Bæjarstjórn

1093. fundur 25. mars 2014 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Margrét Björnsdóttir forseti
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
 • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
 • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
 • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
 • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
 • Elfur Logadóttir varafulltrúi
 • Tjörvi Dýrfjörð varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Karen Halldórsdóttir tók til máls um stjórn fundarins og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég hef ekki verið boðuð á þennan fund með neinum formlegum hætti. Aðalmaður Gunnar Ingi Birgisson er skv. "flökkusögu" sem mér barst til eyrna staddur við vinnu í Noregi á fullum bæjarfulltrúalaunum. Ég mætti hi

1.1403522 - Tillaga að aukningu starfshlutfalls bæjarfulltrúa

Lögð fram tillaga að aukningu starfshlutfalls bæjarfulltrúa:
"Starfshlutfall bæjarfulltrúa er nú 27% og hefur haldist nánast óbreytt á meðan umfang starfsins hefur margfaldast. M.a. eru mun ríkari kröfur gerðar til kjörinna fulltrúa um eftirlit með starfsemi bæjarins nú en áður. Í lögum um málefni sveitarfélaga er hvergi skilgreint hversu hátt starfshlutfall ætti eða þurfi að vera og því hefur hverju sveitarfélagi verið í sjálfsvald sett að ákveða það.
Legg ég hér með til að starfshlutfall bæjarfulltrúa verði 100%
Breytingin taki gildi frá áramótum 2015 og gera skal ráð fyrir kostnaði við breytinguna í fjárhagsáætlun fyrir það sama ár.
Ómar Stefánsson"

Aðalsteinn Jónsson lagði til að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði til að tillögunni yrði vísað til forsætisnefndar til úrvinnslu.

Hlé var gert á fundi kl. 16:26. Fundi var fram haldið kl. 16:28.

Hlé var gert á fundi kl. 17:45. Fundi var fram haldið kl. 17:46.

Kl. 17:51 vék Pétur Ólafsson af fundi og tók Tjörvi Dýrfjörð sæti hans.

Elfur Logadóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Ég vil taka undir þá tillögu Aðalsteins Jónssonar og gera hana einnig að minni að málinu sé frestað til næsta bæjarstjórnarfundar.

Ég vil jafnframt gera tillögu um það að tímanlega fyrir þann fund verði forsætisnefnd búin að skila upplýsingum til bæjarstjórnar um fjárhagsleg áhrif tillögunnar miðað við eftirfarandi forsendur:

a.       Að laun bæjarfulltrúa miðist

a.       áfram við þingfararkaup

b.      meðallaun grunnskólakennara sem starfa hjá Kópavogsbæ

b.      Að kostnaður vegna aðstöðu og umhverfis verði metinn tvíþætt:

a.       Sérstök skrifstofa pr. bæjarfulltrúa

b.      Bæjarfulltrúar vinni í opnu rými með nokkrum fundarherbergjum sem þeir geta sameinast um.

Elfur Logadóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 18:45. Fundi var fram haldið kl. 19:40.

Karen Halldórsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn felur forsætisnefnd að vinna áfram tillögu um starfshlutfall bæjarstjórnar. Þá skuli fara fram greining á  umfangi, verkefnum og þeim tíma sem kjörnir fulltrúar verja í starfi fyrir bæjarfélagið með það að markmiði  að kanna hvert raunverulegt starfshlutfall er.  Forsætisnefnd meti að lokinni þessari vinnu hvernig málinu verður framhaldið.

Karen Halldórsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson"

Hlé var gert á fundi kl. 20:00. Fundi var fram haldið kl. 20:09.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Vegna fréttaflutnings  í dag á mbl.is af tillögu að auknu starfshlutfalli bæjarfulltrúa þar sem birt er mynd af skjali merktu málsnúmeri 1403 522 021.00  sem bendir til þess að hafi verið sent frá skrifstofum Kópavogsbæjar óskar undirritaður eftir því bæjarstjóri kanni það hvaðan umrætt skjal hafi verið sent og hvaða aðilar hafi haft aðgang að umræddu rafrænu skjali.

Hjálmar Hjálmarsson"

Forseti bar undir fundinn tillögu Elfar Logadóttur og var hún felld en fimm greiddu atkvæði með tillögunni og fimm greiddu atkvæði á móti henni.  Einn bæjarfulltrúi sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Hlé var gert á fundi kl. 20:13. Fundi var fram haldið kl. 20:14.

Þá bar forseti undir fundinn tillögu frá Karen Halldórsdóttur og Ólafi Þór Gunnarssyni.

Óskað var eftir nafnakalli. Atkvæði féllu þannig:

Ólafur Þór Gunnarsson sagði já,

Ómar Stefánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já,

Rannveig Ásgeirsdóttir sagði já,

Tjörvi Dýrfjörð sagði já,

Aðalsteinn Jónsson sagði já,

Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og sagði já:

?Undirritaður undirstrikar að hann leggst alfarið gegn því að starf bæjarfulltrúa verði gert að fullu starfi eins og tillagan gerir ráð fyrir, en setur sig hins vegar ekki upp á móti því að unnin verði greining á umfangi þeirrar vinnu sem kjörnir fulltrúar sinna."

Elfur Logadóttir sagði já,

Hafsteinn Karlsson sagði já,

Hjálmar Hjálmarsson sagði já,

Karen Halldórsdóttir sagði já,

Margrét Björnsdóttir sagði já.

Tillagan var samþykkt einróma.

2.1403493 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 25. mars 2014

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 13. og 20. mars, byggingarfulltrúa frá 11. mars, barnaverndarnefndar frá 13. mars, félagsmálaráðs frá 18. mars, forsætisnefndar frá 20. mars, skipulagsnefndar frá 18. mars, stjórnar SSH frá 3. mars, svæðisskipulagsnefndar frá 7. mars og umhverfis- og samgöngunefndar frá 17. mars.

Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 21:05. Fundi var fram haldið kl. 21:07.

3.1403011 - Bæjarráð, 13. mars

2723. fundargerð í 12 liðum.

Lagt fram.

4.1311106 - Fjármál stjórnmálasamtaka. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur

Mál, sem ágreiningur var um í bæjarráði þann 13. mars sl:
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Vakin er athygli á því að tvö framboð í bæjarstjórn Kópavogs munu væntanlega ekki bjóða fram í kosningunum í vor. Annað framboðið hefur ekki skilað ársreikningum og samkvæmt reikningum hins hafa fjármunir frá bænum ekki verið nýttir nema að hluta til í félagsstarf. Það er vissulega í lögum um fjármál stjórnmálaflokka ekki gert ráð fyrir slíku. Það er hins vegar ástæða til þess að endurskoða lögin ef reynsla þeirra sýnir að ástæða sé til. Undirrituð leggur til að bæjarritara verði falið að draga saman staðreyndir þessu tengdar og taka saman reynslu Kópavogs og leggja fyrir bæjarráð og þar með meta hvort ástæða sé til þess að endurskoða lögin. Til að mynda er það mat undirritaðrar að þarf að gera skýrari grein fyrir því hvernig framboðum er heimilt að verja þessum fjármunum.
Guðríður Arnardóttir"
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að tillögunni verði vísað til Sambands íslenskra sveitarfélaga til úrvinnslu. Var það samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Hlé var gert á fundi kl. 21:25. Fundi var fram haldið kl. 21:26.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með sex atkvæðum gegn tveimur. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

5.1403015 - Bæjarráð, 20. mars

2724. fundargerð í 25 liðum.

Lagt fram.

6.1403289 - Reglur um fjárhagsaðstoð. 14. og 17. gr. tillögur um breytingar

Bæjarráð staðfestir breytingar á 14. og 17. gr. reglna um fjárhagsaðstoð sem samþykktar voru í félagsmálaráði þann 18. mars.

Bæjarstjórn samþykkir breytingar á 14. og 17. gr. reglna um fjárhagsaðstoð með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

7.1401078 - Digranesheiði 1. Bílskúr og ris.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Arkitektur.is, dags. 5.12.2013, f.h. lóðarhafa að breytingum á íbúðarhúsi við Digranesheiði 1. Í breytingunni felst að byggja 26m2 bílskúr á austurhluta lóðarinnar, opna svalahurð út í garð á suðurhlið og bæta þar við 24m2 timburpalli. Einnig er óskað eftir að stækka rishæð um 3m2 á norðurhlið hússins. Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,19 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5.12.2013. Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesheiði 3; Víghólastíg 14, 16, 18 ásamt Digranesvegi 77.
Kynningu lauk 18.3.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir erindið með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

8.1401539 - Kópavogsgerði 1-3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Valdimars Harðarsonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 7.1.2014, að breyttu deiliskipulagi Kópavogsgerðis 1-3. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um fjórar á jarðhæð hússins, byggingarreitur stækkar á suðvestur hlið hússins og lítillega á norðaustur horni þess, heildarbyggingarmagn eykst úr 4405m2 í 4601m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 1,52 í 1,6. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar 1,8. Bílastæði á lóð verða 46 sbr. uppdrætti í mkv. 1:200 dags. 7.1.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kópavogstúns 10-12; Kópavogsgerðis 5-7 ásamt Líknardeild Landspítalans. Kynningartími er til 4.3.2014.
Lagt fram að nýju ásamt samþykki lóðarhafa sem grenndarkynning var send til dags. 6.3.2014.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir erindið með átta atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

9.1403337 - Austurkór 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 13. mars 2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 2. Í breytingunni felst að byggja við sorpgeymslu á lóð, vagna og hjólageymslu sem er um 18 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd telur framlagða breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

10.1401070 - Sölustæði við Salalaug.

Lagt fram erindi Guðmundar Ingvarssonar dags. 30. desember 2013 þar sem óskað er eftir sölustæði fyrir grillbíl við Salalaug. Einnig lagt fram bréf frá íþróttaráði dags. 19.2.2014 þar sem alfarið er lagst gegn því að heimilað verði sölusvæði fyrir grillbíl við Salalaug.
Skipulagsnefnd tekur ekki afstöðu til málsins og vísar því bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð hafnaði erindinu á fundi sínum þann 6. febrúar sl., en fyrir lágu umsagnir íþróttaráðs og skólanefndar, sem mæltu með að erindinu yrði hafnað. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn hafnar erindinu með sjö atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði með erindinu og tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

 

Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.

11.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar og nýr rekstrarsamningur.

Lagt fram að nýju erindi Tennisfélags Kópavogs og Tennishallarinnar að stækkun tennishallarinnar til austurs. Viðbygging verður 36,7 x 39 metrar að stærð eða 1432m2. Hæsti punktur hennar verður 10m en vegghæð 6m. Einnig lögð fram umsögn sviðsstjóra umverfissviðs dags. 3.2.2014.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir erindið með sjö atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

12.1401966 - Fjölgun bílastæða á miðbæjarplani

Lagt fram erindi frá húsfélaginu Hamraborg 10, dags. 13. 1. 2014 þar sem óskað er eftir að bílastæðum verði fjölgað á planinu sem afmarkast af Hamraborg 10, Fannborg 4, 6 og 8 og Hamraborg 8.
Lögð fram tillaga á fjölgun bílastæða á miðbæjarplani dags. 14.2.2014. Bæjarráð vísaði erindinu þann 30.1.2014 til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til bæjarráðs, sbr. lið 4 í fundargerð.
Skipulagsnefnd tekur undir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar dags. 17. mars 2014 um fjölgun bílastæða sunnan Hamraborgar nr. 10. Einn nefndarmaður var á móti tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar, sbr. lið 20 í fundargerð skipulagsnefndar frá 18. mars.
Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um fjölgun bílastæða með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

13.1403482 - Viljayfirlýsing um samstarf

Lögð fram viljayfirlýsing Kópavogsbæjar, Garðabæjar og GKG um samstarf við uppbyggingu íþróttamiðstöðvar golfklúbbsins.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að afgreiðslu málsins verði frestað til næsta fundar og óskar eftir skriflegum upplýsingum um kostnað Kópavogsbæjar vegna verkefnisins.

Hjálmar Hjálmarsson"

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Hjálmars Hjálmarssonar með fimm atkvæðum gegn þremur. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði

Hlé var gert á fundi kl. 21:38. Fundi var fram haldið kl. 21:40.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í umræðum um þessa tillögu kom það skýrt fram að í yfirlýsingunni er það algjörlega á valdi þeirra sem gera fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 og út næsta kjörtímabil hverju verður varið til þessa verkefnis. Þess vegna skil ég ekki af hverju bæjarfulltrúar eru að fresta málinu á þessum forsendum. Þetta eru furðuleg skilaboð til GKG og alls þess starfs sem þar er unnið.

Ármann Kr. Ólafsson"

Ómar Stefánsson og Margrét Björnsdóttir óskuðu fært til bókar að þau taki undir bókun Ármanns Kr. Ólafssonar.

14.1403475 - Endurfjármögnun KOP04

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, minnisblað varðandi fyrirhugaða endurfjármögnun KOP04.
Þann 25. mars nk. er gjalddagi á markaðsskuldabréfi sem er að eftirstöðvum rúmlega um 1.800 milljónir króna. Leitað var til fjögurra lánastofnana og barst tilboð frá þremur þeirra.
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi:
Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Íslandsbanka hf. að fjárhæð kr. 1.800.000.000,- sem óverðtryggt skuldabréf til 5 ára sbr. tilboð dags. 17. mars 2014.
Jafnframt er bæjarstjóra Ármanni Kr. Ólafssyni kt. 170766-5049 og/eða fjármálastjóra Ingólfi Arnarsyni kt. 050656-3149, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamninga við Íslandsbanka hf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Bæjarráð samþykkti tillöguna og vísaði henni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir einróma að taka lán hjá Íslandsbanka hf. að fjárhæð kr. 1.800.000.000,- sem óverðtryggt skuldabréf til 5 ára sbr. tilboð dags. 17. mars 2014.  
Jafnframt er bæjarstjóra Ármanni Kr. Ólafssyni kt. 170766-5049 og/eða fjármálastjóra Ingólfi Arnarsyni kt. 050656-3149, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamninga við Íslandsbanka hf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

15.1403008 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 11. mars

108. fundargerð í 6 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

16.1403009 - Barnaverndarnefnd, 13. mars

35. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

17.1403012 - Félagsmálaráð, 18. mars

1367. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

18.1403018 - Forsætisnefnd, 20. mars

18. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

19.1203295 - Reglur um ræðutíma í bæjarstjórn

Forsætisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á reglum um ræðutíma í bæjarstjórn og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á reglum um ræðutíma í bæjarstjórn með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

20.1403004 - Skipulagsnefnd, 18. mars

1237. fundargerð í 24 liðum.

Lagt fram.

21.1403204 - Melahvarf 3. Breytt deiliskipulag.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi Melahvarfs 3. Tillagan var samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Melahvarf 1, 2, 4, 5 og 6 ásamt Grundarhvarf 2, 4, og 6.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að afgreiðslu málsins yrði frestað.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar með sjö atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

22.1401107 - Stjórn SSH, 3. mars

400. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

23.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 7. mars

43. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

24.1402011 - Umhverfis- og samgöngunefnd - 46

46. fundargerð í 15 liðum.

Lagt fram.

25.1008104 - Kosningar í samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

Elfur Logadóttir kjörin aðalmaður í stað Margrétar Júlíu Rafnsdóttur.

26.1103104 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd

Hannes Friðbjörnsson kjörinn aðalmaður í Margrétar Júlíu Rafnsdóttur.

Fundi slitið - kl. 18:00.