Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Páls Poulsen byggingarfræðings dags. 5. október 2020 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 26. Á lóðinni stendur steinsteypt tvíbýlishús á þremur hæðum með sambyggðum tvöföldum bílskúr, byggt á tímabilinu 1963-1967. Óskað er eftir að fjölga íbúðum í húsinu og fá jarðhæðina samþykkta sem íbúð á sér fastanúmeri. Með breytingunni væru þrjár íbúðir í húsinu; íbúð á jarðhæð 76,3 m2, íbúð á 1. hæð: 148,6 m2 og íbúð á 2. hæð: 143,4 m2. Samþykki meðeigenda liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5. október 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 24, 28, Reynihvamms 12 og 15. Athugasemdafresti lauk 14. janúar 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Á fundi skipulagsráðs 18. janúar 2021var afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 29. janúar 2021.