Skipulagsráð

92. fundur 15. febrúar 2021 kl. 15:30 - 18:35 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2101026F - Bæjarráð - 3034. fundur frá 04.02.2021

2003236 - Borgarlínan 1. lota. Vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2010691 - Skógarlind 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2010251 - Vesturvör, Litlavör, Naustavör. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2011563 - Hlíðarvegur 26. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2011088 - Selbrekka 25. Ósk um stækkun lóðar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2101663 - Grófarsmári 6. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2101468 - Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2101022F - Bæjarstjórn - 1231. fundur frá 09.02.2021

2003236 - Borgarlínan 1. lota. Vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2010691 - Skógarlind 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur.

2010251 - Vesturvör, Litlavör, Naustavör. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2011563 - Hlíðarvegur 26. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar, Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Einars Ö. Þorvarðarsonar.

2011088 - Selbrekka 25. Ósk um stækkun lóðar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2101663 - Grófarsmári 6. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2101468 - Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.2102315 - Sunnusmári 1-17. Deiliskipulag. Byggingaráform.

Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar frá 25. nóvember 2016 kafla 5 um "Sérstöðu svæðisins og byggingaráform" er lögð fram tillaga Arkís arkitekta fh. lóðarhafa að byggingaráformum á reitum A08 og A09 (Sunnusmára 1-17) í 201 Smári. Samkvæmt framlögðum byggingaráformum er ráðgert að byggja á reitunum um 16.135 m2 auk niðurgrafinnar bílgeymslu fyrir 165 íbúðir. Tillagan er dags. í febrúar 2021. Björn Guðbrandsson, arkitekt gerir grein fyrir tillögunni.
Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Björn Guðbrandsson - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.2011715 - Leiksvæði í Kópavogi, aðgerðaráætlun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. nóvember, lögð fram drög að aðgerðaráætlun fyrir leiksvæði í Kópavogi skv. greinargerð garðyrkjustjóra dags. 30. nóvember. Á fundi bæjarráðs 10. desember 2020 var samþykkt að vísa aðgerðaráætlun um endurnýjun leiksvæða í Kópavogi til umsagnar nefnda og ráða bæjarins. Á fundi skipulagsráðs 18. janúar 2021 var afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir framlagða aðgerðaráætlun.

Almenn erindi

5.1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 18. desember 2020 þar sem fram kemur að stofnunin gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu í B- deild Stjórnartíðinda um samþykktar deiliskipulagsbreytingar Glaðheima vesturhluta dags. 20. apríl 2020 og breytt 19. október 2020.
Tillagan sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 27. október 2020 gerði ráð fyrir skipulagssvæði, 8.6 ha að flatarmáli sem afmarkaðist af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut til norðurs, Álalind 1-3 og athafnasvæði við Askalind og Akralind til austurs og veghelgunarsvæði Arnarnesvegar til suðurs. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslun- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar.
Á fundi skipulagsráðs 4. maí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 9. júní 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 19. ágúst 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Á fundi skipulagsráðs 7. september 2020 var erindinu frestað og vísað til umsagnar skipulags-og byggingardeildar.
Komið var til móts við athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma og tillagan lögð fram að nýju með þeirri breytingu að turn á norðvestur hluta deiliskipulagssvæðisins er lækkaður úr 25 hæðum sbr. kynnt tillaga í 15 hæðir og dregið er úr byggingarmagni atvinnuhúsnæðis á svæðinu sem því nemur. Jafnframt er byggingarreitur við húsagötu B nr. 7 færður lítillega til suðurs vegna athugasemdar frá Veitum. Hin breytta tillaga er dagsett 19. október 2020.
Nánar felst því í tillögunni að breyttu deiliskipulagi fyrir vesturhluta Glaðheima (reit 1) að fyrirhugaðri byggð á hluta deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 5 fjölbýlishús, 5-12 hæðir með um 270 íbúðum, leikskóla og opins svæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar í framhaldi af núverandi Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist. Vestan og norðar fyrirhugaðs Glaðheimavegar að Reykjanesbraut er gert ráð fyrir 12 lóðum fyrir verslun og þjónustuhúsnæði á 3, 4 og 5 hæðum en nyrst á svæðinu, næst Bæjarlind er gert ráð fyrir 15 hæða verslunar- og þjónustuhúsnæði í stað 32 hæða byggingar eins og ráðgerð er í gildandi deiliskipulagi. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Heildarstærð atvinnuhúsnæði með kjallara og bílageymslum breytist frá auglýstri tillögu dags. 20. apríl 2020 og er áætluð um 85.000 m2 og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 37.000 m2. Stærð leikskóla er áætluð 1.500 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er því áætlað um 123.000 m2 þar af um 75.000 m2 ofanjarðar. Nýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.45 og 0.9 án geymslna og bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 35 m2 í verslun og þjónustu, einu stæði á hverja 50-60 m2 í skrifstofu- og atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m2 í geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,3 stæði á hverja íbúð. Miðað við 2,7 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 730 íbúar.
Í framangreindu bréfi Skipulagsstofnunar dags. 18. desember 2020 er talið að tillaga að breyttu deiliskipulagi Glaðheima vesturhluta sé ekki í samræmi við gildandi Aðalskipulags Kópavogs 2012 til 2024 hvað varðar fjölda íbúða.
Þá lögð fram að nýju breytt tilaga skipulagsdeildar dags. 20. apríl 2020 og breytt 19. október 2020 og 15. febrúar 2021 þar sem fjöldi íbúða fer úr 270 í 242 og heildarfjöldi íbúa fer úr 730 í 654. Þar með dregur úr umferðarþunga og sólarhrings umferð fer úr 17.000 bílum í 16.675
Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum dags. 20. apríl 2020 og breytt 19. október 2020 og breytt 15. febrúar 2021 ásamt skýringarhefti B dags. 20. apríl 2020. Með tillögunni fylgir minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 20. apríl 2020 sem og uppfært minnisblað Mannvits dags. 17. október 2020 þar sem rakin eru áhrif ofangreindra breytinga á tillögunni á nágrennið. Þá lög fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags 17. október 2020 og breytt 15. febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 15. febrúar 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.2007821 - Víðigrund 7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts dags. 15. maí 2020 fh. lóðarhafa Víðigrundar 7 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að ónýtt og kalt kjallararými undir húsinu verði íverurými þar sem koma á fyrir svefnherbergjum, baðherbergjum, þvottahúsi og geymslum auk þess sem rúmlega 30 m2 rýmis verður nýttur sem vinnustofa. Einnig mun ásýnd hússins breytast þar sem anddyri færist frá vesturhlið hússins á austurhlið auk þess sem komið verður fyrir gluggum og útidyrahurðum á kjallararýmið. Uppdrættir í mkv. 1:50 og 1:100 dags. í maí 2020. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Víðigrund 5, 9, 11 og 13.Kynningartíma lauk 11. febrúar 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2101471 - Borgarholtsbraut 19. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts dags. 16. desember 2020 fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 19. Á lóðinni stendur steinsteypt 243,7 m2 íbúðar- og verslunarhús byggt 1952 auk bílgeymslu sem í dag er notuð sem lagerrými. Óskað er eftir að íbúð á efri hæð hússins verði breytt í veitingarými og sameinuð veitingastað/bakaríi á jarðhæð hússins. Eftir breytingu verður veitingarýmið 214,2 m2. Auk þess verður komið fyrir brunastiga frá svölum á suðurhlið hússins. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 16. desember 2020. Á fundi skipulagsráðs 1. febrúar 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar. Þá lagt fram breytt erindi dags. 12. febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingu fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 17, 17a, 20-24, Melgerðis 2, 4, 6 og Urðarbrautar 9.

Almenn erindi

8.2010170 - Marbakkabraut 22. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Erlends Birgissonar verkfræðings dags. í september 2020 fh. lóðarhafa Marbakkabrautar 22. Óskað er eftir að hækka þak á stofu á efri hæð hússins til norðurs, setja nýja hurð á norðvestur hluta byggingar á 1. hæð og byggja nýtt anddyri við inngang hússins. Við þetta stækkar húsið um 21,8 m2, fer úr 316 m2 og verður eftir breytingu 337,8 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í september 2020. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. október 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagt erindi fyrir lóðarhöfum Marbakkabrautar 12, 14, 16, 18, 20 og 24. Kynningartíma lauk 26. nóvember 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21. desember 2020. Á fundi skipulagsráðs 21. desember 2020 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lögð fram uppfærð umsögn, dags. 12. febrúar 2021.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2102309 - Hlaðbrekka 17. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Arnhildar Pálmadóttur arkitekts dags. 2. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Hlaðbrekku 17. Í fyrirspurninni er óskað eftir viðbrögðum skipulagsráðs á áformum um stækkun hússins. Á lóðinni er 144,9 m2 steinsteypt einbýlishús með áföstum bílskúr, byggt 1960. Óskað er eftir að koma fyrir annarri hæð á austari hluta hússins, samtals um 80 m2 og koma fyrir dvalarsvæði á hluta af núverandi þaki. Auk þess að koma fyrir sólstofu á suðurhlið hússins þar sem nú er timburverönd. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. febrúar 2021.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við 44. skipulagslaga nr. 123/2010 og grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hlaðbrekku 15, 16, 18, 19, Fögrubrekku 16, 18 og 20.

Almenn erindi

10.2101469 - Víðihvammur 20. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Birgis Teitssonar arkitekts dags. 17. desember 2020 þar sem óskað er eftir að breyta einbýlishúsi við Víðihvamm 20 í tvíbýli. Á lóðinni stendur 160 m2 steinsteypt einbýlishús byggt 1950. Stigagangi á milli hæða verður lokað og komið fyrir nýrri útidyrahurð á vesturhlið hússins fyrir íbúð neðri hæðar, báðar íbúðir verða rúmir 70 m2 að stærð. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni, annað með rafhleðslustöð. Auk þess er óskað eftir að koma fyrir 13,3 m2 kaldri geymslu við norður gafl hússins. Uppdráttur í mkv. 1:200 dags. 17. desember 2020.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.2102346 - Skilti HK við Breiddina. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Handknattleiksfélags Kópavogs varðandi breytingu á auglýsingaskilti félagsins við stofnbraut í Breidd í Kópavogi, þar sem rekið hefur verið auglýsingaskilti um árabil. Óskað er eftir leyfi til að breyta tveimur flettiskiltaflötum í stafræna fleti. Annar mun snúa í norð-austur frá íbúabyggð í Kópavogi og hinn í suð-austur frá íbúabyggð í Kópavogi. Skjám er stýrt af Aopen DE3450 tölvu sem stillt er á að minnka ljósmagn niður í 4% ef bilun verður á búnaði. Þá lögð fram umsókn og skýringarteikning dags. í febrúar 2021.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

12.2101714 - Álfhólsvegur 23. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar bggingartæknifræðings dags. 14. desember 2020 fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að gera breytingu á samþykktum teikningum byggingarfulltrúa frá 27. september 2019 sem gera ráð fyrir að komið verði fyrir fjölbýlishúsi á lóðinni með sex íbúðum á þremur hæðum. Í framlögðum byggingaráformum felst að anddyri fyrstu hæðar stækkar og aðkoma breytist, hvor íbúð á fyrstu hæð mun stækka úr 120,7 m2 í 126,7 m2. Á annarri hæð hússins eru gerðar breytingar á innra skipulagi þannig að hvor íbúð stækkar úr 110,8 m2 í 115 m2. Á þriðju hæð er einnig breyting á innra skipulagi sem verður til þess að hvor íbúð um sig minnkar lítillega, var 111,8 m2 en verður 109 m2. Útveggir eru lítillega breyttir, komið fyrir innskotiá suðurhlið þar sem anddyri verður komið fyrir og gluggar breytast í samræmi við breytt innra skipulag auk þess sem fyrirkomulagi svala er breytt. Fyrirhuguð heildarstærð nýbyggingarinnar verður 690 m2. Uppdrættir í mvk. 1:50 og 1:100 dags. 14. desember 2020.
Afgreiðslu frestað.
"Undirrituð óskar eftir því að verkefnastjóri íbúatengsla bæjarins verði fenginn til þess að meta það íbúasamráð sem fram hefur farið við mótun þeirra tillagna sem nú eru til kynningar á miðbæjarsvæði Hamraborgar, Fannborgarreit og Traðarreit ? vestur. Litið verði til gildandi laga og reglugerða varðandi kynningar á öllum stigum skipulags sem málið hefur verið til umfjöllunar og metið hvort farið hefur verið fram úr því sem lög og reglugerðir kveða á um, og þá með hvaða hætti".
Hjördís Ýr Johnson.
Helga Hauksdóttir tekur undir ósk Hjördísar.

Fundi slitið - kl. 18:35.