Skipulagsráð

117. fundur 28. mars 2022 kl. 15:30 - 16:40 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
 • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
 • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2203010F - Bæjarráð - 3082. fundur frá 17.03.2022

2102309 - Hlaðbrekka 17. Kynning á byggingarleyfi. Endurupptaka máls.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2112659 - Fífuhvammur 19. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2203009F - Bæjarstjórn - 1254. fundur frá 22.03.2022

2102309 - Hlaðbrekka 17. Kynning á byggingarleyfi. Endurupptaka máls.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2112659 - Fífuhvammur 19. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Almenn erindi

3.2112910 - Vatnsendablettur 241a, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hrl. fh. ábúanda vatnsenda, dags. 27. nóvember 2021. Óskað er eftir því að lóðin verði stækkuð og skipt í tvær lóðir. Í gildandi deiliskipulagi, Milli vatns og vegar, fyrir leigulandið að Vatnsendabletti 241a, samþykkt í bæjarstjórn 8. maí 2001 er gert ráð fyrir íbúðarlóð um 1,500 m2 að flatarmáli fyrir 2ja hæða einbýli. Auk þess er á leigulandinu sumarbústaðalóð. Leigulandið er um 2900 m2 að flatarmáli (mælt af uppdrætti). Landið er í einkaeign. Í tillögu skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi felst að afmörkun leigulandsins er breytt, þannig að það stækkar í suður að Elliðahvammsvegi og í vestur að Laxatanga. Landinu er skipt upp í tvö leigulönd, Vatnsendablett 241a sem verður um 2000 m2 að flatarmáli og Vatnsendablett 241b sem verður um 2100 m2 að flatarmáli. Inni í leigulögnum er skilgreindar tvær íbúðarlóðir. Áætluð stærð íbúðarlóðar á Vbl 241a er um 850 m2 og á Vbl. 241b um 900 m2. Fyrirhugaðar íbúðarlóðir innan leigulandanna eru að jafnaði 44 metra frá Elliðavatni. Á hvorri þessara nýju íbúðarlóða eru skilgreindir byggingarreitir sem eru fyrir Vbl. 241a 15x17 metrar og fyrir Vbl. 241b 14x17 metrar að flatarmáli fyrir einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Miðað er við 2 bílastæði á lóð og bílageymslu í kjallara. Byggingarreitirnir eru með bundinni byggingarlínu í átt að Elliðavatni. Hámarksgrunnflötur húss að lóðinni Vbl. 241a er 250 m2 og heildarbyggingarmagn er 400 m2. Hámarksgrunnflötur húss að lóðinni Vbl. 241b er 235 m2 og heildarbyggingarmagn er 400 m2. Hámarkshæð húsa er 6.5 metrar frá kjallara og 3.8 frá fyrstu hæð. Miðað er við að börn á grunnskólaaldri sæki Vatnsendaskóla. Svæðið er hluti stærri skipulagsheildar í Vatnsenda og verður ýmis þjónusta sameiginleg með henni. Skipulagsskilmálar, bæði almennir og sérákvæði, fyrir einstaka lóðir fylgja deiliskipulaginu. Aðkoma að deiliskipulagssvæðinu verður um Elliðahvammsveg . Stefnt er að því að allar húsagötur og safngötur verði 30 km götur. Breyta þarf aðkomu að lóðinni að Vatnsendabletti 8 og er sett kvöð á lóðina vbl. 241b um aðkomu. Gönguleiðir og reiðleiðir: Gönguleiðir liggja um deiliskipulagssvæðið og eru þær hluti af stærra heildarskipulagi stíga í Vatnsenda. Kvaðir um gönguleiðir eru sýndar á deiliskipulagsuppdrættinum. Gert er ráð fyrir reiðleið um Elliðahvammsveg. Bílastæði og bílageymslur. Gert er ráð fyrir því að byggingar á deiliskipulagssvæðinu verði tengd holræsa- og lagnakerfi bæjarins. Ofanvatn skal leitt í settjörn sem norðan Elliðavatnsstíflu. Sjá deiliskipulagsuppdrátt í mkv. 1:2000; Settjörn við Elliðavatnsstíflu sem tók gildi 15. janúar 2003 (Stjórnartíðindi 10-11/2003). Almennt er vísað í deiliskipulagsuppdrátt, Vatnsendablettur 241 a samþykktur í B- deild Stjórnartíðinda 10. apríl 2000 og deiliskipulagsuppdrátt, Milli vatns og vegar samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 8. maí 2001. Í skilmála og greindargerð með deiliskipulagi kveður á m.a. um forsendur og markmið tillögunnar og nárari útfærslu á skilmálum. Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var afgreiðslu erindisins frestað. Þá lagt fram veðbókarvottorð dags. 4. mars 2022.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

4.2112927 - Sunnubraut 43, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram á ný erindi frá Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt fyrir hönd lóðarhafa dags. 8. desember 2022. Einbýlishúsið á lóðinni er í dag skráð 216 m2. Í dag er kjallari með malargólfi undir húsinu sem og bátaskýli 27 m2. Sótt er um leyfi til að byggja við húsið á efri hæða alls 21 m2 og að dýpka hluta núverandi kjallara alls 68,7 m2 í kóta 2.25 og steypa plötu þar sem áður var moldargólf. Í umsögn siglingarsviðs Vegagerðarinnar er tekið fram að þess sé gætt að ekki flæði inn í kjallara, hvorki í gegnum veggi, botnplötu né um aðkomuleið í rýmin, þ.e. að aðkomuleið sé ekki lægri en lágmarksgólfkóti sem er 4,6 í hæðarkerfi Kópavogsbæjar. Eftir stækkun er því húsið alls 318 m2 og nýtingarhlutfall 0.62. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 25. janúar 2022. Á fundi skipulagsráðs 31. janúar sl var afgreiðslu erindisins frestað.
Á fundi skipulagsráðs 14. febrúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 41, 42, 44, 45 og 46.
Kynningartíma lauk 24. mars sl. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

5.22032324 - Digranesheiði 45, fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Helga Hjálmarssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 21. mars 2022. Í erindi felst að hús á lóðinni byggt 1955 verði rifið, stærð er 94 m² auk bílskúrs 47,8 m², stærð lóðarinnar er 1118 m².
​Á lóðinni verði byggt tveggja hæða raðhús með fjórum íbúðum, alls 492 m². Auk þess opið bílskýli fyrir fjóra bíla. Nýtingarhlutfall yrði 0,44.
Uppdrættir í mkv. 1:200 ásamt greinargerðum dags. 10. mars 2022 og 21. mars 2022.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð tillaga verði unnin áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

6.22032524 - Kjarrhólmi 2 - 38, framkvæmdaleyfi vegna rafhleðslustöðva.

Lagt fram erindi Hlyns Bárðarsonar f.h. stjórnar húsfélags Kjarrhólma 2-38 dags. 23. mars 2022. Óskað er eftir leyfi til framkvæmda á bæjarlandi vegna rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar á eystri hluta bílastæða.
Meðfylgjandi: Skýringarmynd.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

7.2201225 - Hörðuvellir - Tröllakór, breytt deiliskipulag.

Lögð fram á ný tillaga Landslags f.h. umhverfissviðs dags. 13. janúar 2022 að breyttu deiliskipulagi opins svæðis við Tröllakór. Í breytingunni felst breytt afmörkun skipulagssvæðisins til að koma fyrir skólagörðum og garðlöndum fyrir bæjarhlutann. Skipulagssvæðið stækkar úr 6,85 ha í um 7,7 ha, svæðið fyrir skólagarðana og garðlöndin er um 0,4 ha. Gert er ráð fyrir færanlegu aðstöðuhúsi að hámarki 30 m2.
Uppdráttur í mkv. 1:2000 og greinargerð dags. 13. janúar 2022.
Á fundi skipulagsráðs var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 25. janúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 16. mars sl. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

8.2201221 - Hörðuvellir, breytt deiliskipulag.

Lögð fram á ný tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla sem samþykkt var í bæjarráði 24. júní 2003 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 12. nóvember 2003.
Í tillögunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Hörðuvalla í samræmi við deiliskipulag fyrir þriðja áfanga Arnarnesvegar sem auglýst er samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
Þar sem gert er ráð fyrir brú eða undirgöngum undir Arnarnesveg rétt norðaustan hringtorgs við Rjúpnaveg geta göngu- og hjólastígar færst nær íbúðarbyggð við Desjakór.
Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 17. janúar 2022
Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Hörðuvalla með síðari breytingum.
Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 25. janúar var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 16. mars sl. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

9.2201223 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram á ný tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Vatnsendahvarfs sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild
Stjórnartíðinda 15. janúar 2002.
Í tillögunni felst að skipulagsmörk breytast þar sem ný lega Arnarnesvegar hefur færst til austurs. Stærð skipulagssvæðisins eftir breytingu er 22 ha. Við gatnamót Vatnsendavegar og Tónahvarfs er gert ráð fyrir nýju hringtorgi í stað krossgatnamóta.
Umrætt deiliskipulag Arnarnesvegar og breytt deiliskiplaga Tónahvarfs 2 er auglýst samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 17. janúar 2022
Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsendahvarfs - Athafnasvæðis með síðari breytingum.
Á fundi skipulagsráð 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 25. janúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 16. mars sl. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

10.2201220 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði 3. Tónahvarf 2. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram á ný tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Vatnsendahvarfs svæði 3 sem samþykkt var í bæjarstjórn 9. október 2007 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 2. nóvember 2007 með seinni breytingu samþykkt í bæjarstjórn 12. mars 2019 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 2019.
Í breytingunni felst að breyta lóðamörkum, Tónahvarfs 2 þar sem ný lega Arnarnesvegar hefur færst til austurs. Lóðin sem minnkar úr 5.900 m2 og verður eftir breytingu 3.750 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að byggingarreitur breytist og verður grunnflötur eftir breytingu 650 m2. Hámarksbyggingarmagn verður óbreytt eða 3.800 m2 þar af 3.000 m2 í verslun og þjónustu. Hámarks hæð byggingarreits breytis úr þremur hæðum auk kjallara í fjórar hæðir auk kjallara. Hámarksvegghæð í gildandi deiliskipulagi er 15 metrar á norðurhlið breytist og verður 20 metrar og þakform er frjáls. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og er gerð krafa um eitt bílastæði á hverja 100 m2 atvinnuhúsnæðis og skal ekki reikna geymslur eða þjónusturými inn í þeim tölum.
Hámarks byggingarmagn kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu er 800 m2. Umrætt deiliskipulag Arnarnesvegar og breytt deiliskipulag athafnasvæðis Vatnsendahvarfs þar sem gert er ráð fyrir nýju hringtorgi og breyttum skipulagsmörkum er auglýst samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
Uppdrættir í mælikvarða 1:1000 dags. 17. janúar 2022
Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag athafnasvæðis Vatnsendahvarfs 3 með síðari breytingum.
Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 25. janúar sl var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 16. mars sl. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.22032614 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030, Urriðaholt norðurhluti, breyting,

Lagt fram erindi Garðabæjar dags. 24. mars 2022, varðandi breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, Urriðaholt, breyting á deiliskipulagi Urriðaholts, norðurhluta 4.
Óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 16:40.