Bæjarstjórn

1127. fundur 24. nóvember 2015 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Kristinn D Gissurarson
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1509919 - Fjárhagsáætlun 2016. Seinni umræða.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016, ásamt tillögu að álagningu gjalda. Þá gerði bæjarstjóri grein fyrir breytingartillögum við fjárhagsáætlun 2016 og lagði til að þær yrðu samþykktar, ásamt framlagðri fjárhagsáætlun. Jafnframt lagði bæjarstjóri fram tillögur að gjaldskrám.
Forseti bar undir fundinn eftirfarandi tillögu að álagningu gjalda fyrir árið 2016:
I. Bæjarstjórn samþykkir að útsvar fyrir árið 2016 verði óbreytt 14,48%.
Samþykkt með 11 atkvæðum.
II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fasteignagjöld fyrir árið 2016 verði álögð sem hér segir:
a) Fasteignaskattur
1. Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,265% í 0,26% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2. Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði verði óbreytt 1,62% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

3. Opinbert húsnæði verði óbreytt, 1,320% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

4. Hesthús lækki úr 0,265% í 0,26% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

5. Sumarhús lækki úr 0,265% í 0,26% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

b) Vatnsskattur og holræsagjald
1. Vatnsskattur lækki og verði 0,08% af heildarfasteignamati í stað 0,09%. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 37,93 (var 36,30) fyrir hvern m3 vatns.
Samþykkt með 11 atkvæðum.

2. Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, verði óbreytt og nemi 0,169% af fasteignamati, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 26.171 (var 25.658) og innheimtist með fasteignagjöldum.
Samþykkt með 11 atkvæðum.

c) Lóðarleiga:
1. Fyrir lóðir íbúðarhúsa óbreytt 19,48 kr/m².
Samþykkt með 11 atkv,æðum.
2. Lóðir Lækjarbotnum, óbreytt 19,48 kr/m².
Samþykkt með 11 atkvæðum.
3. Fyrir lóðir annarra húsa, óbreytt 190,00 kr/m².
Samþykkt með 11 atkvæðum.

Gjalddagar fasteignagjalda 2016 verði átta, þann 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst og 1. september og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.
Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 40.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03.2016.
Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 12.02.2016 fá 3% staðgreiðsluafslátt.
Samþykkt með 11 atkvæðum.

d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk í framtali ársins 2015. Hætt verði að leiðrétta útreikning vegna álagningar þegar framtöl ársins 2016 liggja fyrir.

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 2.995.000 krónur (var 2.852 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 4.132.000 krónur (var 3.935 þ).

75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 2.995.001 - 3.451.000 krónur (var 3.287 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.132.001 - 4.655.000 krónur (var 4.433 þ).

50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.451.001 - 3.724.000 krónur (var 3.547 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.433.001 - 4.812.000 krónur (var 4.640 þ).

25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.724.001 - 3.942.000 krónur (var 3.754 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 5.053.001 - 5.362.000 krónur (var 5.107 þ).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Samþykkt með 11 atkvæðum.

III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2016. Gjaldið lækkar og verður kr. 22.600 á íbúð (var 24.500). Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
Samþykkt með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarstjóra, dags. 19. nóvember 2015.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 svo breytta með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá dagforeldra.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá mötuneyta og dægradvala í grunnskólum.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá leikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að framlögum til einkaleikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá Skólahljómsveitar Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá frístundaklúbbsins Hrafninn.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá vegna breytinga á deiliskipulagi og vegna grenndarkynninga á byggingar- eða framkvæmdaleyfi hjá Kópavogsbæ.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir leikskólastyrk vegna barna í einkareknum leikskólum 2016.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn gjaldskrá sérdeilda grunnskóla Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir Bókasafn Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Tillögu að gjaldskrá fyrir sundlaugar Kópavogs var frestað með 11 atkvæðum.

Eftirfarandi bókun var lögð fram:
?Fjárhagsáætlun Kópavogs er nú gerð í samvinnu allra bæjarfulltrúa. Þessi samvinna undirstrikar sameiginlega ábyrgð allra bæjarfulltrúa á rekstri bæjarins. Ákvörðun um samvinnu við áætlunina var samþykkt í bæjarstjórn. Niðurstaðan sýnir að samstarf sem þetta er farsælt fyrir bæinn og bæjarbúa. Í slíkri samvinnu þurfa allir að gefa eitthvað eftir og lokaniðurstaðan endurspeglar það. Bæjarstjórn þakkar starfsfólki bæjarins fyrir vandaða vinnu við gerð áætlunarinnar.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson, Ólafur Þór Gunnarsson?

2.1510766 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2017-2019. Seinni umræða.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir þriggja ára fjárhagsáætlun 2017-2019 og lagði til að hún yrði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2017-2019 með 11 atkvæðum.

3.1511496 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 24. nóvember 2015.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 12. og 19. nóvember, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 5. og 12. nóvember, félagsmálaráðs frá 2. og 16. nóvember, forsætisnefndar frá 12. og 19. nóvember, forvarna- og frístundanefndar frá 4. nóvember, skipulagsnefndar frá 9. nóvember, skólanefndar frá 9. og 16. nóvember, skólanefndar MK frá 4. nóvember, stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 11. september og 30. október, stjórnar Sorpu frá 13. nóvember, stjórnar SSH frá 26. október og 2. nóvember og stjórnar Strætó frá 2. og 6. nóvember.
Lagt fram.

4.1511005 - Bæjarráð, dags. 12. nóvember 2015.

2796. fundur bæjarráðs í 33. liðum.
Lagt fram.

5.1510363 - Aflakór 14. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, lagt fram að nýju erindi Úti og inni arkitekta, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir heimild til að byggja aflokuð rými undir veröndum á suðaustur- og norðvesturhliðum hússins. Við breytinguna hækkar heildarbyggingarmagn úr 364,5 m2 í 421,5 m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,44 í 0,51. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Aflakórs 12 og 16. Lagt fram skriflegt samþykki lóðarhafa Aflakór 12 og 16 dags. 12.10.2015. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu á deiliskipulagi Aflakórs 14 með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

6.1508151 - Austurkór 89a og 89b. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Úti Inni arkitekta, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 89. Í breytingunni felst að farið er 2,7 metra út fyrir byggingarreit á austurhlið húsanna. Lóðin skiptist í tvær lóðir, Austurkór 89a sem verður 438,6 m2 og Austurkór 89b sem verður 448,6 m2 að stærð. Heildarbyggingarmagn hvors húss verður 144m2 (samtals 288 m2) og nýtingarhlutfall um 0,3 pr. lóð. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 87, 91 og 93. Kynningu lauk 9.11.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust við kynnta tillögu. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

7.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa Breiðahvarfs 15 þar sem óskað er eftir að breyta hesthúsi á lóðinni í íbúð. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var málinu frestað. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

8.1502354 - Fífuhvammur 25. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, lagt fram af byggingarfulltrúa að nýju tillaga Verkfræðistofunnar Hamraborg, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir að reisa 56,8m2 viðbyggingu ofan á þegar byggðan bílskúr við Fífuhvamm 25. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var málinu frestað. Kynningu lauk 4.5.2015. Athugasemd barst frá Lárentsínusi Kristjánssyni, hrl., f.h. íbúa Fífuhvamms 27, dags. 30.4.2015. Lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 4.11.2015. Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu með vísan í minnisblað lögfræðisviðs og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með níu atkvæðum gegn einu og hafnar erindinu. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi atkvæði gegn tillögu skipulagsnefndar og Kristinn Dagur Gissurarson greiddi ekki atkvæði.

9.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Smárans, vestan Reykjanesbrautar (suðursvæði Smáralindar), greinargerð, uppdráttur og skipulagsskilmálar dags. 22.6.2015. Tillagan var auglýst, athugasemdir bárust við kynnta tillögu og voru þær lagðar fram á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015. Tillagan lögð fram að nýju með áorðnum breytingum dags. 9.11.2015. Lagt fram bréf frá Reginn fasteignafélagi dags. 27.10.2015. Þá lögð fram umsögn umhverfissviðs og bæjarlögmanns dags. 6.11.2015 um athugasemdir sem bárust á kynningartíma. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5.8.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 tillögu að breyttu deiliskipulagi Smárans með áorðnum breytingum dags. 9.11.2015, greinargerð, uppdrættir og skipulagsskilmálar ásamt umsögn dags. 6.11.2015 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

10.15082873 - Smiðjuvegur 3a. Smádreifistöð OR.

Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, lagt fram að nýju erindi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir að stofna nýja lóð að Smiðjuvegi 3a fyrir smádreifistöð. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var málinu frestað. Lagt fram minnisblað frá samráðsfundi sem haldinn var 5.11.2015. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn atkvæði Ásu Richardsdóttur.

Pétur Hrafn Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

11.1503247 - Sæbólsbraut 40. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, lagt fram af byggingarfulltrúa að nýju erindi Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á Sæbólsbraut 40. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var erindinu frestað. Lögð fram breytt tillaga Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa í samræmi við tillögu skipulagsstjóra þar sem komið er til móts við athugasemdir sem bárust á kynningartíma. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu, með áorðnum breytingum þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

12.1511012 - Bæjarráð, dags. 19. nóvember 2015.

2797. fundur bæjarráðs í 17. liðum.
Lagt fram.

13.1511320 - Austurkór 66, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 66 frá Jóhanni Pálmasyni, kt. 090373-4049, og Öddu Mjöll Guðlaugsdóttur, kt. 140775-4609. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Jóhanni Pálmasyni og Öddu Mjöll Guðlaugsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 66 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

14.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Frá arkitekt umhverfissviðs, dags. 16. nóvember, lagt fram erindi um breytt mörk deiliskipulagssvæðis Smárahvamms þar sem lagt er fyrir bæjarráð að samþykkja breytta afmörkun á norðurhluta deiliskipulagsuppdráttar Smárahvamms dags. 19. nóvember 2015. Bæjarráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

15.1511003 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 5. nóvember 2015.

171. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 5. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

16.1511007 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 12. nóvember 2015.

172. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 9. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

17.1510026 - Félagsmálaráð, dags. 2. nóvember 2015.

1400. fundur félagsmálaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

18.1511011 - Félagsmálaráð, dags. 16. nóvember 2015.

1401. fundur félagsmálaráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

19.1511010 - Forsætisnefnd, dags. 12. nóvember 2015.

58. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

20.1511015 - Forsætisnefnd, dags. 19. nóvember 2015.

59. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

21.1510028 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 4. nóvember 2015.

33. fundur forvarna- og frístundanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

22.1510025 - Skipulagsnefnd, dags. 9. nóvember 2015.

1268. fundur skipulagsnefndar í 22. liðum.
Lagt fram.

23.1511002 - Skólanefnd, dags. 9. nóvember 2015.

93. fundur skólanefndar í 14. liðum.
Lagt fram.

24.1511008 - Skólanefnd, dags. 16. nóvember 2015.

94. fundur skólanefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

25.1501328 - Fundargerðir skólanefndar MK, dags. 4. nóvember 2015.

14. fundur skólanefndar MK í 5. liðum.
Lagt fram.

26.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 11. september 2015.

830. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 37. liðum.
Lagt fram.

27.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 30. október 2015.

831. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 42. liðum.
Lagt fram.

28.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 13. nóvember 2015.

356. fundur stjórnar Sorpu í 5. liðum.
Lagt fram.

29.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 26. október 2015.

422. fundur stjórnar SSH í 3. liðum. Leiðrétt útgáfa frá síðasta bæjarráðsfundi.
Lagt fram.

30.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 2. nóvember 2015.

423. fundur stjórnar SSH í 10. liðum.
Lagt fram.

31.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 2. nóvember 2015.

228. fundur stjórnar Strætó í 4. liðum.
Lagt fram.

32.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 6. nóvember 2015.

229. fundur stjórnar Strætó í 5. liðum.
Lagt fram.

33.1510212 - Kosning fulltrúa í stjórn Reykjanesfólkvangs.

Kosning fulltrúa í stjórn Reykjanesfólkvangs.
Theódóra Þorsteinsdóttir kjörin fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs.

Fundi slitið.