Á fundi umhverfisráðs 17. nóvember 2008 gerði garðyrkjustjóri grein fyrir undirbúningi vegna fyrirhugaðrar skógræktar- og uppgræðslu á Selfjalli í Lækjarbotnalandi. Lagt fram ásamt yfirlitsmynd af Selfjalli dags. 2002, loftmynd af svæðinu sem sýnir tillögu að afmörkun fyrirhugaðs skógræktar- og uppgræðslusvæðis, dags. 17. nóvember 2008 og skýrslu Brynjólfs Jónssonar dags. október 2002. Umhverfisráð fól garðyrkjustjóra í samvinnu við skipulags- og umhverfissvið að vinna að málinu eins og fram kom á fundinum.
Umhverfisráð samþykkir framlagða áætlun um skógrækt og uppgræðslu í Selfjalli og leggur áherslu á að við framkvæmd verksins verði öllum formsatriðum fylgt og eftirlit haft með framkvæmdinni. Umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að búa til áætlun um eftirlit með fyrirhugaðri framkvæmd.