Umhverfisráð

473. fundur 23. febrúar 2009 kl. 16:30 - 19:00 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.902081 - Samgöngunet hjólreiða, kynning

Sverrir Bollason skipulagsverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf hélt kynningu um rannsókn sína varðandi áætlanir um samgöngunet hjólreiða, (hjólanet). Efni og niðurstöður rannsóknarinnar geta komið að stefnumótun sveitarfélaga um samgöngur og skipulagsmál og geta þar af leiðandi komið að vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Kópavogs og Staðardagskrá 21.



Umhverfisráð þakkar kynninguna.

2.701100 - Endurskoðun aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi umhverfisráðs 28. apríl 2008 kynntu Rúnar Bjarnason og Jóna Bjarnadóttir frá Mannviti (áður VGK - Hönnun) grunn að stefnumiðum fyrir endurskoðað Aðalskipulag Kópavogs.Lagt fram á ný. Tillaga sviðstjóra að sameiginlegum fundi og hópferð umhverfisráðs, skipulagsnefndar og byggingarnefndar um byggðarsvæði Kópavogs, vegna endurskoðunar aðalskipulags Kópavogsbæjar kynnt.Á fundi skipulagsnefndar 28. maí 2008 með umhverfisráði og byggingarnefnd var ekið um byggðasvæði Kópavogs. Í upphafi rakti skipulagsstjóri forsendur og fór síðan yfir verkefnið og tiltók landssvæði sem yrðu til umfjöllunar við vinnuna. Kynnti samspil við endurskoðun Staðardagskrár 21 og fundi og kynningar sem framundan eru.Rúnar Bjarnason frá Mannviti rakti tímaáætlun og vinnuferli.Skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs lýsti eignarhaldi á landi og skýrði lögfræðileg álitamál.Formaður umhverfisráðs ræddi samspil vinnu við endurskoðun aðalskipulags og endurskoðun Staðardagskrár 21. Þakkaði jafnframt góðan fund.Formaður skipulagsnefndar óskaði frjórrar umræðu um stórt málefni og vænti góðs samstarfs um verkefnið. Sagði að gæti komið til greina að fara aðra slíka ferð eða jafnvel skoðun á sérstökum svæðum. Þakkaði góðan fund.Málið tekið upp að nýju.Á fundi umhverfisráðs 26. janúar 2009 reifaði sviðsstjóri málið. Lagði m.a. fram yfirlit yfir stöðu verkefnisins; drög að stefnumörkun aðalskipulagsins; matslýsingu og minnisblað um tímaáætlun en samkvæmt því er áætlað að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi liggi fyrir í lok mars 2009.


Rúnar D. Bjarnason kynnti stöðu mála.

3.801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum

Á fundi skipulagsnefndar 1. apríl 2008 er lagt fram erindi S. Helgason dags. 22. janúar 2008. Í erindinu felst að óskað er eftir endurnýjun samnings um leyfi til námuvinnslu á svæðinu. Skipulagsefnd samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfisráði.Á fundi umhverfisráðs 7. apríl 2008 var óskað eftir heildstæðum gögnum yfir umfang verkefnisins með lýsingu á fyrri samningum um námuvinnsluna, núverandi stöðu í námunni og fyrirhugaðri viðbótarvinnslu, ásamt áætlun um frágang námu ef leyfi verður veitt til frekari vinnslu.Á fundi umhverfisráðs 20. október 2008 var skipulags- og umhverfissviði falið að boða til fundar með stjórnendum S Helgasonar. Fundur var haldinn með stjórnenda S Helgasonar þann 17. desember 2008. Á fundinum var ákveðið að ganga frá drögum að samningi og framkvæmdaráætlun að frágangi námunnar. Á fundi umhverfisráðs 26. janúar voru lögð fram drög að samningi og framkvæmdaráætlun um vinnslu og frágang á námu í Lækjarbotnum dags. 22. janúar 2009. Umhverfisráð óskar eftir að tekið verði saman minnisblað um áður gerða samninga og ferli málsins. Einnig að fá mat á lagalegri stöðu eldri samnings um námuvinnslu á svæðinu.




Umsögn frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs liggur fyrir um lagalega stöðu áður gerðra samninga. Tekið hefur verið saman ferli málsins og ný drög af samningi kynnt. Umhverfisráð samþykkir stækkun á námusvæði samkv. uppdrætti og samningi skipulags- og umhverfissviðs 20. febrúar 2009 og vísar málinu til bæjarráðs. Vakin er athygli á að enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um vinnslugjald. Umhverfisráð leggur til að málinu verði vísað til framkvæmda- og tæknisviðs varðandi tillögu þar að lútandi.

4.801003 - Óskað eftir framhaldsviðræðum varðandi afnot af svæði til skotæfinga.

Frá Skotfélagi Kópavogs, dags. 27. nóvember 2008, varðandi umsókn félagsins um skotvöll til útiæfinga við Lækjarbotna. Erindinu var vísað frá bæjarráði 8. janúar 2009 til umsagnar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs.Á fundi umhverfisráðs 26. janúar var málinu frestað. Vísað til vinnu við endurskoðun aðalskipulags. Umhverfisráð óskar eftir umsögn frá ÍTK og skólanefndar vegna nálægðar svæðisins við grunnskóla (Waldorfskólans).

Greint frá stöðu mála.

5.808065 - Arnarnesvegur. Reykjanesbraut – Fífuhvammsvegur. Breytt deiliskipulag

Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var lögð fram umsögn Fornleifaverndar Ríkisins vegna deiliskipulags við fyrirhugað vegstæði Arnarnesvegar frá Reykjanesbraut að Fífuhvammsvegi. Í umsögninni kemur fram að garðlag stendur skammt frá eða í veghelgunarsvæði Arnarnesvegar og ef ekki verði komist hjá röskun verði sótt um leyfi til Fornleifaverndar ríkisins.

Lagt fram.

6.811372 - Græni trefillinn / græni stígurinn

Á fundi umhverfisráðs 9. júní 2008 var málið lagt fram til umhugsunar þar sem Þráinn Hauksson landslagsarkitekt mun kynna fyrir umhverfisráði tillögu að stígnum þann 16. júní og ræða legu hans í gegnum Kópavog.Þráinn Hauksson frá Landslag kynnti tillögu að legu „Græns stígs“ um græna trefilinn fyrir göngu og hjólreiðar.Skipulagsnefnd þakkar góða kynningu. Staðsetning stígsins samræmist hugmyndum bæjarskipulags um legu hans innan Kópavogs.Nefndin bendir á að lega grænna geira í byggð skv. gögnum dags. 16. júní 2008 samræmist ekki gildandi skipulagi í Kópavogi og þegar byggðum hverfum og mælist því til endurskoðunar. Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var lagt fram til kynningar frumdrög að atvinnuátaki 2009-2011 sem Skógræktarfélag Íslands leiðir.


Lagt fram til kynningar og tillaga skipulags- og umhverfissviðs á legu stígsins í gegnum Kópavog.

7.902156 - Fossvogsdalur, hjólastígur.

Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var lagt fram til kynningar erindi skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. janúar 2009 vegna tillögu að deiliskipulagi á hjólastíg frá Kringlumýrarbraut að Reykjanesbraut skv. uppdrætti Landmótunar dags. 7. janúar 2009.


Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

8.902155 - Fossvogsdalur, miðlunartjarnir.

Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var lagt fram til kynningar erindi skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. janúar 2009 vegna niðurfellingar á hluta deiliskipulags Fossvogsdals, miðlunartjarna.


Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

9.901281 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var lagt fram erindi sorpsamlaganna varðandi endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020 ásamt áætluninni og umhverfismati.

Skýrslan lögð fram, Umhverfisráð vekur athygli á að frestur til að skila athugasemdum rennur út 1. mars 2009.

10.902196 - Hrafnaþing, fyrirlestrar

„Landgræðsluskólinn“ á vegum Utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslu Ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands. Markmið Landgræðsluskólans er að þjálfa sérfræðinga frá þróunarlöndunum til að takast á við sívaxandi vanda vegna hnignunar lands og eyðumerkurmyndunar í heimalöndum sínum.
Lagt fram.

11.902190 - Náttúruverndaráætlun 2009-2013

Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var lagt fram til kynningar tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009- 2013. Lagt er til að þrettán svæði verði friðlýst, svæði vegna jarðfræði og aðaláherslan lögð á að friðlýsa svæði sem hafa að geyma sjaldgæfar plöntutegundir sem og að í fyrsta skipti er lagt til að þrjár tegundir hryggleysingja verði friðaðir.
Lagt fram.

12.902191 - Framkvæmdaráætlun í umhverfismálum 2009-2012

Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var lagt fram til kynningar framkvæmdaráætlun í umhverfismálum 2009- 2012 sem Norræna ráðherranefndin hefur unnið að.
Lagt fram.

13.902211 - Bæjarvernd-náttúruvernd, tillögur

Óskað var eftir að umhverfisráð skoði og tilnefni ný svæði til bæjarverndar og náttúruverndar fyrir endurskoðun á Aðalskipulagi Kópavogs. Samkvæmt Aðalskipulagi Kópavogs er æskilegt að athuga hvort ný svæði þurfi bæjarvernd eða náttúruvernd.

Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi og vísað inn í vinnu við endurskoðun Aðalskipulag sem nú stendur yfir.

14.902192 - Ráðstefna, lýðheilsa og skipulag

Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var lagt fram til kynningar ráðstefna á vegum aðildarfélaga Hönnunarmiðstöðvar Íslands um lýðheilsu og skipulag. Ráðstefnan verður haldin dagana 26- 29. mars 2009.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.