Bæjarstjórn

1085. fundur 12. nóvember 2013 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Margrét Björnsdóttir forseti
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
 • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
 • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
 • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
 • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
 • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Elfur Logadóttir varafulltrúi
 • Tjörvi Dýrfjörð varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1310267 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2014 - Seinni umræða

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram að nýju tillögu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014, áætlun fyrir árin 2015-2017 ásamt tillögu að álagningu gjalda, sem vísað var til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 22. október sl. Þá gerði bæjarstjóri grein fyrir breytingartillögum meirihluta bæjarstjórnar við fjárhagsáætlun 2014, og lagði til að þær yrðu samþykktar ásamt framlagðri fjárhagsáætlun.

Hlé var gert á fundi kl. 19:00.  Fundi var fram haldið kl. 19:52.

Hlé var gert á fundi kl. 21:00.  Fundi var fram haldið kl. 22:14.

Forseti bar undir fundinn eftirfarandi tillögu að álagningu gjalda fyrir árið 2014:


I. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir með 10 greiddum atkvæðum að útsvar fyrir árið 2014 verði óbreytt, 14,48%. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fasteignagjöld fyrir árið 2014 verði álögð sem hér segir:

a) Fasteignaskattur
1. Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,29 í 0,27% af fasteignamati.

Samþykkt með sex atkvæðum gegn fimm.


2. Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði verði óbreytt 1,64% af fasteignamati.

Samþykkt með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.


3. Opinbert húsnæði óbreytt, 1,320% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).

Samþykkt með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.


4. Hesthús lækki úr 0,29 í 0,27% af fasteignamati.

Samþykkt með sex atkvæðum gegn fimm.                        


5. Sumarhús lækki úr 0,29 í 0,27% af fasteignamati.
Samþykkt með sex atkvæðum gegn fimm.                        


b) Vatnsskattur og holræsagjald
1. Vatnsskattur lækki og verði 0,10% af heildarfasteignamati í stað 0,12%. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 35,59 (var 34,55) fyrir hvern m3 vatns.

Samþykkt með átta atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

2. Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, verði óbreytt og nemi 0,169% af fasteignamati, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 25.658 (var 24.911) og innheimtist með fasteignagjöldum.

Samþykkt með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.


c) Lóðarleiga óbreytt:
1. Fyrir lóðir íbúðarhúsa kr. 19,48 á fm.
2. Lækjarbotnar kr. 22,72 á fm.
3. Fyrir lóðir annarra húsa kr. 190,00 á fm.

Gjalddagar fasteignagjalda 2014 verði átta, þann 15. janúar, 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.
Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 40.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03. 2014.
Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 14.02. 2014 fá 3% staðgreiðsluafslátt.

Samþykkt með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs:

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 2.750.000 krónur (var 2.630 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 3.795.000 krónur (var 3.630 þ).
75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 2.750.001 - 3.170.000 krónur (var 3.030 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.795.001 - 4.275.000 krónur (var 4.090 þ).
50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.170.001 - 3.420.000 krónur (var 3.270 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.275.001 - 4.640.000 krónur (var 4.440 þ).
25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.420.001 - 3.620.000 krónur (var 3.460 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.640.001 - 4.925.000 krónur (var 4.710 þ).
Samþykkt með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.


e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Samþykkt með 11 atkvæðum.

III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2014. Gjaldið skal vera kr. 22.000 á íbúð (var 21.000). Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
Samþykkt með átta atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

Forseti bar undir fundinn framlagðar breytingartillögur við tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2014.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:

00-111-0xxx Tekjur frá Jöfnunarsjóði

Lagt er til að liðurinn hækki um 42,6 m.kr. nettó.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:

02-011-1xxx Skrifstofa félagsmálastjóra

Lagt er til að gjöld lækki um 10,9 m.kr. vegna skipulagsbreytinga í stjórnsýslu bæjarins. Liður 21-430-1xxx hækki um sömu upphæð.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með átta atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar og VG:

Dægradvöl - 04-2xx-0252

Lagt er til að liðurinn hækki um 4,5 m.kr. og að gjaldskrá verði óbreytt.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögunni.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:

04-012-0252 Daggjöld dægradvöl

Lagt er til að tekjur lækki um 4 m.kr. vegna breytinga á systkinaafslætti til samræmis við afsláttarkjör í leikskólum.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með átta atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:

04-012-2853-Ýmis búnaður

Lagt er til að liðurinn hækki um 2 m.kr. vegna útskipta á símstöð í Hörðuvallaskóla.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar og VG:

Leikskólagjöld 04-1xx-0250
Lagt er til að liðurinn hækki um 13,5 m.kr. og að gjaldskrá haldist óbreytt.

Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sex atkvæðum. Fimm greiddu atvkæði með tillögunni.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:

04-101-0250-Leikskólagjöld

Lagt er til að liðurinn hækki um 4,5 m.kr. og að leikskólagjöld hækki um 2% í stað 3% skv. upphaflegri tillögu að fjárhagsáætlun.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sem átta atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði gegn tillögunni. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:

04-161-9195-Styrkir til einkaleikskóla

Lagt er til að liðurinn hækki um 5,3 m.kr. vegna aukinnar þjónustu.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:

04-594-xxxx Kvöldskóli Kópavogs

Lagt er til að liðurinn lækki um 10.752.704,- kr. enda verði starfsemi skólans lögð niður.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn þremur. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:

06-012-1xxx Laun og launatengd gjöld

Lagt er til að liðurinn hækki um 7.756.219,- kr. vegna biðlauna skólastjóra Kvöldskóla Kópavogs.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:

06-811-9989 Aðrir frístunda- og forvarnarstyrkir

Lagt er til að liðurinn hækki um 10 m.kr. vegna styrkja til Hjálparsveitar Skáta/björgunarsveitanna að fjárhæð 4 m.kr., vegna íslandsmóts í höggleik í golfi sem haldið verður á árinu 2014, 2 m.kr., vegna Frjálsíþróttasambands Íslands vegna kaupa á tímatökubúnaði, 2 m.kr. og vegna skíðamóta í Bláfjöllum, 2 m.kr.

Óskað var eftir nafnakalli. Atkvæði féllu þannig:

Gunnar Ingi Birgisson sagði já,

Hjálmar Hjálmarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei en óskaði fært til bókar að hann væri ekki mótfallinn styrk til Hjálparsveitarinnar.

Ólafur Þór Gunnarsson sagði já,

Ómar Stefánsson sagði já,

Pétur Ólafsson greiddi ekki atkvæði,

Rannveig Ásgeirsdóttir sagði já,

Aðalsteinn Jónsson sagði já,

Ármann Kr. Ólafsson sagði já,

Elfur Logadóttir greiddi ekki atkvæði,

Guðríður Arnardóttir greiddi ekki atkvæði,

Margrét Björnsdóttir sagði já,

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum gegn einu. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:

09-011-1xxx Skipulags- og byggingarmál

Lagt er til að þessi liður lækki um 7,9 m.kr. vegna skipulagsbreytinga í stjórnkerfi bæjarins. Liður 21-430-1xxx Lögfræðideild hækki um sömu upphæð.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:

21-280-9989-Aðrir styrkir og framlög

Lagt er til að liðurinn hækki um 5 m.kr. vegna framlaga í tilraunaverkefni með íbúalýðræði.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Frá bæjarfulltrúa VG:

Önnur þjónustukaup-09-011-4398

Lagt er til að liðurinn hækki um 3 m.kr. og verði varið í tilraunaverkefni í íbúalýðræði.

Ólafur Þór Gunnarsson dró tillögu sína til baka.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:

21-400-2853-Ýmis búnaður

Lagt er til að liðurinn hækki um 3 m.kr. vegna endurbóta á skrifstofubúnaði vegna skipulagsbreytinga á stjórnkerfi bæjarins og nauðsynlegrar endurnýjunar á búnaði.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:

21-430-1xxx Lögfræðideild

Lagt er til að liðurinn hækki um 18,8 m.kr. vegna skipulagsbreytinga í stjórnsýslu bæjarins. Samsvarandi upphæð kemur til lækkunar í öðrum liðum.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:

31-301-4960-Viðhald ósundurliðað.

Lagt er til að liðurinn hækki um 12 m.kr. vegna endurbóta á húsnæði stjórnsýslusviðs.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar:

Dagforeldrar - 04-171-9113

Lagt er til að liðurinn hækki um 47 m.kr. og að foreldrar greiði sama gjald og á leikskólum.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögunni.

Frá bæjarfulltrúa VG:

Niðurgreiðslur æfingagjalda-06-821-9928

Lagt er til að veittur verið einn íþrótta- og tómstundastyrkur, samtals 25.000 kr. á ári (allt að 50 m.kr. á ári í gjöld)

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að tillögunni verði vísað til starfshóps sem hefur það hlutverk að endurskoða fyrirkomulag íþróttastyrkja hjá bænum.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar með sex atkvæðum gegn einu. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar:

Niðurgreiðsla æfingagjalda-06-821-9928

Lagt er til að liðurinn hækki um 32 m.kr. og að styrkur til barna verði 20 þús. kr. á barn og nái til tónlistarnáms líka.

Forseti lagði til að að tillögunni verði vísað til starfshóps sem hefur það hlutverk að endurskoða fyrirkomulag íþróttastyrkja hjá bænum.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu forseta með sex atkvæðum gegn einu. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar:

Systkinaafsláttur í skólamötuneytum - 04-2xx-0241/2111.

Lagt er til að liðurinn hækki um 12 m.kr. með breytingu á gjaldskrá.

Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sex atkvæðum. Fimm greiddu atkvæði með tillögunni.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar:

Matarverð í skólamötuneytum - 04-2xx-0241/2111

Lagt er til að liðurinn hækki um 17 m.kr. og skólamáltíðir lækki í 400 kr.

Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sex atkvæðum. Fjórir greiddu atkvæði með tillögunni en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Frá bæjarfulltrúa VG:

Matarverð í skólamötuneytum - 04-

Lagt er til að fæðisgjöld á leikskólum og í grunnskólum verði aðeins hækkuð sem svarar vísitöluhækkunum (3 m.kr. útgjaldaauki) - 04-1xx- 0251 - deildir 111 til 130 og 133 og samsvarandi númer fyrir grunnskóla.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar:

Lagt er til að hætt verði að innheimta fyrir akstur vegna heimsends matar til aldraðra.

Liðurinn hækki um 5,2 m.kr.

Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sex atkvæðum. Fimm greiddu atkvæði með tillögunni.

Frá bæjarfulltrúa VG:

Seldur matur-06-410-0256

Lagt er til að matur til eldri borgara verði ekki hækkaður á milli ára (3 m.kr. útgjaldaauki) 06-410-0256, 06-411-0256, 06-412-0256.

Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sex atkvæðum. Fimm greiddu atkvæði með tillögunni.

Hlé var gert á fundi kl. 22:50. Fundi var fram haldið kl. 22:54.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar:

Leiguíbúðir 58-101
Lagt er til að liðurinn hækki um 150 m.kr. til byggingar leiguíbúða og 250 m.kr. verði varið til kaupa á húsnæði á félagslegum og almennum markaði.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að tillögunni verði vísað til starfshóps sem hefur það hlutverk að fara yfir stöðu húsnæðismarkaðarins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar með sex atkvæðum gegn tveimur. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúa VG:

Leiguíbúðir 58-101
Lagt er til að framlag til íbúðakaupa fyrir félagslegt húsnæði og leigu húsnæði verði hækkað í 250 milljónir og bærinn skoði sérstaklega hvort hluti þess framlags geti verið í formi eftirgjafar lóðagjalda til þeirra sem vilja byggja leiguhúsnæði, í samvinnu við sveitarfélagið (hækkun um 150 milljónir). Færist á lið 58.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að tillögunni verði vísað til starfshóps sem hefur það hlutverk að fara yfir stöðu húsnæðismarkaðarins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar með sjö atkvæðum gegn einu. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar og VG:

Fasteignaskattur - 00-016-0011

Lagt er til að tekjur hækki um 77,5 m.kr. og hætt verði við lækkun á fasteignaskatti.

Tillagan ekki tekin fyrir þar sem þegar hefur verið samþykkt tillaga um álagningu gjalda.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar:

Sérstyrkir - 06-821-9904
Lagt er til að liðurinn lækki um 4 m.kr. og frestað verði að taka upp sérstyrki til íþróttafélaga.

Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sex atkvæðum. Fimm greiddu atkvæði með tillögunni.

Hlé var gert á fundi kl. 22:57. Fundi var fram haldið kl. 23:01.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar:

Leikskóli í Guðmundarlundi - 04-101-9989
Lagt er til að liðurinn lækki um 35 m.kr. og að áformum um leikskóla í Guðmundarlundi verði slegið á frest.

Óskað var eftir nafnakalli. Atkvæði féllu þannig:

Elfur Logadóttir sagði já,

Guðríður Arnardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:

"Þótt við styðjum uppbyggingu leikskóla í nýjum hverfum Kópavogs teljum við eðlilegt að áform um slíkt sé gert með gegnsæjum hætti og jafnræðis sé gætt vegna mögulegra samninga þar að lútandi."

Guðríður Arnardóttir sagði já,

Gunnar Ingi Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:

"Ég hef ekkert á móti fjölgun á leikskólaplássum í efri byggðum Kópavogs en ekki að gengið sé frá fjárútlátum án þess að samningar liggi fyrir við Skógræktarfélag Kópavogs."

Gunnar Ingi Birgisson sagði já,

Hjálmar Hjálmarsson sagði já,

Ólafur Þór Gunnarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já,

Ómar Stefánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei,

Pétur Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já,

Rannveig Ásgeirsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:

"Með þessu er ekki búið að ráðstafa fénu ,kostnaðarútreikningur um verkefnið og samningur er forsenda þess að svo geti orðið."

Rannveig Ásgeirsdóttir sagði nei,

Aðalsteinn Jónsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og tók undir bókun Rannveigar Ásgeirsdóttur og sagði nei,

Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu me

2.1310307 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2015 - 2017

Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri, gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir 2015 - 2017, og lagði til að hún yrði samþykkt.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir 2015 - 2017 með sex samhljóða atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjár.

3.1210302 - Samkomulag um innlausn, Skeljabrekka 4.

Lagt fram undirritað samkomulag milli Kópavogsbæjar, annars vegar og AB Fasteigna ehf., hins vegar, um afsal á fasteigninni Skeljabrekku 4, sem bæjarstjóra var falið að ganga frá, sbr. lið 5 í fundargerð bæjarráðs frá 31. október sl.

Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið með níu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

4.1308414 - Félagslegar íbúðir, kaup Kópavogsbæjar.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Lagt er til að tvær lóðir verði teknar frá undir byggingu félagslegra íbúða á vegum Kópavogsbæjar. Önnur lóðin verði í Vatnsendahlíð, samtals 22 íbúðir og hin á Glaðheimasvæði, samtals 22 íbúðir. Bygging íbúðanna hefðist strax á næsta ári í Vatnsendahlíð og síðan í beinu framhaldi á Glaðheimasvæðinu. Hönnun og bygging íbúðanna verði boðin út í opnu útboði.

Gunnar Ingi Birgisson

Greinargerð

Mikill skortur er á félagslegum íbúðum í Kópavogi. Lítið hefur gengið að fjölga félagslegum íbúðum í Kópavogi undanfarin ár og biðlisti lengist stöðugt. Margar ástæður eru fyrir þessu ástandi m.a. hátt verð á íbúðum til sölu, ákveðin tregða byggingaraðila að nýjum íbúðum að blanda saman "bæjaríbúðum" og almennum söluíbúðum. Forsvarsmenn bæjarins hafa haldið því fram að ekki sé hægt að byggja félagslegar leiguíbúðir fyrr en það sé öruggt að lán fáist hjá Íbúðalánasjóði og einnig að þessar fjárfestingar auki skuldahlutfall bæjarins. Rétt er að benda á að lántökur í dag á hinum almenna markaði eru hagstæðari en Íbúðalánasjóðslán. Kópavogsbúar, sem eru í neyð í húsnæðismálum eiga ekki að líða fyrir ákvarðanatökuleysi yfirvalda bæjarins. Svipuð staða var uppi á tíunda áratug síðustu aldar. Þá tók þáverandi meirihluti þá ákvörðun að fjölga félagslegum íbúðum verulega og á þriðja hundrað slíkar íbúðir voru byggðar á þessum árum, sem er uppistaðan í félagsíbúðaeign Kópavogsbæjar."

Rannveig Ásgeirsdóttir lagði til að tillögu Gunnars Inga Birgisson yrði vísað til nýstofnaðrar nefndar bæjarins um húsnæðismarkaðinn.

Hlé var gert á fundi kl. 17:49. Fundi var fram haldið kl. 18:03.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslutillögu Rannveigar Ásgeirsdóttur með níu atkvæðum gegn einu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

5.701168 - Boðaþing. Hjúkrunar- og dvalarheimili.

Gunnar Ingi Birgisson lagði til að umræðu verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Gunnars Inga Birgissonar með átta atkvæðum gegn einu. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

6.1311125 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 12. nóvember 2013

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 24. og 31. október og 7. nóvember, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 22. og 29. október og 5. nóvember, félagsmálaráðs frá 5. nóvember, forvarna- og frístundanefndar frá 29. október, heilbrigðisnefndar frá 21. október, leikskólanefndar frá 5. nóvember, lista- og menningarráðs frá 10. október, skipulagsnefndar frá 5. nóvember, skólanefndar frá 21. október og 4. nóvember, skólanefndar MK frá 22. október, stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 13. september og 25. október, stjórnar slökkviliðs hbsv. frá 18. október, stjórnar Sorpu bs. frá 21. október, stjórnar SSH frá 7. og 21. október og svæðisskipulagsnefndar hbsv. frá 18. október.

Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 18:32. Fundi var fram haldið kl. 19:00.

7.1310014 - Bæjarráð, 24. október

2705. fundargerð í 32 liðum.

Lagt fram.

8.1310016 - Bæjarráð, 31. október

2706. fundargerð í 19 liðum.

Lagt fram.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óskað er eftir upplýsingum um síma- og tölvukostnað, sem Kópavogsbær greiðir fyrir aðal- og varabæjarfulltrúa. Sundurliðun óskast fyrir hvern bæjarfulltrúa. Samantektin nái frá upphafi kjörtímabilsins til 1. september 2013. Svar óskast á næsta fundi bæjarstjórnar.

Gunnar Ingi Birgisson"

9.1311004 - Bæjarráð, 7. nóvember

2707. fundargerð í 35 liðum.

Lagt fram.

10.1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi

Lögð fram að nýju tillaga umhverfisfulltrúa að útikennslusvæði á Víghólasvæði.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingartillögu með 11 atkvæðum.

11.1311045 - Kópavogstún 6-8. Svalaskýli.

Lagt fram erindi Friðriks Friðrikssonar, arkitekts, f.h. húsfélagsins að Kópavogstúni 6-8. Skipulagsnefnd taldi breytinguna ekki hafa grenndaráhrif og samþykkti tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingartillögu með 10 atkvæðum.

Elfur Logadóttir vék af fundi undir þessum lið.

12.1307353 - Boðaþing 1-3. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Ragnars Auðunns Birgissonar, arkitekts, f.h. Húsvirki. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingartillögu með 11 atkvæðum.

13.1309324 - Efstaland/Smiðjuvegur. Afmörkun íbúðarlóðar.

Á fundi skipulagsnefndar 24. september 2013 var lögð fram tillaga að nýjum lóðamörkum íbúðalóðar að Smiðjuvegi/Efstalandi. Skipulagsnefnd hafnaði tillögunni. Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnaði erindinu og vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum og hafnar tillögunni.

14.1311005 - Markavegur 2-3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Valdimarssonar, lóðarhafa, um breytt deiliskipulag fyrir lóðina við Markaveg 2-3. Skipulagsnefnd hafnaði tillögunni. Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnaði erindinu og vísaði því til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum og hafnar tillögunni.

15.1309251 - Laufbrekka 8. Viðbygging.

Að lokinni kynningu var lögð fram að nýju tillaga Árna Friðrikssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri breytingartillögu.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnaði erindinu og vísaði því til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum og hafnar tillögunni.

16.1310294 - Álmakór 17. Skipting lóðar.

Lagt fram erindi lóðarhafa Álmakórs 17 þar sem óskað er eftir að lóðinni verði skipt í tvær sjálfstæðar lóðir, nr. 17a og 17b.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu. Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

17.1311025 - Vallaþing. Gatnagerð. Framkvæmdaleyfi.

Lögð fram tillaga fyrir 1. áfanga gatnagerðar við Vallaþing.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd við Vallaþing. Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir framlagða tillögu að framkvæmdaleyfi með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

18.1310351 - Eigendasamkomulag aðildarsveitarfélaga SORPU bs. um framtíðarlausnir vegna meðhöndlunar úrgangs

Frá SSH, tillaga að samkomulagi um framtíðarlausnir vegna meðhöndlunar úrgangs í aðildarsveitarfélögum Sorpu bs., sem samþykkt var á stjórnarfundi SSH þann 21. október sl.
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. nóvember, minnisblað, sem bæjarráð óskaði eftir að lægi fyrir næsta fund bæjarstjórnar varðandi samkomulag aðildarsveitarfélaga Sorpu bs. um framtíðarlausnir vegna meðhöndlunar úrgangs.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Tel að hið nýja eigendasamkomulag sé vanhugsað og ekki nægjanlega vel ígrundað.  Ekki var unnið í samvinnu við stjórn Sorpu eins og boðað var þegar eigendavettvangi SSH var komið á.

Ómar Stefánsson"

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að eigendasamkomulagi aðildarsveitarfélaga Sorpu bs. með átta atkvæðum gegn tveimur. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

19.1310015 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 22. október

95. fundargerð í 6 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir einróma afgreiðslur byggingarfulltrúa.

20.1310018 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 29. október

96. fundargerð í 4 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir einróma afgreiðslur byggingarfulltrúa.

21.1311005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 5. nóvember

97. fundargerð í 11 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir einróma afgreiðslur byggingarfulltrúa.

22.1311002 - Félagsmálaráð, 5. nóvember

1360. fundargerð í 14 liðum.

Lagt fram.

23.1310017 - Forvarna- og frístundanefnd, 29. október

19. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

24.1301023 - Heilbrigðiseftirlitið, 21. október

184. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

25.1310021 - Leikskólanefnd, 5. nóvember

42. fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

26.1310007 - Lista- og menningarráð, 10. október

20. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

27.1311001 - Lista- og menningarráð, 7. nóvember

21. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

28.1310008 - Skipulagsnefnd, 5. nóvember

1231. fundargerð í 26 liðum.

Lagt fram.

29.1310352 - Tillögur svæðisskipulagsnefndar að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillögur á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2023 vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga, verði samþykktar skv. 3. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfisáhrif áætlana nr 105/2006.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir breytingartillögur á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins einróma.

30.1310012 - Skólanefnd, 21. október

63. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

31.1310019 - Skólanefnd, 4. nóvember

64. fundargerð í 13 liðum.

Lagt fram.

32.1301025 - Skólanefnd MK, 22. október

3. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

33.1301028 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 13. september

808. fundargerð í 47 liðum.

Lagt fram.

34.1301028 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 25. október

809. fundargerð í 31 lið.

Lagt fram.

35.1301049 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 18. október

125. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

36.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 21. október

326. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

37.1301043 - Stjórn SSH, 7. október

393. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

38.1301043 - Stjórn SSH, 21. október

394. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

39.1301024 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv. (áður Samvinnunefnd um svæðisskipulag), 18. október

38. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

40.1103101 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð

Björg Baldursdóttir kjörin aðalmaður í jafnréttis- og mannréttindaráð í stað Katrínar Guðjónsdóttur.

Katrín Guðjónssdóttir kjörin varamaður í jafnréttis- og mannréttindaráð í stað Bjargar Baldursdóttur.

Samþykkt að bæjarstjórn fundi einu sinni í desember og fari fundurinn fram þann 10. þess mánaðar.

Fundi slitið - kl. 18:00.