Bæjarstjórn

1238. fundur 25. maí 2021 kl. 16:00 - 19:33 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju tillaga skipulagsdeildar að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði, sem er um 4,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins breytt. Í framlagðri tillögu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 18.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,04 og með bílastæðakjallara um 3,56. Hámarksfjöldi bílastæða á reitnum er 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 100 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Í tillögunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 280 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 22.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,42 og með bílastæðakjallara um 3,90. Hámarksfjöldi bílastæða á reit B4 er 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð á reitnum. Hámarksfjöldi bílastæði fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Ekki eru ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins. Tillagan er sett fram í greinargerð þar sem m.a. er fjallað um núgildandi stefnu skipulagsins, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, forsendur og markmið fyrirhugaðra breytinga, umhverfisáhrif, samráð og kynningarferli. Er tillagan dags. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 11. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 2. mars 2021. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. í apríl ásamt samantektum.
Bæjarstjórn frestaði málinu á fundi sínum þann 11. maí 2021.


Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með tíu atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.


Dagskrármál

2.2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu deiliskipulagstillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts dags. í október 2020 að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Vallartröð til austurs, Digranesvegi til suðurs, Fannborg 8 til vestur og Hamraborg 10-38 til norðurs. (Reitir B1-1 og B1-3 og B4 í rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024). Stærð skipulagssvæðisins er um 4.3 ha að flatarmáli. 1) Á Fannborgarreit (á reit B1-1) standa nú þrjár byggingar fyrir atvinnuhúsnæði á 2, 3 og 4 hæðum (gömlu bæjarskrifstofurnar í Fannborg 2, 4 og 6) alls um 5300 m2 sem byggðar voru á árunum 1973-1979. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar verði rifnar og nýtt húsnæði á 1-7 hæðum, með stöku byggingum sem eru 8 og 12 hæðir, rísi á svæðinu fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Á jarðhæðum sem snúa að göngugötu (mannlífsás) sem mun verða milli fyrirhugaðra nýbygginga og núverandi íbúðarhúsa við Hamraborg 30-38 er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Áætlað heildar byggingarmagn verður um 18.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 2000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.04 án bílakjallara og 3.56 með bílastæðakjallara. Gert er ráð fyrir 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 100 m2 í verslunar- og þjónustuhúsnæðis og að lágmarksfjöldi reiðhjólastæða er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 2) Á Traðarreit-vestur standa nú 8 byggingar á einni til þremur hæðum með samtals 13 íbúðum, þar af 2 atvinnuhúsnæði, sem byggð voru á árunum 1952-1958 alls um 3000 m2. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar víki fyrir nýrri byggð á 1-7 hæðum fyrir allt að 280 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis alls um 22.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 1.000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.42 án bílakjallara og 3.90 með bílastæða kjallara. Gert er ráð fyrir 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 3) Gert er ráð fyrir göngugötu (mannlífsás) allt frá Vallartröð að Hálsatorgi fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði. Tillagan er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð, skýringarmyndum og skipulagsskilmálum í mkv. 1:1000 og í mkv. 1:500 dags. í október 2020. Sett fram tafla yfir fyrirhugað byggingarmagna, fjölda fermetra í íbúðum og í verslunar og þjónustu; fjöldi bílastæða og hjólastæða ásamt nýtingarhlutfalli. Jafnframt er lagt fram minnisblað frá Verkfræðistofunni Mannviti dags. 11. nóvember 2019 þar sem nánar er fjallað um möguleg umhverfisáhrif af fyrirhugaðri uppbyggingu ásamt minnisblaði VSÓ-ráðgjöfum dags 23. september 2019 þar sem fjallað er nánar um umferðargreiningu af fyrirhugaðri uppbyggingu. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi bílstæðabókhald á miðbæjarsvæði dags. 14. október 2020. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi fyrirkomulag bílastæða á framkvæmdatíma dags. 14.10.2020. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi bílastæðabókhald á miðsvæði dags. 14.10.2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi bílakjallara dags. 15. október 2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi ramp dags. 15. október 2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi aðgengi á framkvæmdatíma dags. 15. október 2020. Lögð fram umsögn Isavia varðandi tillögu að breyttu aðal- og deiliskipulagi dags. 29. júní 2020. Kynningartíma lauk 2. mars 2021. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. í apríl ásamt samantektum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með níu atkvæðum gegn atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


Viðaukatillaga:
"Bæjarstjórn felur umhverfissviði að hefja næsta áfanga skipulagsvinnu á miðbæjarsvæðinu að Borgarholti til vesturs. Kallað verði eftir tillögum frá þverfaglegum teymum um nýjar tengingar og stefnu um þróun verslunar og þjónustu á miðbæjarsvæði Kópavogs við Hamraborg. Sérstök áhersla verði á aðgengi og almenningsrými milli húsa og svæða, þar sem krafa er gerð um birtu, skjól og gróður.

Greinargerð:
Hamraborgarsvæðið á að blómstra sem líflegur miðbær með fjölbreytta þjónustu, framboð íbúða, opið flæði innan svæðisins og öflugar tengingar við aðliggjandi æðar virkra ferðamáta og komandi Borgarlínu. Þá þarf sérstaklega að huga að áframhaldandi þróun verslunar og þjónustu á miðbæjarsvæðinu öllu.

Mikilvægt er því að halda strax áfram skipulagsvinnu á miðbæjarsvæðinu og rýna sérstaklega áframhaldandi uppbyggingu og þróun verslunar og þjónustu á svæðinu öllu að teknu tilliti til breytinga á ferðamáta. Lögð er áhersla á að efla svæðið sem heildstæðan kjarna íbúða, verslunar og þjónustu þar sem hugað verður sérstaklega að vistlegum og skjólgóðum almenningsrýmum þar sem aukin gróðurnotkun er lögð til grundvallar í hönnunarforsendum svæðisins. Slíkt svæði hefur órjúfanleg áhrif á lífsgæði og er samofið lýðheilsu og félagslegum þáttum."

Bæjarstjórn samþykkir viðaukatillöguna með 11 atkvæðum.


Bókun bæjarstjórnar:
"Að gefnu tilefni áréttar bæjarstjórn að aðgengi íbúa að bílastæðum, þar með talið bílastæðum fyrir hreyfihamlaða, verður tryggt á framkvæmdatíma"


Bókun:
Bæjarfulltrúar Samfylkingingarinnar í Kópavogi telja nauðsynlegt að fara í uppbyggingu og þéttingu byggðar á Hamraborgarsvæðinu. Það er hinsvegar ekki vænlegt að ráðast í breytingar á hluta af svæðinu, heppilegra er að skipuleggja allt svæðið og fá þannig heildarmynd í stað þess bútasaums sem hér um ræðir. Mistök voru gerð í upphafi með því að selja eignir bæjarins til verktaka og láta þá um að skipuleggja miðbæ Kópavogs. Eðlilegra hefði verið að Kópavogsbær skipuleggði sjálfur svæðið í nánu samráði og samvinnu við íbúa með það í huga að skapa eftirsóknarverðan miðbæ með góðu mannlífi fyrir íbúa og gesti þeirra.

Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar"


Fundarhlé hófst kl. 18:00, fundi fram haldið kl. 18:02.

Bókun:
"Gott hefði verið að viðaukatillagan hefði komið fyrr fram í þessu máli."
Pétur H. Sigurðsson
Bergljót Kristinsdóttir.

Dagskrármál

3.2101223 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn er lagður fram út af máli 13.8 í fundargerð.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun.

Matarhlé hófst kl. 18:07, fundi fram haldið kl. 18:44.

Fundargerð

4.2105002F - Bæjarráð - 3046. fundur frá 20.05.2021

Fundargerð í 32 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

5.2105005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 315. fundur frá 07.05.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundargerð

6.2105020F - Forsætisnefnd - 178. fundur frá 20.05.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2105010F - Íþróttaráð - 111. fundur frá 12.05.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2105004F - Lista- og menningarráð - 127. fundur frá 06.05.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

9.2105006F - Menntaráð - 79. fundur frá 10.05.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2105016F - Menntaráð - 80. fundur frá 18.05.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2104024F - Skipulagsráð - 99. fundur frá 17.05.2021

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 11.4 2002203 Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
    Lögð fram að nýju tillaga skipulagsdeildar að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði, sem er um 4,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins breytt. Í framlagðri tillögu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 18.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,04 og með bílastæðakjallara um 3,56. Hámarksfjöldi bílastæða á reitnum er 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 100 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Í tillögunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 280 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 22.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,42 og með bílastæðakjallara um 3,90. Hámarksfjöldi bílastæða á reit B4 er 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð á reitnum. Hámarksfjöldi bílastæði fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Ekki eru ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins. Tillagan er sett fram í greinargerð þar sem m.a. er fjallað um núgildandi stefnu skipulagsins, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, forsendur og markmið fyrirhugaðra breytinga, umhverfisáhrif, samráð og kynningarferli. Er tillagan dags. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 11. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 2. mars 2021. Lagðar eru fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 22. apríl ásamt samantektum. Niðurstaða Skipulagsráð - 99 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 22. apríl 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Sjá afgreiðslu í dagskrárlið 1.
  • 11.5 2002204 Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu deiliskipulagstillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts dags. í október 2020 að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Vallartröð til austurs, Digranesvegi til suðurs, Fannborg 8 til vestur og Hamraborg 10-38 til norðurs. (Reitir B1-1 og B1-3 og B4 í rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024). Stærð skipulagssvæðisins er um 4.3 ha að flatarmáli. 1) Á Fannborgarreit (á reit B1-1) standa nú þrjár byggingar fyrir atvinnuhúsnæði á 2, 3 og 4 hæðum (gömlu bæjarskrifstofurnar í Fannborg 2, 4 og 6) alls um 5300 m2 sem byggðar voru á árunum 1973-1979. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar verði rifnar og nýtt húsnæði á 1-7 hæðum, með stöku byggingum sem eru 8 og 12 hæðir, rísi á svæðinu fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Á jarðhæðum sem snúa að göngugötu (mannlífsás) sem mun verða milli fyrirhugaðra nýbygginga og núverandi íbúðarhúsa við Hamraborg 30-38 er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Áætlað heildar byggingarmagn verður um 18.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 2000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.04 án bílakjallara og 3.56 með bílastæðakjallara. Gert er ráð fyrir 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 100 m2 í verslunar- og þjónustuhúsnæðis og að lágmarksfjöldi reiðhjólastæða er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 2) Á Traðarreit-vestur standa nú 8 byggingar á einni til þremur hæðum með samtals 13 íbúðum, þar af 2 atvinnuhúsnæði, sem byggð voru á árunum 1952-1958 alls um 3000 m2. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar víki fyrir nýrri byggð á 1-7 hæðum fyrir allt að 280 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis alls um 22.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 1.000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.42 án bílakjallara og 3.90 með bílastæða kjallara. Gert er ráð fyrir 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 3) Gert er ráð fyrir göngugötu (mannlífsás) allt frá Vallartröð að Hálsatorgi fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði. Tillagan er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð, skýringarmyndum og skipulagsskilmálum í mkv. 1:1000 og í mkv. 1:500 dags. í október 2020. Sett fram tafla yfir fyrirhugað byggingarmagna, fjölda fermetra í íbúðum og í verslunar og þjónustu; fjöldi bílastæða og hjólastæða ásamt nýtingarhlutfalli. Jafnframt er lagt fram minnisblað frá Verkfræðistofunni Mannviti dags. 11. nóvember 2019 þar sem nánar er fjallað um möguleg umhverfisáhrif af fyrirhugaðri uppbyggingu ásamt minnisblaði VSÓ-ráðgjöfum dags 23. september 2019 þar sem fjallað er nánar um umferðargreiningu af fyrirhugaðri uppbyggingu. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi bílstæðabókhald á miðbæjarsvæði dags. 14. október 2020. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi fyrirkomulag bílastæða á framkvæmdatíma dags. 14.10.2020. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi bílastæðabókhald á miðsvæði dags. 14.10.2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi bílakjallara dags. 15. október 2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi ramp dags. 15. október 2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi aðgengi á framkvæmdatíma dags. 15. október 2020. Lögð fram umsögn Isavia varðandi tillögu að breyttu aðal- og deiliskipulagi dags. 29. júní 2020. Kynningartíma lauk 2. mars 2021. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 22. apríl ásamt samantektum. Niðurstaða Skipulagsráð - 99 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 22. apríl 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bergljót Kristinsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Sjá afgreiðslu í dagskrárlið 2.
  • 11.6 2101785 Lækjarbotnaland 15. Reyndarteikningar.
    Lagt fram erindi lóðarhafa þar sem óskað er eftir að fá samþykktar reyndarteikningar af sumarbústaði á lóðinni alls 68 m2 að flatarmáli. Uppdrættir í mælikvarða 1:50 dags. í júlí 2016. Þá lögð fram umsögn lögfræðideildar dags. 27. apríl 2021 vegna beiðni um endurupptöku málsins. Niðurstaða Skipulagsráð - 99 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.8 2011200 Múlalind 3. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Stefáns Ingólfssonar arkitekts dags. 19. október 2020 fh. lóðarhafa Múlalindar 3 með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að rými undir svölum á suðurhlið hússins er lokað af og þar komið fyrir 9,5 m2 viðbyggingu. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5. nóvember 2020. Kynningartíma lauk 7. maí sl. engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 99 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.11 2102585 Kársnesbraut 59. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 1. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 59. Á lóðinni stendur 133 m2 timburhús byggt 1962 auk 100 m2 bílskúrs sem byggður var síðar. Óskað er eftir að reisa 20,1 m2 garðstofu á suðurhlið hússins með útgengi út á pall við vesturhlið þess. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. febrúar 2021. Kynningartíma lauk 11. maí sl. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 99 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.14 2104681 Foldarsmári 9. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Foldarsmára 9 dags. 20. apríl 2021 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og og bæta við einu bílastæði inn á lóð. Samkvæmt mæliblaði dags. 12. nóvember 1991 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Erindi ásamt skýringarmyndum dags. 20. apríl 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 99 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 11.16 2104747 Álfhólsvegur 29. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir sex íbúða fjölbýlishúsi á þremur hæðum á lóðinni. Gert er ráð fyrir sjö bílastæðum á lóðinni ásamt stakstæðri hjóla- og vagnageymslu. Núverandi byggingar á lóðinni verða rifnar. Heildarflatarmál fyrirhugaðrar nýbyggingar er áætlað 709,8 m2. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,12 í 0,67.
    Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 30. mars 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 99 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Fundargerð

12.2104016F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 140. fundur frá 04.05.2021

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

13.2105009F - Velferðarráð - 84. fundur frá 10.05.2021

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.
  • 13.8 2105166 Ás styrktarfélag. Viðauki við samning um Vinnu og virkni
    Viðauki við samning ásamt greinargerð og fylgigögnum lagður fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 84 Velferðarráð samþykkti framlagðan viðauka við samning fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka við samning um vinnu og virkni við Ás styrktarfélag.

Önnur mál fundargerðir

14.2105007F - Ungmennaráð - 24. fundur frá 12.05.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2105071 - 20. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 11.11.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2105072 - 21. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 09.02.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2105073 - 22. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 03.03.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2105151 - 23. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 06.05.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2105060 - Fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.04.2021

Fundargerð í 28 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2105189 - Fundargerð 524. fundar stjórnar SSH frá 03.05.2021

Fundargerð í 15 líðum.
Lagt fram.

Fundargerð

21.2105021F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 316. fundur frá 20.05.2021

Fundargerð í 8 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Kosningar

22.18051280 - Kosningar í íþróttaráð 2018-2022

Breyting á fulltrúa Pírata.
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir kemur í stað Hákons Helga Leifssonar sem varaáheyrnarfulltrúi.

Kosningar

23.18051308 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2018-2022

Breytingar á fulltrúa pírata.
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir kemur í stað Hákons Helga Leifssonar sem varaáheyrnarfulltrúi.

Fundi slitið - kl. 19:33.