Skipulagsráð

91. fundur 01. febrúar 2021 kl. 15:30 - 18:50 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
 • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
 • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
 • Hildur Inga Rós Raffnsöe arkitekt
 • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2101006F - Bæjarráð - 3032. fundur frá 21.01.2021

2009374 - Melgerði 34. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

18061057 - Fífuhvammur 9. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2011556 - Urðarbraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2101232 - Hlíðarvegur 31 og Grænatunga 9.
Breyting á staðföngum.Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2005445 - Álfhólsvegur 105. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2101002F - Bæjarstjórn - 1230. fundur frá 26.01.2021

2009374 - Melgerði 34. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

18061057 - Fífuhvammur 9. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2011556 - Urðarbraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2101232 - Hlíðarvegur 31 og Grænatunga 9. Breyting á staðföngum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2005445 - Álfhólsvegur 105. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.2012378 - Hraunbraut 14. Endurupptaka máls.

Á fundi bæjarráðs 28. janúar 2021 var lögð fram beiðni um endurupptöku máls vegna Hraunbrautar 14, frá lögfræðideild, dags. 19. janúar.
Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að hafna beiðni um endurupptöku með vísan til umsagnar lögfræðideildar.

Almenn erindi

4.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Lokaskýrsla vegna innleiðingar Barnasáttmála hjá Kópavogsbæ dags. 8. janúar 2021 lögð fram til kynningar. Anna Elísabet Ólafsdóttir kynnir skýrsluna.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

 • Anna Elísabet Ólafsdóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

5.2003236 - Borgarlínan 1. lota. Vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040.

Lögð fram að nýju vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi dags. í janúar 2021. Viðfangsefni tillögunnar er nánari útfærsla fyrir Borgarlínuna í Kópavogi. Þar er lögð fram tillaga að legu, staðsetningu stöðva, áherslum á forgang og skipulag göturýmis. Jafnframt eru kynnt þau viðmið sem líta ber til við útfærslu Borgarlínunnar, hvort sem er í deiliskipulagi göturýmis eða hönnun innviða Borgarlínunnar. Rammahlutinn um 1. lotu Borgarlínunnar er ítarlegri stefna tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 til að tryggja framfylgd meginmarkmiða skipulagsins um Borgarlínuna. Viðfangsefni tillögunnar eru liður í því að stuðla að framfylgd samgöngusáttmála ríkis- og sveitafélaganna og tryggja framfylgd samgönguáætlunar 2020-2034. Kynning á vinnslutillögu að rammahluta er ætlað að tryggja að sjónarmið og ábendingar íbúa og hagaðila nýtist við mótun skipulagstillögu og hönnunarvinnu fyrir Borgarlínuna. Samhliða kynningu á vinnslutillögunni verða kynnt frumdrög 1. lotu Borgarlínunnar, Ártúnshöfði - Hamraborg dags. í janúar 2021. Frumdrögin eru fylgigögn til hliðsjónar vinnslutillögunni. Á fundi skipulagsráðs 18. janúar 2021 var afgreiðslu málsins frestað.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð vinnslutillaga að rammahluta tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi, verði kynnt ítarlega fyrir íbúum Kópavogs og í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson og Júlíus Hafstein sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
"Greiðar almenningssamgöngur eru afar mikilvægar sem kostur fyrir íbúa að velja á milli ferðamáta. Þær hugmyndir sem nú eru uppi um svokallaða „Borgarlínu“ eru hins vegar óraunhæfar og sveitarfélögin því á kolrangri leið. Nær væri að leggja áherslu á núverandi stofnleiðir, Hafnarfjarðarveg, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg / Miklubraut / í stað þess að umturna gróinni byggð. Hér er verið að eltast við draumsýn örfárra stjórnmálamanna".

Almenn erindi

6.2101233 - Kársnes. Hönnunarsamkeppni um íbúðir fyrir námsmenn og fyrstu kaupendur.

Lögð fram tillaga skipulagsstjóra þess efnis að skipulagsdeild verði falið að hefja undirbúning að samkeppni um skipulag á sk. Landsréttarreit við Vesturvör 2b og á reit við Brúarenda fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar þar sem gert verði ráð fyrir íbúðum fyrir námsmenn og fyrstu kaupendur. Á fundi skipulagsráðs 18. janúar 2021 var afgreiðslu málsins frestað. Lögð fram vinnuskjal með hugmyndum að upphafsferli hönnunarsamkeppni.
Skipulagsráð samþykkir að málið verði unnið áfram.

Almenn erindi

7.2101820 - Viðhorfskönnun til uppbyggingar í Hamraborginni.

Tillaga að könnun um viðhorf íbúa Kópavogs til skipulagsbreytinga í miðbæ Kópavogs.
Samþykkt.

Almenn erindi

8.2006460 - Lakheiði, Lækjarbotnar. Skógræktaráætlun 2020.

Lögð fram að nýju skógræktaráætlun Kópavogs ásamt innsendum umsögnum. Á fundi skipulagsráðs 7. september 2020 kynnti Þórveig Jóhannsdóttir skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands drög að skógræktaráætlun á svæði sem lengi hefur verið skilgreint skógræktar- og uppgræðslusvæði í Aðalskipulagi Kópavogs.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð skógræktaráætlun verði send hagsmunaaðilum til umsagnar. Þá lagðar fram umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Skógræktinni, Landgræðslunni, Forsætisráðuneytinu, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Lagt fram. Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.

Almenn erindi

9.2010691 - Skógarlind 1. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Zeppilín arkitekta að breyttu deiliskipulagi við Skógarlind 1. Í breytingunni felst að að byggingarreitur breytist og hann breikkar um 1 m, þ.e. úr 32 m í 33 m. Í stað 3 og 4 hæða byggingar auk kjallara eins og fram kemur í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að byggja 4 hæða byggingu auk kjallara. Hámarkshæð fyrirhugaðrar byggingar er óbreytt 41.0 m h.y.s. Heildarbyggingar-magn á lóð er jafnframt óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag 12.200 m2. Gert er ráð fyrir um 350 bílastæðum á lóð þar af um 185 stæði í kjallara.Stærð bílakjallarans er áætluð 5.500 m2. Byggingarreitur bílastæðakjallara kemur fram á deiliskipulags-uppdrætti. Miðað er við 35 m2 húsnæðis á hvert bílastæði á lóð. Í tillögunni er gert ráð fyrir 60 hjólastæðum á jarðhæð hússins eða í sérstökum hjólaskýlum á lóð. Að öðru leyti gildir deiliskipulag af svæðinu Skógarlind - Lindir IV frá janúar 2007 með síðari breytingum.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 11. nóvember 2020.
Á fundi skipulagsráðs 16. nóvember 2020 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 24. nóvember 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 22. janúar 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

10.2010251 - Vesturvör, Litlavör, Naustavör. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi göturýmis við Vesturvör og Litluvör. Í breytingunni felst að austari tengingu Litluvarar við Vesturvör verði lokað og hljóðvarnir meðfram Vesturvör lengdar til austurs. Við þetta verður Litlavör botngata með tengingu við Vesturvör um hringtorg í vesturenda götunnar. Á fundi skipulagsráðs 19. október 2020 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Litluvarar 1-23, Kársnesbrautar 78, 82a, 84 og Vesturvarar 7. Kynningartíma lauk 26. nóvember 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar, dags. 18. janúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.2011563 - Hlíðarvegur 26. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Páls Poulsen byggingarfræðings dags. 5. október 2020 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 26. Á lóðinni stendur steinsteypt tvíbýlishús á þremur hæðum með sambyggðum tvöföldum bílskúr, byggt á tímabilinu 1963-1967. Óskað er eftir að fjölga íbúðum í húsinu og fá jarðhæðina samþykkta sem íbúð á sér fastanúmeri. Með breytingunni væru þrjár íbúðir í húsinu; íbúð á jarðhæð 76,3 m2, íbúð á 1. hæð: 148,6 m2 og íbúð á 2. hæð: 143,4 m2. Samþykki meðeigenda liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5. október 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 24, 28, Reynihvamms 12 og 15. Athugasemdafresti lauk 14. janúar 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Á fundi skipulagsráðs 18. janúar 2021var afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 29. janúar 2021.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Einar Örn Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

12.2012182 - Digranesheiði 45. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Kristjáns Bjarnasonar byggingafræðings dags. 10. nóvember 2020 fh. lóðarhafa Digranesheiðar 45. Lóðin er 1118 m2 og á henni er 94 m2 timburhús byggt 1955 auk 47,8 m2 bílgeymslu sem var byggð síðar. Í fyrirspurninni er óskað eftir að rífa núverandi byggingar af lóðinni og reisa 6 íbúða fjölbýli á tveimur hæðum ásamt þremur bílskúrum. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði 113 m2 með sólskála, heildarbyggingarmagn á lóðinni verður 681 m2 og nýtingarhlutfall 0,61. Erindi dags. 25. nóvember 2020 og uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 10. nóvember 2020.
Á fundi skipulagsráðs 18. janúar 2021 var fyrirspurnin lögð fram og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 30. janúar 2021.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

13.2011088 - Selbrekka 25. Ósk um stækkun lóðar.

Lagt fram erindi lóðarhafa Selbrekku 25 í Kópavogi þar sem óskað er eftir stækkun lóðar til vesturs. Um er að ræða uþb. 90 m2 sem ná frá núverandi lóðarmörkum að göngustíg vestan við húsið, sjá skýringarmynd. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2020 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 28. janúar 2021.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.2101471 - Borgarholtsbraut 19. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts dags. 16. desember 2020 fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 19. Á lóðinni stendur steinsteypt 243,7 m2 íbúðar- og verslunarhús byggt 1952 auk bílgeymslu sem í dag er notuð sem lagerrými. Óskað er eftir að íbúð á efri hæð hússins verði breytt í veitingarými og sameinuð veitingastað/bakaríi á jarðhæð hússins. Eftir breytingu verður veitingarýmið 214,2 m2. Auk þess verður komið fyrir brunastiga frá svölum á suðurhlið hússins. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 16. desember 2020.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

15.2101663 - Grófarsmári 6. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Grófarsmára 6 dags. 5. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir að koma fyrir tveimur auka bílastæðum við hlið þeirra sem fyrir eru. Með breyttu fyrirkomulagi væru fjögur bílastæði á lóðinni sbr. skýringarmynd. Undirritað samþykki aðliggjandi lóðarhafa í Grófarsmára 4, dags. 28. janúar 2021, liggur fyrir.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.2101742 - Snælandsskóli. Færanlegar kennslustofur.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu fyrirkomulagi við Snælandsskóla. Í breytingunni felst að komið verði fyrir tveimur færanlegum kennslustofum ásamt tengibyggingu á opnu svæði austan skólans skv. uppdrætti í mkv. 1:150 dags. í febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fagralundar, Víðigrundar 2, Furugrundar 1, 3, 62, 64, 66, 71, 72, 73, 74, 75, 76, 77, 83.

Almenn erindi

17.2101743 - Kársnesskóli. Færanlegar kennslustofur.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu fyrirkomulagi færanlegra kennslustofa við Kársnesskóla. Í breytingunni felst að komið verði fyrir tveimur færanlegum kennslustofum í viðbót við þær sem frir eru, ásamt tengibyggingu á suðurausturhluta skólalóðarinnar. Tillagan hefur jafnframt í för með sér tilfærslu á leiksvæði. Uppdráttur í mkv. 1:150 dags. í febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. mgr. 43. gr. skipulagslagar nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18 og Kópavogsbrautar 41, 43, 45, 47, 49, 51, 55, 57.

Almenn erindi

18.2101468 - Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024.

Lögð fram tillaga að Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024, dags. 15. janúar 5021 ásamt fylgigögnum: kortagrunni og skapalóni fyrir sveitafélögin Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnes. Einnig lagt fram minnisblað svæðisskipulagsstjóra dags. 11. janúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir framlagða áætlun. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Önnur mál

19.2101829 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur. Óskað eftir minnisblað frá fundi skipulagssviðs og húsfélags Hamraborgar 10-12.

Lagt fram minnisblað frá fundi skipulagssviðs og húsfélags Hamraborgar 10-12 að ósk bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:50.