Bæjarstjórn

1232. fundur 23. febrúar 2021 kl. 16:00 - 19:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur
Dagskrá

Dagskrármál

1.2101223 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021

Frá fjármálastjóra, lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn er lagður fram út af máli 2.6 í fundargerð.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.2102002F - Bæjarráð - 3035. fundur frá 11.02.2021

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.
  • 2.3 2012127 Rýni á Gæðasamþykkt (stefnu) Kópavogsbæjar 2020
    Frá gæðastjóra, dags. 8. febrúar 2021, lögð fram til samþykktar tillaga að nýrri og endurskoðaðri Gæðastefnu Kópavogs. Niðurstaða Bæjarráð - 3035 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að Gæðastefnu Kópavogs með 11 atkvæðum.
  • 2.6 2012242 Stafrænt ráð sveitarfélaga
    Frá stafrænu ráði sveitarfélaga, dags. í janúar, lagt fram erindi til skýringar fyrir sveitarfélög um væntanlegt miðlægt tækniteymi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Niðurstaða Bæjarráð - 3035 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og felur bæjarritara að undirbúa viðauka fyrir fund bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir erindið með 11 atkvæðum.

Fundargerð

3.2102008F - Bæjarráð - 3036. fundur frá 18.02.2021

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

4.2102010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 309. fundur frá 12.02.2021

Fundargerð í 13 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundarger?

5.2101008F - Barnaverndarnefnd - 116. fundur frá 03.02.2021

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

6.2102018F - Forsætisnefnd - 172. fundur frá 18.02.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

7.2102004F - Lista- og menningarráð - 122. fundur frá 11.02.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2102013F - Menntaráð - 74. fundur frá 16.02.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

9.2101027F - Skipulagsráð - 92. fundur frá 15.02.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 9.5 1910462 Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 18. desember 2020 þar sem fram kemur að stofnunin gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu í B- deild Stjórnartíðinda um samþykktar deiliskipulagsbreytingar Glaðheima vesturhluta dags. 20. apríl 2020 og breytt 19. október 2020.
    Tillagan sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 27. október 2020 gerði ráð fyrir skipulagssvæði, 8.6 ha að flatarmáli sem afmarkaðist af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut til norðurs, Álalind 1-3 og athafnasvæði við Askalind og Akralind til austurs og veghelgunarsvæði Arnarnesvegar til suðurs. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslun- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar.
    Á fundi skipulagsráðs 4. maí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 9. júní 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 19. ágúst 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum.
    Á fundi skipulagsráðs 7. september 2020 var erindinu frestað og vísað til umsagnar skipulags-og byggingardeildar.
    Komið var til móts við athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma og tillagan lögð fram að nýju með þeirri breytingu að turn á norðvestur hluta deiliskipulagssvæðisins er lækkaður úr 25 hæðum sbr. kynnt tillaga í 15 hæðir og dregið er úr byggingarmagni atvinnuhúsnæðis á svæðinu sem því nemur. Jafnframt er byggingarreitur við húsagötu B nr. 7 færður lítillega til suðurs vegna athugasemdar frá Veitum. Hin breytta tillaga er dagsett 19. október 2020.
    Nánar felst því í tillögunni að breyttu deiliskipulagi fyrir vesturhluta Glaðheima (reit 1) að fyrirhugaðri byggð á hluta deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 5 fjölbýlishús, 5-12 hæðir með um 270 íbúðum, leikskóla og opins svæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar í framhaldi af núverandi Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist. Vestan og norðar fyrirhugaðs Glaðheimavegar að Reykjanesbraut er gert ráð fyrir 12 lóðum fyrir verslun og þjónustuhúsnæði á 3, 4 og 5 hæðum en nyrst á svæðinu, næst Bæjarlind er gert ráð fyrir 15 hæða verslunar- og þjónustuhúsnæði í stað 32 hæða byggingar eins og ráðgerð er í gildandi deiliskipulagi. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Heildarstærð atvinnuhúsnæði með kjallara og bílageymslum breytist frá auglýstri tillögu dags. 20. apríl 2020 og er áætluð um 85.000 m2 og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 37.000 m2. Stærð leikskóla er áætluð 1.500 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er því áætlað um 123.000 m2 þar af um 75.000 m2 ofanjarðar. Nýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.45 og 0.9 án geymslna og bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 35 m2 í verslun og þjónustu, einu stæði á hverja 50-60 m2 í skrifstofu- og atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m2 í geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,3 stæði á hverja íbúð. Miðað við 2,7 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 730 íbúar.
    Í framangreindu bréfi Skipulagsstofnunar dags. 18. desember 2020 er talið að tillaga að breyttu deiliskipulagi Glaðheima vesturhluta sé ekki í samræmi við gildandi Aðalskipulags Kópavogs 2012 til 2024 hvað varðar fjölda íbúða.
    Þá lögð fram að nýju breytt tilaga skipulagsdeildar dags. 20. apríl 2020 og breytt 19. október 2020 og 15. febrúar 2021 þar sem fjöldi íbúða fer úr 270 í 242 og heildarfjöldi íbúa fer úr 730 í 654. Þar með dregur úr umferðarþunga og sólarhrings umferð fer úr 17.000 bílum í 16.675
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum dags. 20. apríl 2020 og breytt 19. október 2020 og breytt 15. febrúar 2021 ásamt skýringarhefti B dags. 20. apríl 2020. Með tillögunni fylgir minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 20. apríl 2020 sem og uppfært minnisblað Mannvits dags. 17. október 2020 þar sem rakin eru áhrif ofangreindra breytinga á tillögunni á nágrennið. Þá lög fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags 17. október 2020 og breytt 15. febrúar 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 92 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 15. febrúar 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Hlé er gert á fundi kl. 17:25. Fundi framhaldið kl. 17:35

    Teodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi bókar: ,,Ég óska eftir að afgreiðslu málsins verði frestað og farið verði fram á minnisblaði frá bæjarlögmanni"

    Tillögu bæjarfulltrúa um frestun afgreiðslu er hafnað með sex atkvæðum gegn fimm. Á móti tillögunni greiddu atkvæði Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Guðmundur G. Geirdal, Karen Elísabet Halldórsdóttir, Hjördís Johnson og Birkir Jón Jónsson. Með tillögunni greiddu atkvæði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson Einar Þorvarðarson og Bergljót Kristinsdóttir.

    Hlé var gert á fundi kl. 17:50. Fundi framhaldið kl. 18:50

    Theodóra S. Þorsteinsdóttir bókar: ,,Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur með ótrúlegum seinagangi í skipulagsmálum á þessu kjörtímabili dregið það á langinn að fara af stað með skipulag seinni hluta Glaðheimasvæðisins. Í ljósi Covid ástandsins var loks ákveðið að hefjast handa og nú á að keyra nýtt deiliskipulag í gegn með mjög óábyrgum hætti. Undirrituð lýsir yfir miklum vonbrigðum með óábyrgar ákvarðanir meirihlutans. það getur enginn svarað til um heildarfjölda íbúða í Glaðheimum. Það er í mínum huga alvarlegt, í ljósi þeirra athugasemda sem hafa komið frá Skipulagsstofnun. Ef þetta er niðurstaðan þá er alveg ljós að stjórnsýsla Kópavogsbæjar þarfnast gagngerrar endurskoðunar."

    Einar Örn Þorvarðarson tekur undir bókun Theodóru S. Þorsteinsdóttur.

    Bergljót Kristjánsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bóka: ,,Í ljós hefur komið misræmi í tölum í þeim gögnum sem fam eru komin og því eðlilegt að fresta málinu. Undirrituð sitja því hjá við afgreiðsluna."

    Theodóra S. Þorsteinsdóttir bókar: ,,Undirrituð lýsir yfir miklum vonbrigðum að meirihlutinn getur ekki afgreitt skipulagsmál í samráði og sátt."

    Fundarhlé er gert kl. 18:53. Fundi framhaldið kl. 19:05.

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsrráðs með 6 atkvæðum. Theodóra Þorsteinsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson greiða atkvæði á móti. Bergljót Kristjánsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sátu hjá.
  • 9.6 2007821 Víðigrund 7. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts dags. 15. maí 2020 fh. lóðarhafa Víðigrundar 7 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að ónýtt og kalt kjallararými undir húsinu verði íverurými þar sem koma á fyrir svefnherbergjum, baðherbergjum, þvottahúsi og geymslum auk þess sem rúmlega 30 m2 rýmis verður nýttur sem vinnustofa. Einnig mun ásýnd hússins breytast þar sem anddyri færist frá vesturhlið hússins á austurhlið auk þess sem komið verður fyrir gluggum og útidyrahurðum á kjallararýmið. Uppdrættir í mkv. 1:50 og 1:100 dags. í maí 2020. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Víðigrund 5, 9, 11 og 13.Kynningartíma lauk 11. febrúar 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 92 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsrráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.8 2010170 Marbakkabraut 22. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Erlends Birgissonar verkfræðings dags. í september 2020 fh. lóðarhafa Marbakkabrautar 22. Óskað er eftir að hækka þak á stofu á efri hæð hússins til norðurs, setja nýja hurð á norðvestur hluta byggingar á 1. hæð og byggja nýtt anddyri við inngang hússins. Við þetta stækkar húsið um 21,8 m2, fer úr 316 m2 og verður eftir breytingu 337,8 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í september 2020. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. október 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagt erindi fyrir lóðarhöfum Marbakkabrautar 12, 14, 16, 18, 20 og 24. Kynningartíma lauk 26. nóvember 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21. desember 2020. Á fundi skipulagsráðs 21. desember 2020 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lögð fram uppfærð umsögn, dags. 12. febrúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 92 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsrráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 9.10 2101469 Víðihvammur 20. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram erindi Birgis Teitssonar arkitekts dags. 17. desember 2020 þar sem óskað er eftir að breyta einbýlishúsi við Víðihvamm 20 í tvíbýli. Á lóðinni stendur 160 m2 steinsteypt einbýlishús byggt 1950. Stigagangi á milli hæða verður lokað og komið fyrir nýrri útidyrahurð á vesturhlið hússins fyrir íbúð neðri hæðar, báðar íbúðir verða rúmir 70 m2 að stærð. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni, annað með rafhleðslustöð. Auk þess er óskað eftir að koma fyrir 13,3 m2 kaldri geymslu við norður gafl hússins. Uppdráttur í mkv. 1:200 dags. 17. desember 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 92 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsrráðs með 8 atkvæðum og hafnar erindinu.
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir sátu hjá.

Önnur mál fundargerðir

10.2102219 - Fundargerð 388. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 20.01.21

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2102475 - Fundargerð 221. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15.01.2021

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2102331 - Fundargerð 443. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 29.01.2021

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2102196 - Fundargerð 519. fundar stjórnar SSH frá 01.02.2021

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2102558 - Fundargerð 520. fundar stjórnar SSH frá 15.02.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

15.2102006F - Velferðarráð - 78. fundur frá 08.02.2021

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:30.