Bæjarstjórn

1027. fundur 14. desember 2010 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1011025 - Bæjarráð 25/11

2571. fundur

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson um liði 5, 6, 7, 13, 17, 26 og 34, Hjálmar Hjálmarsson um liði 13 og 17, Guðríður Arnardóttir um liði 6 og 5, Guðný Dóra Gestsdóttir um lið 5, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 5 og 6, Ómar Stefánsson um liði 5, 17, 32 og 34, Margrét Björnsdóttir um lið 5 og Hjálmar Hjálmarsson um liði 17 og 5.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

2.1011032 - Bæjarráð 2/12

2572. fundur

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson um liði 2, 8, 18, 20 og 24, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 2, Guðný Dóra Gestsdóttir um liði 8 og 7, Ómar Stefánsson um liði 2 og 8, Guðríður Arnardóttir um lið 2, Ármann Kr. Ólafsson um lið 2 og Margrét Björnsdóttir um liði 8 og 9.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

3.1012003 - Bæjarráð 9/12

2573. fundur

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson um liði 5, 11, 20, 26, 35, 36 og 38, Guðríður Arnardóttir um liði 38, 20 og 36, Guðný Dóra Gestsdóttir um lið 19, Ómar Stefánsson um liði 27 og 36, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 36, 20 og 35, Gunnar Ingi Birgisson um liði 20 og 36, Hjálmar Hjálmarsson um lið 35 og Guðný Dóra Gestsdóttir um liði 35 og 27. 

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

4.1006080 - Grænt bókhald 2009

Lögð fram skýrsla um grænt bókhald Kópavogs 2009.

Lagt fram.

5.1011367 - Tillaga um viðtalstíma bæjarfulltrúa

Bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar til afgreiðslu tillögum um viðtalstíma bæjarfulltrúa. Annars vegar tillögu Gunnars Inga Birgissonar og hins vegar tillögu Guðrúnar Pálsdóttur, bæjarstjóra.

Forseti bar undir fundinn þá tillögu, sem fyrr var fram komin, frá Gunnari Inga Birgissyni og var hún samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum.

6.1012005 - Almannavarnanefnd hbsv. 16/4

20. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1012005 - Almannavarnanefnd hbsv. 21/5

21. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1012005 - Almannavarnanefnd hbsv. 19/11

22. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1011020 - Atvinnu- og upplýsinganefnd 18/11

329. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1011021 - Félagsmálaráð 19/11

1296. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.1012001 - Félagsmálaráð 7/12

1297. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.1011024 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 22/11

7. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1011031 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 29/11

8. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.1012002 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 3/12

9. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

15.1011033 - Framkvæmdaráð 8/12

4. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

16.1001150 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 3/12

157. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

17.1011029 - Íþrótta- og tómstundaráð 1/12

262. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

18.1005149 - Stjórn Héraðsskjalasafns 17/11

67. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

19.1002171 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 10/11

781. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

20.1001155 - Stjórn slökkviliðs hbsv. 19/11

96. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

21.1001156 - Stjórn Sorpu bs. 22/11

280. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

22.1001157 - Stjórn Strætó bs. 19/11

150. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

23.1009090 - Stjórn Tónlistarhúss 15/11

111. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

24.1011026 - Umferðarnefnd 30/11

371. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

25.1011022 - Umhverfisráð 29/11

497. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

26.1010302 - Fjárhagsáætlun 2011

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2011, sem samanstendur af rekstraráætlun, framkvæmdayfirliti, sjóðsstreymi og efnahagsreikningi fyrir A- og B-hluta Kópavogsbæjar. Lagði bæjarstjóri til að tillögunni yrði vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn. Þá lagði Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, fram eftirfarandi tillögu að álagningu gjalda fyrir 2011:

I. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á fundi sínum þann 14.12. 2010 að útsvar fyrir árið 2011 verði 13,28% með fyrirvara um lagabreytingar vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Við þá yfirfærslu munu fylgja tekjur frá ríkinu sem nemur hækkun á útsvari um 1,20% á móti lækkuðu skatthlutfalli ríkisins. Mun þá útsvarshlutfall Kópavogsbæjar hækka samsvarandi og verða 14,48%.

II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fasteignagjöld fyrir árið 2011 verði álögð sem hér segir:

a) Fasteignaskattur

1. Íbúðarhúsnæði 0,32% af fasteignamati.
2. Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði 1,65% af fasteignamati.
3. Opinbert húsnæði 1,320% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
4. Hesthús 0,625% af fasteignamati.
5. Sumarhús 0,625% af fasteignamati.


b) Vatnsskattur og holræsagjald

1. Vatnsskattur verði 0,135% af heildarfasteignamati. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 32,91 fyrir hvern m3 vatns.

2. Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, nemi 0,169% af fasteignamati, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr.23.725 og innheimtist með fasteignagjöldum.

c) Lóðarleiga

1. Fyrir lóðir íbúðarhúsa kr. 16,80 á fm
2. Lækjarbotnar kr. 19,59 á fm
3. Fyrir lóðir annarra húsa kr. 203,96 á fm

Gjalddagar fasteignagjalda 2011 verði átta, þann 15. janúar, 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.

Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 30.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03. 2011.

Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 16.02. 2011 fá 5% staðgreiðsluafslátt.

d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs:

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 2.400.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur allt að 3.300.000 krónur.

75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 2.400.001 - 2.780.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.300.001 - 3.760.000 krónur.


50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 2.780.001 - 3.050.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.760.001 - 4.150.000 krónur.

25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.050.001 - 3.260.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.150.001 - 4.440.000 krónur.


Örorkulífeyrisþegar skulu skila ljósriti af örorkuskírteini.

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.

III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2011. Gjaldið skal vera kr. 18.400 á íbúð. Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.

IV. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að gjald fyrir hreinsun taðþróa hesthúsa á hesthúsasvæði Gusts verði 611 kr. á hvern m2 hesthúss. Gjaldið greiðist fyrirfram. Stjórn hestamannafélagsins Gusts tilkynnir Kópavogsbæ, í hvaða húsum ekki skuli hreinsa taðþrær. Tilkynningin skal berast Kópavogsbæ fyrir álagningu fasteignagjalda

Kl. 18:48 vék Hjálmar Hjálmarsson af fundi og tók Brynjar Örn Gunnarsson sæti hans.

 

Hlé var gert á fundi kl. 19:05. Fundi var fram haldið kl. 19:40.

 

Til máls tók Gunnar Ingi Birgisson og lagði til að tillögu um álagningu yrði frestað að undanskilinni tillögu um útsvar. Þá tóku til máls Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, Guðný Dóra Gestsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Guðríður Arnardóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, Gunnar Ingi Birgisson.

 

Forseti bar undir fundinn tillögu Gunnars Inga Birgissonar um að fresta tillögu um álagningu gjalda 2011 að undanskilinni tillögu um útsvar. Var tillagan samþykkt.

 

Þá bar forseti undir fundinn tillögu bæjarstjóra um útsvar fyrir árið 2011 og var hún samþykkt einróma.

 

Forseti lagði til að fjárhagsáætlun Kópavogs 2011 yrði vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn og var það samþykkt einróma.

Fundi slitið - kl. 18:00.