Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 161 við Austurkór dags. 20. janúar 2009. Erindið varðar tillögu um stækkun á byggingarreit. Tillagan gerir ráð fyrir að byggt sé út í ytri byggingarreit og auk þess 2 m út fyrir ytri byggingarreit á austurhlið og 3 m út fyrir ytri byggingarreit á 10 m kafla á suðurhlið húss. Grunnflötur íbúðar með bílgeymslu verði 409,7 m². Gert verði ráð fyrir kjallara með bílgeymslu, alls 115,8 m². Skipulagsskilmálar gera ráð fyrir allt að 250 m² á einni hæð og heimild til að hafa geymslur í kjallara undir hluta hússins. Hámarks flatarmál stækkar úr 250 m2 í 410 m2. Nýtingarhlutfall breytist úr 0.29 í 0.49.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. í janúar 2009 .
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Austurkórs 86,88,90,92,149, 151, 153, 155, 157, 159, 163 og 165.
Fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði gegn tillögunni og vísa til úrskurðar Úrskurðarnefndar um að breyting á deiliskipulagi í nýjum hverfum verði að fylgja skipulagsleg rök.
Kynning fór fram 19. mars til 20. apríl 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
á fundi skipulagsnefndar 15. september er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 15. september 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með breytingum dags. 14. maí 2009 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.