Skipulagsnefnd

1170. fundur 15. september 2009 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson
Dagskrá

1.811098 - Lundur 2,4 og 6. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 18. nóvember 2008 er lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts fh. lóðarhafa nr. 2, 4 og 6 við Lund dags. 20. október 2008. Í erindinu felst að húsi nr. 4 verði snúið um 90° til vesturs, hús nr. 2 verði týpa F2 í stað F3. Íbúðafjöldi og húsahæðir verði óbreyttar. Bílastæði á lóð og í bílakjallara verði jafnmörg og í gildandi deiliskipulagi.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 14. okt. ´08.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 20. nóvember 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 2. desember 2008 til 6. janúar 2009 með athugasemdafresti til 20. janúar 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lagt fram nýtt erindi lóðarhafa dags. 14. maí 2009 með nýrri útfærslu, þar sem dregið er úr umfangi byggingar miðað við fyrri tillögu dags. 20. október 2008. Með nýrri tillögu kemur lóðarhafi til móts við innsendar athugasemdir.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn með tilliti til nýrrar útfærslu lóðarhafa.
Á fundi skipulagsnefndar 23. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 23. júní 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að halda fund með aðilum málsins.
Skipulagsstjóri hélt fund með aðilum málsins 31. ágúst 2009.
á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 er erinið lagt fram á ný ásamt bréfi þeirra, sem gerðu athugasemdir dags. 31. ágúst 2009, þar sem athugasemd er dregin til baka.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið með breytingum dags. 14. maí 2009 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

2.802210 - Kópavogsbrún 2-4. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 19. febrúar 2008 er lagt fram erindi KR-ark f.h. lóðarhafa lóða nr. 2-4 við Kópavogsbrún. Vísað er í gildandi skipulagsskilmála fyrir Kópavogstún. Í erindinu er óskað eftir að stækka byggingarreit úr 282 m² í 365 m² á hvorri lóð. Hámarks flatarmál húsa fer úr 564 m² í 730 m² á hvorri lóð .Byggingarmagn eykst úr 564 m² í 730 m² sem gerir 166 m² stækkun. Auk þess er óskað eftir lyftu í byggingunum en flatarmál stiga og lyftuhúss er um 35-40 m² sem sneiðist af húsunum.
Á fundi skipulagsnefndar 19. febrúar 2008 er erindið lagt fram.
Frestað. Skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa um það sem fram kom á fundinum.
Á fundi skipulagsnefndar 4. mars 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi láti vinna deiliskipulagstillögu fyrir umrædda lóð þar sem fram kemur útlit og sneiðingar.
Á fundi skipulagsnefndar 15. apríl 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa um aukið byggingarmagn.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 17. apríl 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 29. apríl til 27. maí 2008 með athugasemdafresti til 10. júní 2008. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. júní 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt breyttri útfærslu hönnuðar dags. 16. janúar 2009, þar sem gert er ráð fyrir að íbúðum fjölgi úr 8 í 9 íbúðir og að gólfkóti á vestari hluta byggingar hækki um 0.5 metra. Bílageymsla stækkar til austurs en minnkar til suðurs. Bílastæðum fjölgar úr 16 í 18. Jafnframt er erindi dags. 19. febrúar 2008 dregið til baka.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 22. janúar 2009 var samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 10. febrúar til 10. mars 2009 með athugasemdafresti til 24. mars 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram áð nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 15. september 2009.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli umsagnar dags. 15. september 2009 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.701069 - Gnitaheiði 4-6, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 4. september 2007 er lagt fram erindi Sveins Ívarssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 10. ágúst 2007 varðandi breytt deiliskipulag á lóð nr. 4-6 við Gnitaheiði. Óskað er eftir endurupptöku erindis sent skipulagsnefnd 1. september 2006, að breyta gildandi skipulagi frá fjórum sérhæðum í tvö tveggja hæða parhús.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni að breyttu deiliskipulagi á umræddri lóð.
Á fundi skipulagsnefndar 6. nóvember 2007 er erindið lagt fram að nýju ásamt deiliskipulagstillögu.
Frestað. Skipulagsstjóra falið að afla frekari gagna.
Á fundi skipulagsnefndar 4. desember 2007 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 6. desember 2007 er samþykkt að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Tillagan var auglýst frá 18. desember 2007 til 22. janúar 2008, með athugasemdafresti til 5. febrúar 2008. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 5. febrúar 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt innsendum athugasemdum og frestað. Bæjarskipulagi er falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 19. febrúar 2008 er erindið lagt fram að nýju og frestað. Skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa um það sem fram kom á fundinum.
Á fundi skipulagsnefndar 6. maí 2008 er erindið lagt fram að nýju þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir.
Skipulagsstjóra falið að halda fund með þeim gerðu athugasemdir og kynna umrædda breytingu.
Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 er erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu, þar sem of langur tími er liðin frá auglýsingu erindisins og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.902150 - Austurkór 161, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 161 við Austurkór dags. 20. janúar 2009. Erindið varðar tillögu um stækkun á byggingarreit. Tillagan gerir ráð fyrir að byggt sé út í ytri byggingarreit og auk þess 2 m út fyrir ytri byggingarreit á austurhlið og 3 m út fyrir ytri byggingarreit á 10 m kafla á suðurhlið húss. Grunnflötur íbúðar með bílgeymslu verði 409,7 m². Gert verði ráð fyrir kjallara með bílgeymslu, alls 115,8 m². Skipulagsskilmálar gera ráð fyrir allt að 250 m² á einni hæð og heimild til að hafa geymslur í kjallara undir hluta hússins. Hámarks flatarmál stækkar úr 250 m2 í 410 m2. Nýtingarhlutfall breytist úr 0.29 í 0.49.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. í janúar 2009 .
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Austurkórs 86,88,90,92,149, 151, 153, 155, 157, 159, 163 og 165.
Fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði gegn tillögunni og vísa til úrskurðar Úrskurðarnefndar um að breyting á deiliskipulagi í nýjum hverfum verði að fylgja skipulagsleg rök.
Kynning fór fram 19. mars til 20. apríl 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
á fundi skipulagsnefndar 15. september er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 15. september 2009.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjaráðs og bæjarstjórnar.

5.801295 - Hafnarfjarðarvegur. Auglýsingaskilti

Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs dags. 19. maí 2009 að staðsetningu flettiskiltis á bæjarlandi við Nýbýlaveg.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir og afstöðumynd.
Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögnum umferðarnefndar, umhverfisráðs og Vegagerðarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 22. maí 2009 er staðfest afgreiðsla skipulagsnefndar.
Tillagan var auglýst 23. júní til 21. júlí 2009, með athugasemdafresti til 4. ágúst 2009. Athugtasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er málið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 15. september 2009.

Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir umsögn bæjarskipulags dags. 15. september 2009 og felur skipulagsstjóra að halda fund með Vegagerðinni um veghelgunarsvæði.

6.909189 - Kársnesbraut 93,kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 er lagt fram erindið byggingarfulltrúa dags. 15. september 2009 um byggingarleyfisumsókn lóðarhafa nr. 93 við Kársnesbraut. Í erindi lóðarhafa felst að óskað er eftir leyfi til að breyta verslun í íbúð.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 dags. 26. júlí ´09

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu til lóðarhafa að Kárnesbraut 84-101 og  Holtagerði 40, 42, 44, 46 og 48, þegar fyrir liggur samþykki allra eigenda  Kárnesbraut 93.

7.909190 - Sunnubraut 34, kynning sbr. 7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 15. september 2009 um byggingarleyfisumsókn lóðarhafa nr. 34 við Sunnubraut. Í erindi lóðarhafa felst að óskað er eftir leyfi til að byggja 15 m² sólstofu sunnan hússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:20 dags. 3. sept. ´09.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Sunnubraut 30,31, 32, 33, 35, 36, 37 og 38 og Þinghólsbraut 27, 29 og 31.

Fundi slitið - kl. 18:30.