Umhverfisráð

474. fundur 30. mars 2009 kl. 16:30 - 19:00 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.811286 - Skógrækt og uppgræðsla í Selfjalli í Lækjarbotnalandi

Á fundi umhverfisráðs 17. nóvember 2008 gerði garðyrkjustjóri grein fyrir undirbúningi vegna fyrirhugaðrar skógræktar- og uppgræðslu á Selfjalli í Lækjarbotnalandi. Lagt fram ásamt yfirlitsmynd af Selfjalli dags. 2002, loftmynd af svæðinu sem sýnir tillögu að afmörkun fyrirhugaðs skógræktar- og uppgræðslusvæðis, dags. 17. nóvember 2008 og skýrslu Brynjólfs Jónssonar dags. október 2002. Umhverfisráð fól garðyrkjustjóra í samvinnu við skipulags- og umhverfissvið að vinna að málinu eins og fram kom á fundinum.

Umhverfisráð samþykkir framlagða áætlun um skógrækt og uppgræðslu í Selfjalli og leggur áherslu á að við framkvæmd verksins verði öllum formsatriðum fylgt og eftirlit haft með framkvæmdinni. Umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að búa til áætlun um eftirlit með fyrirhugaðri framkvæmd.

2.812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 var lagt fram erindi stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 25. nóvember 2008. Lögð voru fram drög að breytingum á deiliskipulagi á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Meðfylgjandi: Tillaga að deiliskipulagi, greinargerð og skilmálar. Frestað. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til umsagnar umhverfisráðs og Heilbrigðiseftirlits og fól skipulagsstjóra að hafa samráð við Skipulagsstofnun um feril málsins. Á fundi umhverfisráðs 26. janúar 2009 greindi sviðsstjóri frá stöðu mála, afgreiðslu frestað.

Umhverfisráð samþykkir að erindinu verði vísað til umsagnar til eftirtalinna aðila: Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Bláfjallanefndar og Umhverfisstofnunar.

3.801003 - Óskað eftir framhaldsviðræðum varðandi afnot af svæði til skotæfinga.

Frá Skotfélagi Kópavogs, dags. 27. nóvember 2008, varðandi umsókn félagsins um skotvöll til útiæfinga við Lækjarbotna. Erindinu var vísað frá bæjarráði 8. janúar 2009 til umsagnar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs. Á fundi umhverfisráðs 26. janúar var málinu frestað. Vísað til vinnu við endurskoðun aðalskipulags. Umhverfisráð óskaði eftir umsögn frá ÍTK og skólanefnd vegna nálægðar svæðisins við grunnskóla (Waldorfskólans). Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var greint frá stöðu mála.

Umsagnir ÍTK og skólanefndar lagðar fram þar sem erindinu var hafnað. Umhverfisráð leggur því til við bæjarráð að erindinu verði hafnað og vísar í bókanir ÍTK og skólanefndar.

4.903245 - Skólagarðar - gjaldskrá.

Lagt fram erindi Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra dags. 30. mars 2009. Erindið er gjaldskrá skólagarða.

Samþykkt og vísað til bæjarráðs.

5.903246 - Garðaþjónusta Vinnuskólans - gjaldskrá.

Lagt fram erindi Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra dags. 30. mars 2009. Erindið er gjaldskrá Garðaþjónustu Vinnuskólans.

Samþykkt og vísað til bæjarráðs.


6.903247 - Garðlönd - gjaldskrá.

Lagt fram erindi Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra dags. 30. mars 2009. Erindið er gjaldskrá garðlanda Kópavogs.Samþykkt og vísað til bæjarráðs.

7.811372 - Græni trefillinn / græni stígurinn

Á fundi umhverfisráðs 9. júní 2008 var málið lagt fram til umhugsunar þar sem Þráinn Hauksson landslagsarkitekt kynnti fyrir umhverfisráði tillögu að stígnum þann 16. júní og ræddi legu hans í gegnum Kópavog. Þráinn Hauksson frá Landslag kynnti tillögu að legu „Græns stígs“ um græna trefilinn fyrir göngu og hjólreiðar. Staðsetning stígsins samræmist hugmyndum bæjarskipulags um legu hans innan Kópavogs. Nefndin bendir á að lega grænna geira í byggð skv. gögnum dags. 16. júní 2008 samræmist ekki gildandi skipulagi í Kópavogi og þegar byggðum hverfum og mælist því til endurskoðunar. Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var lagt fram til kynningar frumdrög að atvinnuátaki 2009-2011 sem Skógræktarfélag Íslands leiðir. Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var lagt fram til kynningar og tillaga skipulags- og umhverfissviðs á legu stígsins í gegnum Kópavog.

Umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að vinna áfram að málinu.

8.811171 - Grænt bókhald fyrir Kópavogsbæ árið 2007

Á fundi umhverfisráðs 17. nóvember 2008 voru lykiltölur í Grænu bókhaldi Kópavogs fyrir árið 2007, dags. 17. nóvember 2008 lagðar fram.


Lagt fram og rætt. Umhverfisráð óskar eftir því að áfram verði unnið að málinu.

9.902211 - Bæjarvernd-náttúruvernd, tillögur

Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var óskað eftir að umhverfisráð skoði og tilnefni ný svæði til bæjarverndar og náttúruverndar fyrir endurskoðun á Aðalskipulagi Kópavogs. Samkvæmt Aðalskipulagi Kópavogs er æskilegt að athuga hvort ný svæði þurfi bæjarvernd eða náttúruvernd. Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi og vísað inn í vinnu við endurskoðun Aðalskipulag sem nú stendur yfir.

Lagðar eru fram tillögur um svæði til bæjarverndunar. Umhverfisráð samþykkir framlagðar tillögur og vísar til vinnu við endurskoðun Aðalskipulags.

10.903020 - Vatnsendablettur 9, trjálundur

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 var lagt fram erindi dags. 24. febrúar 2009. Í erindinu kom fram hvatning til Kópavogsbæjar um að vernda skógarlundinn á svæðinu og tengja öðrum útivistarsvæðum í Kópavogi. Bréfritarar segja frá því að verið sé að taka saman ljósmyndir síðustu 35 ára af svæðinu og að þær myndir verði afhentar Kópavogsbæ. Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisráðs og endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs.

Málið lagt fram og kynnt.

11.903162 - Trjárækt við aðalgatnakerfi

Lögð fram tillaga skipulags- og umhverfissviðs dags. 30. mars 2009 að trjárækt við aðalgatnakerfi Kópavogsbæjar. Tillagan felur í sér að gróðursett verði tré meðfram aðalgötum bæjarins t.d. Fífuhvammsveginum. Þetta verði gert til að gera trjárækt sýnilegri íbúum Kópavogsbæjar og til að fegra umhverfi stórra gatna.

Umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að vinna áfram að málinu í samvinnu við garðyrkjustjóra.

12.901107 - Staðardagskrá 21, 2009

Á fundi umhverfisráðs 17. nóvember 2008 óskaði umhverfisráð eftir því að skipulags- og umhverfissvið vinni að endurskoðun stöðumatsins frá árinu 2001 fyrir Staðardagskrá 21 og leggi það fyrir fund ráðsins í janúar 2009. Á fundi umhverfisráðs 26. janúar var greint frá þegar hafinni vinnu við gerð stöðumats fyrir Staðardagskrá 21. Óskað hefur verið eftir gögnum frá öllum sviðum bæjarins til að uppfæra stöðumat staðardagskrárinnar. Stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið um miðjan febrúar.


Drög að stefnulýsingu lögð fram. Umhverfisráð leggur til að samþætta vinnu við Staðardagskrá 21 og Aðalskipulag Kópavogs 2008- 2020.

13.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi umhverfisráðs 28. apríl 2008 kynntu Rúnar Bjarnason og Jóna Bjarnadóttir frá Mannviti (áður VGK - Hönnun) grunn að stefnumiðum fyrir endurskoðað Aðalskipulag Kópavogs.Lagt fram á ný. Tillaga sviðstjóra að sameiginlegum fundi og hópferð umhverfisráðs, skipulagsnefndar og byggingarnefndar um byggðarsvæði Kópavogs, vegna endurskoðunar aðalskipulags Kópavogsbæjar kynnt.Á fundi skipulagsnefndar 28. maí 2008 með umhverfisráði og byggingarnefnd var ekið um byggðasvæði Kópavogs. Í upphafi rakti skipulagsstjóri forsendur og fór síðan yfir verkefnið og tiltók landssvæði sem yrðu til umfjöllunar við vinnuna. Kynnti samspil við endurskoðun Staðardagskrár 21 og fundi og kynningar sem framundan eru.Rúnar Bjarnason frá Mannviti rakti tímaáætlun og vinnuferli.Skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs lýsti eignarhaldi á landi og skýrði lögfræðileg álitamál.Formaður umhverfisráðs ræddi samspil vinnu við endurskoðun aðalskipulags og endurskoðun Staðardagskrár 21. Þakkaði jafnframt góðan fund.Formaður skipulagsnefndar óskaði frjórrar umræðu um stórt málefni og vænti góðs samstarfs um verkefnið. Sagði að gæti komið til greina að fara aðra slíka ferð eða jafnvel skoðun á sérstökum svæðum. Þakkaði góðan fund.Málið tekið upp að nýju.Á fundi umhverfisráðs 26. janúar 2009 reifaði sviðsstjóri málið. Lagði m.a. fram yfirlit yfir stöðu verkefnisins; drög að stefnumörkun aðalskipulagsins; matslýsingu og minnisblað um tímaáætlun en samkvæmt því er áætlað að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi liggi fyrir í lok mars 2009.
Rúnar D. Bjarnason kynnti stöðu mála.

Sviðsstjóri kynnti stöðu vinnunar við endurskoðun Aðalskipulagsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.