Lögð fram vinnslutillaga Atelier arkitekta dags. 15. október 2021 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóða við Bakkabraut 2 og 4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13 á þróunarsvæði á Kársnesi, ÞR-1 samkv. Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og samþykktu Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 160, á 2-5 hæðum þar sem 5. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 26.675 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,9. A-rými ofanjarðar 18.700m². B-rými ofanjarðar 2.595m². A-rými neðanjarðar 2.180m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m². Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 15. október 2021. Vinnslutillögunni fylgir einnig minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021.
Fundarhlé hófst kl. 17:19, fundi fram haldið kl. 17:35.
Bókun:
"Það liggur fyrir deiliskipulagslýsing sem var samþykkt í bæjarstjórn árið 2016 eftir samráð við íbúa á svæðinu og aðra hagsmunaaðila. Lýsingin kveður á um að á reit 13 megi byggja samtals 18.700 fermetra, þar af 160 íbúðir en einnig 500 fermetra atvinnuhúsnæði. Vinnslutillagan hljóðar upp á 160 íbúðir eingöngu og samtals 26.665 fermetra sem er tæplega 43% aukning. Það er því töluvert mikið ósamræmi í byggingamagni á milli samþykktrar lýsingar og framlagðrar tillögu."
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Einar Þorvarðarson
Pétur Hrafn Sigurðsson
Bergljót Kristinsdóttir