Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var óskað eftir að umhverfisráð skoði og tilnefni ný svæði til bæjarverndar og náttúruverndar fyrir endurskoðun á Aðalskipulagi Kópavogs. Samkvæmt Aðalskipulagi Kópavogs er æskilegt að athuga hvort ný svæði þurfi bæjarvernd eða náttúruvernd. Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi og vísað inn í vinnu við endurskoðun Aðalskipulag sem nú stendur yfir.
Lagðar eru fram tillögur um svæði til bæjarverndunar. Á fundi Umhverfisráðs 30. mars 2009 voru framlagðar tillögur samþykktar og vísað til vinnu við endurskoðun Aðalskipulags.
Á fundi umhverfisráðs 7. júní 2010 eru lagðar fram tillögur að framkvæmdum á verðandi bæjarvernduðum svæðum (Guðmundarlundur, Steinn við gamla Suðurlandsveginn, Tröllabörn, Hraunjaðar Hólmshraun við Selfjall, Trjálundur á Vatnsendabletti 9, Magnúsarlundur, Markasteinn, rúst undir Vatnsendahvarfi, Beitarhús suður af Litlabás).
Fulltrúar Samfylk