Bæjarstjórn

1147. fundur 22. nóvember 2016 kl. 16:00 - 18:55 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 7. nóvember 2016.

436. fundur stjórnar SSH í 8. liðum.
Lagt fram.

2.1611015 - Forsætisnefnd, dags. 17. nóvember 2016.

83. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

3.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 31. október 2016.

218. fundur heilbrigðisnefndar í 50. liðum.
Lagt fram.

4.1610019 - Íþróttaráð, dags. 27. október 2016.

64. fundur íþróttaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ítrekuð er neðangreind bókun sem lögð var fram í bæjarstjórn 26. janúar sl.
Ennfremur er óskað eftir afstöðu íþróttaráðs gagnvart því að koma þessum hugmyndum í framkvæmd.
"Óskað er eftir að íþróttaráð skoði og meti hvort unnt sé að draga fram og verðlauna fyrir fleiri þætti í íþróttastarfsemi í Kópavogi en nú er gert. Til dæmis að skoða hvernig hægt er að hrósa fyrir gott starf, hrósa fyrir óeigingjarna sjálfboðavinnu, hrósa fyrir uppbyggilegan félagsskap, hrósa fyrir frábært starf fyrir börn, hrósa fyrir íþróttastarf sem er fyrir hæfi barna með ólíkar þarfir og fleira í þessum dúr."
Sverrir Óskarsson"

Guðmundur Gísli Geirdal tekur undir bókun Sverris Óskarssonar.

5.1611002 - Lista- og menningarráð, dags. 10. nóvember 2016.

64. fundur lista- og menningarráðs í 3. liðum.
Lagt fram.

6.1610028 - Skólanefnd, dags. 31. október 2016.

110. fundur skólanefndar í 14. liðum.
Lagt fram.

Kristín Sævarsdóttir lagði fram bókun f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:
"Það er áhyggjuefni að kjaramál leik- og grunnskólakennara eru í uppnámi. Óánægja kennara með kjör sín er jafn víðtæk hér í Kópavogi sem og annars staðar. Sú óvissa sem nú ríkir í upphafi fjárhagsárs, vegna lausra samninga kennarastéttarinnar, er mjög slæm.
Ása Richardsdóttir, Kristín Sævarsdóttir"

7.16011138 - Fundargerðir skólanefndar MK, dags. 2. nóvember 2016.

20. fundur skólanefndar MK í 6. liðum.
Lagt fram.

8.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 28. október 2016.

843. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 38. liðum.
Lagt fram.

9.16011133 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 28. október 2016.

157. fundur stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í 11. liðum.
Lagt fram.

10.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 24. október 2016.

435. fundur stjórnar SSH í 4. liðum.
Lagt fram.

11.1610026 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 27. október 2016.

201. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 5. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 10 atkvæðum.

Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið.

12.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 21. október 2016.

253. fundur stjórnar Strætó í 8. liðum.
Lagt fram.

13.16011143 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 16. september 2016.

69. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 3. liðum.
Lagt fram.

14.16011143 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 21. október 2016.

70. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 2. liðum.
Lagt fram.

15.1611728 - Kosning í menntaráð

Kjörnir aðalmenn í menntaráð:
Af A-lista:
Margrét Friðriksdóttir
Ólafur Örn Karlsson
Helgi Magnússon
Ragnhildur Reynisdóttir
Sverrir Óskarsson

Af B-lista:
Helga María Hallgrímsdóttir
Gísli Baldvinsson

Tilnefndur áheyrnarfulltúi: Bergljót Kristinsdóttir

Kjörnir varamenn í menntaráð:
Af A-lista:
Þórir Bergsson
Linda Jörundsdóttir
Haukur Guðmundsson
Ragnhildur Konráðsdóttir
Auður C. Sigrúnardóttir

Af B-lista:
Sóley Ragnarsdóttir
Signý Þórðardóttir

Tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi: Gerður Óskarsdóttir

Margrét Friðriksdóttir var kjörin formaður og Sverrir Óskarsson var kjörinn varaformaður.

16.1611729 - Kosning í skipulagsráð

Kjörnir aðalmenn í skipulagsráð:
Af A-lista:
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Andrés Pétursson
Guðmundur Gísli Geirdal
Sigríður Kristjánsdóttir
Júlíus H. Hafstein

Af B-lista:
Ása Richardsdóttir
Kristinn Dagur Gissurarson

Tilnefndur áheyrnarfulltúi: Margrét Júlía Rafnsdóttir

Kjörnir varamenn í skipulagsráð:
Af A-lista:
Anna María Bjarnadóttir
Hreiðar Oddsson
Ármann Kr. Ólafsson
Karen Elísabet Halldórsdóttir
Margrét Friðriksdóttir

Af B-lista:
Pétur Hrafn Sigurðsson
Sigurbjörn T. Vilhjálmsson

Tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi: Arnþór Sigurðsson

Theódóra S. Þorsteinsdóttir var kjörin formaður og Guðmundur Gísli Geirdal var kjörinn varaformaður.

17.1611730 - Kosning í velferðarráð

Kjörnir aðalmenn í velferðarráð:
Af A-lista:
Gunnsteinn Sigurðsson
Ragnheiður S. Dagsdóttir
Guðmundur Gísli Geirdal
Helga Sigrún Harðardóttir
Sverrir Óskarsson

Af B-lista:
Arnþór Sigurðsson
Kristín Sævarsdóttir

Tilnefndur áheyrnarfulltúi: Ólöf Pálína Úlfarsdóttir

Kjörnir varamenn í velferðarráð:
Af A-lista:
Ísól Fanney Ómarsdóttir
Karen Elísabet HAaldórsdóttir
Andri Steinn Hilmarsson
Magnea Guðrún Guðmundardóttir
Rannveig Bjarnadóttir

Af B-lista:
Guðbjörg Sveinsdóttir
Þráinn Hallgrímsson

Tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi: Ingibjörg Ingvadóttir

Gunnsteinn Sigurðsson var kjörinn formaður og Sverrir Óskarsson var kjörinn varaformaður.

18.1406239 - Kosningar í hafnarstjórn 2014

Af B lista
Páll Marís Pálsson kjörinn aðalmaður í stað Birkis Jóns Jónssonar.
Sigurbjörn Þórmundsson kjörinn varamaður í stað Kristins Dags Gissurarsonar.

19.1408262 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2014 - 2018

Af A lista
Guðlaugur Þór Ingvason kjörinn varamaður í stað Sigursteins Óskarssonar.

20.1611052 - Álmakór 11. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 11 frá Ólafi Valdimar Júlíussyni, kt. 271078-2349. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Ólafi Valdimar Júlíussyni kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 11 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

21.1610486 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2018-2020

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir þriggja ára fjárhagsáætlun 2018-2020 og lagði til að hún yrði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2018-2020 með 11 atkvæðum.

22.1611626 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 22. nóvember 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 10. og 17. nóvember, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 20. og 27. október, forsætisnefndar frá 17. nóvember, heilbrigðisnefndar frá 31. október, íþróttaráðs frá 27. október, lista- og menningarráðs frá 10. nóvember, skólanefndar frá 31. október, skólanefndar MK frá 2. nóvember, stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 28. október, stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 28. október, stjórnar SSH frá 24. október og 7. nóvember, stjórnar Strætó frá 21. október og svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 16. september og 21. október.
Lagt fram.

23.1611005 - Bæjarráð, dags. 10. nóvember 2016.

2845. fundur bæjarráðs í 27. liðum.
Lagt fram.

24.1610363 - Auðnukór 2. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Auðnukór 2 frá Hauki Gottskálkssyni, kt. 020682-4939 og Silvíu Santana, kt. 091181-3639. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að reglum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Hauki Gottskálkssyni og Silvíu Santana kost á byggingarrétti á lóðinni Auðnukór 2 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

25.1610513 - Austurkór 72, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 72 frá Guðmundi Antonssyni, kt. 160758-6279 og Auði Gunnarsdóttur, kt. 280567-3619. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Guðmundi Antonssyni og Auði Gunnarsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 72 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

26.1611027 - Austurkór 175, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 175 frá Ingimar Helgasyni, kt. 291278-3109. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Ingimar Helgasyni kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 175 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

27.1610139 - Þorrasalir 21. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Þorrasali 21 frá Ævari Valgeirssyni, kt. 120384-3419. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að reglum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Ævari Valgeirssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Þorrasölum 21 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

28.1611024 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. til samþykktar

Frá stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 31. október, lögð fram til samþykktar gjaldskrá slökkviliðsins. Bæjarráð vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá með 11 atkvæðum.

29.1611011 - Bæjarráð, dags. 17. nóvember 2016.

2846. fundur bæjarráðs í 24. liðum.
Lagt fram.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, óskaði fært til bókar vegna liðar 23:
"Vegna bókunar um öldrunarráð í fundargerð bæjarráðs frá 17.10 vil ég taka fram að í kjölfar samþykktar var haldinn fundur og undirbúningsvinnu hrundið af stað.
Ármann Kr. Ólafsson"

30.1610459 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2017

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017, ásamt tillögu að álagningu gjalda. Þá gerði bæjarstjóri grein fyrir breytingartillögum við fjárhagsáætlun 2017 og lagði til að þær yrðu samþykktar, ásamt framlagðri fjárhagsáætlun. Jafnframt lagði bæjarstjóri fram tillögur að gjaldskrám.
Hlé var gert á fundi kl. 17.35. Fundi var fram haldið kl. 17.42.

Forseti bar undir fundinn eftirfarandi tillögu að álagningu gjalda fyrir árið 2017:

I. Bæjarstjórn samþykkir að útsvar fyrir árið 2017 verði óbreytt 14,48%.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fasteignagjöld fyrir árið 2017 verði álögð sem hér segir:
a) Fasteignaskattur:
1. Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,26% í 0,255% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2. Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði verði óbreytt 1,62% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

3. Opinbert húsnæði verði óbreytt 1,32% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

4. Hesthús lækki úr 0,26% í 0,255% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

5. Sumarhús lækki úr 0,26% í 0,255% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

b) Vatnsskattur og holræsagjald:
1. Vatnsskattur verði óbreyttur 0,08% af heildarfasteignamati. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 39,40 (var 37,93) fyrir hvern m3 vatns.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2. Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, lækki úr 0,169% og verði 0,14% af fasteignamati, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 26.171 (var 25.658) og innheimtist með fasteignagjöldum.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

c) Lóðarleiga:
1. Fyrir lóðir íbúðar-, sumar og hesthúsa, hækkar og verður 21,43 kr/m² (var 19,48 kr/m²).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.
2. Lóðir Lækjarbotnum, hækkar og verður 21,43 kr/m² (var 19,48 kr/m²).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.
3. Fyrir lóðir annarra húsa, óbreytt 190,00 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Gjalddagar fasteignagjalda 2017 verði átta, þann 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst og 1. september og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.
Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 40.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03.2017.
Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 15.02.2017 fá 3% staðgreiðsluafslátt.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk í framtali ársins 2016.

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 3.232.000 krónur (var 2.995 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 4.459.000 krónur (var 4.132 þ).

75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 3.232.001 - 3.724.000 krónur (var 3.451 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.459.001 - 5.023.000 krónur (var 4.655 þ).

50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.724.001 - 4.019.000 krónur (var 3.724 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 5.023.001 - 5.453.000 krónur (var 5.053 þ).

25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 4.019.001 - 4.254.000 krónur (var 3.942 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 5.453.001 - 5.786.000 krónur (var 5.362 þ).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2017. Gjaldið hækkar vegna aukins úrgangs og vegna gjaldskrárhækkana Sorpu, m.a. vegna gas- og jarðefnstöðvar og verður kr. 28.300 á íbúð (var 22.600). Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarstjóra, dags. 22.11.2017.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 svo breytta með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá dagforeldra.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá mötuneyta og dægradvala í grunnskólum.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá leikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að framlögum til einkaleikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að framlögum til einkagrunnskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá Skólahljómsveitar Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá frístundaklúbbsins Hrafninn.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn gjaldskrá sérdeilda grunnskóla Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir Bókasafn Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir sundlaugar Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir íþróttahús og knatthallir Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn færir til bókar:
"Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2017 er unnin í samvinnu allra bæjarfulltrúa. Þetta verklag endurspeglar þann skilning á fjármálum bæjarins að allir kjörnir fulltrúar beri þar ábyrgð. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu hafa flokkarnir fimm ólíkar áherslur og áætlunin breytir ekki þeirri staðreynd. Hagsmunir bæjarbúa eru að allir þeir fulltrúar sem þeir kusu komi að þessari vinnu og í þeirri trú er fjárhagsáætlunin unnin. Bæjarfulltrúar þakka starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra framlag til gerðar fjárhagsáætlunarinnar."

31.1610487 - Turnahvarf 2, umsókn um atvinnulóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Turnahvarf 2 frá Eignarhaldsfélaginu Ögur ehf., kt. 550600-3580. Umsækjandi sækir einnig um lóðina Turnahvarf 4. Umsókn félagsins er eina fullnægjandi umsóknin um lóðina Turnahvarf 2. Því er lagt er til að umsókn félagsins um lóðina Turnahvarf 4 verði ekki tekin til afgreiðslu á grundvelli þess að gefa fleirum kost á lóðaúthlutun. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar Turnahvarf 2 til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Eignarhaldsfélaginu Ögur ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Turnahvarfi 2 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

32.1611164 - Turnahvarf 4, umsókn um atvinnulóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Turnahvarf 4 frá Malarhús ehf., kt. 410411-1560. Umsækjandi sækir um lóðina Turnahvarf 2 til vara. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra aðila sem hafa skilað fullnægjandi gögnum vegna úthlutun lóðarinnar Turnahvarf 4. Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Fag Bygg ehf. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Fag Bygg ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Turnahvarfi 4 og hafnaði umsókn Malarhúss ehf. og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

33.1610428 - Turnahvarf 4, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Turnahvarf 4 frá Fag Bygg ehf., kt. 480115-0310. Umsækjandi sækir um lóðina Turnahvarf 2 til vara. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra aðila sem hafa skilað fullnægjandi gögnum vegna úthlutun lóðarinnar Turnahvarf 4. Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Fag Bygg ehf. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Fag Bygg ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Turnahvarfi 4 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

34.1110448 - Engihjalli 11 íbúð 0802 Fastanúmer 206-0026 Eignaumsjón

Frá fjármálastjóra, dags. 15. nóvember, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að selja félagslegt húsnæði að Engihjalla 11. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að heimila sölu.

35.1310048 - Eineltisstefna Kópavogsbæjar

Frá jafnréttisráðgjafa, dags. 9. nóvember, lagt fram erindi um endurskoðun á eineltisstefnu Kópavogsbæjar ásamt eintaki af uppfærðri eineltisstefnu bæjarins.
Bæjarráð samþykkti endurskoðaða eineltisstefnu Kópavogsbæjar fyrir sitt leyti og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða eineltisstefnu Kópavogsbæjar með 11 atkvæðum.

36.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 15. nóvember, lögð fram til samþykktar drög að lögum fyrir Samstarfsvettvang íþróttafélaga í Kópavogi sem samþykkt voru á fundi íþróttaráðs þann 27. október sl. Bæjarráð vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlögð lög fyrir Samstarfsvettvang íþróttafélaga í Kópavogi með 11 atkvæðum.

37.1502356 - Borgarlínan. Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Frá SSH, dags. 14. nóvember, lögð fram tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga um undirbúning og innleiðingu nýs hágæða almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu (Borgarlínan) sem samþykkt var að senda til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu aðildarsveitarfélaga á fundi stjórnar SSH þann 7. nóvember sl. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að samkomulagi aðildarsveitarfélaga um undirbúning og innleiðingu nýs hágæða almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu (Borgarlína) með 11 atkvæðum.

38.1610023 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 20. október 2016.

200. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 5. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:55.