Bæjarstjórn

1077. fundur 14. maí 2013 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1304026 - Skipulagsnefnd, 7. maí.

1225. fundur.

Lagt fram.

2.1304017 - Barnaverndarnefnd - 26

Lagt fram.

3.1305006 - Forsætisnefnd, 10. maí.

8. fundur.

Lagt fram.

4.1304015 - Framkvæmdaráð, 24. apríl.

49. fundur.

Lagt fram.

5.1304505 - Almannakór 1. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Á fundi framkvæmdaráðs 7. maí 2013 var til umfjöllunar umsókn Ernu Guðmundsdóttur kt. 171277-4779 og Óla Geirs Stefánssonar kt. 111177-5119 um lóðina nr. 1 við Almannakór.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Almannakór 1.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdaráðs einróma.

6.1304282 - Fróðaþing 44. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Á fundi framkvæmdaráðs 24. apríl 2013 var til umfjöllunar umsókn Ríkharðs Flemming Jenssen kt. 210169-4079 og Elvu Björk Sigurðardóttur kt. 271171-5289 um lóðina Fróðaþing 44. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdaráðs einróma.

7.1304446 - Hlíðarendi 14,umsókn um hesthúsalóð

Á fundi framkvæmdaráðs 7. maí 2013 var til umfjöllunar umsókn Jóns Braga Bergmann kt. 260468-3329 og Óttars Más Bergmann kt. 070170-4429 um lóðina Hlíðarenda 14.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Hlíðarenda 14.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdaráðs einróma.

8.1304018 - Hafnarstjórn, 22. apríl.

90. fundur.

Lagt fram.

9.1301023 - Heilbrigðisnefnd, 22. apríl.

179. fundur.

Lagt fram.

10.1301024 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag, 19. apríl.

34. fundur.

Lagt fram.

11.1304027 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 30. apríl.

81. fundur.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

12.1304024 - Skólanefnd, 29. spríl.

57. fundur.

Lagt fram.

13.1301025 - Skólanefnd MK, 24. apríl.

Lagt fram.

14.1301134 - Samskiptareglur leik- og grunnskóla Kópavogs við aðila utan skólanna

Guðríður Arnardóttir lagði til að drög að samskiptareglum við leik og grunnskóla sem samþykkt voru í Skólanefnd þann 29. apríl verði send til allra skólastjóra leik og grunnskóla bæjarins og þeim falið að koma þeim drögum til foreldra allra skólabarna í Kópavogi. Þeim þannig gefin kostur á að koma athugasemdum á framfæri innan tiltekins frests.

 

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með sex samhljóða atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

 

Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.

15.1301028 - Stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga, 19. apríl.

805. fundur.

Lagt fram.

16.1301049 - Stjórnarfundur slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, 19. apríl.

121. fundur.

Lagt fram.

17.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 19. apríl

318. fundur.

Lagt fram.

18.1304023 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 6. maí.

34. fundur.

Lagt fram.

19.812106 - Þríhnúkar / Þríhnúkagígur

Tilnefning í stjórn Þríhnúka ehf.

Ármann Kr. Ólafsson tilnefndur í stjórn Þríhnúka ehf. í stað Ómars Stefánssonar.

20.1208683 - Austurkór 3. Húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk

Á fundi framkvæmdaráðs 7. maí 2013 var til umfjöllunar heimild til útboðs sex íbúða fyrir fatlaða einstaklinga að Austurkór 3b.

Framkvæmdaráð heimilar að boðið verði út í opnu útboði bygging á sex íbúðum fyrir fatlaða einstaklinga að Austurkór 3b.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs einróma.

21.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012 - 2024, dags. 12. apríl 2013, greinargerð, umhverfisskýrlsa, þéttbýlisuppdráttur í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1:50.000.

Forseti óskaði heimildar til að gefa skipulagsstjóra orðið til að gera grein fyrir tillögunni. Var það samþykkt.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu að breytingu á afgreiðslu Aðalskipulags:

"Aðalskipulag Kópavogs 2012 - 2024 er vel unnið og gott plagg og mikilvægt að það taki gildi. Í því er þó verið að fella út deiliskipulag í Stapaþingi sem hefur verið gildandi í um 5 ár.

Um er að ræða verulega rýrnum á söluandvirði byggingarlands Kópavogs sem tekið var með eignarnámi í þeim tilgangi að nýta sem byggingarland. Að auki er mögulegt að slíkur gjörningur geti skapað Kópavogsbæ skaðabótaskyldu gagnvart eigendum Vatnsenda þar sem deilur um hagsmuni fyrri eigenda fríar ekki Kópavogsbæ frá gerðum samningum og skuldbindingum vegna eignarnáms jarðarinnar.

Ekki liggja fyrir útreikningar um verðmætarýrnun Kópavogsbæjar vegna þessa gjörnings en víst er að þar er um verulegar fjárhæðir að ræða. Ennfremur liggja ekki fyrir skrifleg lögfræðiálit þar sem fram kemur að gjörningur þessi baki Kópavogsbæ ekki skaðabótaábyrgð né veiki réttarstöðu bæjarins í yfirstandandi dómsmáli um efndir eignanámssáttarinnar. Í ljósi þessa er óverjandi að leggja í áætlaðar deiliskipulagsbreytingar og fella út byggð í Stapaþingi og Trönuþingi.

Það er því tillaga okkar að núgildandi deiliskipulag í Stapaþingi verði ekki fellt út í Aðalskipulagi 2012 - 2014 heldur verði það látið standa óbreytt enda engar brýnar ástæður fyrir hendi sem knýja á um að þessu skipulagi sé breytt á þessum tímapunkti samhliða samþykkt nýs Aðalskipulags.

Aðalsteinn Jónsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Hlé var gert á fundi kl. 18.20. Fundi var fram haldið kl. 19.30.

 

Kl. 19.51 vék Hjálmar Hjálmarsson af fundi og tók Erla Karlsdóttir sæti hans.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu f.h. fulltrúa minnihlutans:

"Hér hefur verið lögð fram tillaga sem m.a. er rökstudd með því að ekki liggi fyrir skriflegt lögfræðiálit um hvort breytingar á aðalskipulagi í Vatnsendahlíð hafi áhrif á samninga Kópavogsbæjar við landeigendur á Vatnsenda.  Í kjölfar nýlega fallins dóms hæstaréttar um eignarhald á Vatnsenda er það mat undirritaðra að öll skref er tengjast samskiptum við landeigendur á Vatnsenda skuli stíga með mikilli gát.  Því leggjum við til að afgreiðslu á auglýsingu Aðalskipulags Kópavogs verði frestað þar til lögfræðiálit liggur fyrir um hvort umræddar breytingar hafi áhrif á stöðu bæjarins gagnvart fyrri samningum og framtíðar efndum.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Erla Karlsdóttir"

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði til breytingu á tillögu bæjarfulltrúa minnihlutans þess efnis að leitað verði a.m.k. tveggja lögfræðiálita.

 

Hlé var gert á fundi kl. 20.01. Fundi var fram haldið kl. 20.22.

 

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu Gunnars Inga Birgissonar við tillögu bæjarfulltrúa minnihlutans og var hún samþykkt með tíu atkvæðum en einn greiddi atkvæði gegn henni.

 

Þá bar forseti undir fundinn tillögu bæjarfulltrúa minnihlutans svo breytta um frestun á auglýsingu á tillögu um Aðalskipulag Kópavogs 2012 - 2024. Óskað var eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna. Atkvæði féllu þannig:

Hafsteinn Karlsson sagði já,

Ólafur Þór Gunnarsson sagði já,

Ómar Stefánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og sagði nei: Það eru fáheyrð vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð á þessum fundi.   Sjálfstæðisflokkurinn þarf að líta vel í eigin barm varðandi þau vinnubrögð sem hér hafa verið ástunduð.  Ég samþykkti  hér áðan að við gætum fengið auka lögfræðiálit. En að fresta Aðalskipulagi er ekki faglegt. Ég segi því Nei við þessari frestunartillögu og vek sérstaklega athygli á að þarna ná Gunnar og Guðríður saman um að fresta málum.

Pétur Ólafsson sagði já,

Rannveig Ásgeirsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og sagði nei: Unnið var af heilindum að aðalskipulagi frá upphafi til þessa dags. Það er því með ólíkindum að við stöndum í þessum sporum hér á lokametrunum og tek undir orð Ómars sem féllu hér á undan. Undirrituð getur ekki samþykkt orðalag tillögunnar og segir því nei.

Aðalsteinn Jónsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já,

Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og sagði nei: Undirritaður hefði  talið betra að auglýsa tillöguna eins og hún var afgreidd af öllum flokkum úr skipulegsnefnd og óska eftir lögfræðiáliti á meðan skipulag væri í auglýsingu.

Guðríður Arnardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og sagði já: Hér eru miklir hagsmunir í húfi eins og bent hefur verið á í fyrri umræðu.  Frestun á málinu um 2 vikur er því léttvæg í því samhengi.

Erla Karlsdóttir greiddi ekki atkvæði,

Gunnar Ingi Birgisson sagði já,

Margrét Björnsdóttir sagði nei.

 

Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði gegn henni. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

22.1305117 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 26. apríl 2. og 8. maí, afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 23. og 30 apríl, barnaverndarnefnd frá 18. arpíl, félagsmálaráðs frá 15. apríl, framkvæmdaráðs frá 24. apríl og 7. maí, heilbrigðisnefndar frá 22. apríl, skólanefndar frá 29. apríl, skólanefndar MK frá 24. apríl, stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. apríl, stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19. apríl, stjórnar Sorpu frá 19. apríl, svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins frá 19. apríl, umhverfis- og samgöngunefndar frá 6. maí.

23.1305004 - Bæjarráð, 26. apríl.

2686. fundur

Lagt fram.

24.1304028 - Bæjarráð, 2. maí.

2685. fundur.

25.1204094 - Úthlutun styrkja til tónlistarnáms í tónlistarskólum utan sveitarfélags

Skólanefnd samþykkti breytingar á reglum um styrki til tónlistarnáms utan sveitarfélags.

Bæjarráð vísaði afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skólanefndar einróma.

26.1304472 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Breytingartillögur.

Frá SSH, dags. 23. apríl, breytingartillögur á svæðisskipulagi hbsv. sem samþykktar voru á fundi svæðisskipulagsnefndar 19. apríl og óskað eftir staðfestingu sveitarfélaga fyrir 21. maí nk.
Bæjarráð staðfestir breytingartillögur á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs einróma.

27.1304501 - Silungs- og laxaseiði í Kópavogslæk. Tillaga frá Ómari Stefánssyni

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi viðaukatillögu:

"Sérstaklega verði horft til þess að Kópavogur er friðaður og ákvæða 9. gr. og 57. gr. nýrra náttúruverndarlaga.

Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Bæjarstjórn fellir tillöguna með fimm atkvæðum en þrír greiddu með henni. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

28.1305004 - Bæjarráð, 8. maí.

2686. fundur.

Lagt fram.

29.1305042 - Dalvegur endurbætur, gatnagerð

Á fundi framkvæmdaráðs 7. maí 2013 var til umfjöllunar útboð breikkunar og breytinga á umferðarskipulagi Dalvegar milli Digranesvegar og Dalvegar 18.

Framkvæmdaráð samþykkir að boðið verði út í opnu útboði breikkun og breytingar á umferðarskipulagi Dalvegar milli Digranesvegar og Dalvegar 18.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn frestar afgreiðslu framkvæmdaráðs.

30.1301200 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2012

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum samantekins ársreiknings Kópavogsbæjar 2012, A - hluta fyrirtækja samstæðunnar, sem eru Eignasjóður Kópavogsbæjar, Byggingarsjóður MK og Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, sem verða undirritaðir af bæjarstjóra og löggiltum endurskoðendum bæjarins, svo og B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar: Fráveitu Kópavogsbæjar, Vatnsveitu Kópavogsbæjar og Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar, sem einnig verða undirritaðir af bæjarstjóra og löggiltum endurskoðendum bæjarins, ásamt ársreikningum B - hluta fyrirtækjanna Tónlistarhúss Kópavogs og Hafnarsjóðs Kópavogs, sem höfðu verið samþykktir í viðkomandi stjórn/nefnd og verða undirritaðir af löggiltum endurskoðendum bæjarins. Einnig var lagður fram samþykktur ársreikningur Vatna ehf., Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. og félagsins Músik og saga ehf. Þá var lögð fram skýrsla löggiltra endurskoðenda bæjarins. Lagði bæjarstjóri til að samantekinn ársreikningur Kópavogsbæjar 2012 ásamt fylgigögnum yrði samþykktur. Bæjarstjóri lagði fram til staðfestingar bæjarstjórnar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, sem þegar hefur verið samþykktur í stjórn sjóðsins.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:

"Ársreikningar Kópavogsbæjar frá árinu 2012 bera þess merki að varlega hafi verið stigið til jarðar varðandi alla áætlanagerð. Fjárhagsáætlun fyrir árið var unnin af fyrrverandi meirihluta Samfylkingar, VG, Næst besta flokksins og Y lista Kópavogsbúa, ásamt fulltrúa Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Kópavogs.  Þeirri áætlun var framfylgt af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki með stuðningi Y lista í kjölfar meirihlutaskipta snemma á síðasta ári.

Tekjuhlið bæjarins var varlega áætluð og ekki var gert ráð fyrir tekjum af lóðaúthlutunum. Það hefur því reynst borð fyrir báru þegar einstaka rekstrarliðir hafa farið fram úr áætlunum. Þá ber að nefna sérstaklega framúrkeyrslu þegar kemur að rekstrarliðum öðrum en launaliðum og þenslu í yfirbyggingu bæjarins með fjölgun nefnda, fulltrúa í nefndum og fjölgun funda. Það er leitt að sjá að sá sparnaður sem ráðist var í í yfirstjórn bæjarins á árinu 2011 og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið er nú að engu orðinn.

Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka starfsfólki bæjarins fyrir þeirra góða starf og samþykkja ársreikninga bæjarins fyrir sitt leyti. Það er þó rétt að ítreka að áfram er þörf á sparnaði og aðhaldi í öllum rekstri bæjarins.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson"

Hjálmar Hjálmarsson tók undir bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Hlé var gert á fundi kl. 16.29. Fundi var fram haldið kl. 16.45.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa meirihlutans:

"Aukin þjónusta á hinum ýmsu sviðum m.a. í félagsþjónustunni hefur  kallað á fjölgun starfsfólks. Þá fóru byggingaframkvæmdir, sem betur fer, fyrst af stað hér í Kópavogi og hefur það kallað á aukna umsýslu en um leið hafa tekjur snarhækkað og skýra góða afkomu bæjarins.

Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson, Gunnar Ingi Birgisson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson"

Forseti bar undir fundinn til staðfestingar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar -Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11  greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar, Húsnæðisnefnd Kópavogsbæjar.  Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar, Tónlistarhúss Kópavogs. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar, Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf.  Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Músik og saga ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn Ársreikning Kópavogsbæjar, þ. e. Ársreikning Kópavogsbæjar, A - og B - hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B - hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

31.1301110 - Lausar kennslustofur við Vatnsendaskóla

Á fund i framkvæmdaráðs 7. maí 2013 var til umfjöllunar niðurstaða tilboða, sem opnuð voru 30. apríl 2013 í verkið - "Vatnsendaskóli Kópavogi lausar kennslustofur."

Framkvæmdaráð samþykkir að tilboði frá Einari P og Kó verði tekið í lausar kennslustofur við Vatnsendaskóla.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs einróma.

32.1304186 - Fróðaþing 14. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Guðmunds Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag að Fróðaþingi 14. Í breytingunni felst að byggt verði einbýlishús á einni hæð og farið er 1m út fyrir byggingarreit á norðurhlið þess sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 11.4.2013. Þá lagt fram samþykki frá lóðarhöfum Fróðaþings 9, 11, 12, 13 og 16, ásamt Frostaþing 13 og 15 dags. 15. apríl 2013. Á fundi skipulagsnefndar 16.4.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fróðaþings 9, 11, 12, 13 og 16 ásamt Frostaþingi 13 og 15. Samþykki ofangreindra lóðarhafa liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.

33.1206159 - Selbrekka 8 - breyting á deiliskipulagi

Að lokinni kynningur er lagt fram að nýju erindi Argos arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að byggja nýjan sólskála í stað þess sem brann. Nýi skálinn stækkar í grunnfleti um 5,7m2 og hækkar um 0.94m á suðurhlið og 1,69m á norðurhlið. Þá er sótt um að reisa 2m háa girðingu á lóðamörkum við Álfhólsveg 89 sbr. uppdráttum dags. 7.2.2013. Á fundi skipulagsnefndar 5.3.2013 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Selbrekku 6 og 10, ásamt Álfhólsveg 85, 87, 89, 91 og 93. Kynningu lauk 17.4.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

34.1305011 - Kópavogbraut 1a-c, Kópavogstún 3, 5, 7 og 9. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Ask arkitekta ehf., f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi. Á lóðinni Kópavogstún 1a-c er hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og tvö fjölbýlishús með þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara. Tillagan gerir ráð fyrir að annars vegar sé hægt að stækka/hækka núverandi byggingar og hins vegar að byggja viðbyggingu á allt að 4 hæðum sem tengist núverandi byggingu. Þá er lagt til að lóðinni Kópavogstún 3, 5, 7 og 9 verði skipt í þrjár lóðir á eftirfarandi hátt:

Lóðin Kópavogstún 3-5 verði fjölbýlishúsalóð með tveimur 6 hæða húsum, 27 íbúðir í hvoru húsi, efsta hæðin inndregin. Bílastæðakrafan er 1 stæði/íbúð í bílakjallara og 0,6 stæði/íbúð á landi.

Lóðin Kópavogstún 7 verði þjónustumiðstöð fyrir aldraða á einni hæð og skal aðlaga sig að landinu. Kjallari er leyfður. Bílastæðakrafan er 1 stæði á 75 m2.

Lóðin Kópavogstún 9 verði fjölbýlishúsalóð með húsi á fimm hæðum, 16 íbúðum og efsta hæðin inndregin. Bílastæðakrafan er 1 stæði/íbúð í bílakjallara og 0,6 stæði/íbúð á landi.
Breyting frá samþykktu skipulagi: Heildarfjöldi Íbúða í fjölbýlishúsunum þremur er óbreyttur, heildarbyggingarmagn í fjölbýlishúsum er óbreytt en bílastæðakrafan er minnkuð úr 2,31 í 1,6 fyrir öll fjölbýlishúsin.

Íbúðum í Kópavogstúni 3 og 5 er fjölgað úr 24 í 27 íbúðir í húsi og 6. hæðin er nú inndregin. Kópavogstún 9 er minnkað, íbúðum fækkað úr 22 í 16 og húsið lækkað um eina hæð. Uppdráttur dags. í maí 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagnefndar einróma.

35.1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi fyrir Dalveg austan Fífuhvammsvegar að Dalvegi 30. Á fundi skipulagsnefndar 5.3.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Kynningu lauk 7.5.2013 kl. 15:00.

Lagðar fram athugasemdir frá:
1. Skeljungi dags. 23.4.2013
2. Listakaup hf. dags. 28.4.2013.
3. Dalvegi 22 ehf. dags 6.5.2013.
4. Málningu hf. dags. 6.5.2013.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir dags. 7.5.2013.

Enn fremur lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 7. maí 2013 þar sem fram kemur breytt afmörkun deiliskipulagssvæðisins við Dalveg. Breytingin felur í sér að mörk deiliskipulagssvæðisins til austur verði við vesturmörk lóðarinnar nr. 18 við Dalveg (Málning).

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu dags. 7. maí 2013 ásamt umsögn og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Með tilvísan í framkomnar athugasemdir og ábendingar felur skipulagsnefnd skipulags- byggingardeild að vinna eystri hluta deiliskipulagssvæðisins við Dalveg áfram í samráði við lóðarhafa Dalvegar 18, 20, 22, 24, 26 og 28.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Guðríður Arnardóttir lagði til að breytingum á umferðarskipulagi Dalvegar verði frestað þar til umhverfis og samgöngunefnd hefur fjallað um málið.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Guðríðar Arnardóttur með sjö atkvæðum gegn þremur.  Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

36.1301183 - Vatnsendahlíð. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Á fundi skipulagsnefndar 5.2.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 12.2.2013 var afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 18.2.2013 og í Lögbirtingarblaðinu 26.2.2013. Á kynningartíma var tillagan jafnframt til sýnis á skrifstofu skipulags- og byggingardeildar Kópavogs og á heimasíðu bæjarins. Kynningu lauk 12.4.2013. Athugasemd barst frá Sigurbirni Þorbergssyni, f.h. Þorsteins Hjaltested dags. 12.4.2013. Á fundi skipulagsnefndar 16.4.2013 var málinu frestað og óskað var eftir umsögn um framkomnar athugasemdir.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn Lögmannstofunnar LEX dags. 4.5.2013

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu tillögunnar verði frestað enda hafi tillögu um Aðalskipulag verið frestað á fundinum.

 

Hlé var gert á fundi kl. 22.51. Fundi var fram haldið kl. 22.52.

 

Bæjarstjórn frestar afgreiðslu tillögunnar með sex atkvæðum gegn fimm.

37.1304041 - Samgöngusamningur við starfsmenn. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur.

"Í samræmi við Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar leggur undirrituð fram fyrir hönd bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar þá tillögu að Kópavogsbær gefi starfsmönnum sínum kost á að gera samgöngusamning við bæinn frá og með 1. maí nk. Slíkur samningur felur í sér að bærinn greiðir starfsmanni allt að 7 þús. kr. á mánuði fyrir að nýta sér umhverfisvænar samgöngur til og frá vinnustað að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar á fundi sínum, 4. maí sl. bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 8. maí.

Margrét Björnsdóttir lagði til að tillögunni yrði vísað til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með tíu atkvæðum gegn einu.

38.1304022 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 23. apríl.

80. fundur.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 18:00.