Umhverfisráð

489. fundur 07. júní 2010 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram eftirfarandi bókun: ?Fulltrúar Samfylkingarinnar í Umhverfisráði leggja til að fresta öllum dagskrárliðum sem liggja fyrir þessum fundi. Jafnframt er lagt til að greiða nefndarmönnum ekki sérstaklega fyrir setu á þessum fundi.
Fulltrúar Samfylk

1.1003275 - Umhverfisviðurkenningar 2010

Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 lagði Skipulags- og umhverfissvið til við umhverfisráð að sviðinu verði falið að annast undirbúning vegna veitingu umhverfisviðurkenninga ársins. Lögð voru fram drög að tilkynningu þar sem íbúum er gefinn kostur á að senda inn tilnefningar vegna umhverfisviðurkenninga. Einnig var tekin ákvörðun um hvenær afhending viðurkenninga mun fara fram.
Umhverfisráð samþykkti að fela Skipulags- og umhverfissviði að leita tilboða á hönnun og gerð á viðurkenningaskjölum. Viðurkenningarnar fara fram seinni hluta ágústmánaðar.
Á fundi umhverfisráðs var lagður fram listi yfir tilnefningar til umhverfisverðlauna.
Umhverfisráð lagði til að umhverfisviðurkenningarnar verði veittar 26. ágúst næstkomandi í forrými Salarins. Umhverfisráð óskar eftir ábendingum um tilnefningar til umhverfisverðlauna.
Á fundi umhverfisráðs 7. júní 2010 eru tilnefningar til umhverfisviðurkenninga lagðar fram.

Auglýst var eftir tilnefningum frá bæjarbúum en engar bárust.

Listi yfir tilnefningar dags. 7. júní lagður fram.

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að fresta þessu máli og leyfa nýju ráði að taka afstöðu til þess, þar sem núverandi ráð missir umboð sitt eftir 8 daga. Við teljum það óviðeigandi að binda hendur nýrrar nefndar og ráðstafa fjármunum úr bæjarsjóði með þessum hætti. Jafnframt er lagt til að nýtt ráð verði kallað saman eins fljótt og auðið er eftir 15. júní til að afgreiða þetta mál.

Tillagan borin undir atkvæði og felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í umhverfisráði óska bókað: Við teljum mikilvægt að halda því góða starfi áfram sem unnið hefur verið í umhverfisráði síðastliðin ár og ljúka öllum þeim málum sem liggja fyrir fundinum.

 

2.801228 - Ólafsvíkuryfirlýsingin. Staðardagskrá 21.

Á fundi bæjarráðs 24. janúar 2008 var lagt fram erindi frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi dags. 18. janúar 2008. Erindið varðar Ólafsvíkuryfirlýsinguna, sem varð til á 3. landsráðstefnunni um Staðardagskrá 21, í Ólafsvík 12.-13. október 2000. Hvatt var til að yfirlýsingin verði tekin til formlegrar umræðu og afgreiðslu hafi það ekki þegar verið gert. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins.
Á fundi umhverfisráðs 6. júlí 2009 óskar umhverfisráð þess að bæjarráð taki málið upp að nýju og samþykki að skrifa undir Ólafsvíkuryfirlýsinguna.
Á fundi bæjarráðs 9. júlí 2009 vísaði bæjarráð málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 28 júlí 2009 var málið samþykkt og bæjarstjóra falið að undirrita Ólafsvíkuryfirlýsinguna fyrir hönd bæjarstjórnar.
Á fundi umhverfisráðs 7. júní 2010 er lögð fram undirritun Ólafsvíkuryfirlýsingarinnar.

Formaður umhverfisráðs gerði grein fyrir stöðu málsins.

 

3.811333 - Reglugerð um skilti og merkingar í Kópavogi

Á fundi umhverfisráðs 19. maí 2008 lagði umhverfisráð áherslu á að settar verði reglur um auglýsingaskilti í bænum.
Á fundi umhverfisráðs 11. ágúst 2008 var málið lagt fram og formaður og varaformaður skipaðir í vinnuhópinn.
Vinnuhópinn skipa:
Tveir frá skipulagsnefnd, tveir frá bygginganefnd og tveir frá umhverfisráði.
Lagt fram á ný ásamt fundargerð vinnuhóps til að ákvarða vinnureglur um merkingar og skilti í Kópavogi, dags. 6. nóvember 2008.
Á fundi umhverfisráðs 21. september 2009 er lögð fram ný tillaga að reglugerð þar sem tekið var tillit til athugasemda vinnuhópsins.
Umhverfisráð vísaði málinu til vinnuhópsins. Sigurjón Jónsson tekur við sæti Hjörts Sveinssonar í vinnuhópnum.
Á fundi umhverfisráðs 7. júní 2010 eru drög að reglugerð lögð fram á ný.

Með tilvísan í umrædd drög að reglugerð er ljóst að hún yrði mjög yfirgripsmikil og ítarleg. Að fylgja henni eftir mun því verða kostnaðarsamt. Umhverfisráð þakkar framlögð drög en ekki verður unnið frekar að framgangi málsins að þessu sinni.

4.902211 - Bæjarvernd-náttúruvernd, tillögur

Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var óskað eftir að umhverfisráð skoði og tilnefni ný svæði til bæjarverndar og náttúruverndar fyrir endurskoðun á Aðalskipulagi Kópavogs. Samkvæmt Aðalskipulagi Kópavogs er æskilegt að athuga hvort ný svæði þurfi bæjarvernd eða náttúruvernd. Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi og vísað inn í vinnu við endurskoðun Aðalskipulag sem nú stendur yfir.
Lagðar eru fram tillögur um svæði til bæjarverndunar. Á fundi Umhverfisráðs 30. mars 2009 voru framlagðar tillögur samþykktar og vísað til vinnu við endurskoðun Aðalskipulags.
Á fundi umhverfisráðs 7. júní 2010 eru lagðar fram tillögur að framkvæmdum á verðandi bæjarvernduðum svæðum (Guðmundarlundur, Steinn við gamla Suðurlandsveginn, Tröllabörn, Hraunjaðar Hólmshraun við Selfjall, Trjálundur á Vatnsendabletti 9, Magnúsarlundur, Markasteinn, rúst undir Vatnsendahvarfi, Beitarhús suður af Litlabás).

Samþykkt og vísað til endurskoðunar aðalskipulags.

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að fresta þessu máli og leyfa nýju ráði að taka afstöðu til þess. Jafnframt er lagt til að nýtt ráð verði kallað saman eins fljótt og auðið er eftir 15. júní til að vinna að þessu máli.

Tillagan borin undir atkvæði og felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í umhverfisráði óska bókað: Við teljum mikilvægt að halda því góða starfi áfram sem unnið hefur verið í umhverfisráði síðastliðin ár og ljúka öllum þeim málum sem liggja fyrir fundinum.

5.1006051 - Úttekt á stöðu bæjarverndaðra svæða í Kópavogi

Á fundi umhverfisráðs 7. júní 2010 eru lögð fram drög að úttekt á ástandi á bæjarvernduðum svæðum í Kópavogi og framkvæmdaáætlun varðandi þau.

Umhverfisráð samþykkir að unnið verði áfram að ofangreindri úttekt í samræmi við framlögð drög.

Fulltrúar Samfylkingarinnar gera fyrirvara á að nýtt ráð sé samþykkt ofangreindu.

6.1006096 - Úttekt stöðu friðlýstra svæða skv. þjóðminjalögum

Á fundi umhverfisráðs 7. júní 2010 eru lögð fram drög að úttekt á ástandi á friðlýstum svæðum skv. þjóðminjalögum og framkvæmdaáætlun varðandi þau.

Umhverfisráð samþykkir að unnið verði áfram að ofangreindri úttekt í samræmi við framlögð drög.

Fulltrúar Samfylkingarinnar gera fyrirvara á að nýtt ráð sé samþykkt ofangreindu.

7.1006097 - Úttekt á stöðu friðlýstra náttúrulegra svæða

Á fundi umhverfisráðs 7. júní 2010 eru lögð fram drög að úttekt á ástandi á friðlýstum svæðum skv. náttúruminjalögum og framkvæmdaáætlun varðandi þau.

Umhverfisráð samþykkir að unnið verði áfram að ofangreindri úttekt í samræmi við framlögð drög.

Fulltrúar Samfylkingarinnar gera fyrirvara á að nýtt ráð sé samþykkt ofangreindu.

8.1006091 - Sorptunnur við göngustíga

Á fundi umhverfisráðs 7. júní er lögð fram tillaga um nýja gerð sorptunna við gangstíga í Kópavogi.

Lagt fram og kynnt.

9.1006008 - Vatnspóstar í Kópavogi

Á fundi umhverfisráðs 7. júní er lögð fram tillaga um að skipta út vatnspóstum gerðum úr stáli fyrir vatnspósta úr graníti.

Lagt fram og kynnt.

 

10.1002095 - Fróðleiksskilti 2010

Sumarið 2009 var samþykkt að vinna tvö fróðleiksskilti af Elliðavatni. Skilti sem fjallar um sögu Elliðavatns og umhverfis er þegar tilbúið. Lagðar eru fram tillögur að texta og útliti skiltis um lífríki Elliðavatns.
Lagt fram til kynningar.
Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 var málið lagt fram á ný ásamt tveim hugmyndum að útliti skiltisins.
Umhverfisráð samþykkir tillögu af fróðleiksskilti með teiknuðum myndum af lífverum.
Á fundi umhverfisráðs 7. júní 2010 er lögð fram tillaga að útliti fróðleiksskiltisins.

Samþykkt.

Önnur mál:
Formaður umhverfisráðs þakkar starfsfólki og fulltrúum ráðsins fyrir vel unnin störf.
Fulltrúar ráðsins taka undir orð formannsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.