Bæjarstjórn

1229. fundur 12. janúar 2021 kl. 16:00 - 21:48 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2101223 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021

Frá fjármálastjóra, lagður fram viðauki I við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn er lagður fram út af máli númer 3.4 í fundargerð.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2021.

Fundarger?

2.2012017F - Bæjarráð - 3029. fundur frá 23.12.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

3.2012022F - Bæjarráð - 3030. fundur frá 07.01.2021

Fundargerð í 36 liðum.
Lagt fram.
 • 3.4 2012354 Örútboð skv RK 03.05 á netbúnaði
  Frá forstöðumanni UT deildar, dags. 18. desember, lögð fram beiðni um heimild til að fara í örútboð á netbúnaði. Niðurstaða Bæjarráð - 3030 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með uppfærðum gögnum og felur bæjarritara að gera viðauka til framlagningar í bæjarstjórn. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum heimild til að fara í örútboð á netbúnaði.

Fundarger?

4.2012021F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 306. fundur frá 18.12.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundarger?

5.2012016F - Barnaverndarnefnd - 115. fundur frá 16.12.2020

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

6.2101003F - Forsætisnefnd - 169. fundur frá 07.01.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

7.2012013F - Íþróttaráð - 107. fundur frá 10.12.2020

Fundargerð í 43 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2012012F - Leikskólanefnd - 124. fundur frá 10.12.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Lögð fram.

Fundarger?

9.2012001F - Lista- og menningarráð - 120. fundur frá 17.12.2020

Fundargerð í 59 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2012006F - Skipulagsráð - 89. fundur frá 21.12.2020

Fundargerð í 11 liðum.
Fundarhlé hófst kl. 17:54, fundi fram haldið kl. 18:35.

Bókun:
"Nú þegar búið er að leggja fram í skipulagsráði reit númer 13 á Kársnesi þá þykir okkur miður að oddviti Framsóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson, getur ekki svarað efnislega hvernig samráði hefur verið háttað við undirbúning málsins, hvernig því verði háttað og hvernig að úthlutun á byggingarrétti verði staðið. Í ljósi þess að fyrsta vinnslutillagan í Hamraborg kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og algjörlega án samráðs við bæjarfulltrúa eða hagaðila eins og lofað var þá köllum við sérstaklega eftir samvinnu og samráði um reit númer 13, bæði við bæjarfulltrúa og íbúa. Það er alveg ljóst að undirrituð hafa allt aðra sýn á samvinnu og samráð en oddviti Framsóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson. Undirrituð kalla eftir skýrri framtíðarsýn í skipulagsmálum og aukinni umræðu bæjarstjórnar um uppbyggingu húsnæðismála í Kópavogi.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Einar Örn Þorvarðarson"

Fundarhlé hófst kl. 18:38, fundi fram haldið kl.19:25.

Bókun:
"Byggingarmagn á reit 13 er það sama og samþykkt var 2016. Reitur 13 er í hefðbundnu ferli og hefur skipulagsdeild lagt sig fram um að koma til móts við ábendingar íbúa. Kynning og samráð hefur verið og mun halda áfram. Engin ákvörðun hefur verið tekin um úthlutun lóða. Hvað varðar vinnsluferli Hamraborgar var það unnið fyrir opnum tjöldum þar sem fulltrúar allra flokka í skipulagsráði sem og bæjarfulltrúar voru upplýstir um ferlið.
Þá var ennfremur samþykkt deiliskipulagslýsing í september 2018, það var svo í mars 2020 sem fyrri vinnslutillaga var lögð fram eftir að málið hafði komið ítrekað fyrir skipulagsráð.
Margrét Friðriksdóttir
Ármann Kr. Ólafsson
Karen E. Halldórsdóttir
Guðmundur G. Geirdal
Hjördís Ýr Johnson
Birkir Jón Jónsson"

Fundarhlé hófst kl. 19:26, fundi fram haldið kl. 20:22.

Bókun:
"Þar sem meirihlutinn sér ástæðu til þess að draga fram í bókun að byggingarmagn fyrir reit nr. 13 sé það sama og samþykkt var 2016 skal það tekið skýrt fram að í deiliskipulagslýsingu (dags. 14. okt. 2016) er heildarbyggingarmagn fyrir reitinn samtals að hámarki 18.700 fm (atvinnuhúsnæði, íbúðir og bílakjallarar). Undirrituð getur ekki betur séð en að heildarbyggingarmagn sé komið upp í 28.475 fm. Fullyrðing meirihlutans er því röng. Byggingarmagnið var þó ekki tilefni bókunar heldur samráð og úthlutun byggingarréttar. Engu hefur verið svarað um hvernig samráði hefur verið háttað eða hvernig því verður háttað í framhaldinu. Engu hefur heldur verið svarað um úthlutun lóða, sem er óskiljanlegt.

Hvað varðar vinnsluferlið fyrir Hamraborgina þá er svar við því hér:

Í greinargerð deiliskipulagslýsingar frá september 2018, sem undirrituð samþykkti, kom fram að vegna þess hversu eignarhald svæðisins væri fjölbreytt þá yrði samráð við íbúa, eigendur fyrirtækja, lóðarhafa, rekstaraðila og aðra hagsmunaaðila umsvifamikill þáttur af skipulagsvinnunni.

Í kaupsamningi, og sem forsenda og fyrirætlun Stólpa ehf., kom skýrt fram að þeir voru reiðubúnir til þess að skuldbinda sig til þess að eiga gott samstarf „við íbúa Kópavogs, fasteignaeigenda í Hamraborg, Fannborg og Digranesvegi sem eðli málsins samkvæmt geta myndað miðbæ Kópavogs. Og að slík þarfagreining verði höfð í huga komi til deiliskipulagsbreytinga á umræddu svæði.“

Þegar fyrsta vinnslutillagan kom fram var alveg ljóst samráð hafði hvorki farið fram með þeim hætti sem lýst var í deiliskipulagslýsingunni né heldur í fyrirætlun Stólpa ehf. Í upphafsferlinu er varðar Hamraborg og Fannborg þá hefur undirrituð setið hjá vegna skorts á samráði og samvinnu eins og búið var að samþykka bæði í skipulagslýsingunni og í fyrirætlun Stólpa ehf.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir"

Fundarhlé hófst kl. 20:25, fundi fram haldið kl.20:51.

Bókun:
"Kópavogsbær leggur mikla áherslu á að vinna faglega að öllu skipulagi í Kópavogi í samræmi við lög og reglugerðir. Þá hefur það sýnt sig að bærinn hefur lagt sig fram um að efla samráð við íbúa.
Margrét Friðriksdóttir
Ármann Kr. Ólafsson
Karen E. Halldórsdóttir
Guðmundur G. Geirdal
Hjördís Ýr Johnson
Birkir Jón Jónsson"

Fundarhlé hófst kl. 20:52, fundi fram haldið kl. 20:56.

Bókun:
"Í ljósi þess hvernig samráði hefur verið háttað í skipulagsmálum á þessu kjörtímabili þá hafa íbúar tapað trausti gagnvart Kópavogsbæ, sem er miður. Undirrituð óskar eftir því að bæjarstjóri geri grein fyrir hæfi sínu er varðar reit númer 13.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir"

Fundarhlé hófst kl. 20:57, fundi fram haldið kl. 21:24

Bókun:
"Undirritaður telur sig ekki vanhæfan til að taka þátt í umræðu um skipulag sem tekur til reits númer 13.
Ármann Kr. Ólafsson"

 • 10.3 2006230 Hlíðarvegur 63. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ólafs Tage Bjarnasonar byggingarfræðings, dags. 7. ágúst 2020, fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 63. Óskað er eftir að reisa stakstæða bílgeymslu á austurhlið lóðarinnar, við lóðarmörk. Bílgeymslan er samtals 91,3 m2 og hæð hennar er 4,9 m. Íbúðarhúsið á lóðinni er með innbyggða bílgeymslu. Samþykki lóðarhafa nr. 61 og 65 við Hlíðarveg liggur fyrir sbr. erindi dags. 25. maí 2020. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 23. október 2020. Ábending barst á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 2. nóvember 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað í umsögn skipulags- og byggingardeildar. Þá lagt fram nýtt lóðarblað, dags. í nóvember 2020 og uppfærðar teikningar hönnuðar þar sem komið er til móts við innsenda athugasemd um hæðasetningu byggingar. Niðurstaða Skipulagsráð - 89 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 10.4 2009186 Brekkuhvarf 1A-1G. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 19. ágúst 2020 fh. lóðarhafa Brekkuhvarfs 1a-1g að breytt deiliskipulagi. Fyrirhugað er að reisa 3 parhús á tveimur hæðum á lóðinni eins og gildandi deiliskipulag segir til um. Í tillögunni er gert ráð fyrir að færa byggingarreiti til norðvesturs þ.e. fjær Fornahvarfi, minnka sameiginleg umferðarsvæði og breyta hæðarsetningu húsa til þess að jafna hæðamun á milli þeirra. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 30. september 2020. Á fundi skipulagsráðs 19. október 2020 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Brekkuhvarfs 2,3 og 4. Kynningartíma lauk 2. desember 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma frá lóðarhöfum Brekkuhvarfs 3 sbr. erindi dags. 30. nóvember 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
  Þá lögð fram ný og breytt tillaga að deiliskipulagi Brekkuhvarfs 1a-1g dags. 14. desember 2020. Í tillögunni er tekið tillit til framkominna athugasemda aðliggjandi lóðarhafa að Brekkuhvarfi 3 á þann hátt að hæðasetning fyrirhugaðra húsa hefur verið færð á ný í það horf sem fram kemur í gildandi deiliskipulagi. Þá lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa Brekkuhvarfs 3 fyrir ofangreindri breytingu dags. 17. desember 2020.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 89 Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 10.7 2011397 Geirland. Beiðni um að reisa vélaskemmu.
  Lagt fram erindi Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekts fh. lóðarhafa er varðar breytt fyrirkomulag á lóðinni. Óskað er heimildar til að reisa vélaskemmu í landi Geirlands á núverandi malarplani. Fyrirhuguð bygging er ráðgerð 18m á breitt og 35m á lengd, samtals 630 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að vegghæð verði 5m og mænishæð 8m. Erindinu fylgir uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 10.11.2020 og greinargerð. Niðurstaða Skipulagsráð - 89 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hafnar erindinu.
 • 10.8 2012070 Naustavör 13, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 21. desember 2020 að breyttu deiliskipulagi Naustavarar 13, 52-58 og 60-66. Skipulagsleg rök fyrir breytingunni eru að vegna hæðarlegu húsagötunnar Naustavarar sem liggur frá hringtogi við Vesturvör að lóðarmörkum Naustavarar 52 til 58 er ekki hægt að koma fyrirhuguðum bílastæðum og stoðveggjum fyrir án þess að færa þau til vesturs, fjær veginum.
  Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 13.
  Aðkoma og staðsetning bílastæða breytist lítillega.
  Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 52 til 58.
  Í breytingunni felst að lóðamörk breytast og stækka til vesturs um 150 m2 en minnka til norðurs um 10 m2. Lóðamörk bílastæða sem tilheyra húsinu stækka úr 325 m2 í 505 m2. Heildarstærð lóðar verður óbreytt 4.365. Aðkoma og staðsetning bílastæða breytist.
  Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 60 til 68.
  Í breytingunni felst að lóðamörk breytast og stækka til vesturs um 360 m2 og til austurs og norðurs um 180 m2 en minnka til suðurs um 1.550 m2 og verður stærð lóðar 6.642 m2 eftir breyting. Aðkoma og staðsetning bílastæða breytist.
  Byggingarreitur minnkar um 1 m til austurs en minnkar um 1 m til vesturs og færist til norðvestur um 4.6 metra.
  Ekki er talið að ofangreindar breytingar hafi áhrif á umhverfið þar sem ekki er verið að fjölga íbúðum eða auka byggingarmagn.
  Almennt er vísað er í skilmála og deiliskipulagsuppdrátt, Bryggjuhverfi í Kópavogi, samþykkt í bæjarstjórn 22. mars 2005 m.s.br. birt í B- deild Stjórnartíðinda 5. júní 2019 nr. 537. Breytingin tekur aðeins til lóðanna 13, 52-58 og 60-66 (áður 76 til 84)við Naustavör. Breytingin er í samræmi við Aðalskipulagi Kópavogs 2012- 2024 og markmið sem þar koma fram um íbúðabyggð.
  Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 (A2) dags. 21. desember 2020 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 89 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

11.2012545 - Fundargerð 213. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19.10.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2012546 - Fundargerð 214. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 23.10.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2012547 - Fundargerð 215. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 30.10.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2012548 - Fundargerð 216. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 31.10.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2012549 - Fundargerð 217. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 13.11.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2012550 - Fundargerð 218. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20.11.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2012551 - Fundargerð 219. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 04.12.2020

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2012552 - Fundargerð 220. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 11.12.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2012441 - Fundargerð 517. fundar stjórnar SSH frá 14.12.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2012408 - Fundargerð 332. fundar stjórnar Strætó frá 11.12.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

21.2012009F - Ungmennaráð - 21. fundur frá 14.12.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Kosningar

22.18051233 - Kosningar í barnaverndarnefnd 2018-2022

Breytingar á fulltrúum í barnaverndarnefnd.
Jóhanna Heiðdal kemur inn sem varafulltrúi í stað Karenar E. Halldórsdóttur.
Sigvaldi Egill Lárusson kemur inn sem varafulltrúi í stað Braga Mikaelssonar.

Fundi slitið - kl. 21:48.