Bæjarstjórn

1215. fundur 12. maí 2020 kl. 16:00 - 20:42 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir varafulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Dagskrármál

1.2004238 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2019 - seinni umræða

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum samantekins ársreiknings Kópavogsbæjar 2019, A-hluta fyrirtækja samstæðunnar, sem eru Eignasjóður Kópavogsbæjar, Byggingarsjóður MK og Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, svo og B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar; Fráveitu Kópavogsbæjar, Vatnsveitu Kópavogsbæjar og Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar ásamt ársreikningum B-hluta fyrirtækjanna Tónlistarhúss Kópavogs, Bílastæðasjóðs Kópavogs og Hafnarsjóðs Kópavogs, sem höfðu verið samþykktir í viðkomandi stjórn/nefnd. Einnig var lagður fram samþykktur ársreikningur Vatna ehf., Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. og félagsins Músik og saga ehf. Þá var lögð fram skýrsla löggiltra endurskoðenda bæjarins. Lagði bæjarstjóri til að samantekinn ársreikningur Kópavogsbæjar 2019 ásamt fylgigögnum yrði samþykktur.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Húsnæðisnefnd Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Tónlistarhúss Kópavogs. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Bílastæðasjóðs Kópavogs. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Músik og saga ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn ársreikning Kópavogsbæjar, þ.e. ársreikning Kópavogsbæjar, A- og B-hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B-hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Dagskrármál

2.1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tilaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi austurhluta Glaðheima (reit 1). Skipulagssvæðið, sem er 8.6 ha að flatarmáli, afmarkast af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut til norðurs, Álalind 1-3 og athafnasvæði við Askalind og Akralind til austurs og veghelgunarsvæði Arnarnesvegar til suðurs. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslun- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar. Í breytingunni felst að fyrirhugaðri byggð á austari hluta deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 5 fjölbýlishúsum sem verða 5-12 hæða með um 270 íbúðum, leikskóla og opins svæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar í framhaldi af núverandi Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist. Vestan og norðar fyrirhugaðs Glaðheimavegar að Reykjanesbraut er gert ráð fyrir 12 lóðum fyrir verslun og þjónustuhúsnæði á 3, 4 og 5 hæðum en nyrst á svæðinu, næst Bæjarlind er gert ráð fyrir 25 hæða verslunar- og þjónustuhúsnæði í stað 32. hæða byggingu eins og ráðgerð er í gildandi deiliskipulagi. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Heildarstærð atvinnuhúsnæði með kjallara og bílageymslum er áætluð um 94.000 m2 og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 37.000 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er því áætlað um 132.000 m2 þar af um 80.000 m2 ofanjarðar. Nýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.6 og 1.1 án geymslna og bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 35 m2 í verslun og þjónustu, einu stæði á hverja 50-60 m2 í skrifstofu- og atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m2 í geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,3 stæði á hverja íbúð. Miðað við 2,7 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 730 íbúar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýringarhefti B dags. 20. apríl 2020. Með tillögunni fylgir minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 20. apríl 2020. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi sínum þann 7. maí sl.
Fundarhlé hófst kl. 17:58. Fundi fram haldið kl. 18:06

Tillaga Theódóru S. Þorsteinsdóttur:
"Legg til að málinu verði frestað á milli funda"
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum

Önnur mál fundargerðir

3.2004015F - Bæjarráð - 3000. fundur frá 30.04.2020

Fundargerð í 18 liðum.

Lagður fram til samþykktar viðauki vegna liðar 4 í fundargerð um aukin framlög til vinnuskóla og vegna framkvæmda í tilefni af samþykktum aðgerðum til að bregðast við Covid-19.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 18:32, fundi fram haldið kl. 19:00.
  • 3.4 2004479 Framkvæmdir 2020, aukafjárveiting.
    Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 28. apríl, lagt fram erindi um auka fjárveitingu vegna framkvæmda árið 2020 samkvæmt tillögum um aðgerðir vegna viðbragða við Covid-19 sem samþykktar voru í bæjarráði þann 2. apríl sl. Niðurstaða Bæjarráð - 3000 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögur um 1. áfanga framkvæmda. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun.

Fundargerð

4.2004020F - Bæjarráð - 3001. fundur frá 07.05.2020

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

5.2004007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 289. fundur frá 16.04.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

6.2004022F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 290. fundur frá 29.04.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

7.2004011F - Barnaverndarnefnd - 105. fundur frá 22.04.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2005002F - Forsætisnefnd - 156. fundur frá 07.05.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2004587 - Fundargerð 255.fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.04.2020

Fundargerð í 22 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2004013F - Íþróttaráð - 102. fundur frá 29.04.2020

Fundargerð í 7 liðum
Lagt fram

Fundargerð

11.2004005F - Lista- og menningarráð - 112. fundur frá 22.04.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2004010F - Menntaráð - 60. fundur frá 21.04.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lögð fram.

Fundargerð

13.2004008F - Skipulagsráð - 75. fundur frá 04.05.2020

Fundargerð í 9 liðum.
  • 13.3 2001427 Kjóavellir - Breytt deiliskipulag
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga frá Garðabæ að breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla innan sveitarfélagsmarka Garðabæjar. Breytingin nær til fyrirhugaðrar hesthúsabyggðar í Rjúpnahæð, neðan við Elliðavatnsveg og til núverandi hesthúsabyggðar á gamla Andvarasvæðinu.
    Helstu breytingar eru eftirfarandi:

    1) Milli Hattarvalla og Sunnuvalla kemur afgirt heygeymslusvæði í stað hesthúsalóða. Félagsheimili breytist í hesthús og bílastæði minnka. Byggingarreitir fyrir yfirbyggðar heygeymslur eru teknir út.

    2) Lega Orravalla færist til norðurs og bílastæði sem áður voru norðan við götuna, færast suður fyrir götu og verða innan lóða.

    3) Lóðir og skilmálar fyrir hesthús í Rjúpnahæðarhverfi breytast (Sunnuvellir, Æsuvellir, Stjörnuvellir og Tinnuvellir) og eru eftirfarandi:
    · Hestagerði færast suður fyrir byggingarreit á öllum lóðum.
    · Skilmálar fyrir hesthús breytast og verður leyfilegt að byggja hús á einni hæð með risi á öllum lóðum innan Rjúpnahæðarhverfis.
    · Lóðarstærðir og þar með byggingarreitir, breytast.

    4) Gert er ráð fyrir að akfært verði á milli botnlangagatna, svo m.a. verði auðveldara að flytja hey.

    5) Nýr reiðstígur kemur meðfram Markavegi og gangstígar breytast til samræmis. Einnig er sýndur reiðstígur meðfram Elliðavatnsvegi til samræmis við aðalskipulag Garðabæjar.

    6) Svæðið neðan við hesthúsabyggð og ofan við áhorfendabrekkur Skeifunnar breytist og þar er nú gert ráð fyrir afgirtu heygeymslusvæði. Reiðgerði og hringgerði flytjast og settjörn færist.

    7) Byggingarreitir og skilmálar eru settir um þegar byggð hús í Andvarahverfi og lóðir stækkaðar þannig að þær nái út að götu, sem auðveldar endurbyggingu húsa innan reitsins.

    8) í greinargerð eru gerðar breytingar á skilmálum í greinargerð, í greinum 2.8, 2.11, 2.13 og 3.1.3

    Kynningartíma lauk 30. mars 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 75 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 13.4 1909365 Akrakór 12. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Ellerts Hreinssonar, arkitekts dags. 11. september 2019 fh. lóðarhafa Akrakórs 12 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að á lóðinni rísi parhús í stað einbýlishúss eins og gildandi deiliskipulag segir til um. Húsið verður á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúrum og tveimur bílastæðum á íbúð. Stærð íbúða er áætluð 200 m2 og 207 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. í september 2019. Á fundi skipulagsráðs 7. október 2019 var samþykkt að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi Akrakórs 12 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Var tillögunni vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 22. október 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningu lauk 25. febrúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Þá lögð fram endurskoðuð tillaga dags. 28. apríl 2020 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir. Í endurskoðaðri tillögu er búið að minnka húsið niður í 348 m2 svo hvort hús (íbúð) verður 174 m2, fyrirhuguð bygging verður að öllu leiti innan gildandi byggingarreits á lóðinni. Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulags- og byggingadeildar dags. 29. apríl 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 75 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum gegn atkvæði Bergljótar Kristinsdóttur og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.

Önnur mál fundargerðir

14.2003931 - Fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.03.2020

Fundargerð í 22 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2004547 - Fundargerð 881. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.04.2020

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2004644 - Fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.04.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2004430 - Fundargerð 22.eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 06.04.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2004530 - Fundargerð 494. fundar stjórnar SSH frá 17.04.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

19.2004012F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 126. fundur frá 28.04.2020

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Bókun:
"Ég legg til að umhverfissviði verði falið að kanna möguleika á að útfæra grenndargerði með djúpgámum.
Þá mætti mögulega fjölga gerðunum og láta þau líta vel út og mögulega minnka þörf fyrir móttökustöðvar eins og þá sem er á Dalveginum."
Guðmundur Gísli Geirdal

Fundargerð

20.2004021F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 127. fundur frá 05.05.2020

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

21.2004009F - Ungmennaráð - 16. fundur frá 22.04.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

22.2004018F - Velferðarráð - 62. fundur frá 27.04.2020

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 20:42.