Skólanefnd

8. fundur 26. apríl 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Kársnesskóla
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.1004372 - Innlegg skólastjóra Kársnesskóla

Guðrún Pétursdóttir, skólastjóri, sagði frá því starfi sem fram fer í gamla Kársnesskólanum. Guðrún fjallaði sérstaklega um útikennslu í yngstu deildum skólans og sagði einnig frá ýmsum öðrum áhugaverðum verkefnum sem unnin eru við skólann.

2.1004371 - Erindi frá skólastjóra Kársnesskóla

Lagt fram bréf, dags. 22.04.2010 frá skólastjóra Kársnesskóla vegna fjárhagsstöðu skólans skólaárið 2009.

 

Skólanefnd óskar eftir greinargerð og skýringum á efni bréfsins frá fræðsluskrifstofu á næsta fundi nefndarinnar.

3.1003035 - Sameining Digranesskóla og Hjallaskóla

Formaður skólanefndar gerði grein fyrir vinnu við sameiningu skólanna.

 

Málið rætt.

 

Fulltrúar Samfylkingar og fulltrúi Vinstri Grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:

 

""Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna í skólanefnd fagna að almenn sátt virðist vera að nást um sameiningu Hjalla- og Digranesskóla. Það hefði þó verið eðlilegra að málið fengi eðlilega afgreiðslu innan stjórnkerfis bæjarins þannig að formleg og vel ígrunduð tillaga kæmi frá skólanefnd til bæjarráðs um málið. Þess í stað var málið afgreitt í flýti af bæjarráði og niðurstaða tilkynnt skólanefnd í dag. Þessi framgangsmáti sýnir virðingarleysi meirihlutans gagnvart faglegri umfjöllun í skólanefnd og er það miður. Allur undirbúningur og upplýsingagjöf vegna málsins til skólanefndar á liðnum vikum hefur verið tilviljunarkennd og ekki til eftirbreytni við umfjöllun viðkvæmra mála eins og sameining skóla er.""

 

Hlé var gert á fundi kl. 18:08.

 

Fundur settur aftur kl. 18:15.

 

Að loknu fundarhléi lagði meirihluti skólanefndar fram eftirfarandi bókun:

 

""Meirihluti skólanefndar tekur ekki undir bókun minnihlutans. Sameining Digranes- og Hjallaskóla hefur verið til umfjöllunar á flestum fundum skólanefndar síðan sameining skólanna kom til tals. Framkvæmdahópur var skipaður af bæjarráði og hefur formaður skólanefndar átt sæti í þeim hópi og komið á framfæri sjónarmiðum sem upp hafa komið á fundum skólanefndar. Ljóst var frá upphafi að ákvörðun um sameininguna var alfarið í höndum bæjarráðs.""

4.1004347 - Ósk um breytingu á skóladagatali Smáraskóla - leiðrétting

Lagt fram erindi frá skólastjóra Smáraskóla, dags. 21. apríl 2010, með ósk um breytingar á skóladagatali fyrir skólaárið 2009-2010.

 

Skólanefnd samþykkir breytinguna.

5.1004346 - Ósk um endurskoðun á stöðugildum deildarstjóra við grunnskóla Kópavogs

Lagt fram erindi frá skólastjórum, dags. 20. apríl 2010, með ósk um endurskoðun á ákvörðun bæjaryfirvalda um að fækka stöðugildum deildarstjóra við grunnskólana.

 

Málið rætt.

 

Skólanefnd samþykkti eftirfarandi bókun:

 

""Í sparnaðartillögum grunnskóla vegna fjárhagsáætlunar 2010 sem unnar voru í samráði við skólastjóra og samþykktar í bæjarráði er gert ráð fyrir ""að stjórnunarkvóti verði minnkaður um ca. 1 stöðugildi deildarstjóra pr. skóla að meðaltali"". Í áætlun er gert ráð fyrir kr. 15 milljóna hagræðingu í þessum þætti. Með þessari sparnaðaraðgerð, ásamt ýmsum öðrum, tókst að komast hjá enn meiri niðurskurði á kennslutímamagni en raun varð. Skólanefnd lítur svo á að það sé ekki á hennar valdi að breyta þessari ákvörðun bæjarráðs vegna fjárhagsársins 2010. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2011 verður farið vandlega yfir alla rekstrarþætti skólanna með endurskoðun í huga.  

6.1004349 - Skóladagatal og starfsáætlun Vatnsendaskóla skólaárið 2010-2011

Lagt fram skóladagatal Vatnsendaskóla fyrir 2010-2011.

 

Skólanefnd vísar erindinu til skoðunar á fræðsluskrifstofu.

7.1004360 - Fjöldi nemenda utan síns skólahverfis í grunnskólum Kópavogs

Lagt fram yfirlit frá fræðsluskrifstofu um fjölda nemenda utan síns skólahverfis.

8.1004351 - Staða skólasafna

Lagt fram bréf. dags 22. febrúar 2010, frá forstöðumönnum skólasafna vegna fækkunar á tímum til kennslu á bókasöfnum grunnskólanna. Einnig lögð fram stuðningsyfirlýsing frá Félagi fagfólks á skólasöfnum.

 

Málið rætt.

 

Skólanefnd samþykkti eftirfarandi bókun:

 

""Fækkun tíma fyrir kennslu á bókasöfnum grunnskólanna er liður í almennum hagræðingaraðgerðum bæjaryfirvalda fyrir fjárhagsárið 2010. Tillögur um leiðir til hagræðingar í grunnskólum voru unnar í samstarfi fræðslustjóra og skólastjóra og var fækkun tíma á bókasöfnum skólanna ein af mörgum öðrum leiðum sem lagðar voru til og samþykktar í bæjarráði. Skólanefnd lítur svo á að ákvörðunin sé óafturkallanleg fyrir fjárhagsárið 2010 enda unnin í nánu samstarfi við skólastjórnendur. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2011 verður farið vandlega yfir alla rekstrarþætti skólanna með hugsanlega endurskoðun í huga.""

9.1004362 - Umsókn um styrkveitingu

Lögð fram umsókn um ferðastyrk frá Hjördísi Ýr Sveinsdóttur.

 

Skólanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 35.000.

10.1004304 - Umsókn um námsleyfi

Lögð fram umsókn um leyfi án launa skólaárið 2010 - 2011 frá aðstoðarskólastjóra Smáraskóla.

 

Skólanefnd samþykkir umsóknina.

11.1004161 - Skýrsla um samræmd könnunarpróf haustið 2009

Árni Þór Hilmarsson, fræðslustjóri, fór yfir helstu atriði skýrslunnar sem varða námsárangur nemenda í grunnskólum Kópavogs.

 

Skólanefnd fagnar góðum árangri skólanna í Kópavogi.

12.1004402 - Uppsagnarbréf

Lagt fram bréf, dags. 26. apríl 2010, frá Sigfríði Sigurðardóttur þar sem hún segir upp stöðu sinni sem aðstoðarskólastjóri Lindaskóla frá og með 31. júlí 2010.

13.902060 - Önnur mál

a)Skólanefnd tilnefnir tvo fulltrúa úr meirihluta og einn úr minnihluta til að vinna með fræðsluskrifstofu við úrvinnslu umsókna um stöðu skólastjóra Smáraskóla.

 

b)Sigurður Haukur Gíslason vakti máls á vandamálum varðandi One - System skjalavistunar- og fundargerðarkerfið.

 

Málið rætt.

 

Ákveðið að ræða málið frekar á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 19:15.