Skipulagsráð

75. fundur 04. maí 2020 kl. 16:30 - 20:10 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2004003F - Bæjarráð - 2999. fundur frá 24.04.2020

1904103 - Nónhæð. Arnarsmári 36-40. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2001204 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Bílastæðahús. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2003273 - Kópavogskirkjugarður. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

1910427 - Bakkabraut 5c. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2001089 - Langabrekka 7. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2003024F - Bæjarstjórn - 1214. fundur frá 28.04.2020

1904103 - Nónhæð. Arnarsmári 36-40. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Péturs H. Sigurðssonar.

2001204 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Bílastæðahús.
Breytt deiliskipulag.Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2003273 - Kópavogskirkjugarður. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1910427 - Bakkabraut 5c. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Guðmundar G. Geirdal.

2001089 - Langabrekka 7. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.2001427 - Kjóavellir - Breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga frá Garðabæ að breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla innan sveitarfélagsmarka Garðabæjar. Breytingin nær til fyrirhugaðrar hesthúsabyggðar í Rjúpnahæð, neðan við Elliðavatnsveg og til núverandi hesthúsabyggðar á gamla Andvarasvæðinu.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:

1) Milli Hattarvalla og Sunnuvalla kemur afgirt heygeymslusvæði í stað hesthúsalóða. Félagsheimili breytist í hesthús og bílastæði minnka. Byggingarreitir fyrir yfirbyggðar heygeymslur eru teknir út.

2) Lega Orravalla færist til norðurs og bílastæði sem áður voru norðan við götuna, færast suður fyrir götu og verða innan lóða.

3) Lóðir og skilmálar fyrir hesthús í Rjúpnahæðarhverfi breytast (Sunnuvellir, Æsuvellir, Stjörnuvellir og Tinnuvellir) og eru eftirfarandi:
· Hestagerði færast suður fyrir byggingarreit á öllum lóðum.
· Skilmálar fyrir hesthús breytast og verður leyfilegt að byggja hús á einni hæð með risi á öllum lóðum innan Rjúpnahæðarhverfis.
· Lóðarstærðir og þar með byggingarreitir, breytast.

4) Gert er ráð fyrir að akfært verði á milli botnlangagatna, svo m.a. verði auðveldara að flytja hey.

5) Nýr reiðstígur kemur meðfram Markavegi og gangstígar breytast til samræmis. Einnig er sýndur reiðstígur meðfram Elliðavatnsvegi til samræmis við aðalskipulag Garðabæjar.

6) Svæðið neðan við hesthúsabyggð og ofan við áhorfendabrekkur Skeifunnar breytist og þar er nú gert ráð fyrir afgirtu heygeymslusvæði. Reiðgerði og hringgerði flytjast og settjörn færist.

7) Byggingarreitir og skilmálar eru settir um þegar byggð hús í Andvarahverfi og lóðir stækkaðar þannig að þær nái út að götu, sem auðveldar endurbyggingu húsa innan reitsins.

8) í greinargerð eru gerðar breytingar á skilmálum í greinargerð, í greinum 2.8, 2.11, 2.13 og 3.1.3

Kynningartíma lauk 30. mars 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1909365 - Akrakór 12. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Ellerts Hreinssonar, arkitekts dags. 11. september 2019 fh. lóðarhafa Akrakórs 12 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að á lóðinni rísi parhús í stað einbýlishúss eins og gildandi deiliskipulag segir til um. Húsið verður á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúrum og tveimur bílastæðum á íbúð. Stærð íbúða er áætluð 200 m2 og 207 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. í september 2019. Á fundi skipulagsráðs 7. október 2019 var samþykkt að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi Akrakórs 12 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Var tillögunni vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 22. október 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningu lauk 25. febrúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Þá lögð fram endurskoðuð tillaga dags. 28. apríl 2020 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir. Í endurskoðaðri tillögu er búið að minnka húsið niður í 348 m2 svo hvort hús (íbúð) verður 174 m2, fyrirhuguð bygging verður að öllu leiti innan gildandi byggingarreits á lóðinni. Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulags- og byggingadeildar dags. 29. apríl 2020.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.2004626 - Hlíðarhvammur 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 1. febrúar 2020 fh. lóðarhafa Hlíðarhvammi 12 þar sem óskað er eftir að reisa 56,8 m2 viðbyggingu á austur hlið hússins. Eftir breytingu verður húsið 176,5 m2 auk 40 m2 bílgeymslu og nýtingarhlutfallið 0,24. Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 1. febrúar 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegi 4, 6, 8 og Hlíðarhvammi 10.

Almenn erindi

6.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2031 . Vinnslutillaga. Drög.

Lögð fram og kynnt drög að vinnslutillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2031 .Í vinnslutillögunni kemur fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til næstu 12 ára.
Greint frá stöðu mála.

Almenn erindi

7.1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tilaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi austurhluta Glaðheima (reit 1). Skipulagssvæðið, sem er 8.6 ha að flatarmáli, afmarkast af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut til norðurs, Álalind 1-3 og athafnasvæði við Askalind og Akralind til austurs og veghelgunarsvæði Arnarnesvegar til suðurs. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslun- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar. Í breytingunni felst að fyrirhugaðri byggð á austari hluta deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 5 fjölbýlishúsum sem verða 5-12 hæða með um 270 íbúðum, leikskóla og opins svæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar í framhaldi af núverandi Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist. Vestan og norðar fyrirhugaðs Glaðheimavegar að Reykjanesbraut er gert ráð fyrir 12 lóðum fyrir verslun og þjónustuhúsnæði á 3, 4 og 5 hæðum en nyrst á svæðinu, næst Bæjarlind er gert ráð fyrir 25 hæða verslunar- og þjónustuhúsnæði í stað 32. hæða byggingu eins og ráðgerð er í gildandi deiliskipulagi. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Heildarstærð atvinnuhúsnæði með kjallara og bílageymslum er áætluð um 94.000 m2 og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 37.000 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er því áætlað um 132.000 m2 þar af um 80.000 m2 ofanjarðar. Nýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.6 og 1.1 án geymslna og bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 35 m2 í verslun og þjónustu, einu stæði á hverja 50-60 m2 í skrifstofu- og atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m2 í geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,3 stæði á hverja íbúð. Miðað við 2,7 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 730 íbúar.
Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýringarhefti B dags. 20. apríl 2020. Með tillögunni fylgir minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 20. apríl 2020.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Vinnslutillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu vinnslutillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði, sem er um 4,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins breytt. Í framlagðri vinnslutillögu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 300 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 28.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 3,2 og með bílastæðakjallara um 5,2. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 100 m2 í húsnæði neðanjarðar. Í vinnslutillögunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 300 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 25.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,7 og með bílastæðakjallara um 4,7. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar, 1 bílastæði á hverja 100 m2 í húsnæði. Í fyrirhugaðri skipulagsvinnu eru ekki ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins. Vinnslutillagan er sett fram í greinargerð þar sem m.a. er fjallað um núgildandi stefnu skipulagsins, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, forsendur og markmið fyrirhugaðra breytinga, umhverfisáhrif, samráð og kynningarferli. Er vinnslutillagan dags. 25. febrúar 2020. Kynningartíma vinnslutillögu lauk 29. apríl 2020. Vinnslutillagan var auglýst og kynnt ásamt vinnslutillögu að deiliskipulagi á umræddu svæði á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is og í Fréttablaðinu 17. mars 2020. Fimmtudaginn 19. mars 2020 var útsending á kynningu vinnslutillögunnar á heimasíðu bæjarins (streymi). Frestur til athugasemda og ábendingar var til 29. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust. Lagðar fram athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma tillögunnar ásamt samantekt skipulags- og byggingardeildar dags. 30. apríl 2020.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Pálmi Kristmundsson - mæting: 18:50

Almenn erindi

9.2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Vinnslutillaga að breyttu deiliskipulagi.

Lögð fram að lokinni kynningu vinnslutillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts dags. í febrúar 2020 að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Vallartröð til austurs, Digranesvegi til suðurs, Fannborg 8 til vestur og Hamraborg 10-38 til norðurs. (Reitir B1-1 og B1-3 og B4 í rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024). Stærð skipulagssvæðisins er um 4.3 ha að flatarmáli.
1)
Á Fannborgarreit (á reit B1-1) standa nú þrjár byggingar fyrir atvinnuhúsnæði á 2, 3 og 4 hæðum (gömlu bæjarskrifstofurnar í Fannborg 2, 4 og 6) alls um 5300 m2 sem byggðar voru á árunum 1973-1979. Í vinnslutillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar verði rifnar og nýtt húsnæði á 3-13 hæðum rísi á svæðinu fyrir allt að 300 íbúðir ásamt verslun og þjónustu s.s. hótel og gististarfsemi. Á jarðhæðum sem snúa að göngugötu (mannlífsás) sem mun verða milli fyrirhugaðra nýbygginga og núverandi íbúðarhúsa við Hamraborg 30-38 er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Áætlað heildar byggingarmagn verður um 28.000 m2 að samanlögðum gólffleti. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 3.17 án bílakjallara og 5.17 með bílastæðakjallara. Gert er ráð fyrir 280 bílastæðum í bílakjallara á einni til tveimur hæðum og um 600 reiðhjólastæðum. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar, 1 bílastæði á hverja 100 m2 í húsnæði. Lóðarmörk og aðkoma breytast.
2)
Á Traðarreit-vestur standa nú 8 byggingar á einni til þremur hæðum með samtals 13 íbúðum, þar af 2 atvinnuhúsnæði, sem byggð voru á árunum 1952-1958 alls um 3000 m2. Í vinnslutillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar víki fyrir nýrri byggð á 3-9 hæðum fyrir allt að 300 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis alls um 25.000 m2 að samanlögðum gólffleti. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.75 án bílakjallara og 4.73 með bílastæða kjallara. Gert er ráð fyrir 250 bílastæðum í bílakjallara á tveimur hæðum og um 400 reiðhjólastæðum. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 100 m2 í húsnæði. Lóðarmörk og aðkoma breytast.
3)
Gert er ráð fyrir göngugötu (mannlífsás) allt frá Vallartröð að Hálsatorgi fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði.

Vinnslutillagan er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð, skýringarmyndum og skipulagsskilmálum í mkv. 1:1000 og í mkv. 1:500 dags. febrúar 2020. Jafnframt er lagt fram minnisblað frá Verkfræðistofunni Mannviti dags. 11. nóvember 2019 þar sem nánar er fjallað um möguleg umhverfisáhrif af fyrirhugaðri uppbyggingu ásamt minnisblaði VSÓ-ráðgjöfum dags 23. september 2019 þar sem fjallað er nánar um umferðargreiningu af fyrirhugaðri uppbyggingu. Vinnslutillagan var auglýst og kynnt ásamt vinnslutillögu að breyttu aðalskipulagi á umræddu svæði á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is og í Fréttablaðinu 17. mars 2020. Fimmtudaginn 19. mars 2020 var útsending á kynningu vinnslutillögunnar á heimasíðu bæjarins (streymi). Frestur til athugasemda og ábendingar var til 29. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust. Lagðar fram athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma tillögunnar ásamt samantekt skipulags- og byggingardeildar dags. 30. apríl 2020.

Þá lögð fram ný og breytt vinnslutillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts að deiliskipulagi á Fannborgarreit og Traðarreit vestur þ.e. vinnslutillaga II. Við gerð vinnslutillögu II voru framkomnar athugasemdir og ábendingar við áður kynnta vinnslutillögu hafðar til hliðsjónar við vinnslu tillögunnar. Helstu breytingarnar á vinnslutillögu II eru eftirfarandi:
Á Fannborgarreit (á reit B1-1) er hæðum hús breytt sbr. uppdrátt og dregið er úr fyrirhuguðu byggingarmagni á reitnum úr 28.000 m2 í sbr. áður kynntri vinnslutillögu í 18.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar breytist úr 3.17 í 2.04 og nýtingarhlutfall ofan- og neðanjarðar (samanlagt) úr 6.46 í 3.56. Bílastæðakrafa breytist frá 280 bílastæðum í 270 bílastæði að hámarki og hjólreiðastæði úr 600 í 360 reiðhjólastæði.
Á Traðarreit-vestur (á reit B4) er hæðum húsa breytt sbr. uppdrátt og dregið er úr fyrirhuguðu byggingarmagni á reitnum úr 25.000 m2 í áður kynntri vinnslutillögu í 22.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar breytist úr 2.75 í 2.42. Nýtingarhlutfall ofan- og neðanjarðar (samanlagt) breytist úr 4.73 í 3.9. Bílastæðakrafa breytist frá 250 bílastæðum í 280 bílastæði að hámarki og hjólreiðastæði úr 500 í 440 reiðhjólastæði.

Vinnslutillaga II er sett frá á uppdrætti í mkv. 1:1000 dags. 30. apríl 2020 ásamt skýringarmyndum sem sýna m.a. breyttar hæðir húsa miðað við kynnta vinnslutillögu og vinnslutillögu II; uppdrætti sem sýna skuggavarp miðað við núverandi byggingar á svæðinu, miðað við kynnta vinnslutillögu og miðað við breytt vinnslutillögu þ.e. vinnslutillögu II; og töflu yfir fyrirhugað byggingarmagna, fjölda fermetra í íbúðum og í verslunar og þjónustu; fjöldi bílastæða og hjólastæða ásamt nýtingarhlutfalli. Pálmar Kristmundsson, arkitekt gerir grein fyrir tillögunni.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað. Skipulagsráð samþykkir að framlögð vinnslutillaga II að deiliskipulagi á Fannborgarreit og Traðarreit vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar, dags. 30. apríl 2020 verði unnin áfram.

Gestir

  • Pálmar Kristmundsson - mæting: 18:50

Fundi slitið - kl. 20:10.