Tillaga frá fulltrúum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
"Í aðalskipulagi Kópavogs er Hamraborgarsvæðið skilgreint sem miðsvæði. Eitt af markmiðum skipulagsins er að efla hlutverk svæðisins með tilliti til sérstöðu þess sem miðstöð menningar og stjórnsýslu. Svæðið er í alfaraleið og þar býr og starfar fjöldi fólks.
Lagt er til að miðsvæðið í Hamraborg, allt frá Neðstutröð í austri að Borgarholti og Kópavogskirkju í vestri verði yfirfarið með það í huga að bæta umhverfi þess þ.e. sjálft bæjarrýmið. Nefna má þætti eins og yfirborð stíga, lýsingu (bæði skrautlýsingu og öryggislýsingu), bekki og ruslabiður, listaverk, litanotkun, gróður, girðingar, miðsvæðisgarður við menningarhúsin, leiðarvísum að menningarhúsum og skýrri aðkomuleið að Sundlaug Kópavogs. Um er að ræða hönnun sem myndi draga fólk að menningarhúsum og gera svæðið að kennileiti bæjarins. Meðal annars væri vel til þess fallið að hanna handrið á brýr yfir gjánna sem væru hlutar af heildrænni hönnun og sköpun á kennileitum svæðisins. Hönnun handriða myndi t.d. virka sem aðdráttarafl á miðsvæðið og gefa tóninn um áhugavert svæði.
Þegar farið væri um svæðið gæfi heildræn hönnun til kynna um væri að ræða eitt miðsvæði.
Enn fremur er lagt til að bæjarráð feli skipulags- og byggingardeild að vinna tillögur/hugmyndir sbr. ofangreint í samráði við lista- og menningarráð, umhverfis- og samgöngunefnd og skipulagsráð."