Bæjarstjórn

1200. fundur 10. september 2019 kl. 16:00 - 19:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar

Tillaga um að 13. grein Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál verði hluti af yfirmarkmiðum stefnu Kópavogsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að bætt verði við yfirmarkmið bæjarstjórnar Kópavogs heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna númer 13.1 og 13.2 sem heyra til heimsmarkmiðs 13 um aðgerðir í loftslagsmálum.
Hlé var gert á fundi kl. 18:35. Fundi var fram haldið kl. 18:55

Fundargerð

2.1908009F - Bæjarráð - 2968. fundur frá 05.09.2019

Fundargerð í 24 liðum.
Lagt fram.
  • 2.3 1711235 Samþykkt um öryggismál
    Frá starfshópi um öryggismál hjá Kópavogsbæ, dags. 19. júlí lögð fram greinargerð starfshópsins ásamt tillögu að samþykkt um öryggismál fyrir Kópavogsbæ. Niðurstaða Bæjarráð - 2968 Fundarhlé hófst kl. 10:10, fundi fram haldið kl. 10:18.

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu að samþykkt um öryggismál.
  • 2.11 1909051 Breyting á fjárfestinga- og fjármögnunaráætlunar Sorpu. Lántaka
    Frá Sorpu, dags. 2. september, lagt fram erindi vegna breyttrar fjárfestinga- og fjármögnunaráætlunar SORPU; ákvörðun um að veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánssamningi vegna láns Sorpu frá Lánasjóði sveitarfélaga. Niðurstaða Bæjarráð - 2968 Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarfulltrúar BF-Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lögðu fram eftirfarandi bókun:
    "Í yfirstefnu Kópavogsbæjar er lögð áhersla á skilvirkan og ábyrgan rekstur. Jafnframt hefur sveitarfélagið ákveðið að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Það sem fram hefur komið síðustu vikur í rekstri SORPU bs. er engan veginn í samræmi við þá stefnu og þau markmið sem sveitarfélagið hefur sett sér. Undirrituð leggja til að neyðarstjórn verði skipuð undir stjórn sérfræðinga á sviði fjármála og mannvirkjagerðar. Meginhlutverk stjórnar verði að yfirfara þær áætlanir sem til eru um byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og öllum þeim framkvæmdum sem þeirri starfsemi fylgja. Komi með raunhæfar fjármögnunar- og rekstraráætlanir til langtíma, fylgi eftir framvindu verkefnisins og leggi fyrir stjórn SORPU, SSH og borgarstjórn og bæjarstjórnir með reglubundum hætti.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

    Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
    "Því skal haldið til haga að málið er á borði stjórnar Sorpu enda hefur hún tekið málið föstum tökum og falið formanni og varaformanni stjórnar að fá óháðan aðila til að framkvæma úttekt á starfsemi félagsins og leggja tillögur fram á næsta stjórnarfundi Sorpu.
    Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Guðmundur Geirdal, Jón Finnbogason, Birkir Jón Jónsson"

    Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir með níu samhljóða atkvæðum að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns SORPU bs hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 990.000.000,- til 15 ára. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki bæjarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
    Er lánið tekið til að fjármagna viðbótarkostnað við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi, ásamt nauðsynlegum tækjabúnaði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
    Bæjarstjórn Kópavogs skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda SORPU bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
    Fari svo að Kópavogsbær selji eignarhlut í SORPU bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Kópavogsbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
    Jafnframt er Ármanni Kr. Ólafssyni, kt: 170766-5049 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
    Pétur Hrafn Sigurðsson og Bergljót Kristinsdóttir greiddu ekki atkvæði.

Fundargerð

3.1908007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 273. fundur frá 16.08.2019

Fundargerð í 7 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundargerð

4.1909001F - Forsætisnefnd - 141. fundur frá 05.09.2019

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.19081074 - Fundargerð 248. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.08.2019

Fundargerð í 65 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

6.1908008F - Íþróttaráð - 94. fundur frá 22.08.2019

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

7.1908002F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 72. fundur frá 08.08.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

8.1906014F - Lista- og menningarráð - 103. fundur frá 22.08.2019

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1908005F - Menntaráð - 45. fundur frá 20.08.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.1908001F - Skipulagsráð - 57. fundur frá 02.09.2019

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 10.6 1904103 Nónhæð. Arnarsmári 36-40. Breytt deiliskipulag.
    Á fundi skipulagsráðs 8. apríl 2019 var lögð fram tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar, Arnarsmára 36-40. Í breytingunni felst að bílakjallara er komið fyrir við hús A, Arnarsmára 36-40 undir bílastæðum innan lóðar. Flatarmál fyrirhugaðrar bílageymslu er áætlað um 1.400 m2 og gert er ráð fyrir 24 bílastæðum. Greinargerð og skýringaruppdráttur dags. 19. mars 2019. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu tillögunnar. Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var tillagan lögð fram að nýju. Enn fremur var lögð fram "Álitsgerð vegna bílageymslu í fjölbýli á Nónhæð í Kópavogi" unnin af Sigfúsi Aðalsteinssyni, löggilts fasteignasala, dags. 23. apríl 2019. Var afgreiðslu málsins frestað.

    Lögð fram tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar, Arnarsmára 36-40. Í breytingunni felst að bílakjallara er komið fyrir við hús A, Arnarsmára 36-40 fyrir 31 bíl og 34 bíla ofanjarðar. Í tillögunni felst jafnframt að lóðarmörk Arnarsmára 36-40 breytast þannig að 10 bílastæði við aðkomugötu að leiksskólanum Arnarsmára verða á bæjarlandi þ.e. er utan lóðarinnar. Hlutfall bílastæða á íbúð við Arnarsmára 36-40 hækkar úr 1,25 í 1,6. Tillaga er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 19. júlí 2019. Einnig lagt fram erindi formanns íbúasamtakanna Betri Nónhæð dags. 15. júlí 2019 og 12. ágúst 2019. Þá lagt fram erindi Ómars R. Valdimarssonar lögmanns fh. lóðarhafa dags. 9. ágúst 2019 ásamt samantekt Basalt arkitekta á bílastæðamálum við lóðir A, B og C í Nónhæð.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 57 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu Basalt arkitekta dags. 19. júlí 2019. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Guðmundar Geirdal og hafnar erindinu.
  • 10.8 1901656 Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Mótvægisaðgerðir vegna Bláfjallavegar og Bláfjallaleiðar.
    Á fundi skipulagsráðs 4. febrúar 2019 var lagt fram erindi Ernu Báru Hreinsdóttur, forstöðumanns skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, dags. 24. janúar 2019 þar sem óskað er eftir afstöðu Kópavogsbæjar til fyrirhugaðrar lokunar Bláfjallavegar nr. 417-02. Lokunin mun ná frá stöð 11.600 í vestri (við hellinn Leiðarenda) að vegamótum við Bláfjallaleið. Lokunin er liður í aðgerðum og úrbótum á Bláfjallavegi (þjóðvegur) innan vatnsverndarsvæðisins sem taldar eru æskilegar til að lágmarka áhættu af umferð innan þess. Afgreiðslu málsins var frestað.

    Lagt fram erindi Ernu Báru Hreinsdóttur, forstöðumanns skipulagsdeildar Vegagerðarinnar dags. 8. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir áliti Kópavogsbæjar um lokun syðri hluta Bláfjallavegar fyrir almennri umferð, frá gatnamótum Bláfjallavegar og Bláfjallaleiðar og suður undir hellinn Leiðarenda. Í erindinu kemur m.a. fram að fyrirhuguð lokun verður framkvæmd með slám og síðan verði áhrif framkvæmdarinnar á umferð metin m.t.t. þess hvort loka eigi umræddum kafla Bláfjallavegar með öðrum hætti. Erindinu fylgir jafnframt tímasett aðgerðaráætlun Vegagerðarinnar sem er liður í mótvægisaðgerðum vegna umferðar á Bláfjallasvæðinu með tilliti til vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 57 Skipulagsráð fellst á að syðri hluti Bláfjallavegar nr. 417-02 verði lokað fyrir umferð bíla frá stöð 11.600 í vestri (við hellinn Leiðarenda) að vegamótum við Bláfjallaleið. Lokunin er liður í aðgerðum og úrbótum á Bláfjallavegi (þjóðvegur) innan vatnsverndarsvæðisins sem taldar eru æskilegar til að lágmarka áhættu af umferð innan þess. Skipulagsráð tekur undir með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði að þörf sé á frekara umhverfis- og áhættumati á umræddum vegkafla og að það liggi fyrir eigi síðar en í árslok 2021. Að því loknu verði teknar ákvarðanir um framtíð vegarins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 10.16 1710512 Álfnesvík Reykjavík. Tillögur að breyttu svæðisskipulagi og breyttu aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi. Efnisvinnslusvæði.
    Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar, umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. ágúst 2019 um tillögur að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 og Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, sbr. 24 gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana ásamt tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Álfsnesvík sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Í tillögu að breyttu svæðisskipulagi felst stækkun svæðisins og færslu vaxtarmarkanna til suðvesturs við Álfsnesvík innan Reykjavíkur þannig að rými verði fyrir uppbyggingu og þróun efnisvinnslusvæðis. Í tillögu að breyttu aðalskipulagi er afmarkaður um 10 ha reitur fyrir iðnaðarsvæði I6 efnisvinnslusvæði og færsla á stofnstíg sbr. uppdrátt og greinargerð. Í tillögu að deiliskipulag kemur fram nánari afmörkun fyrirhugaðs efnisvinnslusvæðis, landfylling og dæmi um hvernig byggingar, setlón, efnishaugar og tæki geta verið staðsett á landfyllingu ásamt viðlegukanti. Athugasemdafrestur er til 11. október 2019.

    Niðurstaða Skipulagsráð - 57 Lagt fram og kynnt.
    Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttri afmörku vaxtarmarka svæðisskipulagsins í Álfnesvík sbr. ofangreinda tillögu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. ágúst 2019. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

11.1908753 - Fundargerð 183. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 16.8.2019

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1908793 - Fundargerð 473. fundar stjórnar SSH frá 19.8.2019

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1909052 - Fundargerð 412. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 2.9. 2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1908834 - Fundargerð 308. fundar stjórnar Strætó bs. frá 16.8.2019

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1908011F - Velferðarráð - 48. fundur frá 26.08.2019

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Kosningar

16.1809142 - Kosningar í ungmennaráð 2018-2022

Kosning tveggja fulltrúa sem tengiliðir bæjarstjórnar við ungmennaráð.
Bæjarstjórn tilnefnir Hjördísi Ýr Johnson og Theódóru Þorsteinsdóttur sem tengiliði bæjarstjórnar við ungmennaráð.

Kosningar

17.18051282 - Kosningar í leikskólanefnd 2018-2022

Kosningar í leikskólanefnd.
Erla Dóra Magnúsdóttir kjörin aðalmaður í leikskólanefnd í stað Guðrúnar Örnu Kristjándsóttur.
Hildur María Friðriksdóttir kjörin varamaður í leikskólanefnd í stað Valgerðar Helgadóttur.

Fundi slitið - kl. 19:15.