Skipulagsráð

121. fundur 30. maí 2022 kl. 15:30 - 18:46 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Smári Magnús Smárason arkitekt
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
 • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
 • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
 • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
 • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2205004F - Bæjarráð - 3090. fundur frá 19.05.2022

2109328 - Smiðjuvegur 7, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
22033070 - Skólagerði 46, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2204318 - Hlíðarhvammur 12, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2205006F - Bæjarstjórn - 1258. fundur frá 24.05.2022

2109328 - Smiðjuvegur 7, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
22033070 - Skólagerði 46, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
2204318 - Hlíðarhvammur 12, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.2201267 - Skógarlind, úttekt á umferð og tillögur að úrbótum.

Á fundi skipulagsráðs 6. desember 2021, var óskað eftir því að gerð væri úttekt á umferð á svæðinu ásamt tillögum að úrbótum.
Þá lögð fram gögn frá verkfræðistofunni VSÓ ráðsgjöf: Umferðargreining Skógarlind í Kópavogi dags. maí 2022 þar sem fram kemur greining á núverandi ástandi, framtíðarsviðsmyndir, valkostagreining, ályktanir og næstu skref. Davíð Guðbergsson VSÓ Ráðgjöf kynnir umferðargreininguna.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

 • Davíð Guðbergsson, VSÓ - mæting: 15:35

Almenn erindi

4.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram á ný tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. Kópavogsbæjar og
Reykjavíkurborgar dags. 13. desember 2021 að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar. Deiliskipulagstillagan nær til þess hluta Arnarnesvegar sem liggur frá gatnamótum Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og er um 1,9 km að lengd. Við gatnamót Rjúpnavegar og Arnarnesvegar er gert ráð fyrir nýju hringtorgi sem og við gatnamót Vatnsendavegar og Arnarnesvegar. Þá er gert ráð fyrir fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu við Breiðholtsbraut með ljósastýrðum gatnamótum. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti hans liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú / vistloki yfir Arnarnesveginn.
Gert er ráð fyrir undirgöngum eða brú yfir Arnarnesveg við
gatnamót Rjúpnavegar og undirgöngum undir Vatnsendaveg nálægt fyrirhuguðu hringtorgi. Mörk skipulagssvæðis Arnarnesvegar skarast við skipulagsmörk í gildandi deiliskipulagi Hörðuvalla frá 2003, Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis frá 2001 og Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis, svæðis 3 frá 2007 og verða gerðar breytingar á umræddum deiliskipulögum samhliða deiliskipulagi Arnarnesvegar. Almennt er gert ráð fyrir að skipulagsmörk liggi nálægt veghelgunarlínu Arnarnesvegar nema við Desjakór og Lymskulág þar sem mörkin eru nær sveitarfélagamörkum. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. 13. desember 2021 ásamt greinargerð dags. 13. desember 2021.
Skipulagsráð samþykkti 20. desember 2021 með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi. Á fundi bæjarstjórnar 11. janúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 04. mars 2022.
Á fundi skipulagsráðs 14. mars 2022 voru lagðar fram framkomnar athugasemdir, ábendingar og umsagnir. Afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 var lögð fram umsögn dags. 13. maí 2022, greinargerð dags. 13. maí 2022 og breyttur uppdráttur dags. 13. maí 2022.
Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt gerði grein fyrir erindinu. Afgreiðslu var frestað.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 13. maí 2022 með fimm atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Kristinn Dagur Gissurarson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun Kristins Dags Gissurarsonar:
"Ég sit hjá og vísa í fyrri bókanir mínar um málið."

Almenn erindi

5.2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu á vinnslustigi tillaga Arkþing/ Nordic arkitekta dags. 11. febrúar 2022 fh. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis á Vatnsendahæð í Vatnsendahvarfi.
Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla og útivistarsvæðum ásamt verslun- og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir 500 íbúðum alls, þar af um 150-200 íbúðum í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús). Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara.
Uppdrættir í mkv. 1:2000, 1:1000 og greinargerð dags. 11. febrúar 2022.
Á fundi skipulagsráð 28. ferbrúar sl. var samþykkt með tilvísun í 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða vinnslutillögu skv. samráðsáætlun.
Á fundi bæjarstjórnar 8. mars sl. var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartima lauk 22. apríl sl. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 voru athugasemdir, ábendingar og umsagnir lagðar fram og vísað til úrvinnslu skipulagsdeildar.
Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 var lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 12. maí 2022, afgreiðslu var frestað. Þá lagt fram uppfært minnisblað skipulagsdeildar, dags. 27. maí 2022.
Skipulagsráð samþykkir að á grundvelli framlagðrar vinnslutillögu að deiliskipulagi Vatnsendahvarfs og þeirra umsagna, athugasemda og ábendinga sem fram komu á kynningartíma, verði hafin vinna við gerð tillögu að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði.

Bókun Einars Arnar Þorvarðarsonar:
"Legg áherslu á að í deiliskipulaginu fyrir Vatnsendahvarf verði horft til markmiða lýðheilsustefnu Kópavogs auk þess sem tekið verði mið af húsnæðisskýrslu Kópavogsbæjar og þeim félagslegu áherslum sem þar eru.
Að gert verið ráð fyrir íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í samræmi við áætlun sem gildir til ársins 2026 með áherslur á ólíkar þarfir íbúa á biðlista. Auk þess verði íbúðum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga fjölgað í samræmi við lög um almennar íbúðir. Að skipulagðar verði íbúðir fyrir 60 ára og eldri og fjölbreyttum búsetuúrræðum fyrir eldra fólk verði fjölgað þar sem heimili og þjónusta verði tengd saman. Að hverfiskjarni og nærþjónusta verði stækkuð og styrkt sem hjartað í hverfinu."

Bókun Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur:
"Fulltrúar Pírata og Samfylkingar leggja til að skipulagsskilmálar kveði á um að 25% byggingarmagns verði ætlað til uppbyggingar ódýrra íbúða, svo sem leigu- og búseturéttaríbúða auk íbúða sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána. Á næstu árum er nauðsynlegt að auka framboð af smærri íbúðum, burtséð frá eignarformi, til að auka val og möguleika ungs fólks og þeirra sem ekki vilja eða geta lagt mikið eigið fé í húsnæði. Þá er mikilvægt að tryggja gott aðgengi og flæði fyrir virka ferðamála og að skipulagið tryggi að gangandi vegfarendur þurfi ekki að þvera bílastæði til að komast að aðalinngöngum fjölbýlishúsa, skóla og verslunarhúsnæðis."

Almenn erindi

6.2201276 - Nónsmári 1-7 og 9-15, breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts, f.h. Nónhæðar ehf. dags. 11. janúar 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Nónsmára 1-7 og 9-15. Í breytingunni felst að á lóðinni Nónsmára 1-7 fjölgar íbúðum úr 55 í 60 og á lóðinni Nónsmára 9-15 fjölgar íbúðum úr 45 í 50. Heildarfjölgun íbúða er alls 10 íbúðir. Þá er sótt um hækkun byggingarreita þannig að hús nr. 1 og 9 hækki úr tveimur hæðum í þrjár og hús númer 5, 7, 13 og 15 úr fjórum hæðum í fimm hæðir. Byggingarmagn á lóðunum eykst úr 15.600 m² í 17.300 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,6. Bílastæðum neðanjarðar fjölgar úr 82 í 104 en bílastæðum ofanjarðar fækkar úr 125 í 122. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 10. janúar 2022.
Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var afgreiðslu erindisins frestað.
Þá lögð fram skuggavarpsgreining dags. 27. janúar 2022.
Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.
Á fundi bæjarstjórnar 8. febrúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma tillögunnar lauk 6. apríl sl. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var athugasemdum, ábendingum og umsögn vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 var lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 13. maí 2022, afgreiðslu var frestað. Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulagsdeildar dags. 30. maí 2022.
Lögð var fram tillaga Kristins Dags Gissurarsonar um frestun á afgreiðslu málsins. Skipulagsráð hafnaði tillögu um frestun með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar og Jóhannesar Júlíusar Hafstein.

Skipulagsráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar og J. Júlíusar Hafstein. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun Kristins Dags Gissurarsonar og J. Júlíusar Hafstein:
"Sú afgreiðsla skipulagsráðs að hafna fjölgun íbúða við Nónsmára 1- 7 er athyglisverð. Sýnt hefur verið fram á að hækkun húsanna norðanvert úr tveimur í þrjár hæðir (eins og er í Arnarsmára 36 -40) og inndreginni fimmtu hæð að hluta veldur aðliggjandi byggð nánast engum neikvæðum áhrifum. Skipulag er ekki meitlað í stein og rétt að benda á að nýtt aðalskipulag gengur út á að þétta byggð og nýta innviði þar sem það er hagkvæmt. Því skýtur það skökku við að hafna breytingu á deiliskipulagi sem þjónar markmiðum Aðalskipulagsins. Að vísa í mótmæli og fundi með þeim sem voru andsnúnir þeirri breytingu að skilgreiningu landsins yrði breytt úr stofnanasvæði í íbúabyggð hefur í raun ekkert vægi hvað þessa ósk varðar. Ekkert samkomulag var gert við mótmælendur á sínum tíma eftir fjölda funda. Breyting sú sem kynnt var gerir húsin mun betri en áður og svokallað borgarlandslag enn betra."

Almenn erindi

7.2112277 - Suðurlandsvegur í Kópavogi. Deiliskipulag.

Lögð fram á vinnslustigi tillaga verkfræðistofunar Eflu f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar að deliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ.
Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur 2 2. Gert er ráð fyrir vegamótum við Gerland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi.
Uppdrættir dags. 26. maí 2022 í mkv 1:10000
Lagt fram. Greint frá stöðu mála.
Skipulagsráð leggur áherslu á mislægar gatnamótalausnir við Geirland og að gert verði ráð fyrir göngu- og hjólaleiðum í tengslum við útivistarsvæði við Selfjall.

Almenn erindi

8.2112233 - Hliðarvegur í Lækjarbotnum. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Vegagerðarinnar dags. í nóvember 2022 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hliðarvegar í Lækjarbotnum.
Um er að ræða hliðarveg frá fyrirhuguðum gatnamótum við Geirland að núverandi vegi að Waldorfskólanum í Lækjarbotnum.
Framkvæmdin er liður í að tryggja öruggar tengingar við Lækjarbotnaland samhliða breikkun Suðurlandsvegar.
Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um matskyldu dags. 18. nóvember 2021 þar sem fram kemur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 var samþykkt með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hagsmunaaðilum og umsagnaraðilum.
Kynningu lauk 28. mars sl. athugasemdir og umsagnir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 4. apríl 2022 var lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 31. mars 2022. Skipulagsráð samþykkti erindið og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 12. apríl 2022 var málinu vísað aftur til afgreiðslu skipulagsráðs.
Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 var lögð fram uppfærð umsögn skipulagsdeildar dags. 13. maí 2022, afgreiðslu var frestað.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2112582 - Brekkuhvarf 5, breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 4. febrúar 2022 fyrir hönd lóðarhafa breytt 27. maí 2022. Sótt er um breytingu á deiliskipulagi, sem felst í að skipta upp lóðinni sem er 4.216 m² í tvær lóðir. Brekkuhvarf 5 (2.799 m²) hús á lóðinni standi áfram, með nýtingarhlutfall 0,04 og Brekkuhvarf 7A og 7B (1.417 m²) þar sem heimilað verði að reisa parhús á tveimur hæðum samtals 380 m² að flatarmáli, nýtingarhlutfall 0,25.
Á fundi skipulagsráðs 14. mars 2022 var afgreiðslu frestað.
Meðfylgjandi eru uppdrættir og skýringarmyndir dags. 27. maí 2022 í mkv. 1:1000 og 1:500.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2205792 - Vatnsendablettur 1b, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi RCDP Arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 12. maí 2022, óskað er eftir því að heimilt verði að skipta lóðinni í 7 lóðir. Lóðin er 7088 m² og yrði hver lóð um 1000 m².
Meðfylgjandi skýringaruppdrættir.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

11.22021253 - Álfhólsvegur 29, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram á ný erindi byggingarfulltrúa dags. 25. febrúar 2022, vegna umsóknar um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús, sbr. teikningar Vektors - hönnun og ráðgjöf dags. 9. febrúar 2022.
Lóðin er 1.063 m², einbýlishús 84,4 m² og bílskúr 42 m², sem lóðarhafi hyggst rífa og byggja í staðin tveggja hæða fjölbýlishús með fjórum íbúðum, tveimur á hvorri hæð. Alls fermetrar nýrrar byggingar 562 m², nýtingarhlutfall 0,529.
Skýringaruppdrættir dags. 9. febrúar 2022 í mkv. 1:100 og 1:500.
Á fundi skipulagsráð 14. mars sl. var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 16, 16A, 18, 18A, 20, 20A, 22A, 22B, 25, 27, 31, 33, Löngubrekku 39, 41, 43, 45 og 47.
Kynningartíma lauk 22. apríl sl, athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 25. maí 2022.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.2111359 - Víðigrund 23. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram á ný erindi Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts dags. 21. október 2021 f.h. lóðarhafa Víðigrundar 23. Sótt er um leyfi til að byggja 70,3 m² viðbyggingu við núverandi hús. Viðbyggingin yrði á 1. hæð og kjallara. Núverandi íbúðarhús er skráð 131,1 m². Lóðarstærð er 456 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,28. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 201,4² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,44. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Víðigrundar 9 til 21 og 25 til 35 er 0,37 (minnst 0,27 og mest 0,77). Uppdrættir og skýringar dags. 21. október 2021.
Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 11, 13, 21, 25, 29 og 31.
Kynningartíma lauk 20. maí, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

13.2204613 - Litlavör 19, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Vilhjálms Hjálmarssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 25. apríl 2022, sem varðar tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Samkvæmt gildandi deiliskiplagi er heimilt að byggja parhús á tveimur hæðum sem er 282 m² að stærð ásamt stakstæðri bílageymslu sem er 38 m² að stærð.
Í breytingunni felst að auka byggingarmagn parhússins úr 282 m² í 328 m². Svalir á norðurhlið viðbyggingar fara út fyrir byggingarreit. Þakkantar á suður- og vesturhlið fara um 20 cm upp fyrir hámarksvegghæð á hluta þaks.
Stærð lóðar er 950 m² og hámarks nýtingarhlutfall lóðar eykst úr 0.33 í 0.38. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag; Kársnesbraut 76-84 og Vesturvör 7 sem samþykkt var í bæjarstjórn 23. nóvember 2010 m.s.br. að Litluvör 15-23 samþykkt í bæjarstjórn 12. febrúar 2019 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 16. apríl 2019
Meðfylgjandi skýringaruppdættir dags. 30. maí 2022 í mkv. 1:1000 og 1:250.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Litluvarar 15, 17, 21 og 23.

Almenn erindi

14.2205847 - Bakkabraut 9-23, reitur 8. Fyrirspurn.

Lagt fram fyrirspurn Björns Skaptason arkitekts fh. lóðarhafa dags. 12. maí 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Óskað er eftir afstöðu skipulagsráðs um mögulega stækkun á kjallara. Aukning á byggingarmagni yrði samtals 1.220m², kjallari-A rými neðanjarðar 774m² og 1-5 hæð-A rými ofanjarðar 305m². Bílastæðafjöldi myndi vera áfram 103 í kjallara en 34 geymslur úr íbúðum myndu vera færðar niður í kjallarann ásamt því að komið yrði fyrir 11 bílskúrum. Byggingarreitur neðanjarðar myndi þurfa að stækka um 10 m² að öðru leiti eru breytingar innan byggingarreits.
Meðfylgjandi skýringaruppdættir dags. maí 2022.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

15.22033170 - Kópavogsbraut 19. Urðarhóll, leikskóli. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 29. apríl 2022 breytt 30. maí 2022 að breyttu deiliskipulagi Kópavogstúns, samþykkt í bæjarstjórn 8. nóvember 2005 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 7. mars 2006.
Í breytingunni felst að lóðin Kópavogsbraut 19 verður breytt og stækkuð til suðurs, vesturs og austurs. Lóðarstærð breytist og verður 6.130 m2 í stað 950 m2. Auk þess verður stofnuð ný lóð 315 m2 að stærð sem tilheyrir Kópavogsbraut 19, innan svæðis sem skilgreint er sem "frestað svæði" í gildandi deiliskipulagi og fær sú lóð staðfangið Kópavogsbraut 19b.
Á umræddri lóð nr. 19b verður komið fyrir byggingarreit á einni hæð fyrir færanlega kennslustofu. Svæðið er skilgreint fyrir samfélagsþjónustu í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Hámarks hæð byggingarreitar er áætluð 2.8 - 3 metrar og áætluð stærð byggingarreits er um 135 m².
Leiksvæði barna mun verða á núverandi leikskólalóð en girðingu verður komið upp umhverfis færanlegu kennslustofuna. Lagður verður upphitaður stígur milli færanlegu kennslustofunnar og leikskólans Urðarhóls. Staðsetning færanlegu kennslustofunnar er tímabundin.
Það er mat bæjaryfirvalda að tímabundinn skortur sé á leikskólaplássum vegna þéttingu byggðar á Kársnesi þangað til að tekinn verður í notkun nýr leikskóli við Kársnesskóla. Að vandlega skoðuðu mál er umrætt svæði austan við núverandi leikskóla metið hentugast vegna þess að neikvæð umhverfisáhrif á nærliggjandi byggð eru sem minnst.
Uppdrættir í mkv. 1:2000, 1:100 og 1:250 dags. 29. apríl 2022, breytt 30. maí 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsbarðs 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17 og 19, Kópavogsbrautar 5A, 5B, 5C, 9, 11 og 17.

Fundi slitið - kl. 18:46.