Bæjarstjórn

1233. fundur 09. mars 2021 kl. 16:00 - 19:13 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Ragnhildur Reynisdóttir varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir varafulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Fundargerð

1.2102016F - Bæjarráð - 3037. fundur frá 25.02.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

2.2102023F - Bæjarráð - 3038. fundur frá 04.03.2021

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
  • 2.3 1910462 Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
    Erindi frá Birgi H. Sigurðssyni skipulagsstjóra, þar sem óskað er eftir því að ákvörðun bæjarstjórnar frá 23. febrúar s.l., um tillögu að breyttu skipulagi Glaðheima vesturhluta, verði afturkölluð og skipulagsdeild gert kleift að leggja fram nýja endurskoðaða tillögu sem samræmist tillögu að nýju aðalskipulagi Kópavogs. Niðurstaða Bæjarráð - 3038 Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að afturkalla ákvörðun bæjarstjórnar frá 23. febrúar s.l. um breytt deiliskipulag Glaðheima vesturhluta og vísar málinu til nýrrar efnismeðferðar skipulagsdeildar.
  • 2.6 1912312 Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga að breytingu á Vífilstaðalandi, þróunarsvæði B.
    Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að samkomulagi við Garðabæ um vegtengingar í Hnoðraholti. Niðurstaða Bæjarráð - 3038 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Pétur Hrafn Sigurðsson vék af fundi kl. 11:13 og tók Bergljót Kristinsdóttir sæti í hans stað.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Ragnhildar Reynisdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur framlagt samkomulag við Garðabæ um vegtengingar í Hnoðraholti.

    Bókun:
    "Samkomulag þetta kemur til vegna athugasemda skipulagsstofnunar á nýjum rammahluta um Vífilsstaðaland í Garðabæ og við athugun á nýju aðalskipulagi Kópavogs. Samkomulagið snýr að því að koma vegi við Þorrasali í stokk eða fundin ný lega við mótun deiliskipulags golfvallar- og útivistarsvæðis.
    Undirritaðar sitja hjá við afgreiðslu þessa samkomulags vegna óskýrleika, þ.e hvort stokkurinn komi, hvað hann kostar og hver borgi hann eða hvort fundin verði ný lega við mótun deiliskipulags golfvallarins þá á kostnað útisvistasvæðisins.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Ragnhildur Reynisdóttir."
  • 2.20 2101419 Tillaga bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar um skipun starfshóps til að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi
    Tillaga frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni um skipan starfshóps sem verði falið að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi. Meðal þess sem starfshópurinn skal skoða eru möguleikar á bætri þjónustu við Kópavogsbúa sem nýta heimaþjónustu og heimahjúkrun og aðstandendur þeirra. Enn fremur skal starfshópurinn skoða möguleika sem sameining gæti haft á rekstur heimaþjónustu og heimahjúkrunnar. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar velferðarráðs og öldugnaráðs sem liggja nú fyrir og lagðar voru fram á síðasta bæjarráðsfundi þann 25. febrúar sl. Niðurstaða Bæjarráð - 3038 Bæjarráð hafnar tillögu Péturs Hrafns Sigurðssonar með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Bergljótar Kristinsdóttur og hjásetu Helgu Hauksdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

    Bæjarráð tekur undir minnisblað forstöðumanns UT deildar.

    Bókun:
    "Undirrituð harmar að ekki sé meirihluti fyrir því að setja á fót starfshóp til að greina þjónustuþörf eldri borgara frá upphafi til enda. Það skref að útbúa gátt fyrir notendur þjónustu er góð byrjun en þörfina þarf að greina í heild. Ekki er hægt að sjá hverjir eigi að vinna að þeirri þarfagreiningu.

    Bergljót Kristinsdóttir"

    Bókun:
    "Undirrituð hefur væntingar um að það fari fram þarfagreining við gerð þjónustugáttar.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir"

    Bókun:
    "Ég tek undir bókun Theódóru.
    Karen E. Halldórsdóttir"
    Niðurstaða Bæjarstjórn hafnar tillögu um skipan starfshóps með sex atkvæðum, hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Ragnhildar Reynisdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur, gegn atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

    Fundarhlé hófst kl. 17:49, fundi fram haldið kl. 18:10.

    Bókun:
    "Það eru mikil vonbrigði að ekki sé vilji í bæjarstjórn til að skoða hvort samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar geti skilað betri þjónustu fyrir aldraða íbúa Kópavogs og annarra sem þurfa að nýta þessa þjónustu.

    Í greinargerð velferðarsviðs vegna tillögu um að Kópavogsbær taki yfir heimahjúkrun aldraðra kemur fram að “rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis á samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu aldraðra byggja á þeirri hugmyndafræði að betra sé fyrir aldrað fólk að dvelja á heimilum sínum sem lengst frekar en stofnunum. Þar sem hópurinn er mjög ólíkur innbyrðis og margir með flóknar þjónustuþarfir tengdar langvinnum sjúkdómum og heilsufarsvanda þarf fagfólk að sinna ólíkum þörfum undir merkjum sömu þjónustu. Eftir því sem einstaklingar búa lengur í eigin húsnæði verður mikilvægara að þjónusta til þeirra sé samhæfð, bæði til að koma í veg fyrir að göt myndist í þjónustunni og til að minnka líkurnar á tvíverknaði.
    Það er því mikilvægt að skoða hvort samþætting þjónustu sem í dag er veitt af tveimur aðilum geri þjónustuna betri, skilvirkari og hagkvæmari fyrir aldraða Kópavogsbúa.

    Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
    Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar"

    Bókun:
    "Velferðarsvið er að vinna að sameiginlegri þjónustugátt heimþjónustu og heimahjúkrunar sem mun bæta þjónustu við eldri borgara.

    Bæjarstjórn samþykkti þann 9. apríl 2019 að fela bæjarstjóra að meta kosti og galla þess að yfirtaka heimahjúkrun frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Niðurstaða þeirrar greiningar var sú að hafist yrði handa við að sameina aðgangsgáttir heimaþjónustu og heimahjúkrunar, enda væri það einföld leið til að bæta þjónustu og hægt að líta á það sem fyrsta skref í mögulegri sameiningu án þess að hefja umfangsmikla vinnu. Var sú tillaga samþykkt í bæjarráði og í velferðarráði. Starfsmenn velferðarsviðs og upplýsingatæknideildar hafa undirbúið það verkefni og liggur nú fyrir tillaga forstöðumanns UT deildar að næstu skrefum. Mikilvægt er að klára það mál áður en farið er af stað með nýtt mat á því hvort yfirtaka sé fýsileg, enda er með einni þjónustugátt hægt að draga mjög úr flækjustigi og einfalda notendum, aðstandendum og öðrum fagaðilum að sækja um þjónustu. Því sé rétt á þessum tímapunkti að halda áfram að vinna að sameiginlegri þjónustugátt og meta áhrif hennar fremur en að stofna starfshóp um möguleika þess að sameina heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þeirri vinnu verði flýtt eins mikið og kostur er.
    Margrét Friðriksdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Karen E. Halldórsdóttir, Guðmundur G. Geirdal, Jón Finnbogason og Helga Hauksdóttir."

    Bókun:
    "Bæjarstjórn hefur nú þegar lagt fram tillögu um að skoða samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Skýrsla velferðarsviðs liggur nú fyrir ásamt minnisblaði um að undirbúa sameiginlega þjónustugátt heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Ef ákveðið verði að sameina að fullu þessa starfsemi í samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þá er mikilvægt að fá utanaðkomandi aðila með reynslu og þekkingu á slíkum grundvallarbreytingum á fyrirkomulagi þjónustu. Undirritaðar fagna þessum fyrstu skrefum í þjónustu við eldri borgara í Kópavogi.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Ragnhildur Reynisdóttir."

    Bókun:
    "Tæp tvö ár eru liðin frá því að bæjarstjóra var falið að meta kosti og galla þess að yfirtaka heimahjúkrun frá Heilsugæslunni. Ekki er hægt að halda því fram að bæjarstjóri hafi farið hratt yfir í þessu máli. Engin niðurstaða liggur fyrir um hvort sameining sé hagkvæm eða ekki og því er tillagan um starfshóp framkomin.
    Í bókun meirihlutans kemur fram að “Starfsmenn velferðarsviðs og upplýsingatækndeildar hafa undirbúið það verkefni? þ.e. að hanna sameiginlega þjónustugátt heimaþjónustu og heimahjúkrunar.
    Staðreyndin er að enn hefur ekki verið lögð fram nein þarfagreining að verkefninu og afar óljóst er hvernig að því verður staðið. Ekki er hægt að sjá að byrjað hafi verið á neinu nema að forstöðumaður upplýsingatæknideildar hefur sett fram minnisblað um hugmynd að útfærslu.
    Ítrekuð eru vonbrigði með að ekki sé vilji til að skoða hvort samþætting skili betri þjónustu fyrir aldraða íbúa Kópavogs.
    Pétur H. Sigurðsson og Bergljót Kristinsdóttir."

    Bókun:
    "Staðreyndin er sú að tillaga Samfylkingarinnar var ekki þarfagreind auk þess sem hún er alls ekki tímabær. Ef það skyldi hafa farið framhjá bæjarfulltrúunum þá kom hér upp ástand sem varað hefur í á annað ár. Starfsfólk bæjarins hefur starfað undir miklu álagi vegna þess og staðið vaktina með miklum sóma og vil ég þakka fyrir það.
    Ármann Kr. Ólafsson."

    Bókun:
    "Ég tek undir bókun Ármanns.
    Margrét Friðriksdóttir."

    Bókun:
    "Ég tek undir bókun Ármanns.
    Karen E. Halldórsdóttir."

    Bókun:
    "Ég tek undir bókun Ármanns.
    Guðmundur G. Geirdal."

    Bókun:
    "Ég tek undir bókun Ármanns.
    Helga Hauksdóttir."

    Bókun:
    "Athygli bæjarstjóra er vakin á að tillagan var lögð fram í apríl 2019. Covid hófst 11 mánuðum síðar, í mars 2020.
    Tekið er undir með bæjarstjóra að starfsfólk Kópavogsbæjar hefur staðið vaktina með miklum sóma hvort heldur sem er á tímum Covid 19 eða ekki.
    Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
    Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar"

    Bókun:
    "Enda hefur ýmislegt verið gert í bættri samvinnu velferðarsviðs/ heimaþjónustu og heimahjúkrunar.
    Ármann Kr. Ólafsson"



Fundargerð

3.2102025F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 310. fundur frá 25.02.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundargerð

4.2103004F - Forsætisnefnd - 173. fundur frá 04.03.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.
  • 4.2 1906196 Hagsmunaskráning bæjarfulltrúa - Framhaldsmál
    Lögð fram drög reglna um hagsmunaskráningu bæjarfulltrúa. Niðurstaða Forsætisnefnd - 173 Forsætisnefnd samþykkir með þremur atkvæðum drög að reglum um hagsmunaskráningu bæjarfulltrúa fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum reglur um hagsmunaskráningu bæjarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

5.2102014F - Leikskólanefnd - 126. fundur frá 18.02.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

6.2102024F - Menntaráð - 75. fundur frá 02.03.2021

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

7.2102009F - Skipulagsráð - 93. fundur frá 01.03.2021

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 7.5 1907192 Kleifakór 2-4. Íbúðakjarni fyrir fatlaða.
    Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi AVH efh. fh. Kópavogsbæjar að sjö þjónustuíbúðum fyrir fatlaða við Kleifakór 2 og 4. Tillagan gerir ráð fyrir 15 bílastæðum og inngangi á austurhlið hússins og sólstofu á vesturhlið. Ofangreind tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar var forkynnt fyrir lóðarhöfum Kleifakórs 1-25 og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum fyrir föstudaginn 18. september 2020. Þá eru framkomnar athugasemdir lagðar fram ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 23. febrúar 2021 um ferli málsins, fundargerð frá samráðsfundi dags. 11. febrúar 2020 og umsögn velferðarsviðs um starfsemi íbúðarkjarna dags. 11. ágúst 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 93 Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.7 2007022 Sunnubraut 6. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts Arkþing/Nordic fh. lóðarhafa Sunnubrautar 6 með ósk um að reisa viðbyggingu og steypa svalir. Á lóðinni stendur steinsteypt hús, byggt 1963, samtals 209 m2. Viðbyggingin er fyrirhuguð á vesturhlið hússins, um 11,8 m2 að flatarmáli og byggðar verða 24,9 m2 svalir meðfram suðurhlið hússins með útgengi frá alrými. Uppdrættir í mvk. 1:100 og 1:500 dags. 14. september 2020. Á fundi skipulagsráðs 16. nóvember 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 4, 8, Mánabrautar 5 og 7. Athugasemdafresti lauk 15. janúar 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Þá lögð fram breytt tillaga dags. í febrúar 2021 þar sem komið er til móts við athugasemdir. Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 25. febrúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 93 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.13 1901481 Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Nýtt aðalskipulag fyrir lögsögu Kópavogsbæjar.
    Með tilvísan til samþykktar skipulagsráðs 30. nóvember 2020 er lögð fram að nýju tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til ársins 2040. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 24. nóvember 2020 og uppfærð 26. febrúar 2021. Þá lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 8. febrúar 2021 og minnisblað verkefnisstjóra Aðalskipulags dags. 26. febrúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 93 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa uppfærðri tillögu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Ragnhildar Reynisdóttur.

Önnur mál fundargerðir

8.2102685 - Fundargerð 389. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.02.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

9.2102539 - Fundargerð 31 eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 01.02.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2102536 - Fundargerð 30. eigendafundar stjórnar Strætó frá 01.02.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2102775 - Fundargerð 97. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 06.11.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2102776 - Fundargerð 98. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 15.01.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Bókun:
"Í ljósi þeirra gagna sem nú liggja fyrir þá telja undirritaðar mikilvægt að bæjarstjórn Kópavogs útfæri húsnæðisstefnu þar sem horft verði til markmiða í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um fjölbreyttan húsnæðismarkað. Þá verði hugað sérstaklega að framboði húsnæðis á viðráðanlegu verði. Þar með talið íbúðir fyrir námsmenn, íbúðir til leigu- og búseturéttar, félagslegar leiguíbúðir og samstarf við húsnæðissamvinnufélög ásamt nýjum lausnum í sjálfbærri hönnun og hugsun um íbúðarhúsnæði.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Ragnhildur Reynisdóttir"

Bókun:
"Ég tek undir bókun Theódóru og Ragnhildar.
Sigurbjörg E. Egilsdóttir"

Bókun:
"Ég tek undir bókun Theódóru og Ragnhildar.
Bergljót Kristinsdóttir."

Bókun:
"Ég tek undir bókun Theódóru og Ragnhildar.
Pétur H. Sigurðsson."

Bókun:
"Undirrituð taka undir um markmið svæðisskipulagsins um leið og bent er á að skipulagsdeild er að undirbúa hönnunarsamkeppni um íbúðir fyrir námsmenn og fyrstu kaupendur auk þess sem horft er til fjölbreyttra húsnæðiskosta á miðbæjarsvæði Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Guðmundur G. Geirdal, Jón Finnbogason og Helga Hauksdóttir."

Fundarhlé hófst kl. 18:13, fundi fram haldlið kl. 18:47

Bókun:
"Húsnæðisskýrsla bæjarstjórnar Kópavogs frá árinu 2016 lagði til ýmsar tillögur, m.a um íbúðir fyrir námsmenn á Kársnesi, félagsleg úrræði og íbúðir fyrir fyrstu kaupendur. Ýmislegt var gert til þess að tryggja að markmiðin næðu fram að ganga, m.a samkomulag við þróunaraðila á byggingarsvæðum. Undirrituð telur að illa hafi gengið að ná fram þeim markmiðum á þessu kjörtímabili og samkomulagi ekki verið fylgt eftir með þeim hætti sem væntingar voru um. Ganga ætti miklu lengra á miðbæjarsvæði Kópavogs en búið er að leggja til og á öðrum þróunarsvæðum í Kópavogi. Í ljósi þess hversu illa hefur gengið að auka fjölbreytni húsnæðiskosta þá telur undirrituð mikilvægt að farið verði heildstætt yfir þau þróunarsvæði sem eru í vinnslu með það að markmiði að fjölga félagslegum úrræðum, úrræðum fyrir ungt fólk og námsmenn.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir"

Bókun:
"Ég tek undir bókun Theódóru.
Ragnhildur Reynisdóttir."

Bókun:
"Ég tek undir bókun Theódóru.
Sigurbjörg E. Egilsdóttir."

Bókun:
"Ég tek undir bókun Theódóru.
Bergljót Kristinsdóttir."

Fundargerð

13.2101025F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 136. fundur frá 02.02.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

14.2102015F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 137. fundur frá 23.02.2021

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

15.2103003F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 138. fundur frá 04.03.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

16.2102017F - Ungmennaráð - 23. fundur frá 22.02.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

17.2102020F - Velferðarráð - 79. fundur frá 22.02.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Kosningar

18.18051245 - Kosningar í hafnarstjórn 2018-2022

Auður Sigrúnardóttir kemur inn sem aðalmaður í stað Friðriks Sigurðssonar.

Kosningar

19.18051307 - Kosningar í velferðarráð 2018-2022

Einar Örn Þorvarðarson kemur inn sem aðalmaður í stað Andrésar Péturssonar

Theodóra S. Þorsteinsdóttir kemur inn sem varamaður í stað Einars Arnar Þorvarðarsonar

Kosningar

20.18051285 - Kosningar í skipulagsráð 2018-2022

Andrés Pétursson kemur inn sem varamaður í stað Hreiðars Oddsonar

Kosningar

21.18051233 - Kosningar í barnaverndarnefnd 2018-2022

Andrés Pétursson kemur inn sem aðalmaður í stað Friðriks Sigurðssonar

Fundi slitið - kl. 19:13.