Skipulagsráð

79. fundur 07. júlí 2020 kl. 09:00 - 12:25 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
 • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
 • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
 • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Auður D. Kristinsdóttir arkitekt
Dagskrá
Skipulagsráð samþykkti að fresta fundi til 7. júlí 2020 vegna tafa við útsendingu fundargagna.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2006007F - Bæjarráð - 3007. fundur frá 18.06.2020

2005626 - Tillaga frá Pírötum, BF Viðreisn og Samfylkingunni um íbúakönnun og árangursmat.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2002329 - Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2002330 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2006376 - Kórsalir 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2006762 - Þorrasalir 37. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2006004F - Bæjarstjórn - 1218. fundur frá 23.06.2020

2005626 - Tillaga frá Pírötum, BF Viðreisn og Samfylkingunni um íbúakönnun og árangursmat.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2002329 - Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með sex atkvæðum gegn þrem atkvæðum Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Einars Arnar Þorvarðarsonar og Theódóru Sigurlaugar Þorsteinsdóttur og hjásetu Elvars Páls Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2002330 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með sex atkvæðum gegn þrem atkvæðum Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Einars Arnar Þorvarðarsonar og Theódóru Sigurlaugar Þorsteinsdóttur og hjásetu Elvars Páls Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2006376 - Kórsalir 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2006762 - Þorrasalir 37. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.18051285 - Kosningar í skipulagsráð 2018-2022

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Hjördís Ýr Johnson
Júlíus Hafstein
Helga Hauksdóttir
Kristinn D. Gissurarson
Af B-lista:
Bergljót Kristinsdóttir
Einar Örn Þorvarðarson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir


Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að Helga Hauksdóttir verði kjörin formaður og
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæum að Hjördís Ýr Johnson verði kjörin varaformaður.

Varamenn:
Af A-lista:
Guðmundur G. Geirdal
Sigríður Kristjánsdóttir
Birkir Jón Jónsson
Jónas Skúlason

Af B-lista:
Pétur Hrafn Sigurðsson
Hreiðar Oddson
Ásmundur Almar Guðjónsson
Lagt fram.

Almenn erindi

4.1711368 - Bakkabraut 2-4 og Bryggjuvör 1, 2, 3. Svæði 13.

Lögð fram og kynnt hugmynd Atelier arkitekta að endurskipulagningu lóða við Bakkabraut 2-4 og Bryggjuvör 1, 2 og 3. Í hugmyndinni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum verði fjarlægðar og íbúðarhús byggð í þess stað. Hugmyndin er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 26. júní 2020.
Björn Skaptason, atkitekt gerir grein fyrir tillögunni.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags á svæði 13.

Almenn erindi

5.1905126 - Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.

Einar Ólafsson, arkitekt gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

6.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2031

Lögð fram vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Kópavogsbæ, Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2031 plús. Í vinnslutillögunni sem er dags. 3. júlí 2020 kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til næstu 12 ára. Ennfremur lagt fram umhverfismat aðalskipulagsins unnið af verkfræðistofunni Mannviti, umhverfisskýrsla dags. maí 2020. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

7.2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Vinnslutillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu vinnslutillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á miðbæjarsvæði Hamraborgar með áorðnum breytingum (vinnslutillaga II). Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði, sem er um 4,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins breytt. Í framlagðri vinnslutillögu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 18.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,04 og með bílastæðakjallara um 3,56. Miðað er við 1 bílastæði á hverja íbúð í húsnæði. Í vinnslutillögunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 280 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 22.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,42 og með bílastæðakjallara um 3,9. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar, 1 bílastæði á íbúð í húsnæði. Í fyrirhugaðri skipulagsvinnu eru ekki ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins. Vinnslutillagan er sett fram í greinargerð þar sem m.a. er fjallað um núgildandi stefnu skipulagsins, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, forsendur og markmið fyrirhugaðra breytinga, umhverfisáhrif, samráð og kynningarferli. Er vinnslutillagan dags. 25. febrúar 2020. Kynningartíma vinnslutillögu lauk 29. apríl 2020. Vinnslutillagan var auglýst og kynnt ásamt vinnslutillögu að deiliskipulagi á umræddu svæði á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is og í Fréttablaðinu 17. mars 2020. Fimmtudaginn 19. mars 2020 var útsending á kynningu vinnslutillögunnar á heimasíðu bæjarins (streymi). Frestur til athugasemda og ábendingar var til 29. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust. Lagðar fram athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma tillögunnar ásamt samantekt skipulags- og byggingardeildar dags. 30. apríl 2020. Á fundi skipulagsráðs 4. maí 2020 var afgreiðslu málsins frestað.Lögð fram minnisblöð frá samráðsfundi með fulltrúum húsfélagsins Fannborg 1-9 dags. 7.5.2020, með rekstraraðilum Fannborgar 10 og 12 dags. 8.5.2020 og með Hamraborgarráðinu dags. 12.5.2020
Skipulagsráð samþykkti 18. maí 2020 að framlögð vinnslutillaga með áorðnum breytingum (vinnslutillaga II) að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, fyrir Fannborgarreit (B1-1) og Traðarreit vestri (B4), verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til athugasemda og ábendinga var til 30. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.

Tillagan lögð fram að nýju ásamt framkomnum athugasemdum og ábendingum.
Fundarhlé hófst kl. 11:25, fundi fram haldið kl. 11:40.

Skipulagsráð samþykkir að á grundvelli framlagðar vinnslutillögu II að breyttu aðalskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit vestur og umsagna, athugasemda og ábendinga er fram komu er vinnslutillagan var kynnt verði hafin vinna við gerð tillögu að breyttu aðalskipulagi fyrir umrætt svæði. Samhliða þeirri vinnu verður farið í frekara samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila.

Bókun:
Undirrituð leggja til að samhliða vinnu við skipulag tveggja byggingarreita á Fannborgarsvæði, nánar tiltekið reita B1-1 og B4 verði hafin vinna við að endurskoða svæðið sem skilgreint er sem miðsvæði Hamraborgar í aðalskipulagi Kópavogs og sem „kjarni“ í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040. Jafnframt að umhverfissvið kynni skipulagsráði tillögur sínar að útfærslu á reit F4.
Til þess að kjarni geti flokkast sem samgöngumiðja þarf þétting íbúðarbyggðar að vaxa úr 30% í 66% á svæðinu fyrir árið 2040 samkvæmt svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040. Hægt er að ná þessari þéttingu fram með ýmsu móti án þess að skerða gæði íbúa sem fyrir eru á svæðinu mikið. T.d. með því að taka inn í svæðið lóðir sunnan Digranesvegar og Borgarholtsbrautar sem bjóða upp á töluverða aukningu íbúðabyggðar án skerðingar fyrir núverandi íbúa.
Núverandi vinnslutillögur eiga ekki við svæðið í heild, aðeins næsta nágrenni reitanna sem um ræðir. Ekki hafa verið sýndar sannfærandi útfærslur á hugmyndum um almenningsrými sem lagðar hafa verið fram enda er hagur lóðarhafa af þeirri viðbótarvinnu takmarkaður.
Bergljót Kristinsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Einar Þorvarðarson.

Almenn erindi

8.2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Vinnslutillaga að breyttu deiliskipulagi.

Lögð fram að lokinni kynningu vinnslutillaga II Pálmars Kristmundssonar, arkitekts dags. í febrúar 2020 að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Vallartröð til austurs, Digranesvegi til suðurs, Fannborg 8 til vestur og Hamraborg 10-38 til norðurs. (Reitir B1-1 og B1-3 og B4 í rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024). Stærð skipulagssvæðisins er um 4.3 ha að flatarmáli.
1)
Á Fannborgarreit (á reit B1-1) standa nú þrjár byggingar fyrir atvinnuhúsnæði á 2, 3 og 4 hæðum (gömlu bæjarskrifstofurnar í Fannborg 2, 4 og 6) alls um 5300 m2 sem byggðar voru á árunum 1973-1979. Í vinnslutillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar verði rifnar og nýtt húsnæði á 3-13 hæðum rísi á svæðinu fyrir allt að 300 íbúðir ásamt verslun og þjónustu s.s. hótel og gististarfsemi. Á jarðhæðum sem snúa að göngugötu (mannlífsás) sem mun verða milli fyrirhugaðra nýbygginga og núverandi íbúðarhúsa við Hamraborg 30-38 er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Áætlað heildar byggingarmagn verður um 28.000 m2 að samanlögðum gólffleti. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 3.17 án bílakjallara og 5.17 með bílastæðakjallara. Gert er ráð fyrir 280 bílastæðum í bílakjallara á einni til tveimur hæðum og um 600 reiðhjólastæðum. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar, 1 bílastæði á hverja 100 m2 í húsnæði. Lóðarmörk og aðkoma breytast.
2)
Á Traðarreit-vestur standa nú 8 byggingar á einni til þremur hæðum með samtals 13 íbúðum, þar af 2 atvinnuhúsnæði, sem byggð voru á árunum 1952-1958 alls um 3000 m2. Í vinnslutillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar víki fyrir nýrri byggð á 3-9 hæðum fyrir allt að 300 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis alls um 25.000 m2 að samanlögðum gólffleti. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.75 án bílakjallara og 4.73 með bílastæða kjallara. Gert er ráð fyrir 250 bílastæðum í bílakjallara á tveimur hæðum og um 400 reiðhjólastæðum. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 100 m2 í húsnæði. Lóðarmörk og aðkoma breytast.
3)
Gert er ráð fyrir göngugötu (mannlífsás) allt frá Vallartröð að Hálsatorgi fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði.

Vinnslutillagan er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð, skýringarmyndum og skipulagsskilmálum í mkv. 1:1000 og í mkv. 1:500 dags. í febrúar 2020. Jafnframt er lagt fram minnisblað frá Verkfræðistofunni Mannviti dags. 11. nóvember 2019 þar sem nánar er fjallað um möguleg umhverfisáhrif af fyrirhugaðri uppbyggingu ásamt minnisblaði VSÓ-ráðgjöfum dags 23. september 2019 þar sem fjallað er nánar um umferðargreiningu af fyrirhugaðri uppbyggingu. Vinnslutillagan var auglýst og kynnt ásamt vinnslutillögu að breyttu aðalskipulagi á umræddu svæði á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is og í Fréttablaðinu 17. mars 2020. Fimmtudaginn 19. mars 2020 var útsending á kynningu vinnslutillögunnar á heimasíðu bæjarins (streymi). Frestur til athugasemda og ábendingar var til 29. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust. Lagðar fram athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma tillögunnar ásamt samantekt skipulags- og byggingardeildar dags. 30. apríl 2020.

Þá lögð fram ný og breytt vinnslutillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts að deiliskipulagi á Fannborgarreit og Traðarreit vestur þ.e. vinnslutillaga II. Við gerð vinnslutillögu II voru framkomnar athugasemdir og ábendingar við áður kynnta vinnslutillögu hafðar til hliðsjónar við vinnslu tillögunnar. Helstu breytingarnar á vinnslutillögu II eru eftirfarandi:
Á Fannborgarreit (á reit B1-1) er hæðum hús breytt sbr. uppdrátt og dregið er úr fyrirhuguðu byggingarmagni á reitnum úr 28.000 m2 í sbr. áður kynntri vinnslutillögu í 18.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar breytist úr 3.17 í 2.04 og nýtingarhlutfall ofan- og neðanjarðar (samanlagt) úr 6.46 í 3.56. Bílastæðakrafa breytist frá 280 bílastæðum í 270 bílastæði að hámarki og hjólreiðastæði úr 600 í 360 reiðhjólastæði.
Á Traðarreit-vestur (á reit B4) er hæðum húsa breytt sbr. uppdrátt og dregið er úr fyrirhuguðu byggingarmagni á reitnum úr 25.000 m2 í áður kynntri vinnslutillögu í 22.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar breytist úr 2.75 í 2.42. Nýtingarhlutfall ofan- og neðanjarðar (samanlagt) breytist úr 4.73 í 3.9. Bílastæðakrafa breytist frá 250 bílastæðum í 280 bílastæði að hámarki og hjólreiðastæði úr 500 í 440 reiðhjólastæði.

Vinnslutillaga II er sett frá á uppdrætti í mkv. 1:1000 dags. 30. apríl 2020 ásamt skýringarmyndum sem sýna m.a. breyttar hæðir húsa miðað við kynnta vinnslutillögu og vinnslutillögu II; uppdrætti sem sýna skuggavarp miðað við núverandi byggingar á svæðinu, miðað við kynnta vinnslutillögu og miðað við breytt vinnslutillögu þ.e. vinnslutillögu II; og töflu yfir fyrirhugað byggingarmagna, fjölda fermetra í íbúðum og í verslunar og þjónustu; fjöldi bílastæða og hjólastæða ásamt nýtingarhlutfalli. Á fundi skipulagsráðs 4. maí 2020 var afgreiðslu málsins frestað.
Vinnslutillaga II lögð fram að nýju ásamt samantekt athugasemda og ábendingar er bárust á kynningartima.
Skipulagsráð samþykkir að á grundvelli framlagðar vinnslutillögu II að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit vestur og umsagna, athugasemda og ábendinga er fram komu er vinnslutillagan var kynnt verði hafin vinna við gerð tillögu að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði. Samhliða þeirri vinnu verður farið í frekara samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila.

Bókun:
Undirrituð leggja til að samhliða vinnu við skipulag tveggja byggingarreita á Fannborgarsvæði, nánar tiltekið reita B1-1 og B4 verði hafin vinna við að endurskoða svæðið sem skilgreint er sem miðsvæði Hamraborgar í aðalskipulagi Kópavogs og sem „kjarni“ í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040. Jafnframt að umhverfissvið kynni skipulagsráði tillögur sínar að útfærslu á reit F4.
Til þess að kjarni geti flokkast sem samgöngumiðja Þarf þétting íbúðarbyggðar að vaxa úr 30% í 66% á svæðinu fyrir árið 2040 samkvæmt svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040. Hægt er að ná þessari þéttingu fram með ýmsu móti án þess að skerða gæði íbúa sem fyrir eru á svæðinu mikið. T.d. með því að taka inn í svæðið lóðir sunnan Digranesvegar og Borgarholtsbrautar sem bjóða upp á töluverða aukningu íbúðabyggðar án skerðingar fyrir núverandi íbúa.
Núverandi vinnslutillögur eiga ekki við svæðið í heild, aðeins næsta nágrenni reitanna sem um ræðir. Ekki hafa verið sýndar sannfærandi útfærslur á hugmyndum um almenningsrými sem lagðar hafa verið fram enda er hagur lóðarhafa af þeirri viðbótarvinnu takmarkaður.
Bergljót Kristinsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Einar Þorvarðarson.

Almenn erindi

9.2007070 - 201 Smári. Lóðir A03 og A04. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga ARKÍS akritekta að breyttu deiliskipulagi á reit 03 og 04 í 201 Smári. Í breytingunni fellst að fjöldi íbúða í húsum A og B (Sunnusmári 10 og 12) eykst úr 48 í 56 íbúðir. Sorp fyrir íbúðir verði í djúpgámum á sameiginlegri lóð húsanna líkt og er fyrir önnur hús á lóð A03 og A04. Að öðru leyti er vísað í gildandi skipulagsskilmála og deiliskipulagsuppdrátt fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar, samþykkt í bæjarstjórn 25. október 2016 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 25. nóvember 2016. Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 30. júní 2020.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2007022 - Sunnubraut 6. stækkun. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts Arþing/Nordic fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir áliti skipulagsráðs um framkvæmd sem fellst í að stækka núverandi einbýlishús að Sunnubraut 6 um 2,5 m til vesturs. Viðbyggingi yrði um 14 m2 að flatarmáli. Uppdrættir og skýringarmyndir dags. í júní 2020.
Skipulagsráð samþykkir að málið verði unnið áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

11.2004626 - Hlíðarhvammur 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 1. febrúar 2020 fh. lóðarhafa Hlíðarhvammi 12 þar sem óskað er eftir að reisa 56,8 m2 viðbyggingu á austur hlið hússins. Eftir breytingu verður húsið 176,5 m2 auk 40 m2 bílgeymslu og nýtingarhlutfallið 0,24. Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 1. febrúar 2020. Erindið var grenndarkynnt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegi 4, 6, 8 og Hlíðarhvammi 10. Festur til athugasemda var til 2. júlí 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.2002263 - Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts fh. lóðarhafa að viðbyggingu vestan núverandi einbýlishús að Álfhólsvegi 37. Áætlað er að fyrirhuguð viðbygging verði ein hæð og kjallari með tveimur íbúðum, 73,1 m2 að grunnfleti og 146,2 m2 að samanlögðum gólffleti. Hámarkshæð viðbyggingar er áætluð í kóta 54,64 mhys. Gert er ráð fyrir þremur nýju stæðum á lóð eða fimm stæðum alls á lóðinni. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000, 1:500 ásamt skýringarmyndum þar sem m.a. kemur fram skuggavarp, fyrirkomulag á lóð og útlitsmyndir dags. 20. desember 2019. Tillagan var grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 24, 24a, 26, 28, 28a, 30, 30a, 35, 39 og Löngubrekku 33, 35 og 37. Kynningartíma lauk 8. júní 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

13.20061078 - Gnitakór 1. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Gnitakórs 1 þar sem óskað er eftir að bæta við bílastæði til hliðar við núverandi bílastæði og lækka þar með kantstein á ca. 5 metra kafla sbr. erindi og skýringamyndir.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

14.20061266 - Kópavogsbraut 65. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Kópavogsbrautar 65 þar sem óskað er eftir að bæta við tveimur bílastæðum til hliðar við núverandi bílastæði og lækka þar með kantstein sbr. erindi og skýringamyndir.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

15.20061268 - Víghólastígur 13. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Jóns Eiríks Guðmundsonar byggingafræðings dags. 23. júní 2020 fh. lóðarhafa Víghólastígs 13. Í erindinu er óskað eftir að lagfæra og breyta þakformi hússins. Breytingin felur í sér að þeir kvistir sem nú eru á húsinu verða fjarlægðir, þakið endurbyggt og nýjir einhalla kvistir byggðir í þeirra stað. Auk þess verður byggt skyggni yfir inngang á suðurhlið. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. júní 2020.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Víghólastígs 11 a-b, 12, 14, Bjarnhólastígs 12, 12a og 14.

Almenn erindi

16.20061304 - Aðalskipulag Ölfuss 2010-2022. Breyting á miðbæjarkjarna.

Lagt fram erindi Gunnlaugs Jónassonar skipulagsfulltrúa Ölfuss með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss. Breytingin snýr að breyttri landnotkun og gatnakerfi á miðbæjarkjarna Þorlákshafnar. Á núverandi miðsvæðier að finna ráðhús, verslunarhúsnæði og heislugæslu, svæðið er að öðru leyti óbyggt. Í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir tveggja hæða verslunarkjarna norðan og austan við heilsugæsluna og þremur þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum næst Ölfusbraut. Breytingin felst í að hætt verði við uppbyggingu verslunarkjarna á reitnum og þess í stað er gert ráð fyrir uppbyggingu í formi eins til fjögurra hæða íbúðarhúsnæðis nyrst á reitnum, þriggja til fimm hæða fjölbýlishúsum næst Ölfusbraut og eins til fjögurra hæða verslunar-, þjónustu- og menningarhúsnæði meðfram Selvogsbraut. Samtals verður fjölgun á íbúðarhúsnæði á bilinu 130-150.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

17.1911230 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga að breytingu Norðurness á Álftanesi. Skipulagslýsing.

Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur, skipulagsfræðings fh. Garðabæjar dags. 11.júní 2020 þar sem fram kemur að bæjarstjórn Garðabæjar hafi samþykkt 4. júní 2020 að kynna í samræmi við 2. mgr. 30 . gr. skipulagslaga nr. 123/20120 tillögu að breyttu Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna Norðurness á Álftanesi. Meginatriði breytinganna felst í stækkun á golfvallasvæði. Hafnarsvæði og hestúsasvæðui á Seylunni er breytt í opið svæði og afmörkun íbúðarsvæða er breytt lítillega. Skipulagslýsingin er sett fram í greinargerð sem unnin er af Teiknistofu Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. í september 2019.
Lagt fram og kynnt.

Önnur mál

18.2007071 - Lögheimilisskráningar.

Skipulagsráð hefur við meðferð mála rekist á tilvik þar sem margir einstaklingar séu skráðir á sama heimilisfang. Á þetta bæði við húsnæði sem er í fasteignaskrá skráð sem íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Dæmi er um að 40 einstaklingar séu skráðir til lögheimilis í tvíbýlishúsi. Að gefnu tilefni leggur skipulagsráð áherslu á og hvetur hlutaðeigandi eftirlitsaðlila til að vinnan náðið saman og leiti leiða til að auka öryggi og bæta aðbúnað fólks sem býr við slíkar aðstæður sem eru oft á tíðum afar bágar.
Skipulagsráð leggur til að umhverfissvið hefji vinnu við skoðun á verkferlum vegna lögheimilisskráninga.

Fundi slitið - kl. 12:25.