Barnaverndarnefnd

Barnaverndarnefnd starfar í umboði Bæjarstjórnar Kópavogs að stjórn og framkvæmd
barnaverndarmála í bæjarfélaginu. Nefndin er skipuð fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara.

Barnaverndarnefnd hefur eftirtalin verkefni: Að taka ákvarðanir og hafa eftirlit með því að samþykktum hennar og stefnumörkum sé fylgt. Að ráða sérhæft starfslið eða tryggja sér aðgang að viðeigandi sérþekkingu með öðrum hætti. Barnaverndarnefnd hefur úrskurðarvald í málefnum einstaklinga, samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002. Nefndin felur starfsmönnum sínum könnun og meðferð einstakra mála eða málaflokka samkvæmt reglum sem hún sjálf setur. Nefndin getur enn fremur í slíkum reglum framselt tilgreindum starfsmönnum vald til að taka einstakar ákvarðanir samkvæmt lögum þess. Reglurnar skulu kynntar Barnaverndarstofu.

Síðast uppfært 17. ágúst 2021