Bæjarráð

2541. fundur 11. mars 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1003006 - Ferlinefnd 22/2

133. fundur

2.1001150 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 1/3

147. fundur

3.1003004 - Íþrótta- og tómstundaráð 8/3

246. fundur

4.1002024 - Lista- og menningarráð 2/3

352. fundur

5.1001156 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 1/3

270. fundur

6.1001157 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 3/3

134. fundur

7.907068 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Kópavogs 20/8

58. fundur

Bæjarráð beinir því til stjórnar Tónlistarskólans að fundargerðum verði skilað til ráðsins strax að loknum fundum stjórnarinnar.

8.907068 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Kópavogs 19/10

59. fundur

9.1003097 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Kópavogs 5/1

60. fundur

10.806188 - Samningur um kaup á mannvirkjum KAÍ

Frá bæjarstjóra, undirritaður samningur milli KAÍ og Kópavogsbæjar um kaup á íþróttamannvirkjum.

Bæjarráð frestar afgreiðslu samningsins.

11.1003035 - Sameining skóla

Frá bæjarstjóra, tillaga um sameiningu Hjallaskóla og Digranesskóla, sem vísað var frá bæjarstjórn 9/3 til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.

Bæjarráð felur fræðsluskrifstofu, í samvinnu við skólastjórnendur, að halda áfram undirbúningi fyrir væntanlega sameiningu Digranes- og Hjallaskóla. Bæjarráð væntir þess að fá greinargerð um undirbúningsvinnuna á fundi bæjarráðs 25. mars næstkomandi.

12.908109 - Gæðastefna Kópavogsbæjar

Frá bæjarritara, dags. 9/3, tillaga gæðaráðs að gæðastefnu bæjarins.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

13.701062 - Vatnsendablettur 45 (nú Elliðahvammsvegur 4)

Frá bæjarstjóra, undirritað samkomulag um lausn ágreiningsmála milli lóðarhafa og Kópavogsbæjar.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið.

14.1003082 - Hagasmári 1, Smáralind.Yummi Yummi, Tómas og Dúna ehf. Beiðni um umsögn skv. 10. gr. laga nr. 85/200

Frá bæjarlögmanni, dags. 10. mars 2010, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 2. mars 2010, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Tómasar og Dúnu ehf., kt. 691199-3559, Bergholti 2, 270 Mosfellsbæ, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Yummi Yummi, Smáralind, Hagasmára 1, Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar séu innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

15.705300 - Boðaþing 5-9, húsgögn og búnaður í þjónustumiðstöð

Frá deildarstjóra hönnunardeildar og yfirmanni þjónustudeildar aldraðra, dags. 23/2, óskað heimildar til að ganga til samninga við Á. Guðmundsson ehf. og Sýrusson um kaup á húsgögnum skv. verðkönnun, og að borðbúnaður verði keyptur af Fastus ehf. að undangenginni verðkönnun.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

16.903086 - Umsókn um launalaust leyfi.

Frá Þuríði Jónsdóttur, dags. 28/2, óskað eftir framlengingu á launalausu leyfi frá starfi sínu sem þroskaþjálfi á leikskólanum Smárahvammi.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til umsagnar.

17.1002240 - Fagleg ársskýrsla leikskóla Kópavogs vegna 2008-2009

Frá leikskólafulltrúa, ársskýrsla leikskóla Kópavogs um faglegt starf skólaárið 2008 - 2009.

Lagt fram.

18.1002320 - Starfslýsing

Frestað mál í bæjarráði 4/3, starfslýsing ritara félagslegrar ráðgjafar.

Bæjarráð samþykkir starfslýsinguna.  Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðsluna.

19.1003096 - Athugasemd frá Skipulagsstofnun varðandi afgreiðslu mála í fundargerðum nefnda

Frá Skipulagsstofnun, dags. 1/3, ábending um að nauðsynlegt sé að fjalla sérstaklega um þau mál, sem áskilið er að sveitarstjórn taki ákvörðun um, en ekki nægir að sveitarstjórn samþykki fundargerð undirnefndar í heild sinni án umræðu.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsstjóra og bæjarlögmanns til umsagnar.

20.701193 - Suðvesturlínur frá Hellisheiði út á Reykjanes, breytt Aðalskipulag Kópavogs 2000 - 2012

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 1/3, endursendur undirritaður uppdráttur vegna breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2000 - 2012, Suðvesturlínur, ásamt auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Lagt fram.

21.1003046 - Dagur umhverfisins 2010 - viðburðir og viðurkenningar.

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 2/3, óskað eftir þátttöku Kópavogsbæjar og upplýsingum um fyrirhugaða dagskrá í Kópavogi í tengslum við dag umhverfisins þann 25. apríl nk.

Lagt fram.

22.1002133 - Deiliskipulag á skíðasvæðum í Bláfjöllum

Frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 2/3, svar við erindi varðandi nýtt deiliskipulag vegna snjóframleiðslu í Bláfjöllum.

Lagt fram.

23.902267 - Yfirlit yfir úthlutanir framlaga á árinu 2009.

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 2/3, heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2009.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

24.1003042 - Áætlanir um úthlutanir framlaga á árinu 2010.

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 26/2, áætlanir um úthlutanir framlaga á árinu 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

25.1003098 - Borgarholtsbraut 5, 7 og 9. Lokið verði við að endurnýja tröppurnar

Frá Jóni Halldóri Jónassyni, tölvupóstur dags. 8/3, óskað eftir að lokið verði við að endurnýja tröppur, sem fjarlægðar voru vegna fúa.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

26.806241 - Beiðni um aðstöðu fyrir útvarpssenda á Rjúpnahæð

Frá Hans K. Kristjánssyni, dags. 9/3, ný beiðni um aðstöðu á Rjúpnahæð fyrir útvarpssenda.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

27.1003052 - Aðstöðumál sunddeildar Breiðabliks.

Frá sunddeild Breiðabliks, dags. 4/3, óskað eftir að gengið verði betur frá aðstöðunni, sem deildin hefur afnot af í Kópavogslaug.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

28.1003050 - Rauði krossinn, Hamraborg 11. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá Kópavogsdeild Rauða krossins, dags. 26/2, umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts af eign félagsins í Hamraborg 11.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

29.1003085 - Tónlistarskóli Kópavogs. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá Tónlistarskóla Kópavogs, dags. 8/3, umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts af húsnæði skólans að Hamraborg 6.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

30.1003054 - Kiwanisklúbburinn Eldey, Smiðjuvegur 13a. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá Kiwanisklúbbnum Eldey, dags. 5/3, umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts af húsnæði félagsins að Smiðjuvegi 13a.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

31.1003089 - Kynning á starfsemi Momentum og Gjaldheimtunnar

Frá Momentum og Gjaldheimtunni, dags. 30/1, tilkynning um samning við Reykjavíkurborg um innheimtuþjónustu og öðrum sveitarfélögum boðin sama þjónusta.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

32.1001226 - Opnun sýningarmiðstöðvar í Norrköping

Frá Norrköping, boðsmiði á opnun sýningarhallar og óskað eftir upplýsingum um komutíma væntanlegs boðsgests frá Kópavogsbæ.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

33.1003045 - Starf forstöðumanns almannatengsla

Frá bæjarstjóra, tillaga sem vísað var til bæjarráðs og bæjarstjóra á fundi bæjarstjórnar 9/3 sl. varðandi frestun á ráðningu í starf forstöðumanns almannatengsla.

Hlé var gert á fundi kl. 16.35. Fundi var fram haldið kl. 16.41.

Hlé var gert á fundi kl. 16.46. Fundi var fram haldið kl. 16.50.

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

34.1002322 - Úthlutunarreglur kennslutímamagns

Sindri Sindrason, rekstrarstjóri fræðslusviðs, mætti til fundarins og gerði grein fyrir hugmyndum um breytingar á úthlutunarreglum kennslutímamagns grunnskólanna.

35.1003114 - Staða framkvæmda við Löngubrekku 2.

Sigurrós Þorgrímsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði fram fyrirspurn um stöðu framkvæmda við Löngubrekku 2.

Bæjarráð vísar fyrirspurninni til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til úrvinnslu.

36.1003115 - Ósk um upplýsingar við byggingarkostnað Kópavogsbæjar við Kórinn.

Ólafur Þór Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi VG, óskar eftir samantekt um kostnað við byggingu Kórsins, þ.e. þann hluta sem Kópavogsbær hefur átt frá upphafi.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:15.