- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Lagt fram.
Lagt fram.
Lagt fram.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdaráðs einróma.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdaráðs einróma.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdaráðs einróma.
Lagt fram.
Lagt fram.
Lagt fram.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Lagt fram.
Lagt fram.
Guðríður Arnardóttir lagði til að drög að samskiptareglum við leik og grunnskóla sem samþykkt voru í Skólanefnd þann 29. apríl verði send til allra skólastjóra leik og grunnskóla bæjarins og þeim falið að koma þeim drögum til foreldra allra skólabarna í Kópavogi. Þeim þannig gefin kostur á að koma athugasemdum á framfæri innan tiltekins frests.
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með sex samhljóða atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.
Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.
Lagt fram.
Lagt fram.
Lagt fram.
Lagt fram.
Ármann Kr. Ólafsson tilnefndur í stjórn Þríhnúka ehf. í stað Ómars Stefánssonar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs einróma.
Forseti óskaði heimildar til að gefa skipulagsstjóra orðið til að gera grein fyrir tillögunni. Var það samþykkt.
Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu að breytingu á afgreiðslu Aðalskipulags:
"Aðalskipulag Kópavogs 2012 - 2024 er vel unnið og gott plagg og mikilvægt að það taki gildi. Í því er þó verið að fella út deiliskipulag í Stapaþingi sem hefur verið gildandi í um 5 ár.
Um er að ræða verulega rýrnum á söluandvirði byggingarlands Kópavogs sem tekið var með eignarnámi í þeim tilgangi að nýta sem byggingarland. Að auki er mögulegt að slíkur gjörningur geti skapað Kópavogsbæ skaðabótaskyldu gagnvart eigendum Vatnsenda þar sem deilur um hagsmuni fyrri eigenda fríar ekki Kópavogsbæ frá gerðum samningum og skuldbindingum vegna eignarnáms jarðarinnar.
Ekki liggja fyrir útreikningar um verðmætarýrnun Kópavogsbæjar vegna þessa gjörnings en víst er að þar er um verulegar fjárhæðir að ræða. Ennfremur liggja ekki fyrir skrifleg lögfræðiálit þar sem fram kemur að gjörningur þessi baki Kópavogsbæ ekki skaðabótaábyrgð né veiki réttarstöðu bæjarins í yfirstandandi dómsmáli um efndir eignanámssáttarinnar. Í ljósi þessa er óverjandi að leggja í áætlaðar deiliskipulagsbreytingar og fella út byggð í Stapaþingi og Trönuþingi.
Það er því tillaga okkar að núgildandi deiliskipulag í Stapaþingi verði ekki fellt út í Aðalskipulagi 2012 - 2014 heldur verði það látið standa óbreytt enda engar brýnar ástæður fyrir hendi sem knýja á um að þessu skipulagi sé breytt á þessum tímapunkti samhliða samþykkt nýs Aðalskipulags.
Aðalsteinn Jónsson, Gunnar Ingi Birgisson"
Hlé var gert á fundi kl. 18.20. Fundi var fram haldið kl. 19.30.
Kl. 19.51 vék Hjálmar Hjálmarsson af fundi og tók Erla Karlsdóttir sæti hans.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu f.h. fulltrúa minnihlutans:
"Hér hefur verið lögð fram tillaga sem m.a. er rökstudd með því að ekki liggi fyrir skriflegt lögfræðiálit um hvort breytingar á aðalskipulagi í Vatnsendahlíð hafi áhrif á samninga Kópavogsbæjar við landeigendur á Vatnsenda. Í kjölfar nýlega fallins dóms hæstaréttar um eignarhald á Vatnsenda er það mat undirritaðra að öll skref er tengjast samskiptum við landeigendur á Vatnsenda skuli stíga með mikilli gát. Því leggjum við til að afgreiðslu á auglýsingu Aðalskipulags Kópavogs verði frestað þar til lögfræðiálit liggur fyrir um hvort umræddar breytingar hafi áhrif á stöðu bæjarins gagnvart fyrri samningum og framtíðar efndum.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Erla Karlsdóttir"
Gunnar Ingi Birgisson lagði til breytingu á tillögu bæjarfulltrúa minnihlutans þess efnis að leitað verði a.m.k. tveggja lögfræðiálita.
Hlé var gert á fundi kl. 20.01. Fundi var fram haldið kl. 20.22.
Forseti bar undir fundinn breytingartillögu Gunnars Inga Birgissonar við tillögu bæjarfulltrúa minnihlutans og var hún samþykkt með tíu atkvæðum en einn greiddi atkvæði gegn henni.
Þá bar forseti undir fundinn tillögu bæjarfulltrúa minnihlutans svo breytta um frestun á auglýsingu á tillögu um Aðalskipulag Kópavogs 2012 - 2024. Óskað var eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna. Atkvæði féllu þannig:
Hafsteinn Karlsson sagði já,
Ólafur Þór Gunnarsson sagði já,
Ómar Stefánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og sagði nei: Það eru fáheyrð vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð á þessum fundi. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að líta vel í eigin barm varðandi þau vinnubrögð sem hér hafa verið ástunduð. Ég samþykkti hér áðan að við gætum fengið auka lögfræðiálit. En að fresta Aðalskipulagi er ekki faglegt. Ég segi því Nei við þessari frestunartillögu og vek sérstaklega athygli á að þarna ná Gunnar og Guðríður saman um að fresta málum.
Pétur Ólafsson sagði já,
Rannveig Ásgeirsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og sagði nei: Unnið var af heilindum að aðalskipulagi frá upphafi til þessa dags. Það er því með ólíkindum að við stöndum í þessum sporum hér á lokametrunum og tek undir orð Ómars sem féllu hér á undan. Undirrituð getur ekki samþykkt orðalag tillögunnar og segir því nei.
Aðalsteinn Jónsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já,
Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og sagði nei: Undirritaður hefði talið betra að auglýsa tillöguna eins og hún var afgreidd af öllum flokkum úr skipulegsnefnd og óska eftir lögfræðiáliti á meðan skipulag væri í auglýsingu.
Guðríður Arnardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og sagði já: Hér eru miklir hagsmunir í húfi eins og bent hefur verið á í fyrri umræðu. Frestun á málinu um 2 vikur er því léttvæg í því samhengi.
Erla Karlsdóttir greiddi ekki atkvæði,
Gunnar Ingi Birgisson sagði já,
Margrét Björnsdóttir sagði nei.
Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði gegn henni. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Lagt fram.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skólanefndar einróma.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs einróma.
"Sérstaklega verði horft til þess að Kópavogur er friðaður og ákvæða 9. gr. og 57. gr. nýrra náttúruverndarlaga.
Ólafur Þór Gunnarsson"
Bæjarstjórn fellir tillöguna með fimm atkvæðum en þrír greiddu með henni. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.
Lagt fram.
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu framkvæmdaráðs.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:
"Ársreikningar Kópavogsbæjar frá árinu 2012 bera þess merki að varlega hafi verið stigið til jarðar varðandi alla áætlanagerð. Fjárhagsáætlun fyrir árið var unnin af fyrrverandi meirihluta Samfylkingar, VG, Næst besta flokksins og Y lista Kópavogsbúa, ásamt fulltrúa Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Kópavogs. Þeirri áætlun var framfylgt af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki með stuðningi Y lista í kjölfar meirihlutaskipta snemma á síðasta ári.
Tekjuhlið bæjarins var varlega áætluð og ekki var gert ráð fyrir tekjum af lóðaúthlutunum. Það hefur því reynst borð fyrir báru þegar einstaka rekstrarliðir hafa farið fram úr áætlunum. Þá ber að nefna sérstaklega framúrkeyrslu þegar kemur að rekstrarliðum öðrum en launaliðum og þenslu í yfirbyggingu bæjarins með fjölgun nefnda, fulltrúa í nefndum og fjölgun funda. Það er leitt að sjá að sá sparnaður sem ráðist var í í yfirstjórn bæjarins á árinu 2011 og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið er nú að engu orðinn.
Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka starfsfólki bæjarins fyrir þeirra góða starf og samþykkja ársreikninga bæjarins fyrir sitt leyti. Það er þó rétt að ítreka að áfram er þörf á sparnaði og aðhaldi í öllum rekstri bæjarins.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson"
Hjálmar Hjálmarsson tók undir bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.
Hlé var gert á fundi kl. 16.29. Fundi var fram haldið kl. 16.45.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa meirihlutans:
"Aukin þjónusta á hinum ýmsu sviðum m.a. í félagsþjónustunni hefur kallað á fjölgun starfsfólks. Þá fóru byggingaframkvæmdir, sem betur fer, fyrst af stað hér í Kópavogi og hefur það kallað á aukna umsýslu en um leið hafa tekjur snarhækkað og skýra góða afkomu bæjarins.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson, Gunnar Ingi Birgisson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson"
Forseti bar undir fundinn til staðfestingar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar -Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar, Húsnæðisnefnd Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar, Tónlistarhúss Kópavogs. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar, Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Músik og saga ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn Ársreikning Kópavogsbæjar, þ. e. Ársreikning Kópavogsbæjar, A - og B - hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B - hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs einróma.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagnefndar einróma.
Guðríður Arnardóttir lagði til að breytingum á umferðarskipulagi Dalvegar verði frestað þar til umhverfis og samgöngunefnd hefur fjallað um málið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Guðríðar Arnardóttur með sjö atkvæðum gegn þremur. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu tillögunnar verði frestað enda hafi tillögu um Aðalskipulag verið frestað á fundinum.
Hlé var gert á fundi kl. 22.51. Fundi var fram haldið kl. 22.52.
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu tillögunnar með sex atkvæðum gegn fimm.
Margrét Björnsdóttir lagði til að tillögunni yrði vísað til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með tíu atkvæðum gegn einu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Lagt fram.