Bæjarstjórn

1170. fundur 13. febrúar 2018 kl. 16:00 - 18:50 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Forseti óskaði eftir því að tekin yrðu á dagskrá til afgreiðslu undir lið 6 í fundargerð bæjarráðs frá 8. febrúar sl. viðauki I við fjárhagsáætlun 2018 vegna lántöku og uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. Var það samþykkt með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

1.1801017F - Bæjarráð - 2900. fundur frá 25.01.2018

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

2.1801029F - Bæjarráð - 2901. fundur frá 01.02.2018

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.1802005F - Bæjarráð - 2902. fundur frá 08.02.2018

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
  • 3.6 1706353 Vegna breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins nr. 1/1997
    Frá fjármálastjóra, dags. 5. febrúar, lögð fram tillaga um fjármögnun lífeyrisskuldbindingar við Brú lífeyrissjóð. Niðurstaða Bæjarráð - 2902 Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

    Bæjarráð lýsir vanþóknun sinni á þeim skamma tímafresti sem veittur er til uppgjörs enda um háar fjárhæðir að ræða. Bæjarráð telur eðlilegt að gjalddagi verði færður til 1. mars.
    Niðurstaða Lagður fram viðauki I við fjárhagsáætlun Kópavogs 2018. Einnig lagt fram erindi frá reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga dags. 8. febrúar sl. Þá voru lögð fram drög að samkomulagi við Brú lífeyrissjóð um uppgjör lífeyrisskuldbindinga.

    Hlé var gert á fundi kl. 18:03. Fundi var fram haldið kl. 18:08.

    Kópavogsbær samþykkir með 11 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 2.040.000.000 kr. Fyrirhugað er að taka 1.000.000.000 kr í lánaflokki LS-34, sem nú ber 2,55% fasta verðtryggða vexti, en afganginn sem óverðtryggt lán með 6 mánaða REIBOR vöxtum að viðbættu 0,5% álagi (gerir nú 5,15%). Einnig er óskað eftir heimild til að taka skammtíma "brúarlán" sem ber 4,75% óverðtryggða vexti sem verður greitt upp með endanlegri lántöku.
    Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eru lánin tekin til að greiða lífeyrisskuldbindingu við Brú lífeyrissjóð, sem er á gjalddaga þann 31. janúar 2018, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
    Jafnframt er Ármanni Kr. Ólafssyni kt: 170766-5049, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

    Þá samþykkir bæjarstjórn með 11 atkvæðum viðauka I við fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2018.

    Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa drögum að samkomulagi við Brú lífeyrissjóð um uppgjör lífeyrisskuldbindinga til bæjarráðs til afgreiðslu.
  • 3.7 1801254 Auknar og afturvirkar lífeyrissjóðsskuldbindingar
    Frá fjármálastjóra, lögð fram umsögn er varðar beiðni frá Sigöldu ehf. um uppgjör við Brú lífeyrissjóð. Niðurstaða Bæjarráð - 2902 Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum beiðni Sigöldu ehf. varðandi auknar og afturvirkar lífeyrisskuldbindingar, en samkvæmt erindi Sigöldu ehf. nema þær kr. 13,5 milljónum.
  • 3.8 1801698 Strætó leitar heimildar vegna lántöku
    Frá fjármálastjóra, lögð fram umsögn er varðar erindi Strætó bs. vegna heimildar til lántöku. Niðurstaða Bæjarráð - 2902 Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir með 11 atkvæðum að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Strætó bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 1.000.000.000,- til allt að 38 ára, í samræmi við lánstilboð frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Strætó bs. Kópavogsbær veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til uppgjörs til Brú lífeyrissjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
    Bæjarstjórn Kópavogs skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Strætó bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Strætó bs., sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
    Fari svo að Kópavogsbær selji eignarhlut sinn í Strætó bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Kópavogsbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
    Jafnframt er Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogsbæjar kt. 170766-5049, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Kópavogsæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Önnur mál fundargerðir

4.1801009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 234. fundur frá 12.01.2018

Fundargerð í 9 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.1801026F - Barnaverndarnefnd - 75. fundur frá 01.02.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1802008F - Forsætisnefnd - 109. fundur frá 08.02.2018

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1801023F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 59. fundur frá 30.01.2018

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1802007F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 60. fundur frá 07.02.2018

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1801018F - Leikskólanefnd - 90. fundur frá 25.01.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1801007F - Lista- og menningarráð - 83. fundur frá 18.01.2018

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1801021F - Lista- og menningarráð - 84. fundur frá 01.02.2018

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1801010F - Menntaráð - 20. fundur frá 16.01.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1801012F - Skipulagsráð - 22. fundur frá 29.01.2018

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.
  • 13.4 16091001 Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Tillaga að breytingu aðalskipulagi.
    Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Tillagan gerir ráð fyrir að á göngu- og hjólabrú yfir Fossvog, sem gildandi aðalskipulag gerir nú þegar ráð fyrir, verði einnig heimilaður akstur almenningsvagna, til samræmis við skipulagsákvæði um sömu brú í aðalskipulagi Reykjavíkur. Tillagan er sett fram í greinargerð Alta dags. 3. nóvember 2017.
    Á fundi skipulagsráðs 29. maí 2017 var lögð fram vinnslutillaga, dags. 29. maí 2017, að ofangreindri breytingu og samþykkti skipulagsráð að hún skuli kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillagan var kynnt frá 16. september 2017. Enn fremur var vinnslutillagan send umsagnaraðilum sbr. erindi skipulagsstjóra dags. 15. september 2017. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni sbr. erindi dags. 26. október 2017; frá Garðabæ sbr. erindi dags. 3. október 2017 og frá Reykjavíkurborg sbr. erindi dags. 2. október 2017. Efnt var til opins húss á skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs 28. september 2017 þar sem vinnslutillagan var kynnt þeim er þess óskuðu. Tveir mættu á kynninguna.

    Skipulagsráð samþykkti 6. nóvember 2017 með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga. Á fundi bæjarstjórnar 14. nóvember 2017 var framangreind afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

    Tillagan var auglýst frá 27. nóvember 2017 með athugasemdafrest til 17. janúar 2018. Auglýsing um tillöguna birtist í Fréttablaðinu 27. nóvember 2017 og í Lögbirtingarblaðinu 29. nóvember 2017. Tillagan var jafnframt send lögboðnum umsagnaraðilum sbr. bréf dags. 24. nóvember 2017. Athugasemdir, ábendingar og umsagnir bárust frá Vegagerðinni sbr. erindi dags. 23. nóvember 2017; Umhverfisstofnun sbr. erindi dags. 15. janúar 2018 og Veitum sbr. erindi dags. 17. janúar 2018 og frá Skipulagsstofnun dags. 26. janúar 2018.

    Tillagan lögð fram að nýju ásamt greinargerð með umsögnum er bárust á auglýsingartíma. Er tillagan dags. 29. janúar 2018.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 22 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögnum í greinargerð dags. 29. janúar 2018. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn tillögunni.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar. Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddi ekki atkvæði.
  • 13.7 1711735 Brekkuhvarf 1-5. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram tillaga Rafaels Pinho dags. 29. nóvember 2017 fh. lóðarhafa Brekkuhvarfs 1-5 að breyttu deiliskipulagi á lóðunum. Í breytingunni felst að á lóðunum Brekkuhvarf 1a-1b, 3 og 5 verði reist raðhúsabyggð í þremur áföngum með samtals 22 íbúðum sem fá heimilisföngin Brekkuhvarf 1a-1p og Brekkuhvarf 7a-7f. Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 11. janúar 2018 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Niðurstaða Skipulagsráð - 22 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

14.1712006F - Velferðarráð - 20. fundur frá 11.12.2017

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1801016F - Velferðarráð - 22. fundur frá 22.01.2018

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.1801004F - Öldungaráð - 2. fundur frá 18.01.2018

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.1801753 - Fundargerð 230. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.01.2018

Fundargerð í 74 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.1801695 - Fundargerð 383. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 26.01.2017

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.1801719 - Fundargerð 280. fundar stjórnar Strætó bs. frá 19.01.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Jafnframt eru lögð fram tvö fylgiskjöl, annars vegar samstarfsyfirlýsing Strætó bs. og Íslenskrar NýOrku vegna EB verkefnis og hins vegar Ferðavenjukönnun Gallup 2017.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.1801791 - Fundargerð 81. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 26.01.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Kosningar

21.1406244 - Kosningar í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga.

Jón Guðlaugur Magnússon kjörinn aðalmaður í stað Ingibjargar Ingvadóttur.

Kosningar

22.1408096 - Kosningar í íþróttaráð 2014-18

Sverrir Kári Karlsson kjörinn varamaður, í stað Hjartar Sveinssonar.

Fundi slitið - kl. 18:50.