Skipulagsráð

95. fundur 29. mars 2021 kl. 15:00 - 18:18 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason arkitekt
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
 • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
 • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2103007F - Bæjarráð - 3040. fundur frá 18.03.2021

2102584 - Vallargerði 22. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2103180 - Haukalind 1-5. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2103002F - Bæjarstjórn - 1234. fundur frá 23.03.2021

2006460 - Lakheiði, Lækjarbotnar. Skógræktaráætlun 2020.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögur að breytingum á skógræktaráætlun Kópavogs.

2102584 - Vallargerði 22. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2103180 - Haukalind 1-5. Breytt aðkoma að bílastæði.Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.2101820 - Viðhorfskönnun til uppbyggingar í Hamraborginni

Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdarstjóri hjá Maskínu og Sigrún María Kristinsdóttir, verkefnastjóri íbúatengsla, kynna niðurstöður annars vegar viðhorfskönnunar meðal Kópavogsbúa til fyrirhugaðrar uppbyggingar á miðbæjarsvæði Kópavogs, Hamraborgarsvæðinu, og hins vegar niðurstöður vefumræðuborðs um hið sama.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

 • Þóra Ásgeirsdóttir - mæting: 15:00

Almenn erindi

4.1905126 - Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram breytt tillaga Einars Ólafssonar arkitekts að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í gildandi deiliskipulagi er á lóðinni gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum, stakstæðum bílskúr og hesthúsi ásamt gerði. Í breyttri tillögu felst að komið verði fyrir tveimur einbýlishúsum á einni hæð ásamt parhúsi á tveimur hæðum auk þess sem aðkoma að húsunum breytist með vegi og bílastæðum miðlægt á lóðinni. Parhús Dalaþing 13a og 13b er áætlað 400 m2 að flatarmáli á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og fjórum bílastæðum á lóð. Einbýlishús Dalaþing 13c er áætlað um 220 m2 að flatarmáli á einni hæð með innbyggðum bílskúr og þremur bílastæðum á lóð. Einbýlishús Dalaþing 13d er áætlað um 210 m2 að flatarmáli á einni hæð með þremur bílastæðum á lóð. Lóðin er 3.349 m2 að flatarmáli og verður nýtingarhlutfall eftir breytingu 0,25. Á fundi skipulagsráðs 15. júlí 2019 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar yrði auglýst. Kynningartíma lauk 18. september 2019 og bárust ábendingar og athugasemdir við tillöguna. Tillagan sem nú er lögð fram er breytt að því leiti að byggingarreitum fyrirhugaðra húsa hefur verið breytt og staðsetning þeirra endurskoðuð til að koma til móts við sjónarmið athugasemdaaðila. Breytt tillaga er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 26. mars 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.2103185 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Greint frá stöðu skipulagsvinnu.
Greint frá stöðu mála.

Almenn erindi

6.2011714 - Vatnsendahvarf. Deiliskipulagslýsing.

Lögð fram að nýju tillaga skipulagsdeildar að deiliskipulagslýsingu með tilvísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir nýtt deiliskipulag í Vatnsendahvarfi dags. 26. mars 2021.
Skipulagsráð samþykkir framlagða lýsingu og að hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulaglaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Deiliskipulagslýsing.

Lögð fram tillaga verkfræðistofunnar Eflu fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar, dags. 19. mars 2021, að deiliskipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Fyrirhugað deiliskipulag nær til hluta Arnarnesvegar frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem nær að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti vegarins liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Arnarnesvegur sem liggur innan marka skipulagssvæðisins er um 1,9 km að lengd og liggur frá suðaustur hluta Leirdals að grænu opnu svæði norðan Breiðholtsbrautar.
Skipulagsráð samþykkir framlagða lýsingu og að hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulaglaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
"Undirritaður harmar að horfið sé frá mislægum gatnamótum á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem hafa verið í fyrri aðalskipulögum Reykjavíkur og Kópavogs t.d. þegar umhverfismat framkvæmdarinnar var gert og Skipulagsstofnun samþykkti árið 2003 Það skýtur óneitanlega skökku við að ekki hafi samist um bestu lausnina milli sveitarfélaganna varðandi þessi gatnamót. Raunveruleg hætta er á meiri mengun og umferðartöfum með þeirri lausn sem kynna á í þessari skipulagslýsingu en þeim mislægu gatnamótum sem áður hafði verið gert ráð fyrir."

Júlíus Hafstein, Helga Hauksdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Einar Örn Þorvarðarson og Bergljót Kristinsdóttir taka undir bókun Kristins Dags.

Fundarhlé kl. 17:08
Fundi fram haldið kl. 17:25

Almenn erindi

8.2101471 - Borgarholtsbraut 19. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts dags. 16. desember 2020 fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 19. Á lóðinni stendur steinsteypt 243,7 m2 íbúðar- og verslunarhús byggt 1952 auk bílgeymslu sem í dag er notuð sem lagerrými. Óskað er eftir að íbúð á efri hæð hússins verði breytt í veitingarými og sameinuð veitingastað/bakaríi á jarðhæð hússins. Eftir breytingu verður veitingarýmið 214,2 m2. Auk þess verður komið fyrir brunastiga frá svölum á suðurhlið hússins. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 16. desember 2020. Á fundi skipulagsráðs 1. febrúar 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar. Þá lagt fram breytt erindi dags. 12. febrúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 15. febrúar 2021 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingu fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 17, 17a, 20-24, Melgerðis 2, 4, 6 og Urðarbrautar 9. Kynningartíma lauk 26. mars 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

9.2103140 - Birkigrund 57. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 14. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Birkigrundar 57. Í erindinu er óskað eftir að þegar framkvæmdar breytingar verði samþykktar auk þess að reisa 15,7 m2 viðbyggingu við efri hæð, ofan á svölum. Það sem hefur þegar verið framkvæmt er sólskáli á suðvesturhorni hússins, aflokuð geymsla undir svölum og útihurð komið fyrir á austurhlið þar sem áður var gluggi auk þess sem innra skipulagi hefur verið breytt. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 14. febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Birkigrundar 37, 39, 41, 55, 59, 61, 63 og 65.

Almenn erindi

10.2103946 - Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfi. Umsókn um auka íbúð.

Lagt fram erindi Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 11. mars 2021 fh. lóðarhafa Hraunbrautar 14. Á lóðinni er steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Í erindinu er óskað eftir að breyta 57,6 m2 rými, staðsett undir tvöföldum bílskúr á lóðinni í íbúð á eigin fastanúmeri. Á upphaflegum teikningum af húsinu er þetta rými merkt sem geymsla en frá árinu 1985 hefur rýmið verið notað sem íbúð. Samþykki meðeiganda og lóðarhafa í grennd liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 11. mars 2021.
Skipulagsráð hafnar famlögðu erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Bergljót Kristinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

11.2103945 - Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfis. Umsókn um dvalarsvæði á þaki bílskúrs.

Lagt fram erindi Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 11. mars 2021 fh. lóðarhafa Hraunbrautar 14. Á lóðinni er steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Í erindinu er óskað eftir að breyta þaki bílskúrsins í dvalarsvæði og reisa handrið meðfram þakkanti. Samþykki meðeigenda og lóðarhafa aðliggjandi lóða varðandi breytingu á þaki bílskúrsins liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 11. mars 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hraunbrautar 9, 11, 12, 14 16, Kársnesbrautar 19, 21a, 21b, 21c, 21d, 23 og 25.

Almenn erindi

12.2011563 - Hlíðarvegur 26. Kynning á byggingarleyfi.

Á fundi skipulagsráðs 1. febrúar 2021 var erindi Páls Poulsen byggingarfræðings dags. 5. október 2020 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 26 hafnað. Í framlögðu erindi var óskað eftir að fjölga íbúðum í húsinu og fá jarðhæðina samþykkta sem íbúð á eigin fastanúmeri. Með breytingunni væru þrjár íbúðir í húsinu; íbúð á jarðhæð 76,3 m2, íbúð á 1. hæð: 148,6 m2 og íbúð á 2. hæð: 143,4 m2. Samþykki meðeigenda lá fyrir.
Á fundi bæjarráðs 25. febrúar 2021 var tekin fyrir beiðni Hjalta Steinþórssonar lögmanns, fh. lóðarhafa, um endurupptöku máls. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til bæjarlögmanns til umsagnar. Á fundi bæjarráðs 25. mars 2021 var samþykkt endurupptaka málsins og vísað til nýrrar málsmeðferðar. Þá lögð fram umsögn lögfræðideildar dags. 17. mars 2021.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.2011091 - Vatnsendablettur 1b. Breytt aðalskipulag.

Lagt fram erindi Jakobssona ehf. dags. 3. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir breytingu á landnotkun Vatnsendabletts 1b sem er 7.088 m2 að flatarmáli. Samkvæmt aðalskipulagi Kópavogs er landið skilgreint sem opið óbyggt svæði en óskað er eftir að Kópavogsbær samþykki að breyta landnotkun á svæðinu þannig að þar verði heimilt að byggja 7 íbúðarhús. Þá lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 25. mars 2021.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.21031048 - Þorrasalir 37. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts dags. 26. mars 2021 fh. lóðarhaafa Þorrasala 37. Í breytingunni felst að byggingarreitur þegar samþykktrar viðbyggingar stækkar um 22 m2 og á suðurhlið hússins verður reist viðbygging á 1 hæð, samtals 18 m2. Að auki er gert ráð fyrir nýju anddyri við hlið þess sem nú er, samtals um 15 m2. Byggingarmagn eykst úr 392 m2 í 447 m2, nýtingarhlutfall fer úr 0,53 í 0,60. Uppdráttur í mkv.1:500 og 1:1000 dags. 26. mars 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þorrasala 6, 8, 10, 35, Þrúðsala 18 og bæjaryfirvöldum í Garðabæ.

Almenn erindi

15.2103699 - Fagrihjalli 11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 22. febrúar 2021 f.h. lóðarhafa Fagrahjalla 11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur 261,9 m2 steinsteypt einbýlishús ásamt 67,9 m2 bílskúr, byggt 1991. Í erindinu er óskað eftir að stækka byggingarreit kjallarans um 3,05 m. til suðurs, samtals um 36 m2. Eftir breytingu verður stærð hússins 361,1 m2 og nýtingarhlutfallið eykst æur 0,47 í 0,52. Uppdráttur í mkv. 1:250, 1:500 og 1:1000 dags. 22. febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fagrahjalla 9, 13, Furuhjalla 10 og 12.

Helga Hauksdóttir, formaður skipulagsráðs, víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

16.2103901 - Fjallakór 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts dags. 22. mars 2021 f.h. lóðarhafa Fjallakórs 1 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að reisa 41,7 m2 viðbyggingu á suðvestur hlið hússins. Við breytinguna stækkar húsið úr 260,4 m2 í 302,1 m2. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,49 í 0,57. Undirritað samþykki lóðarhafa Fjallakórs 1a, 2, 3, 4, 6 og 8 liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 22. mars 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kóravegar 1, Fjallakórs 1A, 2, 3, 4, 6, 8 og Drangakórs 2.

Almenn erindi

17.2103902 - Fjallakór 1A. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts dags. 22. mars 2021 f.h. lóðarhafa Fjallakórs 1A þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að reisa 29,1 m2 viðbyggingu á suðaustur hlið hússins. Við breytinguna stækkar húsið úr 260,4 m2 í 289,5 m2. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,54 í 0,60. Undirritað samþykki lóðarhafa Fjallakórs 1, 2, 3, 4, 6 og 8 liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 22. mars 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kóravegar 1, Fjallakórs 1, 2, 3, 4, 6, 8 og Drangakórs 2.

Almenn erindi

18.2103928 - Markavegur 7. Beytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Jódísar Ástu Gísladóttir byggingarfræðings, dags. 3. mars 2021 fh. lóðarhafa Markarvegar 7 með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að á lóðinni verði reist reiðskemma á lóðarmörkum sem sameinast hesthúsum sem fyrirhugað er að byggja á Markavegi 7 og 8 þannig að reiðskemman verði sameiginleg. Eins er óskað eftir að gólfkóti á báðum lóðum verði jafnaður þannig að gólfkóti Markavegar 7 fari úr 104,5 í 105,0 og gólfkóti Markavegar 8 fari úr 105,5 í 105,0. Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0.32. Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 25. febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

19.2103929 - Markavegur 8. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Jódísar Ástu Gísladóttir byggingarfræðings, dags. 3. mars 2021 fh. lóðarhafa Markarvegar 8 með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að á lóðinni verði reist reiðskemma á lóðarmörkum sem sameinast hesthúsum sem fyrirhugað er að byggja á Markavegi 7 og 8 þannig að reiðskemman verði sameiginleg. Eins er óskað eftir að gólfkóti á báðum lóðum verði jafnaður þannig að gólfkóti Markavegar 7 fari úr 104,5 í 105,0 og gólfkóti Markavegar 8 fari úr 105,5 í 105,0. Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0.32. Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 25. febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

20.2103898 - Kópavogsbraut 69. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 69 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að hús sem stendur á lóðinni verður rifið og í stað þess reist parhús á tveimur hæðum. Húsið verður í heildina 356 m2, hvor íbúð um 180 m2. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum, tvö fyrir hvora íbúð. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður 0,49 eftir breytingu. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:1000 dags. 11. mars 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bergljót Kristinsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Kristjana H Kristjánsdóttir, verkefnastjóri á skipulagsdeild, víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

21.2103900 - Kópavogsbraut 71. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 71 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að hús sem stendur á lóðinni verður rifið og í stað þess reist parhús á tveimur hæðum. Húsið verður í heildina 356 m2, hvor íbúð um 180 m2. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum, tvö fyrir hvora íbúð. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður 0,49 eftir breytingu. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:1000 dags. 11. mars 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bergljót Kristinsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Kristjana H Kristjánsdóttir, verkefnastjóri á skipulagsdeild, víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

22.1912312 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga að breytingu á Vífilstaðalandi, þróunarsvæði B.

Lagt fram samkomulag við Garðabæ um vegtengingar í Hnoðraholti.
Lagt fram.

Önnur mál

23.1905501 - Tillaga Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata um trjáræktarsvæði fyrir almenning

Lagt fram erindi Bergljótar Kristinsdóttur bæjarfulltrúa þar sem hún óskar eftir tillögum frá garðyrkjustjóra um mögulegar útfærslur á aðkomu almennings og fyrirtækja að gróðursetningu á nýju skógræktarsvæði Kópavogs á Lakheiði til samræmis við tillögu Samfylkingarinnar, BF Viðreisnar og Pírata í bæjarráði frá 23. 5. 2019 um "Skógræktarsvæði fyrir almenning"
Lagt fram. Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 18:18.