Skipulagsráð

164. fundur 21. maí 2024 kl. 16:00 - 18:57 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Hjördís Ýr Johnson formaður
 • Kristinn D Gissurarson varaformaður
 • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
 • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
 • Hákon Gunnarsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
 • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
 • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
 • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
 • Harri Ormarsson lögfræðingur
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2404015F - Bæjarstjórn - 1299. fundur frá 14.05.2024

Skipulagsráð - 163. fundur frá 06.05.20242208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.2201623 - Bláfjöll. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum í Bláfjöllum.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.24021321 - Dalaþing 20-22. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.2401786 - Vesturvör 32B. Breytt deiliskipulag. Fjarskiptaloftnet.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.24021940 - Fossahvarf 7. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

2.23101239 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Andra Klausen arkitekts dags. 13. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 30 við Dalveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst breytt lögun og sameining byggingarreita 30B og 30C í einn reit, 30A. Byggingarmagn ofanjarðar eykst um 55 m². Nýtingarhlutfall ofanjarðar á lóðinni helst óbreytt. Byggingarreitur neðanjarðar stækkar og heildarbyggingarmagn á lóðinni, ofanjarðar og neðanjarðar eykst úr 4.000 m² í 14.600 m². Fyrirkomulag bílastæða á lóðinni breytist, heimilt verður að koma fyrir allt að 250 bílastæðum neðanjarðar, heildarfjöldi bílastæða á lóðinni helst óbreyttur alls 470 stæði. Hæðir byggingarreita verða óbreyttar, 3 hæðir ásamt kjallara. Staðföng bygginga á lóðinni breytast úr 30A, 30B og 30C í 30 og 30A.

Á fundi skipulagsráðs þann 4. mars 2024 var erindið lagt fram að lokinni kynningu ásamt athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. maí 2024 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 30. apríl 2024.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir vék af fundi kl. 17:35.

Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Hákonar Gunnarssonar framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 30. apríl 2024 ásamt þeim breytingum á skilmálum sem lagðar eru til í umsögn skipulagsdeildar dags. 17. maí 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Gunnar Sær Ragnarsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun:
„Undirrituð telur ófullnægjandi að notaðar séu gamlar umferðamælingar og tekur undir þær áhyggjur sem koma fram í umsögn Vegagerðarinnar um betri greiningar með tilliti til afkasta og slysahættu.“
Theódóra Þorsteinsdóttir.

Bókun:
„Umferðarspár eru unnar eftir viðurkenndum aðferðum og þeim bestu sem völ er á. Fleiri en ein verkfræðistofa hefur komið að þeirri vinnu. Miðað við umferðarspá, sem m.a. gerir ráð fyrir nýjum tengivegi við Reykjanesbraut og tekur mið af nýrri umferð sem hefur orðið á Dalvegi frá því að mælingar voru gerðar, getur Dalvegur annað þeirri umferðaraukningu sem mun verða á svæðinu. Þetta hefur ítrekað komið fram við skipulagsferlið. Samtal við Vegagerðina um bætt umferðaröryggi er í gangi og tengist það ekki fyrirhugaðri uppbyggingu á Dalvegi 30 og 32 sérstaklega heldur snýr það að almennt bættu umferðaröryggi gatnamóta Dalvegar og Nýbýlavegar.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

Bókun:
„Hvað varðar breytingar á skipulagsskilmálum, þá telur undirritaður að hægt hefði verið að leita frekari leiða til að ná málamiðlun og jákvæðri niðurstöðu fyrir bæði nærliggjandi íbúabyggð og framtíðarstarfsemi á Dalvegi 30 og 32.“
Gunnar Sær Ragnarsson.

Bókun:
„Í umferðargreiningu VSÓ er miðað við minna byggingarmagn heldur en verið er að samþykkja hér. Vegagerðin kallar eftir betri greiningu með tilliti til afkasta og slysahættu og tengist beint fyrirhugaðri uppbyggingu fyrir Dalveg 30 og 32. Einnig óskaði Vegagerðin sérstaklega eftir því að betri grein sé gerð fyrir áhrifum þessara breytinga á umferðaröryggi áður en ákvörðun er tekin um breytta útfærslu við tengingar inn á Reykjanesbraut.“
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Bókun:
„Eins og kemur fram í gögnum málsins hefur VSÓ notast við nýjustu talningar hverju sinni og notast við sömu spálíkön og hafa verið notuð í skipulagsvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Umferðargreiningar á Dalvegi 32 gera ráð fyrir 16.000 fermetrum ofanjarðar en þeir eru í raun færri, eða 14.892 fermetrar. Þar er því gert ráð fyrir meira byggingarmagni ofanjarðar en er hér til samþykktar. Á Dalvegi 30 eru aukning fermetra neðanjarðar og hefur aukning byggingarmagns því ekki áhrif á umferðarsköpun samkvæmt umferðarlíkönum. Deiliskipulag er í gildi fyrir tengingar Dalvegar og Reykjanesbrautar við Dalveg 22-28.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson

Bókun:
„Heildarbyggingarmagn á lóð við Dalveg 32 eykst úr 9.300 m² í 18.618 m². Fram kemur að í umferðargreiningu VSÓ að heildarbyggingarmagn fyrir Dalveg 32 sé 16.000 m². Þetta eru upplýsingar sem lagðar eru fyrir fundinn.“
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Almenn erindi

3.22114327 - Dalvegur 32 A, B, C. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Arkís arkitekta dags. 7. nóvember 2022 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 32 A, B og C.

Í breytingunni felst að byggingarreitur Dalvegar 32B minnkar til austurs, byggingarreitur Dalvegar 32C stækkar og færist til á lóðinni. Byggingarreitur Dalvegar 32C hækkar jafnframt úr 2 hæðum ásamt kjallara í 2-4 hæðir ásamt kjallara og 6 hæðir ásamt kjallara austast á lóðinni. Heildarbyggingarmagn á lóð eykst úr 9.300 m² í 18.618 m². Svæðisnýting eykst úr 0.4 í 0.8. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1. Fyrirkomulag og fjöldi bílastæða á lóð breytist. Gert verður ráð fyrir akstursleið til vesturs frá lóðarmörkum Dalvegar 32 inn á lóðina að Dalvegi 30

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum. Tillögunni fylgir jafnframt umferðargreining frá VSÓ ráðgjöf dags. í október 2022, mat á áhrifum á hljóðvist frá Hljóðvist Ráðgjöf og Hönnun dags. 3. október 2022, skugga/vind/loftslagsgreiningar frá Reflex Arkitekter dags. 7. nóvember 2022.

Á fundi skipulagsráðs þann 4. mars 2024 var erindið lagt fram að lokinni kynningu ásamt athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. maí 2024 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 14. maí 2024.
Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 14. maí 2024 ásamt þeim breytingum á skilmálum sem lagðar eru til í umsögn skipulagsdeildar dags. 17. maí 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Gunnar Sær Ragnarsson og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun:
„Undirrituð telur ófullnægjandi að notaðar séu gamlar umferðamælingar og tekur undir þær áhyggjur sem koma fram í umsögn Vegagerðarinnar um betri greiningar með tilliti til afkasta og slysahættu.“
Theodóra Þorsteinsdóttir.

Fundarhlé hófst kl. 18:25, fundi fram haldið kl. 18:38.

Bókun:
„Umferðarspár eru unnar eftir viðurkenndum aðferðum og þeim bestu sem völ er á. Fleiri en ein verkfræðistofa hefur komið að þeirri vinnu. Miðað við umferðarspá, sem m.a. gerir ráð fyrir nýjum tengivegi við Reykjanesbraut og tekur mið af nýrri umferð sem hefur orðið á Dalvegi frá því að mælingar voru gerðar, getur Dalvegur annað þeirri umferðaraukningu sem mun verða á svæðinu. Þetta hefur ítrekað komið fram við skipulagsferlið. Samtal við Vegagerðina um bætt umferðaröryggi er í gangi og tengist það ekki fyrirhugaðri uppbyggingu á Dalvegi 30 og 32 sérstaklega heldur snýr það að almennt bættu umferðaröryggi gatnamóta Dalvegar og Nýbýlavegar.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson

Bókun:
„Hvað varðar breytingar á skipulagsskilmálum, þá telur undirritaður að hægt hefði verið að leita frekari leiða til að ná málamiðlun og jákvæðri niðurstöðu fyrir bæði nærliggjandi íbúabyggð og framtíðarstarfsemi á Dalvegi 30 og 32.“
Gunnar Sær Ragnarsson.

Bókun:
„Í umferðargreiningu VSÓ er miðað við minna byggingarmagn heldur en verið er að samþykkja hér. Vegagerðin kallar eftir betri greiningu með tilliti til afkasta og slysahættu og tengist beint fyrirhugaðri uppbyggingu fyrir Dalveg 30 og 32. Einnig óskaði Vegagerðin sérstaklega eftir því að betri grein sé gerð fyrir áhrifum þessara breytinga á umferðaröryggi áður en ákvörðun er tekin um breytta útfærslu við tengingar inn á Reykjanesbraut.“
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Fundarhlé hófst kl. 18:45, fundi fram haldið kl. 18:54.

Bókun:
„Eins og kemur fram í gögnum málsins hefur VSÓ notast við nýjustu talningar hverju sinni og notast við sömu spálíkön og hafa verið notuð í skipulagsvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Umferðargreiningar á Dalvegi 32 gera ráð fyrir 16.000 fermetrum ofanjarðar en þeir eru í raun færri, eða 14.892 fermetrar. Þar er því gert ráð fyrir meira byggingarmagni ofanjarðar en er hér til samþykktar. Á Dalvegi 30 eru aukning fermetra neðanjarðar og hefur aukning byggingarmagns því ekki áhrif á umferðarsköpun samkvæmt umferðarlíkönum. Deiliskipulag er í gildi fyrir tengingar Dalvegar og Reykjanesbrautar við Dalveg 22-28.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson

Bókun:
„Heildarbyggingarmagn á lóð við Dalveg 32 eykst úr 9.300 m² í 18.618 m². Fram kemur að í umferðargreiningu VSÓ að heildarbyggingarmagn fyrir Dalveg 32 sé 16.000 m². Þetta eru upplýsingar sem lagðar eru fyrir fundinn.“
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Almenn erindi

4.24021514 - Sameiginlegt erindi fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vina Kópavogs um Miðbæ Kópavogs - framtíðarsýn

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 9. apríl 2024 var samþykkt að vísa því til skipulagsráðs að hafinn yrði undirbúningur að gerð áætlunar og heildstæðrar stefnu um þróun miðbæjar Kópavogs. Kostir og gallar ólíkra leiða verði skoðaðir. Svæðið afmarkast af Borgarholti til vesturs, Vallartröð til austurs, Digranesvegi og Borgarholtsbraut til suðurs og Hamraborg til norðurs. Markmiðið er að festa heildarsýn og tengingar fyrir miðbæjarsvæði Kópavogs í sessi í samráði við íbúa og aðra hagaðila.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

5.24051469 - Þinghólsbraut 53A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa þar sem umsókn Ástríðar Birnu Árnadóttur dags. 16. apríl 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 53A við Þinghólsbraut um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að byggja viðbyggingu, hækka þak, breytingar á innra skipulagi, bæta við gluggum á norður og vesturhlið í risi og svölum á vestur og suðurhlið.

Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:100 ásamt skráningartöflu dags. 12. apríl 2024.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

6.24033581 - Lyngheiði 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 22. mars 2024 þar sem umsókn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um 30,4m² viðbyggingu á einni hæð við suðurhlið hússins. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,30. Á fundi skipulagsráðs þann 6. maí 2024 var erindið lagt fram og afgreiðslu var frestað.

Þá eru lagðir fram uppfærðir uppdrættir dags. 11. maí 2024 ásamt uppfærðu minnisblaði skipulagsdeildar dags. 17. maí 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 18 og 22 við Lyngheiði og nr. 39 og 41 við Digranesveg.

Fundi slitið - kl. 18:57.