Skipulagsráð

71. fundur 16. mars 2020 kl. 16:30 - 18:30 í Molanum ungmennahúsi Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Auður D. Kristinsdóttir arkitekt.
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2002023F - Bæjarráð - 2992. fundur frá 05.03.2020

2002329 - Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2002330 - Dalvegur 30. Deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2002331 - Dalvegur 32 a, b og c. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1906472 - Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1911661 - Gulaþing 60. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1912190 - Múlalind 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2002017F - Bæjarstjórn - 1211. fundur frá 10.03.2020

2002329 - Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Einars Ö. Þorvarðarsonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

2002330 - Dalvegur 30. Deiliskipulag.Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Einars Ö. Þorvarðarsonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

2002331 - Dalvegur 32 a, b og c. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Einars Ö. Þorvarðarsonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

1906472 - Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1911661 - Gulaþing 60. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1912190 - Múlalind 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.2003236 - Borgarlínan. Ártún - Hamraborg. Verk- og matslýsing aðalskipulagsbreytinga í Reykjavík og Kópavogi.

Lögð fram, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, verk- og matslýsing aðalskipulagsbreytinga í Reykjavík og Kópavogi dags. í febrúar 2020. Í lýsingunni sem nær til fyrstu lotu Borgarlínu frá Ártúni í Reykjavík að Hamraborg í Kópavogi er gerð grein fyrir þeim áherslum sem verða í komandi skipulagsvinnu, forsendum sem skipulagið byggir á, fyrirliggjandi stefnu, umfang umhverfismats, framsetningu skipulagsgagna og fyrirhuguðum kynningum og samráði við skipulagsgerðina. Hrafnkell Á. Proppé og Stefán Gunnar Thors hjá Borgarlínuteymi gera grein fyrir tillögunni.
Skipulagsráð samþykkir að framlöð tillaga að verk- og matlýsingu verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Hrafnkell Á. Proppé - mæting: 16:30
  • Stefán Gunnar Thors - mæting: 16:30

Almenn erindi

4.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Auður Finnborgadóttir, verkefnastjóri stefnumótunar gerir grein fyrir málinu.


Gerð grein fyrir málinu.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir - mæting: 17:30

Almenn erindi

5.1903010 - Traðarreitir. B29. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 fyrir Traðarreit - eystri (B29). Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur og Hávegi í norður. Í gildandi aðalskipulagi er umrætt svæði skilgreint sem íbúðarsvæði. Stærð skipulagssvæðisins er um 7.800 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955. Í framlagði tillögu er gert ráð fyrir óbreyttri landnotkun en svæðið verði skilgreint sem þróunarsvæði þar sem byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. í mars 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga.

Almenn erindi

6.1901024 - Traðarreitur - eystri. Reitur B29. Deiliskipulag.

Lögð fram að tillaga að deiliskipulagi Traðarreits - eystri, reits B29 sem unnin er af Tark-arkitektum fh. lóðarhafa. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulags-svæðið af Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur, Hávegi í norður og Álftröð í austur. Stærð skipulagssvæðisins er um 7.800 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955. Í framlagði tillögu er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000, ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 16. mars 2020. Þá lagt fram minnisblað VSÓ Ráðgjöf, Traðarreitir, - umferðargreining dags. 23. september 2019; minnisblað VSÓ Ráðgjöf Traðarreitur B29, Hljóðvistarreikningar, dags, 31. október 2019; Digranes í Kópavogi; Traðarreitur B29 áður Álftröð 1-7 og Skólatróð 2-8, Húsakönnun, dags. í nóvember 2019 unnin af Tark-arkitektum og Digranes í Kópavogi - Traðarreitur B29, Nágrannabyggð Digranesvegur og Hávegur, nóvember 2019 unnin af Tark-arkitektum.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að Traðarreit eystri. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1910460 - Fagraþing 1 og Glæsihvarf 4. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jakobs Líndal arkitekts dags. 16. október 2019 fh. lóðarhafa Fagraþings 1 og Glæsihvarfs 4 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst að þessar tvær samliggjandi lóðir verði deilt upp í 3 lóðir. Glæsihvarf 4 er í dag óbyggð lóð en á Fagraþingi 1 er 186 m2 einbýlishús úr timbri, byggt 1999. Til samans eru þessar tvær lóðir 4235 m2. Gert er ráð fyrir að reisa tvö ný einbýlishús á lóðunum, bæði um 300 m2 á tveimur hæðum. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 13. mars 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

8.2001590 - Kársnesbraut 71. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Valgeirs Bergs Steindórssonar byggingartæknifræðings dags. í desember 2019 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 71. Í tillögunni er óskað eftir að stækka íbúðarhús á lóðinni, byggt 1960, til vesturs um 65,6 m2. Húsið er í dag 115 m2 en auk þess er á lóðinni stakstæð 48,8 m2 bílgeymsla. Eftir breytingu verður íbúðarhúsið 180,6 m2. Útlit viðbyggingar verður eins og eldra hús og þak og halli sömuleiðis. Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 69 og 75, Holtagerðis 20, 22, 26. Litluvör 9, 11 og 13. Kynningartíma lauk 9. mars 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2003201 - Fífuhvammur 31. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Guðbjarts Á. Ólafssonar, tæknifræðings fh. lóðarhafa Fífuhvamms 31 þar sem óskað er heimildar til að reisa um 20 m2 sólstofu á þaki bílskúrs. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 30. janúar 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvammi 29, Víðihvammi 22 og 24.

Almenn erindi

10.2002609 - Kleifakór 20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts dags. 25. febrúar 2020 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Kleifakór 20. Í breytingunni felst að reisa 37 m2 bílskúr á norðurhlið hússins. Ofan á bílskúrnum verður komið fyrir verönd með handriði. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:150 dags. í febrúar 2020. Samþykki lóðarhafa Kleifakórs 22, 23 og 25 liggur fyrir sbr. erindi dags. 21. febrúar 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kleifakór 18, 21, 22, 23 og 25.

Almenn erindi

11.1911866 - Grundarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Þorgeirs Þorgeirssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Grundarhvarf. Í gildandi deiliskipulagi lóðarinnar, samþykkt í bæjarstjórn 2007 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 29. mars 2007 nr. 271, er gert ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð á lóðinni allt að 290 m2 að grunnfleti. Flatarmál lóðarinnar er 1.120 m2 og nýtingarhlutfall 0,26. Miðað er við þrjú bílastæði á lóð og hámarkshæð 4,0 m miðað við aðkomuhæð.

Í tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að á lóðinni rísi einnar hæðar parhús, Grundarhvarf 10b og 10c, samtals um 350 m2 að grunnfleti auk kjallara (tæknirými og geymslur) um 37 m2 að flatarmáli. Áætlað nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,34 og fyrirhuguð hámarkshæð er áætluð 3,9 m miðað við aðkomuhæð. Gert er ráð fyrir bílskýlum undir Grundarhvarfi 10b og 10c ´samt fjórum bílastæðum áa lóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í mars 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvían til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.2003120 - Auðbrekka 22. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 17. janúar 2020 fh. lóðarhafa þar sem óksað er eftir að breyta iðnaðarhúsnæði á 2. og 3 hæð hússins verður breytt í íbúðarhúsnæði. Á 2. hæð verður komið fyrir tveimur íbúðum, báðar um 60 m2 og á 3. hæð verður ein 121,6 m2 íbúð. Gert er ráð fyrir nýjum svölum á norðurhlið hússins og útistiga sem gengur frá 2. hæð upp á 3. hæð á suðurhlið ásamt stigapalli. Íbúðunum fylgja 4 bílastæði. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 17. mars 2020.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

13.2001090 - Kársnesbraut 64. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 21. nóvember 2019 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 64. Í erindinu er óskað eftir að breyta nýtingu hússins úr einbýlishúsi í gistiheimili í flokki II, gr. 12 samkv. reglugerð um gististaði 1277/2016. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 21. nóvember 2019. Á fundi skipulagsráðs 20. janúar 2020 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar dags. 12. mars 2020.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.2002554 - Fossvogsdalur. Ósk um leyfi fyrir veðurstöð.

Lagt fram erindi Veðurstofu Íslands, dags. 12. febrúar 2020, þar sem óskað er eftir að setja upp sjálfvirka veðurstöð í austanverðum Fossvogsdal. Veðurstöðinni væri komið fyrir á 10 m. háu mastri auk 1,5 m. háum frístandandi úrkomumæli sbr. skýringamyndir af sambærilegri veðurstöð í Víðidal.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 18:30.