Bæjarstjórn

1106. fundur 25. nóvember 2014 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
  • Sigurjón Jónsson varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá
Hreiðar Oddsson tók sæti Sverris Óskarssonar
Margrét Júlía Rafnsdóttir tók sæti Ólafs Þórs Gunnarssonar
Sigurjón Jónsson tók sæti Birkis Jóns Jónssonar

1.1409148 - Auðnukór 7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Ívars Ragnarssonar, byggingafræðings, f.h. lóðarhafa vegna breytts deiliskipulags Auðnukórs 7. Í breytingunni felst að svalir fara út fyrir byggingarreit á norðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 08.03.2014 í mkv. 1:100. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðnukórs 5 og 9. Kynningu lauk 27.10.2014. Athugasemd barst frá Illuga Fanndal Bjarkarsyni, Auðnukór 5, dags. 17.10.2014. Á fundi skipulagsnefndar 3.11.2014 var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða breytingartillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

2.1401118 - Stjórn Strætó bs., 31. október

202. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

3.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 7. nóvember

343. fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

4.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 31. október

821. fundargerð í 30 liðum.
Lagt fram.

5.1411008 - Skipulagsnefnd, 17. nóvember

1249. fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

6.1411015 - Lista- og menningarráð, 20. nóvember

34. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

7.1411010 - Leikskólanefnd, 13. nóvember

52. fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

8.1411002 - Hafnarstjórn, 10. nóvember

97. fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

9.1410032 - Forvarna- og frístundanefnd, 12. nóvember

25. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

10.1411012 - Félagsmálaráð, 17. nóvember

1380. fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

11.1411011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 13. nóvember

135. fundargerð í 4 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

12.1411321 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 25. nóvember 2014

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 13. og 20. nóvember, byggingarfulltrúa frá 13. nóvember, félagsmálaráðs frá 17. nóvember, forsætisnefndar frá 20. nóvember, forvarna- og frístundanefndar frá 12. nóvember, hafnarstjórnar frá 10. nóvember, leikskólanefndar frá 13. nóvember, lista- og menningarráðs frá 20. nóvember, skipulagsnefndar frá 17. nóvember, skólanefndar frá 17. nóvember, stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 31. október, stjórnar Sorpu bs. frá 7. nóvember og stjórnar Strætó bs. frá 31. október.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 17:20. Fundi var fram haldið kl. 17:25.

Hlé var gert á fundi kl. 17:40. Fundi var fram haldið kl. 17:45.

Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Í fundargerð frá fundi leikskólastjóra kemur fram: Starfsmannamál: Erfiðlega hefur gengið að manna leikskólana að fullu, óhæfir umsækjendur og ástandið í leikskólunum því oft óviðunandi. Vantar mun fleiri faglærða og staðan í mörgum leikskólum alvarleg. Bæjarfullrúar Samfylkingarinnar vekja athygli á að í fjárhagsáætlun virðist ekkert fjármagn vera eyrnarmerkt starfsmannamálum í leikskólum og úrbótum þar að lútandi þrátt fyrir að leikskólastjórar bæjarins meti stöðuna alvarlega. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar munu leggja fram tillögur til úrbóta við fjárhagsáætlun Kópavogs.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir."

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar meirihlutans árétta að á fyrri hluta ársins var samþykkt í bæjarstjórn sóknaráætlun í fjölgun leikskólakennara sem hafa það að markmiði að; laða að nýja leikskólakennara, halda góðum kennurum í störfum hjá bænum og fjölga nemendum í leikskólafræðum. Þær leiðir sem vinnuhópurinn lagði til eru; launatengdar leiðir til að umbuna fyrir störf af faglegum toga, leiðir til að kynna og efla ímynd leikskóla Kópavogs og styrking til náms í leikskólafræðum. Til verkefnisins verða lagðar 36.100.000 á árinu 2015. Þá var verið að samþykkja samninga fyrir ófaglærða á leikskólum með sérstökum hækkunum umfram önnur sveitarfélög."

Ása Richardsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson og Margrét Júlía Rafnsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Í grein 1.12 undir kaflanum Mannréttindi og mannauður ? í nýsamþykktri stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014 ? 2018 segir: Sveitarfélög verði samfélög án aðgreiningar. Stefnt skal að því að jafnréttis- og jafnræðissjónarmið verði fléttuð inn í alla stefnumótun sveitarfélaganna og í lagasetningu sem snýr að sveitarfélögunum. Stefnt skal að því að eyða allri mismunun, svo sem vegna búsetu, aldurs, kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Í fjárhagsætlun ársins 2015 er gert ráð fyrir 10 milljónum króna til stefnumörkunar samkvæmt málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar. Mikilvægt er að jafnréttis- og jafnræðissjónarmið séu fléttuð inn í alla stefnumörkun á vegum Kópavogsbæjar.
Ása Richardsdóttir Pétur Hrafn Sigurðsson Margrét Júlía Rafnsdóttir"

13.1409146 - Vesturvör 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar arkiteks dags. 12.9.2014 f.h. lóðarhafa vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar að Vesturvör 12. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vesturvarar 7, 9, 11a, 11b, 13 og 14; Kársnesbraut 82, 82a, 86, 88, 90, 92, 94 og 96 ásamt lóðahöfum norðan Vesturvarar 12. Kynningu lauk 27.10.2014. Athugasemdir bárust frá; Þórði Inga Guðjónssyni, Kársnesbraut 82a, dags. 27.10.2014; Héðni Sveinbjörnssyni og Sigríði Tryggvadóttur, Kársnesbraut 82, dags. 27.10.2014; Halldóri Svanssyni, dags. 27.10.2014. Á fundi skipulagsnefndar 3.11.2014 var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 10 atkvæðum en einn bæjarfulltrúi, Hreiðar Oddson, greiddi ekki atkvæði.

14.1411142 - Dimmuhvarf 11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi GINGI Teiknistofu, dags. 15.10.2014, f.h. lóðarhafa Dimmuhvarfs 11. Óskað er eftir að í stað einnar lóðar með einbýlishúsi og mökuleika á hesthúsi verði lóðinni skipt í tvær einbýlishúsalóðir, annars vegar 769m2 að stærð og 647m2 annars vegar. Á lóðunum verði tvö einbýlishús, 130-140m2 að stærð á 1-1,5 hæð með 32m2 sambyggðum bílgeymslum. Hámarkshæð bygginga verður 5,2 m og nýtingarhlutfall 0,4 sbr. uppdráttum dags. í október 2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

15.1411116 - Fagrabrekka 39. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 6.11.2014 f.h. lóðarhafa Fögrubrekku 39. Óskað er eftir að taka í notkun ónýtt rými í kjallara hússins. Heildarbyggingarmagn hækkar úr 208,8m2 í 233,6m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,25 í 0,28. Einn gluggi bætist við á austurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 23.10.2014.
Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og/eða sveitarfélagsins og samþykkti tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

16.1409176 - Austurkór 153. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Haralds Valbergssonar, byggingarfræðings, dags. 10.10.2014, f.h. lóðarhafa vegna breytts deiliskipulags Austurkórs 153. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á einni hæð og kjallara (þremur pöllum) komi einbýlishús á einni hæð. Aðkomukóti íbúðarhússins verður 119,50 og bílgeymsla 10cm neðar sbr. uppdráttum dags. 10.10.2014.
Þá lagt fram samþykki þeirra lóðarhafa sem fengu kynninguna senda dags. 4.11.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

17.1411244 - Þrúðsalir 14. Umsókn um lóð

Borist hefur umsókn um lóðina Þrúðsalir 14 frá Andra Þór Gestssyni kt. 110174-3579 og Sigurborgu Önnu Ólafsdóttur kt. 040574-4769. Umsækjendur hafa skilað inn afriti skattframtals 2014 og yfirlýsingu banka. Umsækjendur eru skuldlaus við bæjarsjóð.
Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa Andra Þór Gestssyni, kt. 110174-3579 og Sigurborgu Önnu Ólafsdóttur, kt. 040574-4769 kost á byggingarrétti á Þrúðsölum 14.

18.1410076 - Úthlutunarreglur vegna byggingarréttar

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að úthlutunarreglum, annars vegar vegna lóða til einstaklinga til eigin nota og hins vegar fyrir lögaðila. Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu vegna reglna um lóðaúthlutanir til lögaðila:
"Undirritaður leggur til að við fram komnar reglur um úthlutun lóða til lögaðila bætist við eftirfarandi grein:
Hafi umsækjandi fengið áður úthlutað byggingarlóð í bænum er heimilt að taka mið af reynslu bæjarfélagsins af umsækjanda sem lóðarhafa.
Breytingartillagan verði tekin fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar.
Birkir Jón Jónsson"
Bæjarráð vísaði tillögunum til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn hafnar breytingartillögunni með sjö atkvæðum en einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði með tillögunni og þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig að Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Hjördís Ýr Johnson, Theódóra S Þorsteinsdóttir og Hreiðar Oddsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Sigurjón Jónsson greiddi atkvæði með tillögunni, Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddu ekki atkvæði.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum drög að úthlutunarreglum.

19.1411310 - Útsvar árið 2015

Lagt er til að útsvarshlutfall verði óbreytt á milli ára og verði 14,48% á árinu 2015. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir lögðu fram eftirfarandi breytingatillögu:
"Þann 20. desember 2013 var sett bráðabirgðaákvæði í lög um tekjustofna sveitarfélaga þess efnis að hámarksútsvar hækkaði úr 14,48% í 14,52% á árinu 2014. Samkæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að framlengja þetta bráðabirgðaákvæði út árið 2015. Lagt er til að bæjarstjórn Kópavogs nýti sér þetta úrræði sem ríkisstjórn Íslands býður uppá og að útsvarið verði 14.52%
Margrét Júlía Rafnsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir."

Hlé var gert á fundi kl. 19:08. Fundi var fram haldið kl. 19:09.

Bæjarstjórn hafnar breytingartillögu um útsvarshlutfall fyrir árið 2015 með átta atkvæðum en þrír bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með breytingartillögunni. Atkvæði féllu þannig að Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Hjördís Ýr Johnson, Theódóra S Þorsteinsdóttir, Hreiðar Oddsson og Sigurjón Jónsson greiddu atkvæði gegn breytingartillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddu atkvæði með henni.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um útsvarshlutfall verði 14,48% á árinu 2015 með átta atkvæðum en þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig að Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Hjördís Ýr Johnson, Theódóra S Þorsteinsdóttir, Hreiðar Oddsson og Sigurjón Jónsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddu ekki atkvæði.

Pétur Hrafn sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Sigurjón Jónsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við undirritaðir bæjarfulltrúar áréttum bókun frá bæjarráðsfundi 6. nóvember og krefjumst þess að Bæjarstjóri Kópavogs leggi fram þær áætlanir sem sviðsstjórar og forsvarsmenn stofnana Kópavogsbæjar lögðu fram við gerð fjárhagsáætlunar 2015. Enn fremur er óskað eftir yfirliti yfir fjárbeiðnir þeirra til sinna sviða og stofnana sem og hugmyndir þeirra varðandi starfsemina fyrir árið 2015. Áætlanir þessar verði lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs 27. Nóvember. Það er mikilvægt að þessi gögn liggi fyrir í vinnu bæjarfulltrúa Kopavogs við fjárhagsáætlun bæjarins.
Pétur Hrafn sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Sigurjón Jónsson"

20.1403482 - Viljayfirlýsing um samstarf

Lögð fram að nýju drög að samstarfssamningi við GKG um uppbyggingu félags- og íþróttamiðstöðvar. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir samstarfssamninginn með 11 atkvæðum.

21.1411013 - Bæjarráð, 20. nóvember

2751. fundargerð í 28 liðum.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 18:21. Fundi var fram haldið kl. 19:01.

22.1411009 - Bæjarráð, 13. nóvember

2750. fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Sigurjón Jónsson leggur fram eftirfarandi bókun.
"Í ljósi sögunar og frjálslega túlkunar á 6. grein siðareglna kjörnafulltrúa og stjórnenda Kópavogsbæjar tel ég mikilvægt að bæjarráð breyti og skýri þessa grein enn frekar. Tel ég að hún ætti að hljóða á þessa leið. "Kjörnir fulltrúar og stjórnendur þiggja ekki gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim er leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar.""

Fundi slitið.