Frá fjármála- og hagsýslustjóra, minnisblað varðandi fyrirhugaða endurfjármögnun KOP04.
Þann 25. mars nk. er gjalddagi á markaðsskuldabréfi sem er að eftirstöðvum rúmlega um 1.800 milljónir króna. Leitað var til fjögurra lánastofnana og barst tilboð frá þremur þeirra.
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi:
Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Íslandsbanka hf. að fjárhæð kr. 1.800.000.000,- sem óverðtryggt skuldabréf til 5 ára sbr. tilboð dags. 17. mars 2014.
Jafnframt er bæjarstjóra Ármanni Kr. Ólafssyni kt. 170766-5049 og/eða fjármálastjóra Ingólfi Arnarsyni kt. 050656-3149, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamninga við Íslandsbanka hf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Bæjarráð samþykkti tillöguna og vísaði henni til bæjarstjórnar.
"Ég hef ekki verið boðuð á þennan fund með neinum formlegum hætti. Aðalmaður Gunnar Ingi Birgisson er skv. "flökkusögu" sem mér barst til eyrna staddur við vinnu í Noregi á fullum bæjarfulltrúalaunum. Ég mætti hi