Bæjarstjórn

1245. fundur 26. október 2021 kl. 16:00 - 20:03 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2009744 - Bakkavör 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Reitur 13.

Lögð fram vinnslutillaga Atelier arkitekta dags. 15. október 2021 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóða við Bakkabraut 2 og 4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13 á þróunarsvæði á Kársnesi, ÞR-1 samkv. Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og samþykktu Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 160, á 2-5 hæðum þar sem 5. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 26.675 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,9. A-rými ofanjarðar 18.700m². B-rými ofanjarðar 2.595m². A-rými neðanjarðar 2.180m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m². Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 15. október 2021. Vinnslutillögunni fylgir einnig minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021.
Umræður.

Fundarhlé hófst kl. 17:19, fundi fram haldið kl. 17:35.

Bókun:
"Það liggur fyrir deiliskipulagslýsing sem var samþykkt í bæjarstjórn árið 2016 eftir samráð við íbúa á svæðinu og aðra hagsmunaaðila. Lýsingin kveður á um að á reit 13 megi byggja samtals 18.700 fermetra, þar af 160 íbúðir en einnig 500 fermetra atvinnuhúsnæði. Vinnslutillagan hljóðar upp á 160 íbúðir eingöngu og samtals 26.665 fermetra sem er tæplega 43% aukning. Það er því töluvert mikið ósamræmi í byggingamagni á milli samþykktrar lýsingar og framlagðrar tillögu."

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Einar Þorvarðarson
Pétur Hrafn Sigurðsson
Bergljót Kristinsdóttir

Dagskrármál

2.2103185 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Mál nr. 2.3 í auglýstri dagskrá gert að dagskrármáli, skv. ákvörðun forseta, að beiðni Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
Sjá afgreiðslu undir máli nr. 3.3

Fundarhlé hófst kl. 18:06, fundi fram haldið kl. 18:31

Fundargerð

3.2110004F - Bæjarráð - 3062. fundur frá 14.10.2021

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
  • 3.3 2103185 Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Glaðheima vesturhluta dags. 19. apríl 2021 með áorðnum breytingum dags. 16. ágúst 2021.
    Skipulagssvæðið, sem er 8.6 ha að flatarmáli, afmarkast af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, til norðurs afmarkast það af fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut, Álalind 1-3 og til austurs af athafnasvæði við Askalind og Akralind og til suðurs afmarkast það af veghelgunarsvæði Arnarnesvegar. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar. Í breytingunni felst að áður fyrirhugaðri byggð um miðbik deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 9 fjölbýlishús sem verða 3-12 hæða með um 468 íbúðum, leikskóla og opið svæði. Á norðurhluta skipulagssvæðisins nánar tiltekið við húsagötu A nr. 2-3 er fallið frá verslunar- og þjónustuhúsnæði á þremur efstu hæðum hússins (húsa) og þess í stað komið fyrir 32 íbúðum. Heildarfjöldi íbúða á svæðinu öllu verður að hámarki 500 íbúðir. Í miðju skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir leikskóla. Suðvestan fyrirhugaðs Glaðheimavegar (á suðurhluta svæðisins) er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á 2 til 4 hæðum. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar um svæðið í framhaldi af Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist. Heildarstærð atvinnuhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 50.000 m2 en um 36.000 m2 án bílageymslna og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 89.000 m2. Stærð leikskóla er um 1.500 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er áætlað um 135.000 m2 þar af um 106.000 m2 án bílageymslna. Svæðisnýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.57 og 1.22 án bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 75 m2 í verslun og þjónustu og einu stæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði, geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,2 stæðum á hverja íbúð með gestastæðum. Miðað við 2,5 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 1.250 íbúar.
    Á fundi skipulagsráðs 5. júlí 2021 voru lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma og var málinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Í breyttu erindi dags. 19. apríl 2021 og breytt 16. ágúst 2021 er komið að hluta til móts við innsendar athugasemdir sem bárust á kynningartíma sbr. eftirtalin atriði:
    Texta um vöktun á loftgæðum og spennistöðvar hefur verið breytt í greinargerð sem og texta um að gert verið minnisblað um vind og áhrif hans á hús sem hærri eru en 9 hæðir bætt inn í greinargerð. Auk þess hefur á skipulagsuppdrætti tengistöð verið komið fyrir við norðurlóðamörk húsagötu D nr. 4 og veghelgunarmörk gerð sýnilegri.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 16. ágúst 2021 um athugasemdir sem bárust á kynningartíma. Uppdráttur í mkv. 1:1000 sem inniheldur greinargerð og skýringarmyndir. Skipulagsskilmálar dags. 19. apríl og breytt 16. ágúst 2021. Skýringahefti B dags. 19. apríl 2021. Með tillögunni fylgir einnig minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um forsendur fyrir bílaumferð dags. 15. apríl 2021, umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 19. apríl 2021 og skýrsla um áhrif nýs deiliskipulags Glaðheima á Heimsmarkmiðin dags. 29. 3 2021 en í þeirri sömu skýrslu er að finna umhverfismat Mannvit dags. 19. apríl 2021. Áhættumat vegna loftslagsbreytinga dags. 30. apríl 2021 frá verkfræðistofunni Mannviti. Skýrsla Mannvits um hljóðvist og áhrif mótvægisaðgerða dags. 7. maí 2021 og að lokum rýni á deiliskipulagstillögu á Glaðheimasvæði II.
    Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 19. ágúst sl.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3062 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
  • 3.4 1810809 Persónuverndarsamþykkt Kópavogs
    Frá lögfræðideild, dags. 8. október 2021, lögð fram til samþykktar uppfærð persónuverndarsamþykkt. Niðurstaða Bæjarráð - 3062 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða persónuverndarsamþykkt.
  • 3.5 2109219 Skjalastefna Kópavogsbæjar
    Frá skjalastjóra dags. 11. október 2021, lögð fram til samþykktar skjalastefna Kópavogsbæjar 2021-2025. Niðurstaða Bæjarráð - 3062 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða skjalastefnu Kópavogsbæjar.

Fundargerð

4.2110010F - Bæjarráð - 3063. fundur frá 21.10.2021

Fundargerð í fimmtán liðum.
Lagt fram.
  • 4.2 2110506 Traðarreitur - vestur. Samkomulag um uppbyggingu á svæðinu
    Frá lögfræðideild dags. 18.10.2021, lögð fram drög að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. Niðurstaða Bæjarráð - 3063 Bæjarráð samþykkir erindið með þremur atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar. Niðurstaða Tillaga Sigurbjargar E. Egilsdóttur um frestun málsins er felld með sex atkvæðum gegn atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar, Bergljótar Kristinsdóttur, Einars A. Sigurðssonar, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

    Fundarhlé hófst kl. 19:36, fundi fram haldið kl. 19:45.

    Bókun:
    "Undirrituð telja eðlilegt að samþykkt samkomulaga um uppbyggingu á reitum B1-1 og B4 verði frestað þar til afgreiðsla Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu liggur fyrir. Á meðan væri tilvalið að koma til móts við óskir íbúa um opinn fund þar sem uppbyggingaráform væru kynnt."
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Einar Þorvarðarson
    Pétur Hrafn Sigurðsson
    Bergljót Kristinsdóttir


    Bæjarstjórn samþykkir framlagt samkomulag um uppbyggingu Traðarreits vestur með sex atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars A. Þorvarðarsonar, Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.
  • 4.3 2110070 Fannborgarreitir B1-1. Samkomulag um uppbyggingu á svæðinu
    Frá lögfræðideild dags. 04.10.2021, lögð fram drög að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum 7. október sl. Uppfærð drög lögð fram 18.10.2021. Niðurstaða Bæjarráð - 3063 Bæjarráð samþykkir erindið með þremur atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar. Niðurstaða Tillaga Sigurbjargar E. Egilsdóttur um frestun málsins er felld með sex atkvæðum gegn atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar, Bergljótar Kristinsdóttur, Einars A. Sigurðssonar, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

    Bókun:
    "Undirrituð telja eðlilegt að samþykkt samkomulaga um uppbyggingu á reitum B1-1 og B4 verði frestað þar til afgreiðsla Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu liggur fyrir. Á meðan væri tilvalið að koma til móts við óskir íbúa um opinn fund þar sem uppbyggingaráform væru kynnt."
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Einar Þorvarðarson
    Pétur Hrafn Sigurðsson
    Bergljót Kristinsdóttir



    Bæjarstjórn samþykkir framlagt samkomulag um uppbyggingu Fannborgarreits B1-1 með sex atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars A. Þorvarðarsonar, Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.
  • 4.6 2110328 Óskað tilnefninga í skólanefnd MK
    Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 12. október 2021, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir tilnefningum í skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi ti næstu fjögurra ára. Farið er þess á leið að Kópavogsbær tilnefni tvo aðalfulltrúa og aðra tvo til vara.
    Tilnefningar óskast sendar ráðuneytinu í síðasta lagi 26. október nk.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3063 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna eftirfarandi fulltrúa:
    Önnu Maríu Bjarnadóttur aðalfulltrúa
    Andrés Pétursson varafulltrúa
    Guðmund Birki Þorkellsson aðalfulltrúa
    Vigni Halldórsson varafulltrúa

Önnur mál fundargerðir

5.2110006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 327. fundur frá 07.10.2021

Fundargerð í ellefu liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

6.2110013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 328. fundur frá 15.10.2021

Fundargerð í einum lið
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

7.2110017F - Forsætisnefnd - 186. fundur frá 21.10.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2110001F - Menntaráð - 85. fundur frá 19.10.2021

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2109019F - Skipulagsráð - 107. fundur frá 18.10.2021

Fundargerð í átján liðum.
Lagt fram.
  • 9.6 2110128 Smárahvammsvegur - Deiliskipulag
    Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Smárahvammsveg. Markmið tillögunnar eru að aðlaga götuna að umferðarmagni, auka umferðaröryggi, koma fyrir stofnstíg hjólreiða og aðlaga götumyndina og umhverfið að nýju skipulagi nálægra reita. Tillagan sem unnin er af VSÓ ráðgjöf er dags. 15. október 2021, uppdráttur og snið 1:1000, frumdrög/vinnugögn fylgja einnig dags. febrúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 107 Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni: „Undirritaður, Kristinn Dagur Gissurarson, leggst gegn deiliskipulagsdrögum frá VSÓ varðandi Smárahvammsveg sem liggja fyrir á þessum fundi skipulagsráðs, 18.10.2021. Vandséð er að þörf sé á öllum þeim þverunum sem lagðar eru til og að fækka akreinum.
    Nær væri að skoða hvort ekki sé fullkomlega nægjanlegt að bæta við tveimur þverunum, yfir Smárahvammsveg hugsanlega með gönguljósum, annars vegar fyrir Nónhæðarbyggðina og hins vegar við Dalsmára. Skoðað verði hvort skynsamlegt sé að þrengja götustæðið við þessar þrengingar.
    Undirritaður lýsir einnig furðu sinni á verk- og eyðslugleði fulltrúa í skipulagsráði umfram þörf. Þær tillögur sem liggja fyrir eru í raun yfirgengilegar og kalla á óhóflegan kostnað.
    Kristinn Dagur."

    Fundarhlé kl. 18:04.
    Fundi framhaldið kl. 18:11.

    Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi með fimm atkvæðum. J. Júlíus Hafstein og Kristinn D. Gissurarson sátu hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.11 2110360 Mánalind 8. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Arnars Þórs Jónssonar arkitekts dags. 8. september 2021 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni við Mánalind 8. Í breytingunni felst að komið verði fyrir geymslu á norðausturhluta lóðarinnar ásamt palli með pottasvæði og skjólvegg að hluta með timburbitum. Stærð geymslu er áætluð 27,5 m2 og hæð skjólveggs 2,4 m. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:1000 og 1:250 dags. 18. október 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 107 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.13 2110305 Urðarhvarf 8 og 10. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Úti og Inni arkitekta fh. lóðarhafa Urðarhvarfs 8 og 10 að breyttum lóðamörkum milli lóðanna.
    Í tillögunni felst að vesturlóðarmörk Urðarhvarfs 8 færast til vesturs um 3,5 metra en austurlóðarmörk Urðarhvarfs 10 færast samsvarandi til vesturs. Lóðamörk Urðarhvarfs 10 færast til suðurs inn á núverandi bæjarland.
    Heildar lóðarstærð Urðarhvarfs 8 var fyrir breytingu 10.239 m2 en verður eftir breytingu 10.435 m2
    Heildar lóðarstærð Urðarhvarfs 10 var fyrir breytingu 4.490 m2 en verður eftir breytingar 5.915 m2.
    Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarráði 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2001 m.s.br.
    Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. í október 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 107 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísun í 3 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.14 2110443 Útvarpshúsið á Vatnsendahæð. Umsókn um niðurrif.
    Lögð fram umsókn Öryggisfjarskipta ehf. um niðurrifsleyfi á Útvarpshúsinu á Vatnsendavegi 10 á Vatnsendahæð. Uppdrættir í mkv. 1:100, ódagsettir. Niðurstaða Skipulagsráð - 107 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um niðurrifsleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.16 2110176 Þverbrekka 3. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Þverbrekku 3 dags. 3. október 2021 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og koma fyrir bílastæði á lóð. Skv. mæliblaði dags. 6. ágúst 2015 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir. Skýringarmyndir ásamt erindi dags. 3. október 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 107 Skipulagsráð hafnar erindinu með sex atkvæðum. Kristinn D. Gissurarson greiðir atkvæði með tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.

Önnur mál fundargerðir

10.2110007F - Velferðarráð - 91. fundur frá 11.10.2021

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirrituð vilja bóka ánægju með framlagða tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í Velferðarráði um notendaráð íbúa sem þiggja fjárhagsaðstoð og félagslega ráðgjöf hjá Kópavogsbæ og að ráðið skuli hafa samþykkt að fela starfsmönnum Velferðarsviðs að útfæra tillöguna nánar, ásamt því að meta reynslu Kópavogsbæjar af öldungaráði, ungmennaráði og notendaráði í málefnum fatlaðs fólks."

Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Önnur mál fundargerðir

11.2110292 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 13.09.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Fundargerð í tveimur liðum.

Önnur mál fundargerðir

12.2110287 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 17.09.2021

Fundargerð í átta liðum.
Fundargerð í átta liðum.

Önnur mál fundargerðir

13.2110285 - Fundargerð 529. fundar stjórnar SSH frá 04.10.2021

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2110322 - Fundargerð 394. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 06.10.2021

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

15.2110400 - Fundargerð 230. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 01.10.2021

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2110231 - Fundargerð 33. eigendafundar stjórnar Strætó frá 04.10.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 20:03.