Velferðarráð

79. fundur 22. febrúar 2021 kl. 16:15 - 18:07 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.2102649 - Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Verkefnastjóri snemmtæks stuðnings og samfelldrar þjónustu kynnir frumvörp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna ásamt umsögnum velferðarsviðs Kópavogs um frumvörpin. Greinargerð verkefnastjóra dags. 17.02.2021 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Velferðarráð fagnar frumvörpum til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, en vill ítreka umsögn Sambands íslenskra sveitafélaga um að mikilvægt sé að taka af allan vafa um að sveitafélögum verði tryggt fjármagn til framtíðar til að standa undir kostnaði vegna þeirra nýju verkefna sem fylgja frumvarpinu.

Gestir

  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir, verkefnastjóri - mæting: 16:16

Þjónustudeild fatlaðra

2.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 4. - 7. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:08

Þjónustudeild fatlaðra

3.2102655 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 14.02.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:08

Þjónustudeild aldraðra

4.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 4.- 7. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

5.2102601 - Áfrýjun. Ferðaþjónusta aldraðra

Áfrýjun dags. 12.02.2021 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Önnur mál

6.1908788 - Fundargerðir öldungaráðs

Fundargerð 15. fundar dags. 18.02.2021 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Önnur mál

7.2101419 - Tillaga bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar um skipun starfshóps til að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi

Frestað á síðasta fundi velferðarráðs.
Umræður.

Lögð var fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarstjórn samþykkti þann 9. apríl 2019 að fela bæjarstjóra að meta kosti og galla þess að yfirtaka heimahjúkrun frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Niðurstaða þeirrar greiningar var sú að hafist yrði handa við að sameina aðgangsgáttir heimaþjónustu og heimahjúkrunar, enda væri það einföld leið til að bæta þjónustu og hægt að líta á það sem fyrsta skref í mögulegri sameiningu án þess að hefja umfangsmikla vinnu. Var sú tillaga samþykkt í bæjarráði og í velferðarráði. Starfsmenn velferðarsviðs og upplýsingatæknideildar hafa undirbúið það verkefni og liggur nú fyrir tillaga forstöðumanns UT deildar að næstu skrefum. Mikilvægt er að klára það mál áður en farið er af stað með nýtt mat á því hvort yfirtaka sé fýsileg, enda er með einni þjónustugátt hægt að draga mjög úr flækjustigi og einfalda notendum, aðstandendum og öðrum fagaðilum að sækja um þjónustu. Því sé rétt á þessum tímapunkti að halda áfram að vinna að sameiginlegri þjónustugátt og meta áhrif hennar fremur en að stofna starfshóp um möguleika þess að sameina heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þeirri vinnu verði flýtt eins mikið og kostur er.
Karen E. Halldórsdóttir
Björg Baldursdóttir
Baldur Þór Baldvinsson
Halla Karí Hjaltested"

Hlé var gert á fundi kl.17:41.
Fundi var fram haldið kl.17:48.

"Tillagan felur í sér að skipa starfshóp sem meta á hvort sameining skili sér í betri þjónustu við eldri borgara og hvort sameining kunni að vera rekstrarlega hagkvæm. Markmið okkar er að veita sem besta þjónustu og skoða allar leiðir til þess. Það er því ábyrgðarlaust að hafna því að skoða alla möguleika til að bæta þjónustu við aldraða íbúa Kópavogs. Það er EKKI verið að leggja til að sameina heimahjúkrun og heimaþjónustu heldur eingöngu að meta hvort sú sameining skili sér í bættri þjónustu og kunni að vera rekstrarlega hagkvæm. Bæting á núverandi samstarfi hefur tekið of langan tíma og nauðsynlegt er að hefjast handa sem fyrst.
Kristín Sævarsdóttir
Donata Honkowicz-Bukowska
Andrés Pétursson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl.17:51.
Fundi var fram haldið kl.18:04

"Það sýnir ábyrgð að ljúka því verkefni sem velferðarráði og starfsfólki var falið af bæjarráði þann 26.11.2019.
Karen E. Halldórsdóttir
Björg Baldursdóttir
Baldur Þór Baldvinsson
Halla Karí Hjaltested"

Fundi slitið - kl. 18:07.