Bæjarstjórn

1163. fundur 10. október 2017 kl. 16:00 - 17:55 Í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
 • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.1709858 - Fundargerð 78. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 08.09.2017

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Kosningar

2.1709847 - Alþingiskosningar 2017

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að fela bæjarráði að kjósa nýjan fulltrúa í hverfiskjörstjórn í stað Hauks Guðmundssonar.

Önnur mál fundargerðir

3.1709023F - Bæjarráð - 2884. fundur frá 28.09.2017

Fundargerð í 15. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.1710001F - Bæjarráð - 2885. fundur frá 05.10.2017

Fundargerð í 12. liðum.
Lagt fram.
 • 4.3 17091093 Tillaga um breytingar á gjaldskrám vegna matvæla-, heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og vegna hundahalds
  Frá Heilbrigðiseftirlitinu, dags. 28. september, lögð fram tillaga um breytingar á gjaldskrám vegna matvæla-, heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og vegna hundahalds. Niðurstaða Bæjarráð - 2885 Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrám heilbrigðiseftirlits 2018 til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir tillögu að gjaldskrám heilbrigðiseftirlits 2018 með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.1709020F - Barnaverndarnefnd - 69. fundur frá 26.09.2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1709027F - Íþróttaráð - 75. fundur frá 28.09.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1709009F - Lista- og menningarráð - 76. fundur frá 21.09.2017

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1709015F - Menntaráð - 14. fundur frá 19.09.2017

Fundargerð í 5 liðum.

Önnur mál fundargerðir

9.1709021F - Skipulagsráð - 15. fundur frá 02.10.2017

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.
 • 9.3 1701009 Lyklafellslína 1. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
  Á fundi skipulagsráðs 20. mars sl. var lagt fram erindi Landsnets hf. dags. 29. desember 2016 þar sem óskað er eftir að fá útgefið framkvæmdaleyfi Kópavogsbæjar fyrir Lyklafellslínu 1 (Sandskeiðslínu 1), 220/400 kV háspennulínu í upplandi Kópavogs. Afgreiðslu erindisins var frestað og óskað eftir samantekt um málið. Erindið var tekið fyrir að nýju á fundi ráðsins 3. apríl 2017 en þá mættu Þórarinn Bjarnason, Landsneti, Ólafur Árnason og Sigurður Thorlacius verkfræðistofunni Eflu og gerðu grein fyrir málinu. Lögð fram greinargerð Lyklafellslína 1 í Kópavogi dags. 27. september 2017 vegna afgreiðslu á umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi. Þá lögð fram tillaga að framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 í lögsögu Kópavogs. Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri Umhverfis og skipulags hjá VSÓ Ráðgjöf ehf. gerir grein fyrir málinu. Niðurstaða Skipulagsráð - 15 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í lög nr. 772/2012 framlagt framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 í lögsögu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaleyfið byggir á þeim hönnunargögnum sem og öðrum gögnum og skilyrðum leyfisveitenda sem þar koma fram. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Theódóra Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Sigríður Kristjánsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarsson, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson greiða atvæði með tillögunni.

  Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

  Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
  Þann 3. Apríl 2017 bókaði undirrituð í Skipulagsráði

  "Það er óðsmannsæði að taka áhættu með vatnsból íbúa Höfuðborgarsvæðisins.Gögn málsins sýna að slík áhætta er fyrir hendi, sama til hvaða varúðarráðstafana eða "áhættuminnkandi aðgerða" yrði gripið.
  Hæstiréttur dæmdi nú í febrúar 2017 að umhverfismat það sem fram fór vegna Suðvesturlínu hafi verið haldið svo verulegum annmörkum að óheimilt hafi verið að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli þess. Sandskeiðslína, nú kölluð Lyklafellslína, var hluti af því sama umhverfismati og byggir umsókn um framkvæmdaleyfi til Kópavogsbæjar á því."

  Samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir m.a. í 13. gr. þar sem fjallað er um grannsvæði vatnsverndar:

  "Á þessu svæði skal banna notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri og önnur efni sem mengað geta grunnvatn. Á um 16 kílómetra kafla liggur línan um grannsvæði vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu og auk þess sem hún liggur fast að brunnsvæðum í Mygludölum.

  Vatnsverndarsvæðin í Heiðmörk og nágrenni eru einstök að því leyti að þau liggja í sprungurein virks eldstöðvakerfis, þ.e. Krýsuvíkur. Svæðið einkennist af miklum fjölda af virkum gjám og sprungum sem margar hverjar eru opnar til yfirborðs. Þessar aðstæður valda því að vatnsverndarsvæðin eru einstaklega viðkvæm fyrir mengun frá yfirborði.

  Vatnsból höfuðborgarsvæðisins eru meðal mikilvægustu auðlinda þjóðarinnar. Fyrirhugaðar stórframkvæmdir og rekstur háspennulína innan grannsvæða vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins bera vott um skammsýni. sem ég sem kjörinn fulltrúi vill ekki taka þátt í og leggst gegn veitingu framkvæmdaleyfisins."

  Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
  "Ég styð ekki að veitt verði framkvæmdaleyfi."

  Fundarhlé kl. 17:08
  Fundi fram haldið kl. 17:18

  Bókun frá Theódóru Þorsteinsdóttur, Karen Elísabetu Halldórsdóttur, Andrési Péturssyni, Sigríði Kristjánsdóttur og Ármanni Kr. Ólafssyni:
  "Með tilvísan í yfirferð sérfræðinga og greinargerð sem Kópavogsbær lét vinna er ítrustu varúðar gætt við útgáfu framkvæmdaleyfisins."
  Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að fresta málinu á milli funda. Unnið verði minnisblað fyrir bæjarstjórn af bæjarritara í samræmi við þær athugasemdir sem fram komu á fundinum. Minnisblaðið verði sent í drögum til bæjarfulltrúa og þeim boðið að gera athugasemdir áður en það verði fullunnið.
 • 9.4 1702284 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Tillaga að breytingu. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína.
  Á fundi skipulagsráðs 19. september var lögð fram tillaga svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 er tekur til hágæða almenningsvagnakerfi fyrir höfuðborgarsvæðið - Borgarlina. Er tillagan unnin á grundvelli samkomulags sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 2. desember 2016.

  Vinnslutillögur svæðis- og aðalskipulags voru kynntar frá 29. maí til og með 21. júní 2017. Alls bárust athugasemdir og/eða ábendingar frá 33 aðilum og þar af 12 lögbundnum umsagnaraðilum. Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi hefur tekið nokkrum breytingum frá forkynningu. Tillagan byggir á greiningarvinnu COWI eins og hún birtist í lokaskýrslu dags. september 2017.

  Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins fjallaði um lokaskýrslu COWI og tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu sbr. ofangreint 8. september 2017. Svæðisskipulagsnefnd bókaði eftirfarandi:

  Með tilvísan í 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga samþykkir svæðisskipulagsnefnd að leggja til við aðildarsveitarfélögin að samþykkja að auglýsa tillöguna eftir athugun Skipulagsstofnunar.

  Í ofangreindu samkomulagi sveitarfélaganna frá 2. desember 2016 þá er ætlunin að ljúka skipulagsvinnu á árinu 2017.

  Eftirfarandi lagt fram:
  Erindi svæðisskipulagsstjóra til skipulagsráðs Kópavogs, Afgreiðsla Kópavogs á tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins dags. 14. septemer 2017; Svæðisskipulagið Höfuðborgarsvæðið 2040. Tillaga að beytingu á svæðisskipulagi. Hágæðakerfi almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu - Borgarlína, september 2017; Borgarlína - innkomnar athugasemdir og ábendingar við forkynningu vinnlutillagna dags. 7. september 2017; Höfuðborgarsvæðið 2040. Umferðarspá fyrir 2030 vegna svæðiskipulagsbreytingar. Forsendur og niðurstöður. Lokadrög september 2017; Borgarlína Recommendations Screening Report, COWI, september 2017.
  Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri gerir grein fyrir málinu. Var afgreiðslu tillögunnar frestað.

  Tillagan lögð fram að nýju ásamt ofangreindum gögnum.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 15 Skipulagsráð Kópavogs ítrekar fyrri bókun sína, dags. 20. febrúar 2017, um að leggja eigi ofurkapp á að fyrsti áfangi Borgarlínuverkefnisins fari um svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins, Smárann og að kjarnastöð verði staðsett við Smáralind. Smárinn er lykilsvæði fyrir enn frekari uppbyggingu, blöndun byggðar og miðstöð verslunar og þjónustu í tengslum við Borgarlínuverkefnið. Skipulagsráð ítrekar jafnframt að eitt mikilvægasta stefnumið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins sé að fjölga þeim sem nýta almenningssamgöngur. Til að svo verði þarf Borgarlínan að fara um þar sem fólkið er og verður.
  Það er mat skipulagsráðs að Smárinn sé lykilsvæði í því að Borgarlínan verði að veruleika og sú afstaða ráðsins er skýr að ekki sé hægt að fara í fyrsta áfanga Borgarlínunnar nema hún liggi um svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins Smárann með skiptistöð/biðstöð við Smáralind,- stærstu verslunarmiðstöð landsins.

  Skipulagsráð leggur áherslu á að þeir þrír valkostir sem eru til skoðunar í vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi Kópavogs vegna Borgarlínu rúmist innan samgönguása svæðisskipulagstillögunnar. Að mati skipulagsráðs þarf orðalag svæðisskipulagsbreytingar og framlögð gögn sem henni fylgja að vera skýrari hvað það varðar.

  Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn Kópavogs að samþykkja breytingartillögu svæðisskipulags og að hún verði auglýst að athugun Skipulagsstofnunnar lokinni. Jafnframt leggur skipulagsráð fram ofangreinda bókun sem athugasemd við auglýsta tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Theódóra Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Sigríður Kristjánsdóttir, Ása Richardsdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson greiða atvæði með tillögunni.

  Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn tillögunni.

  Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
  "Bókun skipulagsráðs gengur of skammt."
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn einu atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar.
 • 9.7 1704228 Skjólbraut 11. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga lóðarhafa Skjólbrautar 11 dags. 6. apríl 2017 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi á lóðinni Skjólbraut 11. Í breytingunni felst að í stað einlyfts einbýlishúss með risi eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrri, verði reist á lóðinni tvílyft fjórbýlishús. Tvö bílastæði verða á hverja íbúð, átta í heildina. Er það aukning um fjögur stæði miðað við gildandi deiliskipulag. Fyrirhugað heildarbyggingarmagn á lóðinni verður skv. tillögunni 573,2 m2 og nýtingarhlutfall 0,58. Í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir að núverandi bygging á lóðinni, einbýlishús alls 136 m2 að stærð og byggt árið 1945, verði fjarlægð. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 15. maí 2017.
  Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 23. maí 2017 var framangreind afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Tillagan var auglýst frá 23. júní 2017 með athugasemdafrest til 8. ágúst 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og bygguingardeildar, dags. dags. 29. september 2017.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 15 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
  "Tek undir athugasemdir nágranna um of mikið byggingarmagn. Ekki er um óverulega breytingu að ræða."
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn einu atkvæði Ólafs Þórs Gunnarssonar.
 • 9.10 1707262 Smárinn. Reitur A 10. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Tendra arkitektúr fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á svæði A10 í 201 Smári. Í tillögunni felst að lega og fyrirkomulag bílastæða og opinna svæða á lóð fyrirhugaðra húsa á svæðinu breytist. Opin bílgeymsla við hús A er felld út; hús A verður 4-6 hæðir í stað 4-7 hæða; hús C verður 4-7 hæðir í stað 4 hæða og í því húsi verður fjöldi íbúða 18 í stað 9. Fjöldí bílastæða ofanjarðar er óbreyttur þ.e. 30 stæði en bílastæðum í bílageymslu neðanjarðar er fjölgað úr 55 í 57. Sorp verður í djúpgámum við gangstíg í stað sorpgeymslum í kjallara fyrirhugaðra húsa. Þá er sett inn kvöð um sjónlínur frá útkeyrslu milli húsa A og b til að auka umferðaröryggi gagnvart umferð úr suðri. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 19. júlí 2017. Athugasemdafresti lauk 29. september 2017. engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 15 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 9.11 1707031 Bjarnhólastígur 3. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Svövu Jónsdóttur arkitekts, dags. 27. júní 2017 fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að stækka húsið með 68,4 m2 viðbyggingu til norðurs. Lóðarstærð er 780 m2, nýtingarhlutfall lóðar yrði 0,317 í stað 0,26 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. júní 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 38, 40, 42, 44, 46a, 46b, Hátröð 6, 8 og Bjarnhólastígs 1, 4, 6, 8, 9 og 10. Athugasemdafresti lauk 29. september 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 15 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

10.1709022F - Velferðarráð - 15. fundur frá 25.09.2017

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.17091064 - Fundargerð 227. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.09.2017

Fundargerð í 45. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1709966 - Fundargerð 10. eigendafundar Sorpu bs. frá 04.09.2017

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1710015 - Fundargerð 379. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 29.09.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1709965 - Fundargerð 14. eigendafundar Strætó bs. frá 04.09.2017

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1710017 - Fundargerð 272. fundar stjórnar Strætó bs. frá 22.09.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.1709936 - Fundargerð 447. fundar stjórnar SSH frá 04.09.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:55.