Bæjarstjórn

1240. fundur 22. júní 2021 kl. 16:00 - 18:17 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.1901639 - Endurskoðun á reglum um NPA

Frá velferðarráði, drög að reglum, auk umbeðinnar umsagnar lögfræðideildar, lögð fram til afgreiðslu. Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum þann 8. júní sl.
Breytingartillaga:
3. mgr. 13. gr. breytist og verður svofelld:
„Aðeins í undantekningar tilvikum er heimilt að ráða til sín maka, sambýlisaðila eða náinn ættingja, en
þó að jafnaði ekki meira en sem nemur 25% af heildarstöðugildum á hverjum tíma. Í þeim tilfellum skal
umsýsla samningsins ekki vera í höndum notandans.“

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða breytingartillögu.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðar reglur svo breyttar.

Fundargerð

2.2105028F - Bæjarráð - 3049. fundur frá 10.06.2021

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

3.2106007F - Bæjarráð - 3050. fundur frá 16.06.2021

Fundargerð í 27 liðum.
Lagt fram.
  • 3.3 2105008 Vesturvör 38-40. Umsókn um lóðir.
    Frá bæjarstjóra, dags. 07.06.2021. lögð fram umsögn vegna erindis Nature Experiences ehf. um að fá lóðirnar Vesturvör 38a og 38b til úthlutunar. Niðurstaða Bæjarráð - 3050 Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að lóðirnar Vesturvör 38a og 38b verði úthlutað til Nature Experiences ehf. með þeim skilyrðum að skipulagi verði breytt og svæðið þróað í samræmi við framlagar hugmyndir og breyttar áherslur sem kveðið er á um í nýju aðalskipulagi.

    Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Hlé er gert á fundi kl. 09:16 og fundi framhaldið kl. 09:20

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi óskar bókað:
    ,,Undirrituð er mótfallin tillögu bæjarstjóra og telur það vinna gegn almannahagsmunum og jafnræði að lóð á okkar verðmætasta landsvæði sé úthlutað án auglýsingar. "

    Ármann Kr. Ólafsson, Hjördís Johnson, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Birkir Jón Jónsson óska bókað:
    ,,Staðið er eins að úthlutun lóðarinnar og þegar WOW var úthlutað lóðinni á sínum tíma og samþykkt var í bæjarstjórn. Úthlutunin er einnig í samræmi við reglur um úthlutun atvinnuhúsnæðis. "

    Niðurstaða Tillaga Sigurbjargar E. Egilsdóttur:
    "Tillaga um að úthlutun verði frestað og reglur samdar um úthlutun á byggingarétti fyrir atvinnuhúsnæði."
    Bæjarstjórn hafnar tillögunni með 8 atkvæðum, hjásetu Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur gegn atkvæði Sigurbjargar E. Egilsdóttur.

    Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur gegn atkvæði Sigurbjargar E. Egilsdóttur að úthluta Nature Experiences ehf. lóðunum Vesturvör 38a og 38b, með þeim skilyrðum að skipulagi verði breytt og svæðið þróað í samræmi við framlagar hugmyndir og breyttar áherslur sem kveðið er á um í nýju aðalskipulagi.

    Viðaukatillaga bæjarstjóra:
    "Verkefnastjóra íbúatengsla verði falið að gera samráðsáætlun fyrir verslunar- og þjónustusvæði á vestanverðu Kársnesinu."

    Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða viðaukatillögu.


    Bókun:
    "Undirrituð telja hugmyndir Nature Experiences um uppbyggingu á lóðunum Vesturvör 38a og 38b allrar athygli verðar. Það er hinsvegar eðlilegt að auglýst sé eftir hugmyndum um nýtingu lóðannr og því sitjum við hjá við afgreiðslu málsins."
    Bergljót Kristinsdóttir
    Pétur Hrafn Sigurðsson

    Bókun:
    "Undirrituð telur ótímabært að úthluta lóðunum að Vesturvör 38a og 38b, enda vinni það gegn almannahagsmunum og jafnræði að lóð á okkar verðmætasta landsvæði sé úthlutað án auglýsingar."
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir

    Fundarhlé hófst kl. 17:33, fundi fram haldið kl. 17:46

    Bókun:
    "Verklag við úthlutun á Vesturvör 38 a og b er með sama hætti og áður hefur verið þegar um úthlutun á atvinnusvæði er að ræða í sveitarfélaginu. Sú þjónusta við íbúa á Kársnesi sem hér er verið að leggja til er góð viðbót við þá endurnýjun og uppbyggingu sem er að eiga sér stað á svæðinu. Að efla atvinnulíf, þjónustu, matarmenningu og upplifun er góð viðbót fyrir íbúa á Kársnesi, þar liggja almannahagsmunirnir."
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Einar Ö. Þorvarðarson

    Bókun:
    "Undirrituð taka undir bókun Theódóru og Einars."
    Ármann Kr. Ólafsson
    Margrét Friðriksdóttir
    Karen E. Halldórsdóttir
    Hjördís Ýr Johnson
    Birkir J. Jónsson
    Guðmundur G. Geirdal
  • 3.5 2106238 Reglur um hljóðritun símtala
    Frá lögfræðideild, lögð fram drög að reglum um hljóðritun símtala hjá Kópavogsbæ til samþykktar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum þann 10. júní sl. Niðurstaða Bæjarráð - 3050 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Breytingartillaga Sigurbjargar E. Egilsdóttur:
    "Seinni málsgrein fyrstu greinar sem varðar ákvörðun um vöktun breytist á þann veg að í stað bæjarstjóra kemur „sviðsstjóra viðkomandi sviðs“."
    Bæjarstjórn hafnar breytingartillögunni með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sigurbjargar E. Egilsdóttur.

    Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sigurbjargar E. Egilsdóttur framlagðar reglur um hljóðritun símtala hjá Kópavogsbæ.

    Bókun:
    "Ákvörðun um hljóðritun símtala ætti ekki að vera í höndum eins pólitísks fulltrúa."
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir

    Fundarhlé hófst kl. 17:59, fundi fram haldið kl.18:03

    Bókun:
    "Reglurnar telja 9 greinar sem ákvörðun bæjarstjóra þarf að grundvallast á og því þarf ætíð að gæta faglegra sjónarmiða."
    Ármann Kr. Ólafsson
    Margrét Friðriksdóttir
    Karen E. Halldórsdóttir
    Hjördís Ýr Johnson
    Birkir J. Jónsson
    Guðmundur G. Geirdal

Fundargerð

4.2106005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 317. fundur frá 03.06.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundargerð

5.2106014F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 318. fundur frá 10.06.2021

Fundargerð í l lið.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundargerð

6.2106008F - Forsætisnefnd - 180. fundur frá 10.06.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

7.2106018F - Forsætisnefnd - 181. fundur frá 16.06.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2106001F - Íþróttaráð - 113. fundur frá 03.06.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

9.2105029F - Leikskólanefnd - 131. fundur frá 03.06.2021

Fundargerð í 1 lið.
lagt fram.

Fundargerð

10.2105027F - Menntaráð - 81. fundur frá 03.06.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2105011F - Skipulagsráð - 100. fundur frá 07.06.2021

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.
  • 11.8 2104325 Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 16. apríl 2021 fh. lóðarhafa Nýbýlavegar 10 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur breytist lítillega og stækkar um 40 cm til suðurs og 60 cm til norðurs. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Auðbrekku þróunarsvæðis, Nýbýlavegur 2-12 sem samþykkt var í bæjarstjórn 22. september 2020 og birt í b- deild stjórnartíðinda 4. desember 2020. Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 19. apríl 2021. Á fundi skipulagsráðs 19. apríl 2021 samþykkti skipulagsráð með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 10, 12, Auðbrekku 25 og Dalbrekku 30/Laufbrekku 30. Kynningartíma lauk 25. maí 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 100 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.11 2103699 Fagrihjalli 11. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 22. febrúar 2021 f.h. lóðarhafa Fagrahjalla 11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur 261,9 m² steinsteypt einbýlishús ásamt 67,9 m² bílskúr, byggt 1991. Í erindinu er óskað eftir að stækka byggingarreit kjallarans um 3,05 m. til suðurs, samtals um 36 m². Eftir breytingu verður stærð hússins 361,1 m² og nýtingarhlutfallið eykst úr 0,47 í 0,52. Uppdráttur í mkv. 1:250, 1:500 og 1:1000 dags. 22. febrúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fagrahjalla 9, 13, Furuhjalla 10 og 12. Kynningartíma lauk 1. júní 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 100 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.15 2106143 Haukalind 6. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Haukalindar 6 dags. 2. júní 2021 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og koma fyrir bílastæði á lóð. Samkvæmt mæliblaði dags. 28. júlí 1995 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir. Skýringarmyndir ásamt erindi dags. 1. júní 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 100 Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður greiddur af lóðarhafa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.16 2103945 Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfi. Ósk um að fá samþykkt dvalarsvæði á þaki bílskúrs.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 11. mars 2021 fh. lóðarhafa Hraunbrautar 14. Á lóðinni er steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Í erindinu er óskað eftir að breyta þaki bílskúrsins í dvalarsvæði og reisa handrið meðfram þakkanti. Samþykki meðeigenda og lóðarhafa aðliggjandi lóða varðandi breytingu á þaki bílskúrsins liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 11. mars 2021. Kynningartíma lauk 10. maí sl., athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 4. júní 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 100 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn D. Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.18 2106157 Skemmuvegur 2A, skrifstofur Byko. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram tillaga Jóhanns Sigurðssonar arkitekts dags. 20. maí 2021 fh. lóðarhafa, Byko og Norvik að breyttu deiliskipulagi við Skemmuveg 2-4.
    Í breytingunni felst breytt afmörkun byggingarreits og aukning á byggingarmagni skrifstofuhúsnæðisins úr 2.450 m² í 3.450 m².
    Byggingarmagn núverandi vöruafgreiðslu og afgreiðslu á 1. hæð verður óbreytt 6.547 m²
    Við breytinguna verða bílastæði á svæðinu 627 talsins sem er fækkun um 8 stæði frá gildandi deiliskipulagi. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulagsskilmála. Uppdrættir í mkv. 1:1.000 og 1:500 dags. 20. maí 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 100 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Fundargerð

12.2106015F - Velferðarráð - 86. fundur frá 14.06.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2106022 - Fundargerð 266. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.05.2021

Fundagerð í 28 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2106398 - Fundargerð 435. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 04.06.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2106241 - Fundargerð 100. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 14.05.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2106696 - Fundargerð 525. fundar stjórnar SSH frá 07.06.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2106010 - Fundargerð 340. fundar stjórnar Strætó frá 21.05.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2106402 - Fundargerð 447. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.04.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2106403 - Fundargerð 448. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.05.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2101712 - Fundargerð XXXVI. Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lögð fram fundargerð XXXVI. Landsþings Sambandsins.
Lagt fram.

Önnur mál

21.2106176 - Tilkynning um afsögn nefndarmanns skólanefndar MK

Frá Flosa Eiríkssyni, dags. 28.05.2021. lögð fram tilkynning um afsögn nefndarmanns í skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi.
Lagt fram.

Bæjarstjórn Kópavogs þakkar Flosa Eiríkssyni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

Önnur mál

22.1406406 - Sumarleyfi bæjarstjórnar

Tillaga að sumarleyfi bæjarstjórnar. Með vísan til 8. gr. samþykkta Kópavogsbæjar er lagt til að sumarleyfi bæjarstjórnar hefjist að afloknum yfirstandandi fundi og standi til 15. ágúst 2021. Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar fari bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.
Tillaga að sumarleyfi bæjarstjórnar. Með vísan til 8. gr. samþykkta Kópavogsbæjar er lagt til að sumarleyfi bæjarstjórnar hefjist að afloknum yfirstandandi fundi og standi til 15. ágúst 2021. Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar fari bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Kosningar

23.18051215 - Kosningar í bæjarráð, forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2018-2022

Kosning forseta bæjarstjórnar.
Margrét Friðriksdóttir kosin forseti bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.

Kosningar

24.18051215 - Kosningar í bæjarráð, forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2018-2022

Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir kosin 1. varaforseti bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.

Birkir Jón Jónsson kosinn 2. varaforseti bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.

Kosningar

25.18051215 - Kosningar í bæjarráð, forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2018-2022

Kosning fimm bæjarfulltrúa í bæjarráð sem aðalmenn og tilnefning áheyrnarfulltrúa. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Birkir Jón Jónsson
Hjördís Ýr Johnson
Karen E. Halldórsdóttir
Af B-lista:
Pétur Hrafn Sigurðsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Varamenn:
Af A-lista:
Ármann Kr.Ólafsson
Guðmundur G. Geirdal
Margrét Friðriksdóttir
Helga Hauksdóttir

Af B-lista:
Bergljót Kristinsdóttir
Einar Örn Þorvarðarson
Ásmundur Alma Guðjónsson varaáh.


Skipan áheyrnarfulltrúa skv. 43. gr. bæjarmálasamþykktar: Sigubjörg Erla Egilsdóttir tilnefndur áheyrnarfulltrúi.

Kosning formanns bæjarráðs. Tillaga kom fram um Birki Jón Jónsson. Samþykkt með 11 atkvæðum.
Kosning varaformanns bæjarráðs. Tillaga kom fram um Karen Halldórsdóttur. Samþykkt með 11 atkvæðum.

Kosningar

26.18051215 - Kosningar í bæjarráð, forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2018-2022

Kosning tveggja skrifara og jafnmargra til vara úr hópi bæjarfulltrúa.
Aðalskrifarar:
Guðmundur Gísli Geirdal
Bergljót Kristinsdóttir

Varaskrifarar:
Hjördís Ýr Johnson
Einar Örn Þorvarðarson

Kosningar

27.18051307 - Kosningar í velferðarráð 2018-2022

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara.
Kosningu hlutu með 11 atkvæðum:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Karen E. Halldórsdóttir
Halla Karí Hjaltested
Baldur Þór Baldvinsson
Björg Baldursdóttir
Af B-lista:
Donata H. Bukowska
Kristín Sævarsdóttir
Einar Ö. Þorvarðarson

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir tilnefnd áheyrnarfulltrúi.

Varamenn:
Af A-lista:
Margrét Friðriksdóttir
Jón Finnbogason
Guðrún Viggósdóttir
Helga María Hallgrímsdóttir

Af B-lista:
Jón Magnús Guðjónsson
Pétur Hrafn Sigurðsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Vigdís Ásgeirsdóttir tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að Karen E. Halldórsdóttir verði kjörinn formaður og Björg Baldursdóttir verði kjörinn varaformaður.

Kosningar

28.18051284 - Kosningar í menntaráð 2018-2022

Kosning 7 aðalmanna og jafnmargra til vara.
Kosningu hlutu með 11 atkvæðum:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Margrét Friðriksdóttir
Guðmundur G. Geirdal
Helgi Magnússon
Birkir Jón Jónsson
Af B-lista:
Erlendur Geirdal
Ragnhildur Reynisdóttir
Ingibjörg A. Guðmundsdóttir

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir tilnefndur áheyrnarfulltrúi.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að Margrét Friðriksdóttir verði kjörin formaður og Birkir Jón Jónsson verði kjörinn varaformaður.

Varamenn:
Af A-lista:
Gunnsteinn Sigurðsson
Hjördís Ýr Johnson
Bergþóra Þórhallsdóttir
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir
Af B-lista:
Pétur H. Sigurðsson
Fjóla B. Svavarsdóttir
Jóhanna Pálsdóttir

Eva Sjöfn Helgadóttir tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi.

Kosningar

29.18051285 - Kosningar í skipulagsráð 2018-2022

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara.
Kosningu hlutu með 11 atkvæðum:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Hjördís Ýr Johnson
Júlíus Hafstein
Helga Hauksdóttir
Kristinn D. Gissurarson
Af B-lista:
Bergljót Kristinsdóttir
Einar Örn Þorvarðarson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir


Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að Helga Hauksdóttir verði kjörin formaður.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæum að Hjördís Ýr Johnson verði kjörin varaformaður.

Varamenn:
Af A-lista:
Guðmundur G. Geirdal
Sigríður Kristjánsdóttir
Birkir Jón Jónsson
Jónas Skúlason

Af B-lista:
Pétur Hrafn Sigurðsson
Andrés Pétursson
Ásmundur Alma Guðjónsson

Fundi slitið - kl. 18:17.