traðarreit - eystri (B29). Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur og Hávegi í norður. Í gildandi aðalskipulagi er umrætt svæði skilgreint sem íbúðarsvæði. Stærð skipulagssvæðisins er um 7.800 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955. Í framlagði vinnslutillögu er gert ráð fyrir óbreyttri landnotkun en svæðið verði skilgreint sem þróunarsvæði þar sem byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð auk gestabílastæða í götu og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Vinnslutillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. í nóvember 2019. Þá lagðar fram innsendar athugasemdir frá stofnunum, íbúum og hagsmunaaðilum auk samantektar ábendinga frá íbúafundi 16. janúar 2020.
Skipulagsráð samþykkir að á grundvelli framlagðar vinnslutillögu að breyttu aðalskipulagi fyrir Traðarreit eystri og umsagna, athugasemda og ábendinga er fram komu er vinnslutillagan var kynnt verði hafin vinna við gerð tillögu að breyttu aðalskipulagi fyrir umræddan reit.

Almenn erindi

6.1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Deiliskipulag. Vinnslutillaga.

Lögð fram að vinnslutillaga að deiliskipulagi Traðarreits - austur, reits B29 sem unnin er af Tark-arkitektum fh. lóðarhafa. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur, Hávegi í norður og Álftröð í austur. Stærð skipulagssvæðisins er um 7.800 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955. Í framlagði tillögu er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð auk gestabílastæða í götu og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000, ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 12. nóvember 2019. Þá lagt fram minnisblað VSÓ Ráðgjöf, Traðarreitir, - umferðargreining dags. 23. september 2019; minnisblað VSÓ Ráðgjöf Traðarreitur B29, Hljóðvistarreikningar, dags, 31. október 2019; Digranes í Kópavogi; Traðarreitur B29 áður Álftröð 1-7 og Skólatróð 2-8, Húsakönnun, dags. í nóvember 2019 unnin af Tark-arkitektum og Digranes í Kópavogi - Traðarreitur B29, Nágrannabyggð Digranesvegur og Hávegur, nóvember 2019 unnin af Tark-arkitektum. Þá lagðar fram innsendar athugasemdir frá stofnunum, íbúum og hagsmunaaðilum auk samantektar ábendinga frá íbúafundi 16. janúar 2020.
Skipulagsráð samþykkir að á grundvelli framlagðar vinnslutillögu að deiliskipulagi fyrir Traðarreit eystri og umsagna, athugasemda og ábendinga er fram komu er vinnslutillagan var kynnt verði hafin vinna við gerð tillögu að deiliskipulagi fyrir umræddan reit.

Almenn erindi

7.1809116 - Hamraborg - miðbæjarskipulag. Aðal- og deiliskipulagslýsing.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar í samræmi við 1. mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 24 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði sem er um 1,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins breytt. Í framlagðri skipulagslýsingu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 300 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 28.000 m2. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 100 m2 í húsnæði neðanjarðar. Í skipulagslýsingunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 300 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 25.000 m2. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 100 m2 í húsnæði neðanjarðar. Í framlagðri skipulagslýsingu eru ekki ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins.
Er skipulagslýsingin dags. 11. nóvember 2019. Á fundi skipulagsráðs 18. nóvember 2019 var samþykkt að framlögð skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartíma lauk 23. janúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir að á grundvelli framlagðar skipulagslýsingar fyrir Hamraborg - miðbæjarskipulag og umsagna, athugasemda og ábendinga er fram komu er skipulagslýsingin var kynnt verði hafin vinna við gerð vinnslutillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulag fyrir umrætt svæði.

Almenn erindi

8.2001835 - Lundur 22. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts dags. 24. janúar 2020 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Lund 22. Í breytingunni felst að íbúð á 3. hæð hússins er stækkuð til suðurs í átt að Nýbýlavegi. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum í mkv. 1:100 dags. 24. janúar 2020.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2001897 - Naustavör 44-50. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 16. október 2018 fh. lóðarhafa Naustavarar 44-50 þar sem óskað er eftir að stækka íbúð á 4. hæð þannig að stofa stækkar um 10 m2 og þaksvalir stækka til austurs. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. í janúar 2020 ásamt skýringarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2001898 - Askalind 1. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar arkitekts dags. 28. janúar 2020 fh. lóðarhafa Askalindar 1. Í fyrirspurninni er óskað eftir leyfi til að hækka áður samþykkta viðbyggingu um eina hæð, viðbótar byggingargagn er áætlað um 180 m2. Uppdrættir í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 dags. 30. janúar 2020.
Neikvætt. Skipulagsráð bendir lóðarhafa á að sambærileg tillaga með þriggja hæða viðbyggingu við austurhlið Askalindar 1 var grenndarkynnt árið 2015. Í kjölfar athugasemda og ábendinga er bárust á kynningartíma var að hálfu lóðarhafa lögð fram breytt tillaga þar sem fallið var frá þriðju hæðinni til að koma til móts við þær athugasemdir og ábendingar sem bárust. Var sú breytta tillaga lögð fyrir skipulagsráð 21. mars 2016 sem samþykkti tillöguna. Tillagan var samþykkt í bæjarstjórn 12. apríl 2016 og tók hún gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda 25. apríl 2016. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Júlíus Hafstein situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

11.2001590 - Kársnesbraut 71. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Valgeirs Bergs Steindórssonar byggingartæknifræðings dags. í desember 2019 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 71. Í tillögunni er óskað eftir að stækka íbúðarhús á lóðinni, byggt 1960, til vesturs um 65,6 m2. Húsið er í dag 115 m2 en auk þess er á lóðinni stakstæð 48,8 m2 bílgeymsla. Eftir breytingu verður íbúðarhúsið 180,6 m2. Útlit viðbyggingar verður eins og eldra hús og þak og halli sömuleiðis. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:1000 dags. í desember 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 69 og 75, Holtagerðis 20, 22, 26. Litluvör 9, 11 og 13.

Almenn erindi

12.2001871 - Digranesvegur 48. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Einars Ólafssonar arkitekts dags. 10. janúar 2020 fh. lóðarhafa Digranesvegi 48 þar sem óskað er eftir að reisa 27 m2 stakstæða bílgeymslu á vesturhluta lóðarinnar. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10.janúar 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesvegi 44, 46, 50 og Hrauntungu 41.

Almenn erindi

13.19081140 - Hlíðarvegur 31 og 31a. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jóns H. Hlöðverssonar arkitekts dags. 9. ágúst 2019 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 31 þar sem óskað er eftir að skipta lóðinni upp og reisa nýtt íbúðarhús á nýrri lóð, Hlíðarvegi 31a. Um er að ræða byggingu á einni hæð án bílskúrs og gert ráð fyrir þremur bílastæðum á lóð. Ný lóð væri 466 m2 og íbúðarhúsið 128,3 m2, nýtingarhlutfall 0,28. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 samþykkti skipulagsráð með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Hlíðarveg 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40 og 72, Hrauntungu 48, 50, 52 og Grænutungu 8. Kynningartíma lauk 10. desember 2019. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 16. desember 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 28. janúar 2020.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.19081242 - Kársnesbraut 104. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 22. maí 2019, f.h. sælgætisverksmiðjunnar Freyju þar sem óskað er eftir að reisa tvær viðbyggingar við húsið. Önnur viðbyggingin verður á suðurhlið hússins og snýr að Kársnesbraut, samtals 80 m2. Hin viðbyggingin verður við norður hlið hússins og snýr að Vesturvör, hún verður þrjár hæðir með lyftu í stigahúsi samtals 1,100 m2. Stækkun í heild verður 1,180 m2 og húsið eftir breytingu verður 3,885 m2 og nýtingahlutfallið 1,09. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. maí 2019. Á fundi skipulagsráðs 2. september 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbraut 102A, Kársnesbraut 106, Hafnarbraut 12, Vesturvör 22, 24 og 26-28. Kynningartíma lauk 3. febrúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

15.2001830 - Hverfisáætlun Digranes 2020.

Lagt fram minnisblað dags. 27. janúar 2020 til kynningar á samráðsfundi vegna hverfisáætlunar Digraness sem fyrirhugaður er 20. febrúar 2020.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.