Skipulagsráð

112. fundur 17. janúar 2022 kl. 15:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2112016F - Bæjarráð - 3072. fundur frá 06.01.2022

2110128 - Smárahvammsvegur. tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
21111300 - Vesturvör 44-48. Sky Lagoon. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2111929 - Markavegur 2. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2108290 - Þinghólsbraut 17. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2112017F - Bæjarstjórn - 1249. fundur frá 11.01.2022

2110128 - Smárahvammsvegur. tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
21111300 - Vesturvör 44-48. Sky Lagoon. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
Markavegur 2. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2108290 - Þinghólsbraut 17. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Almenn erindi

3.2201225 - Hörðuvellir - Tröllakór, breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Landslags f.h. umhverfissviðs dags. 13. janúar 2022 að breyttu deiliskipulagi opins svæðis við Tröllakór. Í breytingunni felst breytt afmörkun skipulagssvæðisins til að koma fyrir skólagörðum og garðlöndum fyrir bæjarhlutann. Skipulagssvæðið stækkar úr 6,85 ha í um 7,7 ha, svæðið fyrir skólagarðana og garðlöndin er um 0,4 ha. Gert er ráð fyrir færanlegu aðstöðuhúsi að hámarki 30 m2.
Uppdráttur í mkv. 1:2000 og greinargerð dags. 13. janúar 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.2201276 - Nónsmári 1-7 og 9-15, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts, f.h. Nónhæðar ehf. dags. 11. janúar 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Nónsmára 1-7 og 9-15. Í breytingunni felst að á lóðinni Nónsmára 1-7 fjölgar íbúðum úr 55 í 60 og á lóðinni Nónsmára 9-15 fölgar íbúðum úr 45 í 50. Heildarfjölgun íbúða er alls 10 íbúðir. Þá er sótt um hækkun byggingarreita þannig að hús nr. 1 og 9 hækki úr tveimur hæðum í þrjár og hús númer 5, 7, 13 og 15 úr fjórum hæðum í fimm hæðir. Byggingarmagn á lóðunum eykst úr 15.600 m2 í 17.300 m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,6. Bílastæðum neðanjarðar fjölgar úr 82 í 104 en bílastæðum ofanjarðar fækkar úr 125 í 122.
Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 10. janúar 2022.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

5.2112910 - Vatnsendablettur 241a, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hrl. fh. ábúanda vatnsenda, dags. 27. nóvember 2021. Óskað er eftir því að lóðin verði stækkuð og skipt í tvær lóðir.
Í gildandi deiliskipulagi, Milli vatns og vegar, fyrir leigulandið að Vatnsendabletti 241a, samþykkt í bæjarstjórn 8. maí 2001 er gert ráð fyrir íbúðarlóð um 1,500 m2 að flatarmáli fyrir 2ja hæða einbýli. Auk þess er á leigulandinu sumarbústaðalóð. Leigulandið er um 2900 m2 að flatarmáli (mælt af uppdrætti). Landið er í einkaeign.
Í tillögu skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi felst að afmörkun leigulandsins er breytt, þannig að það stækkar í suður að Elliðahvammsvegi og í vestur að Laxatanga. Landinu er skipt upp í tvö leigulönd, Vatnsendablett 241a sem verður um 2000 m2 að flatarmáli og Vatnsendablett 241b sem verður um 2100 m2 að flatarmáli. Inni í leigulögnum er skilgreindar tvær íbúðarlóðir. Áætluð stærð íbúðarlóðar á Vbl 241a er um 850 m2 og á Vbl. 241b um 900 m2. Fyrirhugaðar íbúðarlóðir innan leigulandanna eru að jafnaði 44 metra frá Elliðavatni.
Á hvorri þessara nýju íbúðarlóða eru skilgreindir byggingarreitir sem eru fyrir Vbl. 241a 15x17 metrar og fyrir Vbl. 241b 14x17 metrar að flatarmáli fyrir einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Miðað er við 2 bílastæði á lóð og bílageymslu í kjallara. Byggingarreitirnir eru með bundinni byggingarlínu í átt að Elliðavatni. Hámarksgrunnflötur húss að lóðinni Vbl. 241a er 250 m2 og heildarbyggingarmagn er 400 m2. Hámarksgrunnflötur húss að lóðinni Vbl. 241b er 235 m2 og heildarbyggingarmagn er 400 m2. Hámarkshæð húsa er 6.5 metrar frá kjallara og 3.8 frá fyrstu hæð. Miðað er við að börn á grunnskólaaldri sæki Vatnsendaskóla. Svæðið er hluti stærri skipulagsheildar í Vatnsenda og verður ýmis þjónusta sameiginleg með henni. Skipulagsskilmálar, bæði almennir og sérákvæði, fyrir einstaka lóðir fylgja deiliskipulaginu.
Aðkoma að deiliskipulagssvæðinu verður um Elliðahvammsveg . Stefnt er að því að allar húsagötur og safngötur verði 30 km götur. Breyta þarf aðkomu að lóðinni að Vatnsendabletti 8 og er sett kvöð á lóðina vbl. 241b um aðkomu.
Gönguleiðir og reiðleiðir:
Gönguleiðir liggja um deiliskipulagssvæðið og eru þær hluti af stærra heildarskipulagi stíga í Vatnsenda. Kvaðir um gönguleiðir eru sýndar á deiliskipulagsuppdrættinum. Gert er ráð fyrir reiðleið um Elliðahvammsveg.
Bílastæði og bílageymslur.
Gert er ráð fyrir því að byggingar á deiliskipulagssvæðinu verði tengd holræsa- og lagnakerfi bæjarins. Ofanvatn skal leitt í settjörn sem norðan Elliðavatnsstíflu. Sjá deiliskipulagsuppdrátt í mkv. 1:2000; Settjörn við Elliðavatnsstíflu sem tók gildi 15. janúar 2003 (Stjórnartíðindi 10-11/2003).
Almennt er vísað í deiliskipulagsuppdrátt, Vatnsendablettur 241 a samþykktur í B- deild Stjórnartíðinda 10. apríl 2000 og deiliskipulagsuppdrátt, Milli vatns og vegar samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 8. maí 2001. Í skilmála og greindargerð með deiliskipulagi kveður á m.a. um forsendur og markmið tillögunnar og nárari útfærslu á skilmálum.

Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

6.2201220 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði 3. Tónahvarf 2. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Vatnsendahvarfs svæði 3 sem samþykkt var í bæjarstjórn 9. október 2007 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 2. nóvember 2007 með seinni breytingu samþykkt í bæjarstjórn 12. mars 2019 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 2019.
Í breytingunni felst að breyta lóðamörkum, Tónahvarfs 2 þar sem ný lega Arnarnesvegar hefur færst til austurs. Lóðin sem minnkar úr 5.900 m2 og verður eftir breytingu 3.750 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að byggingarreitur breytist og verður grunnflötur eftir breytingu 650 m2. Hámarksbyggingarmagn verður óbreytt eða 3.800 m2 þar af 3.000 m2 í verslun og þjónustu. Hámarks hæð byggingarreits breytis úr þremur hæðum auk kjallara í fjórar hæðir auk kjallara. Hámarksvegghæð í gildandi deiliskipulagi er 15 metrar á norðurhlið breytist og verður 20 metrar og þakform er frjáls. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og er gerð krafa um eitt bílastæði á hverja 100 m2 atvinnuhúsnæðis og skal ekki reikna geymslur eða þjónusturými inn í þeim tölum.
Hámarks byggingarmagn kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu er 800 m2. Umrætt deiliskipulag Arnarnesvegar og breytt deiliskiplaga athafnasvæðis Vatnsendahvarfs þar sem gert er ráð fyrir nýju hringtorgi og breyttum skipulagsmörkum er auglýst samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
Uppdrættir í mælikvarða 1:1000 dags. 17. janúar 2022
Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag athafnasvæðis Vatnsendahvarfs 3 með síðari breytingum.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2201223 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Vatnsendahvarfs sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild
Stjórnartíðinda 15. janúar 2002.
Í tillögunni felst að skipulagsmörk breytast þar sem ný lega Arnarnesvegar hefur færst til austurs. Stærð skipulagssvæðisins eftir breytingu er 22 ha. Við gatnamót Vatnsendavegar og Tónahvarfs er gert ráð fyrir nýju hringtorgi í stað krossgatnamóta.
Umrætt deiliskipulag Arnarnesvegar og breytt deiliskiplaga Tónahvarfs 2 er auglýst samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 17. janúar 2022
Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsendahvarfs - Athafnasvæðis með síðari breytingum.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2201221 - Hörðuvellir, breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla sem samþykkt var í bæjarráði 24. júní 2003 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 12. nóvember 2003.
Í tillögunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Hörðuvalla í samræmi við deiliskipulag fyrir þriðja áfanga Arnarnesvegar sem auglýst er samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
Þar sem gert er ráð fyrir brú eða undirgöngum undir Arnarnesveg rétt norðaustan hringtorgs við Rjúpnaveg geta göngu- og hjólastígar færst nær íbúðarbyggð við Desjakór.
Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 17. janúar 2022
Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Hörðuvalla með síðari breytingum.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2112359 - Hagasmári 9. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi.

Lögð fram fyrirspurn Odds Víðissonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 7. desember 2021 varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Hagasmára 9. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits bílaþvottastöðvar á norðurhlutalóðarinnar um 13,5 m til austurs, alls 110 m2.
Uppdrættir í mkv. 1:300 og greinargerð dags. 7. desember 2021.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

10.2112659 - Fífuhvammur 19. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi Hugrúnar Þorsteinsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa Fífuhvamms 19 dags. 2. desember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stakstæða bílgeymslu alls 67 m2 að flatarmáli á suðvesturhluta lóðarinnar ásamt útitröppum og sorpgeymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni eykst úr 0,15 í 0,22.
Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt skýringar myndum og greinargerð dags. 2. desember 2021.
Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 15, 17, 21 og 23.
Helga Hauksdóttir vék sæti undir meðferð málsins.

Almenn erindi

11.2111369 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings dags. 7. október 2021 f.h. lóðarhafa Melgerðis 11 þar sem sótt er um breytingar á lóðinni. Á lóðinni er steinsteypt 160 m2 einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Í erindinu er óskað eftir reisa viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls brúttó 139,8 m² að stærð. Jafnframt er bílastæðum á lóðinni fjölgað úr tveimur í fjögur. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 340 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,46. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær á lóðinni. Greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. október 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 9, 10, 12, 13, 14, Vallargerðis 10, 12 og 14.

Almenn erindi

12.2110223 - Meltröð 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Lárusar Ragnarssonar byggingarfræðings dags. 30. september 2021 fyrir hönd lóðarhafa Meltröð 6. Um er að ræða hús á einni hæð en óskað er eftir að byggja aðra hæð ofan á hluta hússins og sólskála til suðurs á lóðinni. Þar að auki er óskað eftir að uppfæra skráða stærð. Núverandi íbúðarhús er skráð 164,7 m². Lóðarstærð er 957 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,17. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 296,8 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,31. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Meltröð 2,4,8, 10 og Hátröð 1-9 er 0,22 (minnst 0,19 og mest 0,27). Uppdráttur og byggingarlýsing í mkv. 1:500 dags. 30. september 2021, grunnmyndir, snið og útlit. Kynningartíma lauk 2. desember 2021. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. janúar 2022.
Skipulagsráð samþykkir erindið með 6 atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

13.2110360 - Mánalind 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Arnars Þórs Jónssonar arkitekts dags. 8. september 2021 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni við Mánalind 8. Í breytingunni felst að komið verði fyrir geymslu á norðausturhluta lóðarinnar ásamt palli með pottasvæði og skjólvegg að hluta með timburbitum. Stærð geymslu er áætluð 27,5 m2 og hæð skjólveggs 2,4 m. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:1000 og 1:250 dags. 18. október 2021.Á fundi skipulagsráðs 18. október 2021 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Kynningartíma lauk 10. janúar 2022. Athugasemd barst.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

14.2109676 - Heimalind 9. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi lóðarhafa dags. 14. desember 2021, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að reistur verði sólskáli, alls 12 m² vesturhlið hússins. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir að hluta. Að öðru leyti gilda áður samþykktir skilmálar. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 30. nóvember 2021. Skipulagsráð samþykkti 20. desember 2021 með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Heimalindar 7, 11 og 26. Samþykki lóðarhafa Heimalindar 7, 11 og 26 er dags. 21. desember 2021.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.2103898 - Kópavogsbraut 69. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 69 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að hús sem stendur á lóðinni verður rifið og í stað þess reist parhús á tveimur hæðum. Húsið verður í heildina 356 m2, hvor íbúð um 180 m2. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum, tvö fyrir hvora íbúð. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður 0,49 eftir breytingu. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:1000 dags. 11. mars 2021. Samþykk var með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Kynningartíma lauk 14. janúar 2022. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

16.2103900 - Kópavogsbraut 71. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 71 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að hús sem stendur á lóðinni verður rifið og í stað þess reist parhús á tveimur hæðum. Húsið verður í heildina 356 m2, hvor íbúð um 180 m2. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum, tvö fyrir hvora íbúð. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður 0,49 eftir breytingu. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:1000 dags. 11. mars 2021. Samþykkt var með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Kynningu lauk 14. janúar 2022. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

17.2112888 - Reynigrund 65 og 67. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Reynigrundar 65 og 67, dags. 25. desember 2021, varðar stækkun lóðar til suðurs um 1 m inn á bæjarland. Ástæða fyrirspurnar er að á næstunni er fyrirhugað að hanna/byggja bílskúra.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

18.2112168 - Miðbær Kópavogs. Áframhald skipulagsvinnu.

Lögð fram drög að verklýsingu fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu á miðbæjarsvæði Kópavogs. Verklýsingin er unnin af Alta og dags. 15. desember 2021.
Lagt fram.

Fundi slitið.